Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1996 Fréttir______________________________________i*v Hætt við aðgerðir á fjórum bömum sem þjást af axlarklemmu: Buðumst til að borga en aðgerðunum var aflýst - segja mæður tveggja barnanna og eru ósáttar við vinnbrögðin í kerfinu „Við erum mjög ósáttar við vinnu- brögð Tryggingastofnunar og margra lækna í þessu máli. Það er eins og kerfið líti á böm sem undir- málshóp og okkur finnst að fullorðn- ir hefðu án efa fengið aðra og hetri meðferð," segja þær Svanborg Guð- geirsdóttir og Sigríður Logadóttir en þær era mæður bama sem þjást af svokallaðri axlarklemmu sem mynd- ast við fæðingu. Að meðaltali fæðast 4-5 einstaklingar á hveiju ári sem skaddast varanlega af axlarklemmu og 10-15% bama sem fá axlar- klemmu geta orðið lömuð. Þær Svanborg og Sigríður hafa í nokkur ár barist fyrir aðgerðum á bömunum en hér á íslandi em ekki framkvæmdar svona aðgerðir. Son- ur Sigríðar, Hringur Hilmarsson, 3 ára, fór í aðgerð í Svíþjóð sem tókst vel. í vor átti einn færasti tauga- skurðlæknir Svía að koma hingað til lands og gera aðgerð á fjórum bömum, þ. á m. 2 ára syni Svan- borgar, Sigurbimi Eyþórssyni, en á elleftu stundu hætti læknirinn við að koma því fjármagn var ekki fyr- ir hendi. Ekkert dýrmætara en börnin „Sænski læknirinn, sem er mjög fær á sínu sviði, var á leið til landsins og við vorum auðvitað mjög ánægð með það. Hann ætlaði að gera aðgerðir á fjórum börnum sem þjást af axlarklemmu og skoða fleiri til viðbótar. Allt var klárt hér, t.d. skurðstofa, svæfingar- læknir og aðstoðarfólk. Við vorum að sjálfsögðu mjög ánægð en skyndilega var hætt við þetta allt saman vegna þess að Trygginga- stofnun var ekki tilbúin að borga 500 þúsund krónur samtals fyrir aðgerðirnar. Við foreldrarnir vor- um ekki einu sinni látnir vita af þessu fyrr en því hafði verið af- lýst. Við fórum á fund tryggingayf- irlæknis og buðumst til að borga þá upphæð sem vantaði til að læknirinn gæti komið en þá var okkur tilkynnt að það væri of seint. Við hefðum verið tilbúin að borga þessa upphæð því auðvitað er ekkert okkur dýrmætara en börnin okkar. Þetta finnst okkur léleg vinnubrögð og ömurleg fram- koma. Ódýrara aö fá lækni hingað Hins vegar er Tryggingastofnun tilbúin að borga fyrir aðgerðir er- lendis sem er að sjálfsögðu mun dýrara þvi þá þarf að borga ferðir fyrir fleiri sjúklinga, sjúkrahús- kostnað o.fl. Auk þess yrði það dýrara fyrir aðstandendur t.d. vinnutap. Það hefði verið mun auðveldara og ódýrara að fá lækn- inn hingað og gera aðgerðirnar hér. Það er eins og kerfið vilji helst ekki vita af þessum hlutum og þeim er bara ýtt til hliðar. Læknum og ljósmæðrum finnst þetta óþægilegt því þarna er eitt- hvað sem fer úrskeiðis við fæð- ingu og því um mistök að ræða í þjónustunni. Það virðist vera mik- il læknapólitík í gangi. Vantar betra eftirlit Það þarf að taka verulega á þess- um málum. Það er hægt að koma í veg fyrir þessi fæðingaslys m.a. með því að kenna réttu handtökin i ljós- mæðranámi og hvemig bregðast á rétt við axlarklemmum. Það þarf líka að hafa betra eftirlit með kon- um á meðgöngutímanum, sérstak- lega ef börnin hafa mikla fæðingar- þyngd. En það sem við viljum fyrst og fremst fá að vita er hvað þeir ætla að gera í málunum því bömin þurfa á þessum aðgerðum að halda sem allra fyrst,“ segja þær Svanborg og Sigríður. -RR Þær Svanborg Guðgeirsdóttir (til vinstri) og Sigríður Logadóttir ásamt sonum sínum, Sigurbirni Eyþórssyni, 2 ára, og Hring Hilmarssyni, 3 ára, sem þjást af axlarklemmu. Meö þeim á myndinni er Brynja, 7 ára, systir Sigurbjarnar. DV-mynd Pjetur Miðbæjarumferðin tekin út Borgarráð hefur samþykkt skip- un sérstakrar nefndar sem á að fara yfir umferðarskipulag og bíla- stæðamál miðbæjar Reykjavíkur. Nefndin á að fylgjast sérstaklega með þeim breytingum sem verða frá og með 15. ágúst þegar tví- stefna verður tekin upp á Hverfis- götu og ný skiptistöð SVR verður tekin í notkun. Þá á nefndin einnig að fjalla um tillögur um einstefnu um Vesturgötu og lokun bílaumferðar um Ingólfstorg. -SÁ Dagfari Danir seilast til yfirráða íslendingar losnuðu undan kon- ungsveldi Dana þegar lýðveldið var formlega stofnað fyrir rúmum flmmtíu árum. Síðan hafa Danir að mestu látið okkur í friði og virt hæði sjálfstæði okkar og fullveldi. Enda ekki til stórræðanna. Þaö kemur þess vegna nokkuð spánskt fyrir sjónir þegar Danir, af öllum mönnum, taka allt í einu upp á því að vefengja rétt okkar til landhelg- innar og fiskveiðilögsögunnar og senda hingað dönsk skip til ólög- legra veiða. Þetta hefur komið íslenskum stjórnvöldum og Landhelgisgæsl- unni i opna skjöldu, einkum fyrir þá sök að Danir vísa í heiðurs- mannasamkomulag milli þjóðanna frá því 1988 þar sem íslendingar eiga að hafa lofað að láta dönsk skip óáreitt innan landhelginnar. Þetta kannast íslenskir ráðamenn ekki við. Halldór Ásgrímsson hef- ur verið spurður, Jón Baldvin hef- ur verið spurður, Þorsteinn Páls- son og jafnvel Steingrímur Her- mannsson hafa verið spurðir. Allir neita því að hafa samþykkt eitt- hvert heiðursmannasamkomulag við Dani og jafnvel Steingrímur, sem frægur varð fyrir að viður- kenna að hann hefði oftsinnis ver- ið plataður sem ráðherra, kannast ekki við að hafa látið plata sig í þessu máli. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að eitthvert hugsanlegt sam- komulag milli eiinhverra hugsan- legra fulltrúa íslands, sem ekki hafi verið kynnt í ríkisstjóminni, hafi ekkert gildi, jafnvel þótt þar hafi hugsanlega átt hlut að máli þá- verandi forsætisráðherra, Þor- steinn Pálsson. Davíð gerir lítið með svoleiðis pappíra, sem von er. Eitthvað er verið að vitna í að Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur hafi farið fyrir ís- lenskri sendinefnd sem átti í við- ræöum við Dani um þessar mund- ir en nú er Guðmundur þjóðréttar- fræðingur orðinn virðulegur dóm- ari í hafréttarmálum í útlöndum og enginn vogar sér að spyrja þann góða mann um heiðurs- mannasamkomulög sem hann kann að hafa staðið að en ekk-i staðið við. Danir segjast þó vita hetur og segjast hafa undir höndum afrit af samkomulaginu sem íslendingar kannast ekki við. í gær var svo upplýst eftir óljósum leiðum að hugsanlega hefði sams konar afrit fundist í skjalaskápum utanríkis- ráðuneytisins en það hafi ekki ver- ið á réttum stað í skjalaskápunum og erfitt fyrir íslendinga að viður- kenna skjöl sem ekki finnast eða finnast of seint eða fmnast í vit- lausum skápum. Allra síst ef þess- um sömu skjölum hefur verið haldi leyndum fyrir ráðherrum og ríkis- stjóm, til að tryggja að íslendingar stæðu við heiðursmannasamkomu- lagið. Heiðursmönnum í ráðherra- stólum er ekki treystandi þegar heiðursmannasamkomulög eru gerð. Þess vegna var Steingrímur ekki látinn vita, Jón Baldvin var ekki látinn vita, né Þorsteinn, né Hall- dór og alls ekki Davíð. Heiðurs- mannasamkomulaginu var haldið svo rækilega leyndu að ríkisstjórn- in fékk ekkert um það að vita. Dan- ir vissu það einir. Þetta hefur allt saman leitt til þess að Danir em nú komnir öðru sinni inn fyrir ís- lenska lögsögu og seilast til yfir- ráða. íslendingar eru í vondum málum. Þeir hafa greinilega gert sam- komulag sem þeir geta ekki stað- ið við, vilja ekki standa við og kannast ekki við að standa að. Enda væri þá lýðveldistakan til lítils ef íslensk stjórnvöld sam- þykkja að hleypa Dönum inn í lögsögu lýðveldisins fimmtíu árum síðar - í skjóli heiðurs- mannasamkomulags sem íslensk- ir heiðursmenn vilja ekkert hafa með að gera. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.