Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Qupperneq 28
28 MIÐVTKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 Mýmargar stofnanir eru í Eyjum. Afleiðingar kjördæma- potsins „í Eyjum eru mýmargar stofn- anir; auövitað er það afleiðing af kjördæmapoti; að troða niður stofnunum hér og þar.“ Lúðvík Bergvinsson í Alþýðu- blaðinu. megin;„Ég á alveg möguleika að vinna eins og strákamir. Þeir verða örugglega á nálum, vilja ekki að amma leggi þá að velli í karlaíþrótt." Sæunn Lúðvíksdóttir torfæru- bilstjóri i Morgunblaðinu. Ummæli Dýrmætasta eignin „Við hörðustu stuðningsmenn KR eigum dýrmætustu eign ís- lendinga í sameiningu sem er KR.“ Sigurjón Magnús Egilsson, stuðningsmaður, í DV. Ekkert fréttaefni „Þaö eru ekki slagsmálin og fylliríin á mótum okkar þannig að fréttamenn sjá oft ekki frétta- punkt í því að fjalla um þau.“ Kjell Geelnard, Vottum Jehóva, i Alþýðublaðinu. Ekki hægt að leiðrétta „Okkur er beinlínis sagt að hrapið (í launum) sé of mikið til þess að hægt sé að leiðrétta það.“ Gunnar Ingi Gunnarsson, samningamaður lækna, í Tím- anum. Fyrsta loftnetið var eldingavari Loftnet af ýmsum toga þykja ekki fegurðaraukandi, hvort sem þau standa upp úr jörðinni, eru á tækjum eöa eru sett á húsþök, en loftnet eru nauðsynleg nútíma- manninum sem vill fylgj- ast með. Eitt hundrað ár og einu betur eru frá því Rússinn Alex- ander Popov fann upp lofthetið. Árið 1895 stundaði Popov kennslu í kaf- bátaskólanum í Kronstadt. Hann notfærði sér aðferðir Branlys, sem fann upp leiðarann, og Lod- ge, sem fyrstur setti fram kenn- ingar um samstillingu, til að greina óveður sem var í nánd. Hann uppgötvaði enn fremur að næmi jókst að mun þegar langur þráður var strengdur lóðréttur til að taka við bylgjum frá elding- unum. Eldingavari var því í reynd fyrsta loftnetið. Alexander Popov á einnig heiður af fyrsta morseskeytinu sem sent var um- talsverða vegalengd (250 metrar. Blessuð veröldin Hljómgjafinn Fyrstu tvö orðin sem Popov sendi 24. mars 1896 voru Heinrich Hertz en með því var Popov að vísa til Þjóðveijans sem fyrstur vakti upp, bar kennsl á og hag- nýtti sér rafsegulbylgjur. Þetta var 1888. Hertz hafði tekist að búa til einfaldan sendi, eins konar hljómgjafa. Með tilstyrk hans tókst honum að hleypa af stað bylgjum og sýna fram á tilvist þeirra úr fimm metra fjarlægð. Víða allhvasst í kvöld dag verður norðvestan gola en kaldi og dálítil súld noröaustan- lands Annars staðar verður að mestu þurrt og sums staðar léttskýj- að. Þykknar upp þegar líður á dag- Veðrið 1 dag inn með vaxandi austan- og norð- austanátt, fyrst sunnanlands. Víða allhvasst seint í kvöld og nótt og rigning verður um landið sunnan- og austanvert. Fremur svalt verður við norðurströndina en hiti annars á bilinu 9 til 14 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður ve- stangola og dálítil þokusúld annað slagið en þykknar upp með austan- og norðaustan kalda í kvöld. Stinn- ingskaldi eða allhvasst og rigning í nótt. Hiti 8 til 13 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.46 Sólarupprás á morgun: 5.19 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.46 Árdegisflóð á morgun: 7.04 Veðriö kl. 6 i morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaöir Bolungarvik Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madrid Mallorca París Róm Valencia New York Nuuk Vín Washington Winnipeg alskýjaó 7 léttskýjaö 7 alskýjaö 4 heiöskírt 2 skýjaö 8 þokuruðningur 7 léttskýjaö 8 alskýjaó 6 súld 8 skýjaö 8 heiöskírt 19 þokumóóa 16 skýjaö 17 skýjaö 19 alskýjað 10 þokumóöa 16 rigning 20 skýjaö 22 skýjaó 15 skýjaö 14 þokumóöa 14 mistur 16 léttskýjaö 22 þoka á siö.kls. 14 skýjaö 20 hálfskýjaó 23 skýjaö 17 léttskýjað 21 skýjaö 24 heiöskirt 19 hrímþoka 2 léttskýjaö 15 léttskýjaö 19 léttskýjaö 13 Torfi Ólafsson, sterkasti maður íslands: Lærði handtökin hjá Jóni Páli Mín fyrstu handtök í kraftlyft- ingum tók ég á byrjendanámskeiði hjá Jóni Páli heitnum. Þetta var 1. febrúar 1982. Þá var ég sextán ára gamall og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég stundaði síðan kraftlyft- ingamar alveg fram til 1989 og varð tvisvar heimsmeistari ung- linga og Evrópumeistari. Þetta gekk allt saman mjög vel í nokkur ár eöa þar til áfallið kom; ég datt á hálku, braut hnéð á mér, sleit lið- bönd og krossbönd. Allt fór sem sagt i mask og það voru engar bjartsýnisspár sem ég fékk i kjöl- farið. Ég hélt jafnvel að ég yrði haltur það sem eftir væri,“ segir Maður dagsins Torfi Ólafsson sem um síðustu helgi vann keppnina Sterkasti maður íslands. Torfi lét samt meiðslin ekki á sig fá og hóf aftur keppni en breytti um keppnisíþrótt. „Það var fyrir tveimur árum að ég fór fyrir nánast tilviljun að keppa aftur og þá í kraftþrautakeppni. Það kom boð um keppni í útlöndum og mér var boðið. Ég ákvað að slá til, að- Torfi Olafsson. allega til að komast til útlanda og fara í leiðinni í verslunarferð. Nú í þessari keppni byrjaði boltinn að rúlla og hef ég verið að taka þátt í keppnum og sýningum síðan.“ Torfi segir að það sé mun skemmtilegra að taka þátt í keppni sem býður upp á ólík átök heldur en beinar kraftlyftingar: „Fjölbreytnin er mun meiri. Þú ert að reyna þig við ýmsa hluti, stundum eru þetta þekktir steinar sem hafa nöfn, eins og Skotar til að mynda eiga og við íslendingar." Síðan Torfi hóf keppni og sýn- ingar í kraftþrautum hefur hann farið oft til útlanda til keppni og sýningahalds: „Ég tók síðast þátt I World Muscle Power í Skotlandi fyrir hálfum mánuði og endaöi þar í þriðja sæti. Ég var á góðri leið með að vinna þetta mót sem kem- ur líkast til næst Sterkasta manni heims að frægð. Ég tognaði í nára þegar fór að líða á mótið og gat ekki beitt mér að fullu við síöustu greinamar." Næst hjá Torfa er mót héma heima sem er í undirbúningi og þar verða erlendir kraftajötnar meðal keppenda: „Þetta mót hefur hlotið nafnið Sterkasti maður jarð- ar. Síðan tek ég þátt í nokkrum sýningum og svo fer ég til Dan- merkur mánaðamótin nóv./des. til að taka þar þátt í stóm og sterku boðsmóti. Ég var meðal þátttak- enda í fyrra og lenti í þriðja sæti. Torfi starfar sem meðferðarfull- trúi á sambýli i Reykjavik. Eigin- kona hans er Ásdís Stefánsdóttir og eiga þau fiögur börn. -HK Gerir ráð fyrir skúrum á SV-landi Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. I>V Island lék við Makedóníu í júní síöastliönum og urðu úrslitin 1-1. Myndin er frá þeim leik. f sland - Malta íslendingar hafa leikið sex landsleiki á þessu ári og í kvöld er sá sjöundi á Laugardalsvellin- um. Er þar um að ræða vináttu- leik við Möltu. Gengi íslands á árinu hefur verið upp og ofan. Eftir hroðalega byijun þar sem töpuðust leikir gegn Slóveníu og Rússlandi með samtals tíu mörk- um gegn 1 unnu íslendingar góð- an sigur á Möltu á útivelli og bættu öðram sigri viö í Eist- landi, gerðu svo jafntefli hér heima gegn Makedóniu og sigrð- uðu síðan Kýpur, 2-1, 5. júní síð- astliðinn. íþróttir Miðað við úrslitin á Möltu ættu íslendingar ekki aö vera í vandræðum í leiknum og sjálf- sagt reikna margir með örugg- um sigri en eins og oft hefur sannast er sýnd veiði ekki gefin. íslendingar tefla ekki fram sinu sterkasta liði þar sem Guðni Bergsson, Þórður Guðjónsson og Arnar Gunnlaugsson eiga allir við meiðsli að stríða. Leikurinn hefst kl. 20.00. Bridge Sumir þeir sem spila bridge era síkvartandi undan því að fá alltaf lé- legar hendur. En þegar þeir fá góð- ar hendur kunna þeir oft ekki með þær að fara. Sagnhafinn í þessu spili var einn þeirra og klúðraði upplögðum þriggja granda samn- ingi. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og NS á hættu: 4 743 * 985 4- 9742 4 D103 4 KG1096 KG2 •f 653 * 94 * Á52 V ÁD64 4 ÁKD10 * ÁK Suður Vestur Norður Austur 24 pass 24 pass 3 Grönd p/h Tveggja laufa opnun suðurs var alkrafa og síðan sýndi þriggja granda stökksögnin 25-26 punkta jafnskipta hendi. Venjulega er ekki góð lexía að spila út frá gafiCLi upp í svo sterka hendi en vestur ákvað samt sem áður að spila út spaðagosa í upphafi. Hann var heppinn að finna austur með drottninguna og auðvitað setti austur hana á gosann í fyrsta slag. Sagnhafa leist ekkert á blikuna, gaf spaðasóknina tvisvar og drap á ás í þriðja slag. Hann átti 8 slagi beint en enga innkomu í blindan og ákvað að taka þá í þeirri von að hjartakóngur félli undir ás- inn eða hann fengi níunda slaginn á einhvem annan hátt. Þegar það gekk ekki og vestur komst inn á fríslagina varð sagnhafi að játa sig sigraðan. En sagnhafi spilaði illa. Hann átti að drepa á spaðaás í öðr- um slag, taka ÁK í laufi, fióra slagi á tígli og spila sig siðan út á spaða. Vestur getrn- tekið sína fióra slagi en verður síðan að velja um að gefa níunda slaginn á laufdrottningu eða spila upp i hjartagaffalinn. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.