Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 Fréttir Deilan við Dani um Kolbeinseyjarsvæðið: Samkomulag var um að ónáða ekki skipin - framkoma íslendinga nú er óskiljanleg, segir Uffe Ellemann-Jensen við DV „Eftir því sem mig minnir náðist samkomulag milli okkar um að við myndum ekki ónáða hvor annars skip á „gráa“ svæðinu," segir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Danmerkur, við DV. DV spurði fyrrverandi utanríkis- ráðherra Danmerkur í gær hvað honum og íslensku utanríkis- ráðherrunum Steingrími Her- mannssyni og Jóni Baldvin Hanni- balssyni hefði farið á milli sumarið og haustið 1988 um veiðar Dana á hinu umdeilda hafsvæði norður af Kolbeinsey sem Danir viðurkenndu ekki þá fi’emur en nú sem grunn- línupunkt. Saga þessa deilumáls verður rakin í stórum dráttum í frétt í blaðinu síðar. Uffe Ellemann-Jensen segir við DV að fyrrnefnt samkomulag hafi veriö eina skynsamlega niðurstaða málsins enda sé það hvorki í þágu Dana né íslendinga að blása þetta ágreiningsmál upp og gera að stór- máli. „Ég á erfitt með að skilja fram- komu íslenskra stjórnvalda nú. Þau eru hreinlega að skjóta sig í fótinn með þvi að beita sömu rök- um í sambandi við Kolbeinsey og Bretar beita í sambandi við Rock- all. Ætli það geti talist mjög gáfu- legt?“ segir Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, við DV. -SÁ 15 þúsund fyrir aö skella stöðuverði upp að vegg - viöbúnaðaráætlanir segir forstööumaður Bílastæðasjóðs Uffe Ellemann-Jensen og Jón Baldvin Hannibalsson. Þeir voru báðir utan- ríkisráöherrar árið 1988 og milli þeirra var þegjandi samkomulag um að ónáða ekki skip þjóða hvor annars á gráa svæðinu úti af Kolbeinsey. Stein- grímur Hermannsson og Uffe Ellemann-Jensen lögöu grunninn að þessu samkomulagi í Kiruna sumarið 1988. Hnökrar urðu ekki á því samkomulagi í ráðherratíð Jóns Baldvins. DV-mynd JAK Deila lækna og ríkisins: Geta ekki búist við að fá meira en aðrir - segir Friðrik Sophusson Páll Pálsson stöðumælavörður leggur í dag fram kæra til RLR vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir er hann var við störf í Fischer- sundi undir kvöld á föstudag. Þar sem Páll bæði rifbeinsbrotnaði og hlaut alvarleg meiðsl á hendi mun verða kært fyrir „stórfellda líkams- árás“. Stefán Haraldsson, forsvarsmað- ur Bílastæðasjóðs Reykjavíkur, sagði í samtali við DV að stutt yrði við Pál - „fómarlambið sem varð fyrir þessum glæp“. „Svo munum við einnig í samvinnu við starfsfólk- ið fara yfir skipulag og viðbúnaðar- áætlanir. Við munum athuga okkar gang verulega vel enda er þetta vinnuvemdarmál, “ sagði Stefán. í DV á mánudag kom fram að Páll hefði einnig orðið fyrir árás í mið- bæ Reykjavíkur í febrúar. Eftir fréttina fékk hann síðan upplýst að dómur væri genginn í málinu - Flutningaskipið Greenland Saga, eitt af skipum Samskipa, kom til Reykjavíkur í morgun með veikan sjómann af rússneskum togara um hann hefði reyndar fallið í vor. Árásarmaðurinn í því máli var dæmdur til að greiða 15 þúsund króna sekt í ríkissjóð fyrir brot á 217. grein almennra hegningarlaga, þ.e. minniháttar líkamsárás með því að skella Páli þrívegis upp að húsvegg í Þingholtsstræti. Sú árás hafði ekki meiðsl i for með sér. Páll sagði í samtali við DV að hann myndi fá áfallahjálp hjá Pálma Matthíassyni, sóknarpresti í Bústaðasókn. Páll kvaðst reikna með að stöðumælaverðir myndu í framtíðinni hafa enn meira sam- starf við svokallað grenndareftirlit lögreglu en það samanstendur af sérstakri 5 manna vakt lögreglu í miðbænum. Trúnaðarmaður stöðu- mælaverða mun einnig hafa sam- band við Vinnueftirlitið til að ræða öryggi starfsmanna Bíla- borð. Sjómaðurinn var fluttur á milli skipanna um 450 sjómílur suðvestur af landinu og er talið að hann sé með innvortis blæðingar. -RR „Það er ekki hægt að búast við því að einn angi úr einu félagi geti í skjóli einstaklingsbundinna upp- sagna fengið miklu meiri launa- hækkanir en aðrir. Við verðum bara að hafa kjark til að segja það. Við höfum hins vegar fullan skiln- ing á því að það þurfi hugsanlega að færa til í tekjunum hjá þeim. Það er mun meira en við getum samið um á örfáum dögum en erum tilbúnir til að ganga frá því máli á næstu 4 mánuðum ef samkomulag tekst strax um kjarasamning sem gildir til áramóta. Það máttu segja að séu skilaboð af þessum fundi," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra á fréttamannafundi í gær um stöðuna í læknadeilunni. Hann viðurkenndi að auðvitað spilaði það inn í læknadeiluna nú að allir kjarasamningar í landinu verða lausir um næstu áramót. Og ef farið yrði að semja um miklar launahækkanir við heilsugæslu- lækna eina myndi skriðan fara af stað. Ekki bara aðrir læknar heldur myndu allir aðrir heimta það sama. Friðrik sagði að hann vildi gera samning við heilsugæslulækna sem gilti til næstu áramóta. Hann segir ríkið bjóða eftirfarandi: Hækkun launatöflu um vegið með- altal af 2.700 krónum á dagvinnulaun félagsmanna, auk 3 prósenta hækk- miar sem era almennar launahækk- anir sem um var samið við önnur fé- lög ríkisstarfsmanna. Að fella hluta af aksturskostnaði inn i launatöflu eins og gert hefúr verið hjá sjúkra- húslæknum. Þessi útfærsla er flókin og kemur misjafnlega niður á læknumn og loks að fella niður sér- stakar greiðslur fyrir ungbamaeftir- lit og mæðravemd en hækka röðun heilsugæslulækna í staðinn. Þessu hafa heilsugæslulæknar þegar hafnað og stendur því allt fast.________________ -S.dór Stuttar fréttir Humarvertíö áfram Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðiö að framlengja yfirstand- andi humarvertíð til og með 31. ágúst nk. eftir ki’öfur útgerða í Þorlákshöfn og Grindavík þar um en veiðar hafa gengið treg- lega. Nýjar flóðavarnir Ný tegund snjóflóðavama verður sett upp á Siglufirði á næstunni. Samkvæmt RÚV er um tilraun Veðurstofunnar að ræða sem kostar 30 milljónir. Gjalltaka í Seyðishólum Umhverfisráðherra hefur heimilað gjalltöku í Seyöishólum í Grímsnesi, þrátt fyrir andstöðu sumarbústaðaeigenda. -bjb Þú getursvarað þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Já 1 Nei 2 Á að leyfa Dönum að veiða á gráa svæðinu? j rödd FOLKSINS 904 1600 í morgun: Veikur Rússi til Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.