Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 Sviðsljós Hundur drottningar eyðilagði ástarfundinn Kærastans hans Eövarðs Bretaprins, Sophie Rhys Jones, er flutt inn í Buckingham-höll- ina en Eövarð vill ekki sofa í sama herbergi og hún til að styggja ekki Elísabetu móður sína. Eðvarð lét það þó ekki trufla sig frá því að ná fundum sinnar heittelskuðu því hann læddist jafnan til hennar á næt- umar. Þetta kemur allt fram i nýrri bók rithöfundarins Andrews Mortons sem þykist hafa mikið vit á því sem gerist innan veggja Buckingham- hallar. Ástarfundir Eðvarðs og Sophie gengu eins og í sögu án vitundar Elísabetar Bretadrottn- Eðvarð Bretaprins fær bráöum aö sofa í sama herbergi og kærastan, Sophie Rhys Jones. ingar en síðan hljóp snurða á þráðinn. Elísabet á fjölmarga litla hunda af tegundinni corgi- er, lítil sæt kvikindi. Eitt sinn þegar Eðvarð læddist á tánum til ástarfundar við Sophie hafði eitt kvikindið hennar Elísabetar fengið sér lúr fyrir ffaman her- bergishurð Sophie. Eðvarð varð það á að stíga á skott hundsins og þá bergmálaði spangól um höflina. Eðvarð varð í framhald- inu að láta af þessari skemmtan. En Eðvarð á betri tíma í vænd- um þvi líklegt er talið að hann muni brátt ganga i hjónaband með sinni heittelskuðu og at- burðurinn mun fara fram í kapellunni við Windsor-kastala. Ástralska útgáfan af boxíþróttinni er á undanhaldi og sífellt fleiri ríki í landinu bætast í hóp þeirra sem banna hana en hún þykir öllu ofbeldiskenndari en þau form íþróttarinnar sem tíökast í öörum siðmenntuöum löndum. Queensland er eitt þeirra ríkja í Ástralíu sem enn hefur ekki tekið ákvörðun um bann og þar er þessi mynd tekin. Keppendur berja hvor á öörum í þrjár lotur og keppa um rúmar 1.500 krónur í verðlaun en áhorfendur borga 800 króna aögangseyri til aö sjá atganginn. Símamynd Reuter Undrabarn í listum: Fær hálfa millj ón á verkið Rúmenska undrabarnið Alex- andra Nechita hefur nýtt tímann vel á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því hún flúði frá heimalandinu og fluttist búferlum til Los Angeles. Málarahæfileikar hennar þykja með eindæmum og er henni líkt við sjáif- an snillinginn Pablo Picasso. Það þykir meö eindæmum hve þroskaðan stíl Nechita hefur, aðeins 10 ára gömul. Tía ára böm eru ekki vön að teikna eða mála myndir í kúbiskum eða súrrealískum stil en Nechita hefur sýnt og sannað að hún hefur fullkomið vald á við- fangsefnum sínum. Hún hélt sína fyrst einkasýningu í apríimánuði árið 1994 og foreldrar hennar vora hissa þegar boðið var allt að 5.000 krónur i sum verkin hennar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sautján einkasýningum síðar er hún farin að selja verk fyrir að með- altali hálfa milljón króna. Alexandra hefur verið spurð hvemig henni líki við að vera borin saman við Picasso og jafnvel fleiri listamenn eins og Matisse og Kand- insky. „Það er mér mikill heiður aö vera líkt veð þessa miklu listamenn. En í framtíðinni vildi ég einfaldlega vera þekkt sem Alexandra Nechita," sagði þessi efnilegi listamaður. Alexandra Nechita þykir hafa ótrúlega þroskaöan stíl sem málari þótt hún sé aðeins 10 ára gömul. I>V Segist siða- vandur maður Ruðningshetjan O.J. Simpson, sem sýknaður var af ákærum um að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína og ástmann hennar, segir í nýlegu viðtali að hann sé siða- vandur maður. Hins vegar hafi Hollywood- liðið gengið af göflun- um. Simpson fer óblíðum orðum um Hollywood og dætur borgar- innar. Þær kallar hann frægðar- sjúka dópista. Býður við beru holdi Þeim sem stunda nektarný- lendu nærri Cape Cod í Banda- ríkjunum finnst blygðunarsemi AIs Gores, varaforseta Bandaríkj- anna, slík að það hálfa væri nóg. Þannig er að varaforsetinn dvelur um þessar mundir í sumarhúsi nærri nýlendunni. Um leið og Gore kom á svæðið kom lögreglan og meinaði fastagestum strandar- innar að striplast eins og þeir eru vanir. Gore og fjölskylda kæra sig ekki um að horfa á bert hold um leið og þau dást að útsýninu. Lék sér með 10 ára strákum Til að Robin Williams, aðalleik- ari myndarinnar Jack, gæti lifað sig almennilega inn í hlutverkið sitt þai- sem hann leikur 10 ára dreng var brugðið á það ráð að kalla til nokkra 10 ára gutta og léku þeir sér með Williams í nokkra daga. Fóru þeir félagar í körfubolta, stunduðu veiðar, úti- legu og fleira sem 10 ára strákum finnst skemmtilegt að gera. Depp og Moss sundur og saman Það virðist ómögulegt að finna út úr því hvort Kate Moss og Johnny Depp eru sundur eða sam- an. Fleiri hallast þó að því að þau séu saman en þau virtust mestu mátar við komuna til Los Angeles á dögunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.