Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Qupperneq 2
2 %éttir
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 LlV
Deilur krata í Hafnarfirði:
Ummæli bæjarstjór-
ans valda mikilli reiöi
- óheppilegt orðalag, segir Guðmundur Árni Stefánsson
Ummæli Ingvars Viktorssonar,
bæjarstjóra í Hafnarflröi, í seinni
sjónvarpsfréttum RÚV aö loknum
fulltrúaráðsfundinum á fimmtu-
dagskvöld hafa vakið reiði og hörð
viðbrögð þeirra sem andvígir eru
núverandi meirihlutasamstarfi.
Ingvar sagði um nefndina sem kos-
in var á fundinum og á aö fara yfir
meirihlutasamstarflð að hún væri
fyrst og fremst til að skoða innri
mál krata í Hafnarfirði og myndi
starfa mörg næstu ár. Hann nefndi
ekki að hún ætti að skoða gagnrýn-
um augum núverandi meirihluta-
samstarf.
„Það er alveg ljóst að ummæli
Ingvars koma illa við marga og
hann sleppti ýmsu sem i plagginu
um nefhdina stendur," sagði Magn-
ús Hafsteinsson, formaður Alþýðu-
flokksfélags Hafnarfjarðar, í samtali
við DV í gær.
Magnús var í þessari sömu sjón-
varpsútsendingu og sagði allt annað
um verkefni nefndarinnar en Ingv-
ar.
„Það er alveg rétt að við töluðum
í austur og vestur um þessa nefnd
og hlutverk hennar. Það er hins
vegar alveg ljóst, og stendur í plagg-
inu, að nefndin á að fara ofan í og
skoða núverandi meirihlutasam-
starf. Ég geri mér grein fyrir því að
menn munu takast á um þetta mál
áfram innan nefndarinnar," sagði
Magnús.
„Ég kannast við reiði sumra
manna vegna þessara ummæla bæj-
arstjórans sem segja má að hafi ver-
ið óheppileg. Aöalatriðið í mínmum
huga er að nefndin er komin á. Hún
á að taka fyrir samstarfsgrundvöll
meirihlutasamstarfsins og hún á að
vinna hratt. Ég vænti þess að svo
verði," sagði Guðmundur Ámi Stef-
ánsson alþingismaður í samtali við
DV. -S.dór
Aöalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Strýtu á Akureyri, á sjávarkambinum viö verksmiöjuna þar sem allt er hreint
og þrifalegt eins og vera ber. DV-mynd gk
Akureyringar standa sig
vel í mengunarvörnunum
Dagskrárstjóri rásar 2:
Enginn bar
af Sigurði
- segir Heimir
Heimir Steinsson útvarpsstjóri
ákvað í gær að endurráða Sigurð G.
Tómasson sem dagskrárstjóra rásar
2 hjá Ríkisútvarpinu til næstu fjög-
urra ára. Heimir gerir þetta gegn
vilja meirihluta útvarpsráðs sem
vildi fá Lilju Á. Guðmundsdóttur í
starfið þegar atkvæði voru greidd
sl. miðvikudag. Eftir atkvæða-
greiðsluna hitti Heimir alla um-
sækjenduma 13 að máli áður en
hann gerði upp hug sinn.
„Sigurður G. Tómasson hefur ver-
ið dagskrárstjóri í fjögur ár og stað-
ið sig einkar vel. Þó að margir góðir
kostir væru í boði þá var enginn svo
áberandi góður að hann bæri af Sig-
urði G. Tómassyni,“ sagði Heimir
við DV um ákvörðun sína. Hann
sagði þetta ekki í fyrsta sinn að hann
gengi gegn meirihlutavilja útvarps-
ráðs, slíkt hefði gerst margoft áður.
Ekki náðist í Lilju í gær en Sig-
urður sagðist i samtali við DV vera
ánægður með að þeirri óvissu væri
lokið sem hófst með því að staðan
var auglýst laus í vor.
Þómnn Sveinbjamardóttir, full-
trúi Kvennalista, var einn þeirra út-
varpsráðsmanna sem greiddi Lilju
atkvæði. Um ákvörðun Heimis vildi
hún ekki annað segja en að út-
varpsráð væri eingöngu umsagnar-
aðili, útvarpsstjóri hefði öll völd í
hendi sér.
Þómnn Gestsdóttir var ein þeirra
þriggja kvenna úr Sjálfstæðis-
flokknum í útvarpsráði sem greiddi
Lilju atkvæði sitt. Hún sagði það
ljóst að Sigurður væri á margan
hátt hæfur útvarpsmaður en hún
hefði viljað sjá breytingar. -bjb
DV, Akureyri:
„Ástandið í heild hefur greinilega
batnað mjög mikið. Við fylgjumst
t.d. reglulega með ástandinu í Poll-
inum og tökum sýni sem fara til
rannsóknar. Við erum að sjá dælu-
stöðvar rísa hverja af annarri og
allt miðar þetta að því að koma frá-
rennsli bæjarins út í fjörðinn og að
Pollurinn og strandlengja bæjarins
verði sem hreinust. Þetta mál lítur
vel út og er í góðum farvegi," segir
Sigurður Bjarklind, starfsmaður hjá
heilbrigðisfulltrúa á Akureyri, um
ástand mengunarmála á strand-
lengjunni á Akureyri og í Pollinum.
Þeir sem DV ræddi við um þetta
mál vora á einu máli um að ástand
umhverfimálanna á Akureyri hefði
batnað mjög á undanfömum ámm.
Þeir nefna ekki síst þær miklu
framkvæmdir sem Akureyrarbær
hefur staðið fyrir varðandi frá-
rennslismál en nú styttist óðum í að
allt frárennsli frá bæjarbúum verði
leitt í pípum út fyrir Glerárósa og
þaðan langt út á fjörð.
Fiskvinnslufyrirtækin hafa
einnig staðið sig vel. Útgerðarfélag
Akureyringa stendur vel að sínum
málum og hleypir ekki úrgangi í
sjóinn og hjá Niðursuðuverksmiðj-
mini Strýtu er til staðar fullkomn-
asti hreinsibúnaður sem völ er á og
mengun er ekki að sjá í sjónum við
þessi fyrirtæki. Þá eru menn á einu
máli um að ástandið við Krossanes-
verksmiðjuna hafi farið mjög batn-
andi og í bígerð sé að auka mengun-
arvamir þar.
-gk
MTV á íslandi
Upptökulið frá bresku tónlistar-
stöðinni MTV er statt á íslandi
þessa dagana. Ástæðan fyrir veru
upptökuliðsins hér mun vera sú að
stöðin er að gera þátt um skemmt-
analíf á Norðurlöndum. Núna
stendur til aö mynda íslenska
skemmtanalífið sem virðist hafa
vakið athygli víða erlendis að und-
anfornu. -ilk
Þú getur svarað þessari
spurningu með því að
hringia í síma 9041600.
39,90 kr. mínútan
Ji 1 Nei 2
904 1600
A meirihluti bæjarstjórnar
í Hafnarfirði að sitja áfram?
Vandi Sjúkrahúss Reykjavíkur:
Bjartsýni á lausn
fyrir mánaðamót
„Ég var í dag á fundi með Qár-
málaráðherra og borgarstjóra um
málefni Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Þar vorum við að ræða tillögur frá
því í mars um samhæfingu á viss-
um deildum sjúkrahúsanna, svo
sem öldrun og endurhæfingu,
þjónustuþætti ýmiss konar, inn-
kaup, skrifstofuhald og tæknimál.
Ég tel að við getum náð verulegum
sparnaði með þessu þegar til
lengri tíma er litið. Við erum nú
að fjalla um með hvaða hætti þetta
veröur gert. Þessari vinnu verður
að ljúka fyrir næstu mánaðamót
því að bráðavandi Sjúkrahúss
Reykjavíkur verður leystur um
leið og menn hafa komið sér sam-
an um þau skref sem þarf að stíga
til framtíðar í þessum málum. Ég
er bjartsýn á að þetta takist,“
sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigöisráðherra í samtali við DV i
gær.
Eins og skýrt hefur verið frá í DV
lagði stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur
til að fjölda starfsfólks yrði sagt upp
vegna fjárskorts. Fjármálaráðherra
hefur sagt að aukaljárveiting fáist
ekki nema fram komi tillögur til
lausnar vandanum sem sýna sparn-
að og séu til frambúðar.
„Ég ýti á að fyrmefndum tillög-
um verði sem allra fyrst hrint í
framkvæmd. Ef við geram það og
náum fram þeim sparnaði sem við
teljum að þær leiði af sér er fjár-
magn tryggt. Auk þess er hér ekki
verið að tala um aðgerðir sem bitna
munu á sjúklingum. Sagði Ingibjörg
Pálmadóttir.
-S.dór
Selfoss:
Ijálmurinn
bjargaði
Strákurinn hjólaði beint í hlið-
a á bílnum og ég er ekki í
okkram vafa um að hjálmurinn
jargaði honum. Hann fékk kúlu
ið gagnaugað en ég efast um að
lann hefði lifað þetta af ef hann
lefði ekki verið með hjálminn. Það
tórsér nefnilega á bílnum þar sem
ijálmurinn skall á honum,“ segir
uðmundur Pálsson á Selfossi, fað-
7 ára drengs sem hjólaði á bíl í
{ Guðmundur segir að strákurinn
jafi hjólað út á blindgötu og ekki
(ætt að sér en hann hafi áreiðan-
;ga lært það að hjálmurinn sé lífs-
auðsynlegur. -sv
Akureyri:
Kýrin
drapst
- bifreiðin stórskemmd
Keyrt var á kú við bæinn Akur,
skammt innan Akureyrar í gær.
jKýrin mun hafa drepist nærri sam-
stundis og bíllinn skemmdist mjög
mikið.
j Að sögn lögreglunnar á Akureyri
|r spurning hvemig dæmt sé í mál-
úm sem þessum. Þar þurfi að taka
giröingarmál og fleira til athugun-
pr. Grunur leikur á að ekki hafi ver-
iö nógu vel girt á þeim stað þar sem
|ýrin var.
-sv
Velta í
Staðarsveit
| Lögreglunni í Ólafsvík barst til-
kynning um bílveltu við Ölkeldu í
Staðarsveit í gærmorgun. Þegar
hún kom á staðinn var ökumaður-
ihn farinn. Hann hafði meiðst eitt-
hvað á höfði og hafði fengið far á
sjúkrhús i Stykkishólmi. Eftir hjól-
irum að dæma virðist bílstjórirm
tafa misst bílinn út fyrir kant öðr-
im megin en beygt of skarpt inn á
veg og hafnað utan vegar hinum
negin. Bíllinn skemmdist nokkuð
hikið. -sv
'tuttcir fréttir
Færri líkamsmeiðingar
Lögreglunni í Reykjavík var
tilkynnt um 284 líkamsmeiðingar
fyrstu sjö mánuði ársins. Fyrstu
sjö mánuðina í fyrra var tilkynnt
um 304 líkamsmeiðingar eða 20
fleiri en nú. RÚV greindi frá.
Ekki tekið fyrir
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur
tók ekki fyrfr erindi Ármanns-
fells um byggingu háhýsa við
Kirkjusand í dag. Forsvarsmenn
fyrirtækisins óskuðu eftir að það
yröi tekið af dagskrá, skv. RÚV.
Tímakaup hækkar
Tímakaup landverkafólks
hækkaði um 6,9% á tímabilinu
frá fyrsta ársfjórðungi 1995 fram
til fyrsta ársfjórðungs 1996, að
sögn Bylgjunnar. Laun af-
greiðslukvenna hækkuðu um
9,5%.
Lax drepst
Hátt í 200 tonn af laxi hafa drep-
ist í eldiskvíum í Seyðisfirði i
sumar vegna þörungamyndunar
í sjónum. Tjónið nemur 20-30
milíjónum króna. Stöð 2 greindi
frá.
113 stöður auglýstar
Stöður 113 heilsugæslulækna
voru auglýstar til umsóknar í
gær. Formaður Félags heilsu-
gæslulækna segir það dapurlegt
því læknamir vilji snúa til baka
aö breyttum forsendum. -GHS