Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRJSTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Leynilegt samkomulag Landsmenn hafa almennt staöið í þeirri trú aö íslensk stjórnvöld framfylgdu afdráttarlaust gildandi lögum um 200 sjómílna fiskveiöilögsögu umhverfis landið, enda ekki svo lítið lagt í sölurnar í áratuga langri baráttu þjóðarinnar fyrir fullum umráðum yfir fiskimiðunum og öðrum auðlindum hafsins kringum ísland. Þess vegna hafa uppljóstranir danskra stjómvalda síð- ustu daga, um að gert hafi verið leynilegt samkomulag embættismanna árið 1988 um að refsa ekki grænlensk- um, færeyskum eða dönskum fiskiskipum fyrir veiðar á því sem Danir kalla „grátt svæði“ innan fiskveiðilögsög- unnar, vakið nokkra athygli. Sú furðulega uppákoma fylgdi í kjölfar óvæntra tíðinda þess efnis að Danir væru að búa sig undir fiskveiðistríð við íslendinga vegna ágreinings um hvar línur eigi að liggja á milli íslenskr- ar, grænlenskrar og færeyskrar lögsögu. Leynisamkomulagið frá því síðla árs 1988 virðist ekki aðeins hafa komið almenningi og fjölmiðlum í opna skjöldu heldur líka forsætisráðherra landsins. Davíð Oddsson hefur lýst því yfir að engin merki finnist um að samkomulag af þessu tagi hafi verið rætt í ríkisstjórn- inni á sínum tíma, hvað þá á Alþingi. Ekkert var heldur sagt frá þessu samkomulagi opinberlega árið 1988. Auðvitað hefur lengi legið fyrir að dönsk stjórnvöld eru andvíg því að íslensk fiskveiðilögsaga miðist við Kolbeinsey fyrir norðan og Hvalbak fyrir austan sem grunnlínupunkta. Uffe Eilemann-Jensen, sem var utanríkisráðherra Dana árið 1988, ítrekaði slíka andstöðu þá um haustið og hótaði að senda málið til Alþjóðadómstólsins í Haag. Steingrímur Hermannsson, sem var utanríkisráðherra fram að stjómarskiptunum haustið 1988, svaraði því til í DV í ágúst það sama ár að hann myndi leggja til við Ellemann-Jensen að nefnd danskra og íslenskra embætt- ismanna fjallaði um ágreining ríkisstjórnanna. Sú virð- ist hafa orðið raunin, þótt Jón Baldvin Hannibalsson, sem tók við embætti utanríkisráðherra skömmu síðar, kannist ekki við að þær viðræður hefðu endað með sam- komulagi. Talsmenn danskra stjómvalda hafa fullyrt að með þessu samkomulagi hafi íslendingar fallist á að refsa ekki grænlenskum, færeyskum eða dönskum skipum fyrir landhelgisbrot þótt þau yrðu staðin að veiðum á áð- urnefndu svæði. Þorsteinn Pálsson, sem fer með málefni Landhelgisgæslunnar sem dómsmálaráðherra og hefur ljóslega verið fuUkunnugt um þetta leynilega samkomu- lag, segir hins vegar að einungis sé um að ræða eins konar tilkynningaskyldu til danskra stjórnvalda áður en gripið sé til aðgerða gegn meintum veiðiþjófum. Hann fullyrðir einnig að samkomulag um slíka vinnureglu hafi komið til umræðu í ríkisstjóm íslands árið 1992 þeg- ar færeysk skip voru nokkrum sinnum staðin að veiðum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Hvað sem ágreiningi um inntak samkomulagsins líð- ur virðist ljóst að í reynd hefur Landhelgisgæslan aldrei fært veiðiþjófa þessara nágranna okkar til hafnar fyrir veiðar á þessu svæði, heldur einungis vísað þeim út fyr- ir landhelgislínuna. Það segir auðvitað sína sögu. Nauðsynlegt er að íslensk stjórnvöld geri hreint fyrir sínum dyrum í þessu máli með því að birta öll gögn um þetta samkomulag opinberlega og skýra um leið frá til- urð þess, meðferð málsins í íslenska stjómkerfinu og þau áhrif sem samkomulagið hefur haft á framkvæmd landhelgisgæslu innan fiskveiðilögunnar síðustu átta árin. Elías Snæland Jónsson Fasteignaeigendur veröa aö greiða fyrir útreikning flatarmáls allra útveggja húss síns, allra glugga, útidyra og svalahuröa. - Pessi vinna er vita gagnslaus eigendum, segir m.a. í grein Stefáns. Óþarfar álögur á húseigendur Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræöingur en 1,80 metrar, flatar- mál allra útveggja húss- ins og flatarmál glugga og dyraopa á útveggj- um. Engin áðurnefndra stærða kemur þó til skoðunar við útreikn- ing eignarhlutfalla og þær eru ekki skráðar á sjálfa eignaskiptayfir- lýsinguna. í dag mega þeir einir ganga frá eignaskiptayf- irlýsingum sem staðist hafa próf á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins. Á öllu landinu eru inn- an við 40 manns, flestir verkfræðingar eða tæknifræðingar, sem „Til þess að eignaskiptayfirlýsing sé tekin gild þarf nú að reikna út margar stærðir sem ekki hefur áður hvarflað að mönnum að skipti máli við gerð skiptasamn- inga.u Nýlega tóku gildi lög um fjöl- eignahús sem ýms- ir hafa hrósað og talið til hagsbóta fyrir húseigendur. Breytingar, sem lögin hafa í fór með sér, eru þó ekki all- ar til bóta. Á grundvelli þeirra hefur félagsmála- ráðuneytið gefið út reglugerð um gerð eignaskiptayfirlýs- inga. í henni eru lögð verkefni á húseigendur sem ekkert hafa með gerð skiptayfirlýs- ingarinnar að gera. Reglugerðin vek- ur spumingar um rétt opinberra að- ila til að leggja kostnaðarsamar kvaðir á fólk án sýnilegs tilgangs. Þá er einkennilegt að ráðuneytið skuli hugsunar- laust taka til greina kröfur emb- ættismanna um að leggja gagns- lausa vinnu á almenning og fyrir- tæki. Að þóknast kerfinu Til þess að eignaskiptayfirlýs- ing sé tekin gild þarf nú að reikna út margar stærðir sem ekki hefur áður hvarflað að mönnum að skipti máli við gerð skiptasamn- inga. Þessum stærðum þarf nú að skila byggingafulltrúum á sér- stöku eyðublaði, svonefndri skrán- ingartöflu. Á meðal þessara stærða má til dæmis nefna flatar- mál gólfflatar með salarhæð lægri taka að sér þessi verk. Eigendur fjölbýlishúsa verða að leita til ein- hvers þeirra og greiða þeim þókn- un fyrir verkið. Fasteignaeigendur verða með öðrum orðum að greiða fyrir útreikning flatarmáls allra útveggja húss síns, samantekt á flatarmáli allra glugga, útidyra og svalahurða og samtalningu allra gólfflata með salarhæð undir 1,80 metrum. Þessi vinna er vita gagns- laus eigendunum og eingöngu framkvæmd til að mæta kröfum ráðuneytisins. Verður að líta á kostnaðinn sem henni fylgir sem hreina skattlagningu. Húseigendur varnarlausir Höfundar reglugerðarinnar og talsmenn félagsmálaráðuneytisins hafa ekki upplýst í hvaða tilgangi áðurnefnd upplýsingasöfnun er gerð. Ekki hefur komið fram að nokkur aðili hafi óskað eftir því að kerfisbundin skráning á flatar- máli útveggja í húsum verði tekin upp hér á landi eða erlendis. Ekki örlar heldur á rökum fyrir því að nauðsynlegt sé að skrá flatarmál gluggaopa og útihurða allra húsa á landinu. Ekki fást skýringar á þvi hvers vegna eigendur skuli frem- ur bera kostnað af þessari skrán- ingu en annarri fasteignaskrán- ingu. Kostnaður við útreikning þeirra stærða sem áður eru nefndar mun fara vel yfir 50 milljónir áður en yfir lýkur. Þá er ónefndur kostnað- ur sem sveitarfélögin verða fyrir. Starfsmenn byggingafulltrúa taka við upplýsingunum, fara yfir gögn og sannreyna jafnvel útreikninga. Það bætist við önnur verkefni emb- ættanna og eykur stjórnunarkostn- að sveitarfélaganna. Þess vegna er athyglisvert að það eru einmitt byggingafulltrúarnir sem hafa knú- ið þessa upplýsingasöfnun inn í reglugerðina. Félagsmálaráðuneytinu hefur yfirsést hvaða hagsmunir eru í húfi fyrir húseigendur þegar reglugerðin var gefin út. Þó regl- urnar hafi hlotið harða faglega gagnrýni ráðgjafa hefur ráðuneyt- ið ekki enn kynnt sér rök þeirra. Fyrir emhættismennina virðist skipta meginmáli að lagaheimild sé fyrir útgáfu reglnanna en hags- munir fyrirtækja og einstaklinga eru léttvægir. Tímabært er að fé- lagsmálaráðherra grípi sjálfur inn í málin og vemdi landsmenn gegn óþarfa útgjöldum sem reglugerðin skapar. Stefán Ingólfsson Skoðanir annarra Borgin út úr sam- keppnisrekstri „Sögulegar staðreyndir lágu að baki því að Reykjavíkurborg hefur á þessari öld tekið virkan þátt í stofnun og rekstri ýmissa atvinnufyrirtækja. Þær aðstæður era ekki lengur fyrir hendi og því tímabært að Reykjavíkurborg, rétt eins og aðrir opinberir aðilar, hætti afskiptum af samkeppnis- rekstri. Pípugerð og húsatryggingar, svo dæmi sé tekið, á ekki að vera í verkahring hins opinbera." Úr forystugrein Mbl. 13. ágúst. Verkmenntasetur í Eyjum? „í Eyjum eru margar litlar veikar stofnanir: útibú frá Háskólanum, stýrimannaskóli, rannsóknarstofn- un sjávarútvegsins . . . Einn og tveir menn eru aö garfa i hverri stofnun. Hugmyndin er sú að tengja þær saman og styrkja og gera þarna einhvers konar verkmenntasetur. Akureyringar hafa til dæmis dregið til sín allt sem heitir bóklegt. Við teljum til- valið að koma þarna á fót eins konar verkmennta- stofnun sem ætti að falla mjög vel að umhverfinu." Lúðvík Bergvinsson í Alþbl. 13. ágúst. Hagvöxtur í sóun „Hagvöxturinn, sem hlaupinn er í efnahagslífið, stafar ekki sist af því hve mikið er af fjármagni í um- ferð. Lánastofnanir og fyrirtæki lána ljóst og leynt ótæpilega til allra þeirra sem þiggja vilja peninga og verðmæti að láni. Það er sama hvort það eru fast- eignir, lausafé eða ferðalög, allt er lánað og hleypir það miklum fjörkippum í allt athafnalíf og þar með hagvöxt. Það er alls ekki sjálfgefið að það sé endilega verðmætasköpun sem eykur hagvöxtinn. Sóunin gerir það engu síður.“ Úr forystugrein Tímans 13. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.