Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996
33
Myndasögur
Aðeins þú |
gast bjargað
Egyptalandil
Við urðum að tórna ^^51
(jölskyldu þinni
fyrir alla þjóðina! )ge'íni'ngu?|l
Fréttir
Mánuður búinn af laxveiðinni:
Norðurá stendur
sig langbest
„Mér finnst þetta vera einkenni-
legt sumar í laxveiðinni, fiskifræð-
ingar spáðu góðri laxveiði. En það
hefur klikkað í mörgum ám, eins
árs laxinn hefur ekki mætt eins
mikið og menn áttu von á,“ sagði
veiðimaður í samtali í gærkvöldi.
Byrjunin á þessu laxveiðisumri er
einkennileg, Norðurá í Borgarfirði
hefur komið langbest út og eru
komnir 1.000 laxar úr ánni. Úr Laxá
á Ásum, þar sem menn borga 120
þúsund fyrir daginn núna, eru að-
eins komnir 190 laxar á land eftir 6
vikna veiði. Tveggja og þriggja
punda laxar hafa verið að koma í
ána síöustu daga.
„Við erum komnir með 30 laxa
eftir næstum eins dags veiði. Það er
ekki mikið af fiski í ánni en smálax-
inn er aðeins að mæta. Þetta mætti
vera fjörugra hérna við Ásana núna
á þessum tíma,“ sagði Geir Ericson
á bökkum Laxár á Ásum í gærdag,
reyndar með lax á.
„Það er ekki mikið af fiski, alla
vega sjáum við þá ekki. Eitthvað
hefur komið af smálaxi síðustu
daga. Árni Baldursson og Ólafur H.
Ólafsson voru á undan okkar með
erlenda veiðimenn. Þeir fengu 18 á
fluguna, þeir reyndu ekki annað.
Mér sýnist áin vera að skríða í 190
laxa núna, það er ekki meira,“ sagði
Geir ennfremur.
Vatnsleysið í veiðiánum virðist
líka ætla að koma við kaunin á
veiðimönnum. Ár eru margar hverj-
ar vatnslitlar og sumar að þorna
upp. Laxarnir eru orðnir sólbrúnir
á bakinu, enda standa þeir upp úr
sums staðar.
Það virðist færast í vöxt þetta
sumarið að veiða og sleppa en hvað
lengi veit maður ekki. Ekki eru nú
allir veiðimenn til í að sleppa laxin-
um sem þeir hafa harist við í marga
klukkutíma. Alla vega ekki ég.
Veiðimenn eru svo sannarlega miskátir með byrjunina í laxveiðinni en þessi
veiðimaður við Ytri-Rangá var óvenjuhress með sinn feng. Enda var fiskur-
inn 12 pund og tók fluguna. DV-mynd G. Bender
Hróarslækur:
25 bleikjur og einn lax
„Það var gaman að þessu, fiskur-
inn er greinilega að koma í lækinn.
Á einum degi veiddust 25 bleikjur
og einn lax,“ sagði veiðimaður sem
var að koma úr Hróarslæk, rétt
austan við Hellu. En fiskurinn virð-
ist vera að koma í lækinn, það hafa
veiðst nokkir laxar það sem af er
sumri og bleikjan er til staðar.
„Þetta er bleikja sem veiðist og
þær stærstu eru kringum 3 pund.
Það er gaman að veiða þarna,“ sagði
veiðimaðurinn í lokin.
VEIÐIMENN!
Flugan í veiðiferðina
Seljum veiðileyfi í
Hróarlæk á 2.500 kr.
Bleikja - Urriði - Lax
Laugavegi 178,
símar 551 6770
og 581 4455