Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 Fréttir :dv Hréilnm fmtu 23,1 Mánitóte Eimskip íslandsbanki Síldar- Grandl Haraldur Skeljungur Þormóður Hamplðjan Plastprent Marel vinnslan Böðvarsson ramml DV Milliuppgjör 10 stórra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði: Gróðinn jókst um hálfan milljarð - samanlagt fyrstu 6 mánuðina miðað við sama tíma í fyrra Sparisjóðsstjóra- skipti á Flateyri Ægir Haf- berg lætur af starfi spari- sjóðsstjóra Sparisjóðs Ön- undarfjarðar á Flateyri í lok september nk. þar sem hann hefur verið ráðimí útibússtjóri Landsbank- ans í Þorlákshöfn. Ægir hefur stýrt sparisjóðnum í 17 ár en hann komst m.a. í fréttir í fyrra fyrir að fella niður þjónustu- gjöld. Eiríkur Finnur Greipsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfirðinga, tekur við af Ægi. Kartöflur hækkuðu neysluvísitöluna Neysluvísitalan, miðað við verðlag í byrjun mánaöarins, reyndist vera 178,0 stig í mæl- ingu Hagstofunnar og hækkaði um 0,6% frá júlí sl. Vísitala neysluverðs án húsnæðis í ágúst reyndist vera 182,6 stig og hækk- aði um 0,6% frá júlímánuði. Helsta ástæðan fyrir hækkun vísitölunnar er að kartöflur hækkuöu i verði um 52%, þá hækkuðu grænmeti og ávextir um 3,8%, húsnæðiskostnaður um 1% og bensínkostnaður um 1,5%. Síðustu tólf mánuði hefur neysluvísitalan hækkað um 2,6% en um 0,6% síðustu þrjá mánuði. Það jafngildir 2,5% verðbólgu á ársgrundvelli. Neysluvísitalan í ágúst gildir til verðtryggingar í september og vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 3.515 stig fyrir september nk. Gjaldeyrisforði Seðlabankans jókst í júlí Gjaldeyrisforði og gjaldeyris- staða Seðlabankans styrktust um 5,6 milljarða króna í júlí sl. Batinn skýrist einkum af er- lendri lántöku ríkissjóðs. Gjcdd- eyrisforðinn í lok júlí var upp á rúma 27 milljarða. -bjb Hasar Hlutabréfaviðskipti hafa verið afar lífleg undanfarnar vikur og sú síðasta var engin undantekning. Þá fóru 239 milljónir í skráðum við- skiptum um Verðbréfaþingið og Opna tilboðsmarkaðinn. Þar af voru viðskipti með bréf SÍF fyrir rúmar 94 milljónir króna. Sem kunnugt er hefur útboð staðið yfir á 122 millj- óna króna nýju hlutafé í SÍF og því töluverð hreyfing á bréfunum. Önnur töluverð hlutabréfavið- skipti í síðustu viku voru upp á 28 milljónir með bréf íslandsbanka, Gróði þeirra 10 fyrirtækja á hlutabréfamarkaði sem skilað hafa milliuppgjöri fyrir fyrstu sex mán- uði ársins jókst um hálfan milljarð króna miöað við sama tíma í fyrra. Samanlagður hagnaöur þessara fyr- irtækja nemur 1,5 milljörðum króna en nam rétt rúmum milljarði eftir fyrstu sex mánuðina 1995. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru Eimskip, íslandsbanki, Síldar- vinnslan, Grandi, Haraldur Böðv- arsson, Skeljungur, Þormóður rammi, Hampiðjan, Plastprent og Marel. Hjá aðeins tveimur þeirra, Þormóði ramma og Plastprenti, minnkaði gróðinn milli ára. Nýj- ustu uppgjörin komu í gær hjá ís- landsbanka og Þormóði ramma. At- hygli vekur að bankinn tvöfaldaði hagnaðinn milli ára en niðurstöðu- 14,6 milljónir með hlutabréf Harald- ar Böðvarssonar, rúmar 14 milljón- ir með bréf Síldarvinnslunnar og bréf fyrir 13,7 milljónir skiptu um eigendur hjá Granda. Helsta ástæð- an fyrir þessum líflegu viðskiptum er að fyrirtækin á hlutabréfamark- aði eru hver af öðru að tilkynna batnandi afkomu í milliuppgjörum sínum þessa dagana. Þingvísitala hlutabréfa fór í tæp 2100 stig sl. föstudag og sló enn eitt sögulega metið en lækkaði lítillega á mánudag þrátt fyrir að gengi tölur sjást nánar á meðfylgjandi grafi. Þess ber að geta að Eignarhaldsfé- lag Alþýðubankans og íslenski hlutabréfasjóðurinn hafa skilað já- kvæðum milliuppgjörum en þessi hlutafélög geta vart talist fyrirtæki í hefðbundnum skilningi þess orðs. Þá hefur Vinnslustöðin skilað átta mánaða uppgjöri upp á nokkra tugi milljóna króna hagnað en upphaf rekstrarársins þar miðast við nóv- ember en ekki janúar. Næstu daga munu fleiri uppgjör berast. Þannig er von á milliupp- gjöri Flugleiða í lok ágúst. Væri það komið núna myndi það skekkja ofangreinda mynd þar sem fyrstu sex mánuðirnir hafa jafnan komið út í stóru tapi hjá Flugleiðum. „Hagkerfið hefur búið við mikla bréfa Vinnslustöðvarinnar í Eyjum hækkaði um 28%, fór úr 2,35 í 3,00. Ástæða vísitölulækkunar var að bréf í stórum félögum eins og Flug- leiðum, Eimskip og Olíufélaginu lækkuðu í verði. Lækkað álverð Staðgreiðsluverð áls hefur lækk- að á heimsmarkaði síðustu daga en reiknað er með stöðugleika á næst- unni, svo fremi sem birgðastaðan taki ekki stökkbreytingum. Vonast er til að þriggja mánaða verðið hald- uppsveiflu og almennt er búist við hagvexti upp á 4,5% á þessu ári. Uppsveiflan hefur ekki síst verið í sjávarútvegi með sterkari þorsk- stofni í hafinu. Þetta, og sá mikli hagnaður hjá sjávarútvegsfyrirtækj- um á árinu, hefur staðið undir hækkunum á hlutabréfum ásamt því að fyrirtæki í þjónustugreinum við sjávarútveginn hafa notið góðs af uppsveiflunni. Einnig er það versta yfirstaðið í útlánatöpum í fjármálakerfinu, eins og sjá má í af- komu íslandsbanka sem tvöfaldar hagnaðinn milli ára,“ sagði Ragnar Hannes Guðmundsson, viðskipta- fræðingur hjá Kaupþingi, í samtali við DV, aöspurður um helstu ástæð- ur fyrir batnandi afkomu fyrirtækj- anna. ist í 1500-1525 dollurum tonnið en staðgreiðsluverðið var um 1479 doll- arar þegar viðskipti hófust í gær- morgun í London. Ekkert skip landaði afla sínum í erlendum höfnum í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum frá Afla- miðlun LÍÚ, og nýjar upplýsingar um gámasölu lágu ekki fyrir. Óverulegar breytingar hafa orðið á gengi helstu gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni. Helst er að jenið hefur lækkað og pundið hækkað. VSI vill sporna viö þenslu Vinnuveitendasamband ís- lands, VSÍ, hefur sent áskorun til ríkisstjórnarinnar um að draga úr ríkisútgjöldum og hamla þannig á móti þenslu í hagkerf- inu. í bréfi til fjármálaráðherra segir formaðm- VSl, Ólafur B. Ólafsson, að breyttar aðstæður í efnahags- og atvinnumálum kalli á ný viðhorf og viðmið fyrir ákvörðunum í ríkisfjármálum. Bent er á að ríki og sveitarfé- lög hafi á undanförnu samdrátt- arskeiði haldið uppi framkvæmd- um og öðrum umsvifum til at- vinnusköpunar með lánsfé. Þetta hafi réttlæst af þvi að í næstu uppsveiflu yrði dregið úr á móti. VSÍ telur þær aðstæður nú komnar og því eðlilegt að stefna að umtalsverðum afgangi í rikis- búskapnum á næsta ári. Þannig verði grynnkað á skuldum ríkis- sjóðs og stuðlað að jafnvægi í hagkerfínu án skaðlegra vaxta- hækkana sem geti verið hætta á. Skattalegt tap verði yfirfæran- legt í 10 ár Verslunarráðið hefur skorað á fjármálaráðherra að beita sér fyr- ir því að skattalegt tap í atvinnu- rekstri verði yfirfæranlegt í 10 ár í stað 5 ára nú. Fram til ársins 1991 höfðu fyrirtæki ótíma- bundna heimild til að færa tap á milli ára en að öllu óbreyttu kem- ur 5 ára reglan fyrst til fram- kvæmda um næstu áramót. Utanríkisráðu- neytiö annast Alþjóðabankann Síðastliöinn mánudag hóf ut- anríkisráöuneytið að annast sam- skipti íslands við Alþjóðabank- ann og systurstofnanir hans í stað viðskiptaráðuneytisins. Samkvæmt reglugerð um Stjórn- arráð íslands, sem breytt er af þessu tilefni, fer utanríkisráðu- neytið almennt með mál sem snerta þróunarsamvinnu. Auk Alþjóðabankans (IBRD) annaðist viðskiptaráðuneytið samskipti við Alþjóðaframfara- stofnunina (IDA), Alþjóðalána- stofnunina (IFC) og Alþjóðastofn- un um lausn fjárfestingardeilna (ICSID). Verðbólga í nokknim ríkjum 3,6 % ísland með mestu verðbólguna á Norðurlöndum Samkvæmt tölum Hagstofunn- ar um hækkun neysluvísitölunn- ar í nokkrum ríkjum frá júní 1995 til júní í ár var verðbólgan á íslandi sú mesta á Norðurlönd- um, eða 2,6%. í Danmörku var verðbólgan 2%, í Noregi 0,9%, 0,8% í Svíþjóð og 0,4% í Noregi. Að meðaltali var verðbólgan 2,5% í ESB-ríkjum og 1,9% í við- skiptalöndum íslendinga. Þetta sést nánar í meðfylgjandi grafi en tölumar voru valdar af handa- hófi. -bjb -bjb -bjb á hlutabréfamarkaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.