Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 29 DV Skartgripahönnuöurnir og gull- smiöirnir, aö einum undanskild- um, sem sýna listmuni í Gull- smiöjunni. Skartgripir og gullsmíði Nú stendur yfír sýning í Gull- smiðjunni Pyrit G15, Skóla- vörðustíg 15, á verkum eftir sjö skartgripahönnuði og gullsmiði frá Gullsmíðaskólanum í Kaup- mannahöfn og er um lokaverk- efni að ræða. Hinir nýútskrif- uðu nemendur hafa leitast við að skapa nýjungar í danskri skartgripahönnun með því að vinna á óhefðbundinn hátt með form, efnivið, notkun og annað. Eðli verkanna hefúr í for með sér að maður kemst ekki lyá að taka afstöðu til hvers og eins skartgrips og til þess boðskapar sem sá sem skartgripinn ber sendir frá sér. Sýningar Nemendumir sjö sóttu vorið 1996 um styrk til að fara með sýninguna á lokaverkefnum sín- um í Danmörku til íslands og Finnlands. Þeir fengu bæði ferða- og sýningarstyrki frá Nor- rænu ráðherranefndinni, Sleipni og Norræna menningar- sjóðnum. Þannig var sýnendum gert kleift að sýna hér á landi. Sýningin stendur til 25. ágúst. Grótta verður á leiö göngu- manna í öörum hlutanum. f fótspor feðranna í tilefni af 210 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst stendur Hafnargönguhópurinn fyrir gönguferðum næstu þrjú kvöld til að minnast fyrstu gönguferð- ar sem farin var með strönd ness þess sem Reykjavikurborg og Seltjamamesbær standa á. Heimildin er sögn í Landnámu um leit Víflls og Karla, þræla íjölskyldu Ingólfs og Hallgerðar að öndvegissúlum. Útivera Gangan hefst í kvöld og er mæting við Miðbakkatjaldið. Þaðan er farið í strætisvagni í Fossvoginn. Gangan sjálf hefst kl. 20.30 við Tjaldhól og er hægt að koma í gönguna þar. Gengið verður út með ströndinni að Bakkavör á Seltjamamesi. Á fimmtudagskvöld verður gengið frá Bakkavör með ströndinni út fyrir Suðumes að Gróttu og á föstudagskvöldið frá Gróttu nið- ur í Grófina. Mæting í allar ferð- imar er kl. 20.00 við Miðbakka- tjaldið. Allir em velkomnir í ferð með Hafnagönguhópnum. Lagfæring vega í Mývatnssveit Færð er víðast hvar góð á þjóð- vegum landsins. Víða um land em vegavinnuflokkar að lagfæra og setja nýtt slitlag á vegi og ber að virða hraðatakmarkanir sem settar em. Má nefna að vegavinnuflokkar em við vinnu í Mývatnssveit og á Mývatnsöræfum. Færð á vegum Hálendisvegir era flestir færir en þó em nokkrir þeirra aðeins færir stórum fjórhjóladrifsbílum. Má þar nefna Arnarvatnsheiði, Sprengi- sandur-Bárðardalur og Fjallabaks- leið syðri. Ástand vega 15] Hðlka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir 0)^^ ® Þungtært (g) Fært fjallabílum Sonur Knstinar og Stefáns Litli drengurinn, sem á mynd- nni sefur vært, fæddist á fæðingar- ieild Landspítalans 5. ágúst kl. Barn dagsins 6.34. Þegar hann var vigtaðu reyndist hann vera 4.020 grömm a þyngd og 52 sentímetra langur. Foi eldrar hans eru Kristín Helg Markúsdóttir og Stefán Bragi Þoi steinsson og er hann þeirra fyrst bam. Ungu stúlkurnar fikta viö ýmislegt sem þær síöan ráöa ekki viö. NornaJdíkan Nornaklíkan (The Craft), sem Stjömubíó sýnir, er spennumynd um yfírnáttúrlega hluti þar sem tekið er á svörtum og hvítum galdri. Myndin greinir frá mennta- skólastúlkunni Söra (Robin Tunn- ey) sem flytur til Los Angeles ásamt fóður og stjúpmóður. Hún fær smjörþefinn af því þegar hún sest á skólabekk að það getur reynst erfitt að flytja í nýtt um- hverfi. Hún er fyrirmyndamem- andi en það hjálpar henni ekki til að verða vinsæl meðal hinna skólafélaganna. Það kemur að því að Sara kynnist þremur öðrum stelpum sem aðrir nemendur skól- ans virða ekki viðlits. Það er kannski ekki skrýtið þar sem þær skera sig úr, era dökkklæddar og óvenju samrýmdar. Orðrómurinn segir að þær séu nomir. Með Söru Kvikmyndir og Nancy (Fairuza Balk), Bonnie (Neve Campbell) og Rochelle (Rachel True) tekst góð vinátta og fljótlega kemur í ljós að Sara býr yfir innri krafti sem hún getur ekki útskýrt og vinkonur hennar sjá nú að komið er tækifæri til að mynda nomahring. Nýjar myndir Háskólabíó: Svarti sauðurínn Laugarásbíó: Mulholland Falls Saga-bíó: Flipper Bíóhöllin: Sérsveitin Bíóborgin: Tveir skrýtnir og einn verri Regnboginn: Sannleikurinn um hunda og ketti Stjörnubíó: Nornaklíkan Krossgátan Lárétt: 1 sár, 8 dauði, 9 lærlingur, 10 viðbót, 11 leiðsla, 12 þefi, 14 dygg, 16 hreyfing, 17 kurfúr, 19 málmur, 20 eirir, 21 klúryrði, 22 ummæli. Lóðrétt: 1 hengilmæna, 2 drap, 3 borða, 4 karlmannsnafn, 5 synjun, 6 viðvíkjandi, 7 sveifla, 11 óðir, 13 listi, 15 morar, 18 viðkvæm, 19 keyri. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 hækkun, 8 ósa, 9 anar, 10 liðug, 11 gá, 12 krappar, 14 usli, 16 agn, 18 reiður, 20 eflir, 21 ár. Lóðrétt: 1 hólkur, 2 æsir, 3 kaðal, 4 kaupið, 5 ung, 6 naga, 7 krámar, 13 paur, 15 sef, 17 grá, 19 il. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 170 14.08.1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgenqi Dollar 66,190 66,530 66,440 Pund 102,550 103,070 103,490 Kan. dollar 48,150 48,450 48,400 Dönsk kr. 11,5260 11,5880 11,5990 Norsk kr 10,3190 10,3750 10,3990 Sænsk kr. 9,9560 10,0110 10,0940 Fi. mark 14,8370 14,9250 14,7300 Fra. franki 13,0430 13,1170 13,2040 Belg. franki 2,1635 2,1765 2,1738 Sviss. franki 54,8700 55,1700 54,9100 Holl. gyllini 39,7400 39,9800 39,8900 Þýskt mark 44,6200 44,8500 44,7800 ít. líra 0,04358 0,04386 0,04354 Aust. sch. 6,3360 6,3760 6,3670 Port. escudo 0,4340 0,4366 0,4354 Spá. peseti 0,5243 0,5275 0,5269 Jap. yen 0,61360 0,61730 0,61310 írskt pund 106,350 107,010 107,740 SDR 96,32000 96,89000 96,93000 ECU 83,8200 84,3200 84,2900 Símsvarl vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.