Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 13 Fréttir Fríhöfnin 1 Leifsstöö: Burt með burðar- dýraverslunina - óviöunandi viðskiptahættir - segja kaupmenn Kaupmannasamtök íslands hafa óskað eftir því við utanríkisráðu- neytið að „póstverslun" í komu- versltm Fríhafnarinnar í Leifsstöð verði lögð niður. Kaupmannasam- tökin telja það mjög óeðlilegt að fólk geti hringt inn pantanir á sölu- vörum Fríhafnarverslunarinnar, gefið upp greiðslukortanúmer og fengið síðan ferðafólk á leið til landsins til að gerast „burðardýr" og flytja siðan hina tollfrjálsu vöru inn í landið. Samtökin telja þessa viðskiptahætti óviðunandi blett á viðskiptasiðferði ríkisins og það einfaldlega að nota sér smugur í eigin kerfi. Kaupmannasamtökin hafa ritað Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra bréf um þetta mál og segja það vera þriðja bréfið af sama til- efni. Þess er krafist að fríhafnar- verslun fyrir komufarþega til landsins verði aflögð hið fyrsta, enda sé ríkið með henni í óeðlilegri samkeppni við verslunina í land- inu. Tilefni bréfsins að þessu sinni er frétt DV 2. ágúst sl. þar sem greint var frá þessari símasölu Frihafnar- innar. Jafnframt hefur Félag ísl. stórkaupmanna ritað fjármálaráð- herra bréf af sama tilefhi. í því er bent á að verslunarrekstur Frí- hafnarinnar sé fyrst og fremst mögulegur vegna skattastefnu stjórnvalda sem.......með háum vörugjöldum og ytri tollum styrkir samkeppnisstöðu fríhafnarverslun- ar á kostnað almennrar verslunar. Án þeirra gjalda sem öðrum versl- unarfyrirtækjum er gert að skila væri grundvellinum kippt undan rekstri Fríhafnarinnar." Ennfremur segir í bréfinu að ráðuneytinu sé fullkunnugt um þá skoðun hagsmunasamtaka verslun- arinnar að innkomuverslun með jafn breiðu vöruvali og hér tíðkist sé með öllu óásættanleg og stríði í grundvallaratriðum gegn hugtak- inu fríhafnarverslun fyrir ferða- menn, eins og það er skilið annars staðar í heiminum. -SÁ Vestfirskur skelfiskur hf.: Þurfum áætlun áður en greiðslustöðvun rennur út - segir Guðlaugur Pálsson framkvæmdastjóri „Við erum að kanna möguleika um kaup á nýju skelfiskskipi frá Bandaríkjunum. Við höfum ekkert viljað fara út í að kaupa nýtt skip fyrr en við sjáum stöðuna nákvæm- lega,“ sagði Guðlaugur Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Vestifirskum skelfiski hf., við DV um stöðuna hjá fyrirtækinu. Sem kunnugt er missti fyrirtækið skip sitt Æsu, þegar það sökk í Amarfirði í lok júli sl. Að sögn Guðlaugs liggur allt starf niðri hjá fyrirtækinu og ekkert ger- ist í vinnslunni fyrr en nýtt skip kemur. „Við erum í greiðslustöðvun fram til 28. ágúst. Við eram að ganga i að fá fund með skuldunautum okkar og vonumst eftir honum sem fyrst. í framhaldi að því verður líklega haldin stjóraunarfundur um hvert framhaldið verður. Við verðum að vera búnir að gera áætlun fyrir 28. ágúst um það hvemig við ætium að reka fyrirtækið áfram. Við erum að kanna ýmis mál t.d. tryggingamál en Æsa var tryggð fyrir rúmar 80 milljónir króna. Sjópróf vegna sjó- slyssins verða haldin nú á fimmtu- dag að okkar beiðni," sagði Guð- laugur ennfremur. -RR Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 -19. útdráttur -16. útdráttur -15. útdráttur -14. útdráttur -10. útdráttur - 8. útdráttur - 7. útdráttur - 4. útdráttur - I.útdráttur - 1. útdráttur - 1. útdráttur LEIÐRÉTTING Innlausnardagur er 15. október en ekki 15. ágúst eins og misritaðist í fyrri auglýsingu. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. □>*<□ HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I I HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900 vrnSLANIR iRINGLUNNAR IL Á W N N 1 ÓTSÖLURNAR VÖRURNAR Ú1Á GÖlll ■ VERÐIÐ HIÐUR ÚR ÓLLN ^RLÐI kringwn - gatan mín ~

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.