Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1996, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 Sitt sýnist hverjum um þá ráð- stöfun að flytja Landmælingar íslands til Akraness. Hreppaflutn- ingar að sov- éskum hætti „Það er ekki forsvaranlegt að flytja fólk hreppaflutningum með sovéskum hætti.“ Pétur Jónsson borgarfulltrúi, í Alþýöublaðinu. í fangið á þeim sem flúið var frá „Þau virðast ætla að hoppa Ummæli beint upp í fangið á einmitt þeim sem þau voru að flýja á sínum tíma.“ ísólfur Gylfi Pálmason um Þjóðvakaþingmenn, í Tíman- um. Öflug kynningarvinna „Þessarar sýningar verður fyrst og fremst minnst fyrir kraftmikla og einbeitta kynning- arvinnu.“ Arnór Benónýsson um Stone Free, í Alþýðublaðinu. Eskatologískt ívaf „Frammúrstefnuspunanú- tímajass með eskatologísku ívafi.“ Jakob Bjarnar Grétarsson, í Al- þýðublaðinu. Flokkar í einum líkama „Ef þeir ætla að fara yfir stig samvinnunnar inn í einhvers konar sameiningu, þá tel ég að það ætti að ganga fyrir sig með þeim hætti að flokkarnir yrðu að einum líkama." Össur Skarphéðinsson, í Al- þýðublaðinu. Enginn einstaklingur hefur selt fleiri plötur en Elvis Presley. Söluhæstu söngvararnir Það vill svo til að þeir tveir söngvarar, sem hafa selt flestar plötur i heiminum, Bing Crosby og Elvis Presley, létust báðir 1977. Ekki voru þeir þó af sömu kynslóð, Crosby fæddist 1904 og Presley 1935. Hinn 9. júní 1960 var Bing Crosby afhent platínuplata til þess að minnast þess að seldar höfðu verið 200 milljónir af hljómplötum með söng hans, árið 1970 fékk hann sams konar viðurkenningu, en þá höfðu selst ufir 300 milljónir platna með honum. Á löngum ferli söng Bing Crosby inn á 2600 smáskífur og sendi frá sér 125 albúm. Blessuð veröldin Elvis Presley hefur þó gert það betur. Á ferli sínum söng hann inn á plötur 170 lög sem komust á hina ýmsu vinsældalista. Frá árinu 1956 hafa verið gefin út 80 breiðskífualb- úm með honum sem seljast enn í miklu upplagi eftir að geislaplatan kom til sögunnar og er hann nú tal- inn söluhæsti söngvari allra tíma en engar nákvæmar tölur eru yfir sölu á plötum hans. Hæg sunnan- og suðvestanátt Yfir Bretlandseyjum er 1029 millí- bara heldur minnkandi hæð, sem hreyfist lítið, en á norðanverðu Grænlandshafi er 1000 millíbara Veðrið í dag lægð, sem þokast norðnorðaustur. Önnur lægð er skammt suðvestur af Hvarfi og hreyfist hún í austurátt. Fremur hæg sunnan- og suðvest- anátt á landinu, víðast kaldi en st- inningskaldi á stöku stað suðvestan- lands. Sunnan og vestanlands verða skúrir en að mestu þurrt en skýjað annars staðar. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast austanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnangola eða kaldi og dálítil súld í dag en suðvestangola og skúrir í nótt og 1 fyrramálið. Hiti 10 til 14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.15 Sólarupprás á morgun: 3.53 Síðdegisflóð 1 Reykjavík: 20.12 Árdegisflóð á morgun: 8.32 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 13 Akurnes þoka í grennd 10 Bergsstaðir skýjaö 13 Bolungarvík skýjaó 12 Egilsstaöir skýjað 13 Keflavíkurflugv. þokumóöa 10 Kirkjubkl. rigning 11 Raufarhöfn skýjaö 12 Reykjavíic alskýjaó 12 Stórhöföi skýjað 10 Helsinki skýjað 13 Kaupmannah. léttskýjað 15 Ósló léttskýjaö 13 Stokkhólmur skýjaö 11 Þórshöfn skýjað 10 Amsterdam skýjaö 13 Barcelona heiðskírt 23 Chicago þrumuveöur 21 Frankfurt léttskýjaö 14 Glasgow mistur 12 Hamborg skýjaó 13 London léttskýjaö 13 Los Angeles mistur 18 Lúxemborg léttskýjað 13 Madríd heiöskírt 19 Mallorca heióskírt 20 París heiðskírt 15 Róm heiöskírt 21 Valencia heiöskírt 19 New York heiöskírt 26 Nuuk þoka 2 Vín skýjaö 14 Washington alskýjað 27 Winnipeg hálfskýjaö 21 Om Ævar Hjartarson, unglingalandsliðsmaður í golfi: í góðum málum ef við fáum sterkan vind DV, Suðurnesjum: „Þetta er síðasta mótið mitt með unglingalandsliðinu og við stefn- um að sjálfsaögðu á að vinna mót- ið. Það er plús fyrir mig að vera á heimavelli. Ég setti mér meðal annars það takmark fyrir þetta sumar að vinna Norðurlandamót- ið og þá einstaklingskeppnina," sagði Öm Ævar Hjartarson, golfarinn snjalli i Golfklúbbi Suð- urnesja og einn lykilmaðurinn í unglingalandsliði íslands sem hóf í morgun keppni á Norðurlanda- Maður dagsins mótinu sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Þar eru mættir 50 kepp- endur, 10 frá hverju landi, og skipa 6 strákar og 4 stúlkur sveit- imar. Spilaðar verða 36 holur í dag og 18 á morgun. Öm Ævar er greinilega í mjög góðu formi um þessar mundir og setti stefnuna hátt fyrir sumarið. Eitt af takmörkum hans náðist þegar hann sigraði glæsilega í meistararflokki karla á meistara- móti Golfklúbbs Suðumesja ný- lega og gerði gott betur þegar hann jafnaði vallarmetið. Örn Ævar Hjartarson. En er Örn Ævar stressaður fyr- ir Norðurlandamótið? „Ég hef verið svolitið stressaður og það veldur aukapressu að mað- ur setur markið hátt og gerir kannski of miklar kröfur til sín. Ég held að þetta mót verði meira spennandi en verið hefur. Það er ekkert lið afgerandi best. Veðrið getur sett strik í reikninginn og skipt miklu máli. Ef sterkur vind- ur verður þá held ég að við séum i góðum málum enda vanari alls kyns veðri heldur en hinir spilar- amir.“ Öm Ævar er 18 ára nemi á nátt- úrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann vinnur í sumar á golfvelli GS, meðal annars við að kenna byrjendum golf. Hann hefur unnið mörg mót og hlotið fjölda titla á sinum ferli. Þeir helstu og stærstu eru Drengjameistari 1992 og Unglingameistari í fyrra, sem Öm Ævar segir vera eftirminni- legast á ferlinum hingað til. Örn Ævar byrjaði 7 ára að æfa golf þegar faðir hans keypti handa honum golfsett. „Ég fór alltaf með pabba á golfvöllinn og var mjög ánægður með fyrsta settið mitt. Ég hef ekki stoppað síðan. Ég stefni á að fara utan í nám eftir stúdentinn og spila golf með. Síðan er stóri draumurinn að komast í atvinnu- mennskuna.“ Áhugamál hans fyrir utan golfið er körfubolti og allt sem téngist útivem. En hver er sterkasta hlið hans í golfinu? „Ég er sterkastur frá teig inn á flöt en veikasta hliðin, ef svo má segja, er púttið. Ætli maður hafi nógu mikla trú á sjálfum sér við að setja kúluna ofan í. Þetta er allt spurning um dagsformið, það skiptir miklu máli.“ -ÆMK Myndgátan Fé á fæti Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði DV Himbriminn mun sigla um Þing- vallavatn með þá sem áhuga hafa á í sumar. Útsýnissiglingar á Þingvallavatni Nú gefst ferðamönnum tæk- ifæri til að njóta náttúru Þing- vallasvæðisins af báti á vatninu, en nýverið var stofnað fyrirtæk- ið Þingvallavatnssiglingar sem býður upp á einnar og hálfrar klukkustundar siglingu, þar sem spjallað er um það helsta sem fyrir augu ber í landslaginu, líf- ríkið, söguna, skáldskapinn, þjóðsögurnar og mannlíf við vatnið að fornu og nýju. Lagt er af stað frá Skálabrekku um 10 km vestan Þingvalla. Siglt er austur með löndum þjóðgarðs- ins, méð suðvesturströndinni þaðan sem fallegt er að sjá upp að háhitasvæðinu á Nesjavöllum og loks að eyjunum Nesjaey og Sandey þar sem vatnið er dýpst. Útivera Báturinn sem notaður er í þessar ferðir heitir Himbriminn í höfuðið á einkennisfugli vatns- ins. Áætlanir Himbrimans eru kl. 10 á morgnana alla þriðju- daga, fimmtudaga og föstudaga og kl. 10, 13 og 15 laugardaga og sunnudaga. Skógarganga Eins og undanfarna fimmtu- daga bjóða skógræktarfélög á höfuðborgarsvæðinu almenningi í skógargöngu. í kvöld verður upphaf göngunnar við Baldurs- haga i Reykjavík, kl. 20.00. Geng- ið verður um Rauðavatnsstöðina um Trippadal og endað við Ell- iðavatn. Bridge Þátttaka hefur verið með ágætum í sumarbridge í Reykjavík undan- farna daga og algengt orðið að vel yfir þriðja tug para taki þátt á hverj- um degi. í sumarbridge í gær kom þetta spil fyrir. Algengasti samning- urinn var oftast nær fjórir eða sex spaðar, en einstaka pör teygðu sig lengra. Sagnir gengu þannig á einu borðanna, austur gjafari og enginn á hættu: 4 53 * DG7 4 G10987 * 1075 * ÁG74 V K2 4 ÁKD2 * K92 4 98 «4 Á654 4 643 * D843 Austur Suður 14 pass 2«4 pass 2 grönd pass Vestur Norður 24 pass 24 pass 6 grönd p/h Austur, Guðmundur Sveinsson, ákvað að opna á einum spaða þó að punktastyrkur i opnun væri ekki fyrir hendi. Vestur taldi góða mögu- leika á að grandslemma væri jafn vænleg og spaðaslemma, enda er gulls ígildi að fá tíkallinum meira í tvímenningi. Suður ákvað að hefja vömina á því að leggja niður hjarta- ásinn í upphafi og hann hefur ef- laust búist við því að sagnhafi myndi gera kröfu til afgangsins af slögunum að loknu því útspili. Þeg- ar austur lét það ógert, ákvað suður að spila sig út á spaða. Guðmundur varð nú að taka slagina í réttri röð, tók hjartakóng, tvo hæstu í laufi og renndi síðan niður spaðaslögunum. Norður stóðst ekki þrýstinginn í hjarta og tígli og hjartatían varð tólfti slagurinn. Suður missti af tækifærinu í öðrum slag. Hann hefði brotið upp þvingunarstöðuna með því að spila tígli. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.