Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 Spurningin Hefur þú farið í berjamó ný- lega? Lovísa Jónsdóttir: Nei, ég miöa alltaf viö rifsberin og þau eru ekki orðin þroskuð enn þá. Guðríður Markúsdóttir: Nei, en það er aldrei að vita hvað ég geri. Oddur Bragason meðferðarfull- trúi: Já, ég fór á Vatnsleysuströnd. Guðný Bjamadóttir Ijósmóðir: Nei, ég er meira fyrir að borða þau heldur en að tína þau. Linda Jónsdóttir nemi: Nei, og stendur ekki til. Ámi Hafstað bóndi: Ég bý í berj- amó í Skagafirðinum. Lesendur__________________________________________ Til bjargar hjónabandinu Jóhannes Tryggvas. skrifar: Mig langar til að vekja athygli á ráðgjafarþjónustunni Enn er von sem við hjónin höfum átt samskipti við. Við hjónin höfðum átt í illdeilum lengi, vorum búin að fara til sál- fræðings, prests, hjónabandsráð- gjafa og jafnvel reynt skilnað um tíma en ekkert breyttist. Við frétt- um af þessari ráðgjafarþjónustu og datt í hug að láta slag standa. Þetta var þá búið hvort eð var. Við mætt- um þarna og áttum svo sem ekki von á neinu. Þar var saman kominn lítill hópur fólks sem var í sömu sporum og við. Okkur var ráðlagt að skilja i 10 daga eða meðan fyrri hluti nám- skeiðsins fór fram. Mér fannst þetta nú ekki frumleg hugmynd en hlýddi. Ég hafði engu að tapa en allt að græða. Við vorum tekin, karl- mennimir saman og konumar sam- an, í 10 daga kúrs sem ég gleymi aldrei. Það var bókstaflega allt tekið fyrir, við beinlínis gegnumlýstir og allt dregið fram í dagsljósið. Þetta var alveg ótrúlegur léttir. Að þessum 10 dögum liðnum var okkur sagt að nú gerðist nokkuð skrýtið sem okkur hefði ekki órað fyrir. Við biðum á 10. degi í ofvæni. Þá gerðist það. Inn gengu allar kon- umar okkar og sumir þekktu þær ekki. Þá sagði námskeiðshaldarinn: Þetta er málið, mörg ykkar þekkjast ekki neitt. Þið hafið hangið saman á lostanum og eigingirninni. Og viti menn! Það var alveg satt. Alla vega Kratana I Perluna Endurfædd í eilífri ást. var það svo í mínu tilfelli og mér sýndust margir verða ansi skrýtnir. Sum skildu og fúndu einfaldlega að þau áttu ekkert saman. Önnur skynjuðu að þau elskuðu hvort ann- að og féllust grátandi í faðma. Það var yndisleg stimd. Þau sem skildu virtust sættast fullum sáttum og einhvern veginn verða sátt við út- komuna. Það var alveg ótrúlegt að standa þama og upplifa raunyera- lega ást í fyrsta sinn á ævinni. Ég sá hvað ég hafði verið innilega blekkt- ur og hvað ég hafði haft ranga af- stöðu til lífsins og það sem þaö hef- ur upp á að bjóða. Ég gæti haldið áfram mun lengur að lofa þetta námskeið en geri það ekki að sinni. En rétt aðeins um seinni hlutann: Við sem áttum sam- an fórum síðan í 10 daga fyrirgefn- ingar- og nýs lífs kúrs og það var hreinlega ótrúlegt sem þar gerðist. Að námskeiðinu loknu var sagt við okkur: Þið elskist aðeins í dag. Tak- ið einn dag fyrir I einu, þið emð endurfædd og eigið að koma fram sem slík. Ég hef aldrei elskað áður á þennan hátt, þetta var eins og til- hugalíf. Nýtt líf var hafið og niður- skrifað dagsprógram. Nú er liðinn meira en mánuður og við erum bæöi endurfædd fyrir tilstuðlan Enn einnar vonar og við erum inni- lega þakklát. Allt var þetta ókeypis eða þannig að fólk réð hvort það greiddi eða ekki. Stefán G. skrifar: „Við ætlum að ná fyrsta sætinu," sagði Gunnar Ingi Gunnarsson, for- maður samninganefndar lækna, í viðtali í síðustu viku þegar rætt var við hann um „verkfall“ heilsu- gæslulækna. Formaður samninga- nefndar læknanna er greinilega keppnismaður og forréttindasinni og dylur ekki tilganginn með verk- fallinu: ekki barátta um brauð held- ur að verja vinningssæti og forrétt- indi. Hann kvað líka „ranglæti“ að þeir sem höfðu verið langt á eftir þeim í launakapphlaupinu hafi nálgast of mikið, bilið sé orðið óþol- andi stutt. Tilgangurinn með „verk- fallinu" væri að auka launamuninn aftur. En margt er skrýtið í kýrhausn- um. Gunnar Ingi læknir var nefhi- lega formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur sem ár eftir ár hefur aftur og aftur gert ályktun rnn að launamisréttið sé mesta ranglætið í landinu. Jafnaðarstefha kratanna er því sú að allir eigi að vera jafhir en bara mismunandi jafnir. Viröulegar stéttir eins og lælmar eigi að sjálf- sögðu að vera jafnar í fyrsta sæti. Yfirstéttardaðrið, sem skín af kröt- unum í þessu máli, er ógeðfellt í meira lagi. - Ég legg til að kratam- ir í Reykjavík verði sjálfum sér samkvæmir í yfirstéttardekrinu og taki upp samkvæmisklæðnað á fundum sínum og haldi þá í Perlunni. Gömlu hverfin útundan í viðhaldi - einkum gangstéttir og götur Viö Miötún í Reykjavík. Nýjar hellur og nýr gangstéttarkantur alla götuna I gegn. Halldór Ólafsson skrifar: Ég tek undir meö Magnúsi Jóns- syni, sem skrifaði í lesendadálk DV föstudaginn 9. ágúst, að brýnt væri að endurgera sumar götur og gang- stéttir í gamla vesturbænum. Á öðr- um stöðum í borginni hefur verið dyttað verulega að í eldri hverfum og raunar sums staðar í vesturborg- inni en með afar einkennilegum hætti. Lagðar era t.d. nýjar gang- stéttarhellur öðram megin götunn- ar þótt beggja vegna hafi verið sömu gömlu og skökku hellurnar. Á einum stað í eldra hverfi, þar sem ég átti leið nýlega, var þó sann- kölluð sómaviðgerö, bæði á götunni og gangstéttunum. Þetta var við Miðtúnið. En það var líka eina heila gatan sem hafði bókstaflega verið algjörlega endumýjuð. Nýjar hellur og nýr gangstéttarkantur steyptur beggja vegna Eilla götuna í gegn. Túnin era þó ekki eldri en gamli vesturbærinn. Maöur gæti haldið að í Miðtún- inu byggi jafhvel borgarstjórinn, einhver úr borgarstjórn eða aðili sem hefði svona gott tak á þeim sem stjórnar gatnaviðgerðum og við- haldi í borginni. Svo er þó ábyggi- lega ekki. Ég óska hins vegar þeim íbúum í Miðtúninu til hamingju með endurgerða götu og gangstéttir. Svona þyrfti að standa að málum í elstu hverfum borgarinnar líka. DV Heimaverkefni skólanna S.H. hringdi: Þar sem skólar era í þann veg- inn að hefjast og að gefnu tilefni vil ég mælast til þess að börn, sem eru í skólanum allan dag- inn, verði látin vinna sín heima- verkefni þar á skólatímanum i stað þess að þau þurfi að liggja yfir þessum verkefnum heima langt fram á kvöld og þreyttir foreldrar þurfi þá að leggjast yfir verkefnin með þeim. Þannig yrði kvöldið notadrýgra og rólegra hefðu bömin lokið við sín verk- efni að deginum. Nýtt nafn á landið Óskar Sigurðsson hringdi: Ég las nýlega grein í DV þar sem reifuð var hugmynd að nýju nafni á landið okkar. Víst er nafnið kalt og fráhrindandi. Auðvitað ætti að efna til sam- keppni um nafn. Nafn á landi er alls ekki eitthvað sem er óum- breytanlegt og höfum við dæmi um það frá öðram löndum. Úr því að raddir hafa komið fram um að breyta um þjóðsöng sé ég ekki hvers vegna óþjált nafn og einstaklega óaðlaðandi nafn eins og ísland mætti ekki víkja fyrir einhverju hlýlegra og fallegra. Til að hugga Þor- stein Arnalds Sigurunn Konráðsd. skrifar: Vegna hryggðar Þorsteins, sem fram kemur í kjallaragrein hans nýverið í DV, yfir fortíð ný- kjörins forseta íslands leyfi ég mér hér með að benda hinum hrygga manni á að finna svör við spurningum sínum á réttum vettvangi. Nefnilega í dómum Hæstaréttar, sem era öllum opn- ir eins og önnur dómsmál. Þor- steinn gæti þá í leiöinni spurt sig sjálfan ef hann vildi vera heiðarlegur hvort hann hefði ekki gert alveg það sama, hefði hann verið í sporam þáverandi fjármálaráðherra sem settur er yfir fjárhirslu þjóöarinnar og verður að standa henni skil gjörða sinna. Ráðherrann gat ekki bragðist drengskaparheiti sínu þótt vinir ættu í hlut. Hann gerði einungis skyldu sína. Þetta vissi þjóðin sem mundi þennan tíma. Og þegar núverandi forseti bauð sig fram til embættis þekkti hún engan annan af verk- um í hennar þágu og treysti bet- ur til æðsta embættis þjóðarinn- ar að öðram frambjóðendum ólöstuðum. Vopnasmygl ekki frétt? Helgi skrifar: Ég heyrði í tvígang frétt Sjón- varpsins um meint vopnasmygl til Afríkuríkja eða annarra landa með viökomu á íslandi. í síðara skiptið var rætt við toll- stjóra um málið og taldi hann þetta alls ekki útilokaö. Ég furða mig hins vegar á því að enginn annar fiölmiðill virðist - þegar þetta er skrifað - hafa tekið mál- ið upp og kannað frekar hvað um er aö ræöa. En vopnasmygl er kannski ekki frétt lengur? Rangtúlkuð læknalaun Rósa hringdi: Talsmaður heilsugæslulækna sagði í útvat-psviðtali laun þeirra (líkega föstu launin) vera um 160 þús. krónur á mánuði. Nú segja fréttir laun heilsu- gæslulækna vera á bilinu 300-330 þús. krónur. Þá er auð- vitað um rangtúlkun á launum læknanna að ræða hjá talsmanni þeirra. Því er ekki greint frá hin- um réttu launum? Og svo býður ríkið 25% til viðbótar! Er ekki verið að efna hér til óþarfa úlfúð- ar í þjóðfélaginu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.