Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 Afmæli Kristín Hólmfríður Tryggvadóttir Kristín Hólmfriður Tryggvadótt- ir, fyrrv. skólastjóri Selásskóla, Fögrukinn 2, Hafnarfirði, er sextug í dag. Starfsferill Kristín er fædd á Dalvik. Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1954; lauk kennaraprófl frá Kennaraskóla íslands 1955 og námi í forspjallsvísindum frá Há- skóla íslands sama ár. Kristín var í námi í námsefnisgerð við Kaliforn- íuháskóla í Berkeley, Bandaríkjun- um, 1974. Hún hefur tekið þátt i fjölda námskeiða hérlendis og er- lendis í kennslufræðum, námsefnis- gerð og skólastjómun. Kristín var kennari við Skóla ís- aks Jónssonar 1955-56; við Flata- skóla 1958-59; við Lækjarskóla 1959-61 og við Öldutúnsskóla 1961-78 að einu ári undanskildu. Kristín var námsstjóri í samfélagsfræði við skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytis- ins 1975-76. Hún samdi og endurskoðaði náms- efni hjá menntamála- ráðuneytinu 1972-80; var fræðslufulltrúi BSRB 1978-83; var deildarstjóri á Fræðsluskrifstofu Reykjaness 1984-86; var við dagskrárgerð hjá RÚV 1980-86 og skóla- stjóri í Selásskóla frá 1986. Kristín var formaður Félags bamakennara á Reykjanesi 1972-76; í stjóm Sambands islenskra barnakennara og síðar Sambandi grunnskólakennara 1974-80; í stjóm Kennarasambands íslands og fyrsti formaður skólamálaráðs 1980-82. Kristín var í stjóm BSRB 1976-82; í stjóm Bréfaskólans 1978-83; í framkvæmd- aráði Stjórnunarfélagsins 1981-82 og fulltrúi í sam- ráðsnefnd BSRB við ríkis- stjómina 1978-82. Kristín var varaþingmað- ur Alþýðuflokksins á Reykjanesi 1983-86; full- trúi Alþýðuflokksins á þingi SÞ í New York 1983; formaður kjaranefndar Félags skólasfjóra og yfir- kennara 1988-90 og vara- formaður sama félags frá 1990. Ritstörf Kristínar: Náms- bækur í samfélagsfræði fyrir grunn- skólanemendur; handbækur fyrir kennara, ítarefni og vinnublöð í samfélagsfræði í samvinnu við starfshóp; þýðingar á bamabókum, m.a. fyrir Bókaútgáfuna Sögu og umsjón með útgáfum á vegum BSRB, s.s. Handbók BSRB, Hvað er vísitala? og Vinnustaðurinn í brennidepli. Fjölskylda Kristín var gift Hauki Helgasyni, f. 24.7. 1933, skólastjóra. Börn þeirra eru Helgi Jóhann, f. 11.12. 1956, kennari og ljósmyndari; Unnur Að- albjörg, f. 10.7. 1958, verkakona, og Alda Margrét, f. 18.2. 1963, meina- tæknir. Hálfbróðir Kristínar samfeðra er Ragnar, f. 8.9. 1932, starfsmaður KEA. Albróðir Kristínar er Jóhann, f. 11.12. 1938, flugstjóri. Foreldrar Kristínar: Tryggvi Kristinn Jónsson, f. 3.11. 1906, d. 20.12. 1991, frystihússtjóri á Dalvík og Jórunn Jóhannsdóttir, f. 8.8. 1906, d. 13.12. 1990, húsmóðir. Kristin er stödd erlendis á afmæl- isdaginn. Kristín Hólmfríöur Tryggvadóttir Isleifur Gíslason ísleifur Gíslason flug- virki, Holtsbúð 5, Garða- bæ, er fímmtugur í dag. Starfsferill ísleifúr fæddist á ísa- firði en ólst upp í Reykjavík. Hann lærði flugvirkjun í Tulsa, Oklahoma i Bandaríkj- unum, og hóf störf hjá Loftleiðum í Lúxemburg 1969. ísleifur dvaldi þar í tvö ár en kom þá heim til starfa hér á landi, fyrst hjá Loftleiðum og síðar hjá Flugleiðum. ísleifúr var í stjórn Flugvirkjafé- lags íslands og er enn í varatrúnað- arráði. ísleifur var í stjóm Skot- veiðifélags íslands þangað til í vor. Fjölskylda ísleifur kvæntist 15.3. 1969 Am- dísi Borgþórsdóttur, f. 27.3. 1949, blómaskreytingakonu. Foreldrar hennar em Borgþór Jónsson, f. 2.4. 1928, pípulagningameist- ari, og Halldóra Guð- mundsdóttir, f. 5.2. 1928, húsmóðir. Böm ísleifs og Amdísar eru Halldóra Guðrún, f. 28.7. 1970, graflskur hönn- uður; Ragnhildur, f. 3.1. 1976, stúdent, og Ásta Ruth, f. 4.6. 1979, nemi. Alsystkini ísleifs: Finn- björn Gíslason kerfisfræð- ingur og Sigríður Gísla- dóttir Thomas, banka- starfsmaður í Bandaríkj- unum. Systkini ísleifs, samfeðra: Karl Gisli Gíslason blikksmiður; Örn Tryggvi Gíslason vélsmiður; Sigurð- ur Kolbeinn Gíslason rekstrar- tæknifræðingur og Guðrún Helga Gísladóttir nemi. Systur ísleifs, sammæðra: Kristín Ellis hjúkrunarfræðingur; Ruth Dóra Ellis læknir; Marta Ann Ellis fóstra og Jenny Lynn Ellis húsmóð- ir. Þær em allar búsettar í Banda- ríkjunum. Foreldrar ísleifs: Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, f. 10.11. 1926 á ísafirði, húsmóðir, nú búsett í Bandaríkjunum, og Gísli Guð- mundur ísleifsson, f. 18.5. 1926 í Reykjavík, fyrrv. hæstaréttarlög- maður. Sljúpfaðir ísleifs er James Daniel Ellis, fyrrv. veðurfræðingur. Ætt Foreldrar Ragnhildar vom Finn- bjöm Finnbjörnsson, málarameist- ari á ísaflrði, sonur Finnbjöms Elí- assonar bátasmiðs og Halldóm Hall- dórsdóttur húsmóður, og Sigríður Þórðardóttir húsmóðir, dóttir Þórð- ar Jóhanns Jenssonar, verslunar- manns á Flateyri, og Ingibjargar Guðrúnar Guðbjartsdóttur húsmóð- ur. Foreldrar Gísla vom ísleifur Árnason, prófessor í lögum og borg- ardómari i Reykjavík, sonur Áma Ásgríms Þorkelssonar, hreppstjóra og dannebrogsmanns á Geitaskarði, Langadal í A-Hún., og Hildar Sól- veigar Sveinsdóttur húsfreyju, og Soffía Gísladóttir Johnsen Ámason húsmóðir, dóttir Gísla J. Johnsens, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum og stórkaupmanns í Reykjavík, og Ásdísar Johnsen húsmóður. ísleifur verður erlendis á afmæl- isdaginn. Leiðrétting: Grímur Vil- hjálmsson sextugur Þau mistök urðu í afmælis- grein um Grím Vilhjálmsson sextugan, sem birtist þann 10.8. sl., að það féll niður að hann tæki á móti gestum i Félags- heimilinu á Breiðumýri eftir kl. 20.00 laugardaginn 17.8. DV harmar þessi mistök. ísleifur Gíslason. Fréttir Vinningshöfum i samkeppni um ævintýrasögu um Prince Lu var boðiö til samsætis þar sem þeir hittu Prince Lu. Hanz þakkaði þeim kærlega fyrir að- stoðina við að bjarga prinsessunni og afhenti þeim verölaunin. Samkeppni meðal barna - skrifuðu ævintýrasögu um Prince Lu Eggert Kristjánsson hf. heild- verslun, umboðsaðili Prince Lu kex á íslandi, efndi til samkeppni meðal barna þar sem þau luku við gerð ævintýrasögu um Prince Lu. Börnin urðu að ljúka við að lita teikningar í litabók og semja áframhald sögu og ævintýraferðar um Prince Lu við að bjarga prinsessu frá eldspúandi dreka. Yfir 400 börn úr öllum lands- hlutum tóku þátt í samkeppninni og sendu inn litabækur. Dóm- nefnd valdi 46 lita- og sögubækur sem þóttu skara fram úr. Vinn- ingshafar hlutu að launum ævin- týrakubba frá Lego. Loksins, sögðu íþróttaunn- endur þegar framkvæmdir hófúst í lok maí sl. við að fullgera íþróttahúsið á Sauð- árkróki, sem að hálfu var tekið í notkun fyrir um 10 árum síðan. Stefnt er að því að taka fullklárað íþróttahús í notkun haustið 1997 og þá verður það m.a. komið með löglegan keppnisvöll í hand- bolta. Byggingafyrirtækið Óstak sér um framkvæmdir en það er sameinað fyrirtæki Trésmiðjunnar Borgar og Friðriks Jónssonar sf. Að sögn verkstjóranna á staðn- um, Björns Bjömssonar og Gísla Frostasonar, ganga framkvæmdir eftir áætlun og vel það. Hér fylgist Bjöm, lengst til vinstri á myndinni, með jámabindingamönn- unum Viðari (fjærst), Hall- birni (uppi á plankanum) og Stefáni. DV-mynd bjb íþróttahúsið á Króknum loks klárað Til hamingju með afmælið 14. ágúst 95 ára___________________ Ágúst Loftsson, Skaftahlíð 13, Reykjavík. Ragnheiður Magnúsdóttir, Gullsmára 11, Kópavogi. 80 ára Þóður Gíslason, Fossheiði 58, Selfossi. Ebba Guðmundsdóttir, Búðamesi, Skriðuhreppi. Guðrún Pétursdóttir, Hamraborg 33, Kópavogi. 75 ára Jóhanna Ólafsdóttir, Óðinsgötu 17, Reykjavík. 70 ára Sigfríður Jónsdóttir, Skálholtsvík 2a, Bæjarhreppi. Ágústa Sigurðardóttir, Garðbraut 41, Garði. Guðriður Ólöf Kjax*t- ansdóttir, Hjallabrekku 39, Kópavogi. Guðríður Ólöf verður að heiman á af- mælisdaginn. 60 ára Guðlaug Óskarsdóttir Gauksrima 30, Selfossi. Edda Þórarinsdóttir, Bláhömrum 4, Reykjavík. Edda verður að heiman á af- mælisdaginn. Valgeir Ásbjörnsson, Helgamagrastræti 30, Akur- eyri. Gunnhildur Birna Þor- steinsdóttir, Reykjavík. Gunnhildur dvelur í sum- arbústað sín- um í Gríms- nesi ásamt eig- inmanni sínum, Bergi Jóns- syni, og þar munu þau taka á móti gestum laugardaginn 17.8. Snæbjörn Stefánsson, Drápuhlíð 42, Reykjavík. 50 ára Guðmundur Ragnarsson, Beykihlíð 7, Reykjavík. Svandís Geirsdóttir, Klettastíg 14, Akureyri. Ásta Garðarsdóttir, Einholti 6b, Akureyri. Hanna Sigurðardóttir, Miðvangi 131, Hafnarfirði. 40 ára Sigrún Hrönn Daðadóttir, Heiðarbraut 35, Akranesi. Ólöf Helga Þór, Otrateigi 56, Reykjavík. Pétur Öm Rxmólfsson, Strandgötu 39, Eskifirði. Kjartan Ragnar Erlingsson, Laufskálum 11, Hellu. Kjartan Ragnar Erlingsson, matreiðslumaður og eiginkona hans, Kolbrún Hákonardóttir sjúkraliði, taka á móti gestum á Gaddstaðaflötum við Hellu að kvöldi 24.8. Gunnar Ingi Kristinsson, Greniteigi 7, Reykjanesbæ. Hjörtur Hjartarson, Tómasarhaga 16, Reykajvik: Hörður Sigurjónsson, Skipasundi 45, Reykjavík. Hörður dvelur í Veiðivötnum á afmælisdaginn. Hildur Claessen, Hafsteinsstööum, Staðár- hreppi. Ole Olesen, Álftarima 1, Selfossi. Kristrún Hallgrímsdóttir, Miðgerði, Eyjafjarðarsveit. Trygve Jónas Eliassen, Vatnsendabletti 3, Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.