Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Side 4
4 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 jLlV fréttir Uppistand vegna finnskra kvikmyndagerðarmanna: Ofurhugar köfuðu í í Gullfoss og Geysi - eru að búa til heimildarmynd um „ísland undir vatnsyfirborði“ Talsvert uppistand hefur orðið vegna finnsks kvikmyndagerðar- hóps sem kafaði í Geysi í síðustu viku. Hópurinn, sem er á vegum finnska kvikmyndagerðarfélagsins Markoröhr Film Production, er að gera heimildarmynd um ísland í samvinnu við íslensku kvik- myndasamsteypuna og finnska sjónvarpið. Myndin á að heita Underwater Iceland og hefur hóp- urinn kafað m.a. í Gullfoss, Þing- vallavatn og Jökulsá á Breiða- merkursandi auk Geysis og tekið þar myndir undir yfirborði vatns. Náttúruverndarráð gaf Finnun- um leyfi til að fara með kvik- myndatökubúnað ofan í Geysi en ekki mátti senda kafara ofan í hverinn þar sem það er bannað. Eftirlitsmaður Náttúruverndar- ráðs átti að fara með þeim en for- fallaðist og annar óreyndari var sendur með þeim. Hann gerði sér ekki grein fyrir hvað mátti og mátti ekki og leyfði finnska hópn- um að senda kafara ofan í hver- inn. Þegar það fréttist út ætlaði Náttúruverndarráð að stöðva myndatökur hópsins þar sem menn höfðu myndað í óleyfi í hvernum. í vikunni báðu Finnarn- ir Náttúruverndarráð afsökunar á því að hafa gert meira en leyfi þeirra var gefið út fyrir. Að sögn Finnans Ilka Matila, fram- kvæmdastjóra myndarinnar, hafa nú náðst sættir í málinu og þeir eigi ekki lengur í útistöðum við Náttúruverndarráð. Matila vildi ekki tjá sig nánar um verkefnið að svo stöddu og engin svör fengust heldur hjá íslensku kvikmynda- samsteypunni. Frábærar og ómetanlega myndir Heimildarmaður DV, sem þekk- ir vel til mála, sagði kvikmynda- hópinn hafa tekið frabærar mynd- ir sem aldrei hefðu verið teknar áður. Þessar myndir væru ómetan- legar í landkynningu fyrir Island. Kvikmyndahópurinn mun hafa orðið fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni því rándýr og sérhannaður ljóskastari, sem sendur var ofan í Geysi, sprakk í hitanum þar. Ljós- kastarinn var á um 5 metra dýpi þegar hann sprakk en hitinn þar er um 90 gráður. Kafari hópsins fór ofan í hverinn í sérútbúnum kafarabúningi og var undir yfir- borðinu í tæplega tvær mínútur. Þegar hann kom upp úr var hann mjög máttfarinn eftir hinn gríðar- lega hita. Samkvæmt heimildum DV gengu myndatökur hópsins vel á öðrum stöðum. -RR Þaö rigndi eins og hellt væri úr fötu þegar íslendingum gafst kostur á aö skoöa skúturnar tvær sem liggja í ytri höfn- inni.en þær eru í eigu sjóherskólans í Karlskrona. Herforingjaefnin Fredrik Boquist og Fredrik Spets létu þaö þó ekki á sig fá, enda orönir sjóaðir eftir 10 daga siglingu, en viöurkenndu þó aö fyrstu dagarnir heföu veriö mjög erfiöir sök- um sjóveiki og þess sem sjóferöum tilheyrir. DV-mynd GS Skip í eigu sænska herskólans í heimsókn: Vorum mjög sjó- veikir fyrstu dagana - herforingjaefnin Fredrik Boquist og Fredrik Spets „Við komum hingað frá Dan- mörku og líðanin á leiðinni var vægast sagt slæm. Við urðum mjög sjóveikir fyrstu dagana en jöfnuðum okkur smám saman. Við áttum reyndar von á þessu því þetta er okkar fyrsta sigling en vonandi verður heimferðin betri,“ sögðu herforingjaefnin Fredrik Boquist og Fredrik Spets sem komu hingað til lands á skipi sem er í eigu sænska herskólans. Alls komu 90 manns með skip- unum, sem eru tvö, en ætlunin er að dvelja hér fram á sunnudag. Þeir nafnar voru mjög ánægðir með veru sína hér og hefðu gjarn- an kosið að vera lengur en skyld- an kallar, þeir eru báðir herfor- ingjaefni og áframhaldandi nám bíður þeirra er þeir koma heim. „Hvorugur okkar ætlar að vera í sjóhernum, það er ekki fyrir okk- ur, en viö erum báðir í sérsveitum á landi og það hentar mun betur,“ sögðu þeir nafnar sem báðir eru 22 ára og eiga líklega framtíðina fyrir sér innan sænska hersins. Þeir voru staðráðnir í að koma aftur hingað til lands og skoða sig betur um. Annar þeirra kom reyndar í heimsókn fyrir þremur árum og fór þá heim með auman rass eftir mikla hestaferð um land- ið. Ekki hafa gefist mörg tækifæri í þessari ferö til að skoða sig um en þeir sögðust þó aðeins hafa skoðað bæjarlífið. Leist þeim vel á allt nema verðlagið sem þeir sögðu þó ekki aftra sér frá því að koma aftur. -gdt Einar Þór Gunnlaugsson: Gerir fræöslu- mynd um leitarhunda „Þetta kemur fyrst og fremst til af því að starfið með björgunar- hundana er mjög ungt og nú fyrst er nokkuð til af þjálfuðum hundum í landinu,“ segir Einar Þór Gunn- laugsson kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð fræðslu- og kynningarmyndar um leitarhunda. Einar vinnur að gerð myndarinn- ar í samvinnu við nokkra hunda- þjálfara, björgunarsveitarmenn og ríkissjónvarpiö, auk þess sem skoskur hundaþjálfari miðlar af reynslu sinni. „Ég er að þessu fyrst og fremst vegna þess að ég er kvikmyndagerð- armaður og áhugamaður um þessi málefni. Þá þekki ég til á þeim stöð- um þar sem myndin er tekin, á Vestflörðum og í Skagafirði," segir Einar. Einar segir íslensku björgunar- hundasveitirnar hafa öðlast mikla reynslu í snjóflóðunum á síðasta ári og vonir standi til þess að hægt verði að sýna útlendingum mynd- ina, hvort sem það verði á kynning- arfundum hér heima eða erlendis. Þessa dagana eru menn að reyna að ljúka við myndina og klára að fjár- magna hana. Einar sagðist ekki vita Einar Þór Gunnlaugsson kvik- myndageröarmaöur. DV-mynd BG hvenær hægt yrði sýna myndina í Sjónvarpinu en vonaðist til þess að það gæti orðið fyrri part vetrar. -sv Bylting í endurvinnslu málma DV, Akureyri: Fyrirtækið Hringrás ehf. vígði í gær formlega færanlega endur- vinnslustöð á Akureyri en stöðin gerir kleift að fullvinna brotajám til útflutnings á landsbyggðinni í fram- tíðinni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, vígði endurvinnslustöðina. Stöðin er búin afkastamiklum klippum á beltagröfu, brotajárns- pressu, grabba og segul og er af- kastageta stöðvarinnar um 100 tonn á dag. Markmiðið er að starfsmenn hringrásar komi með reglulegu millibili á hvem söfnunarstað brota- járns á landsbyggðinni til að vinna brotajámið og minnka þannig um- mál efnisins margfald sem auðveld- ar allt birgðahald. Einnig að skipa efninu út frá hveijum stað og skapa með því vinnu og hafnargjöld á við- komandi stað. Hringrás er um hálfrar aldar gaffl- alt endurvinnslufyrirtæki, stofnað af Einari Ásmundssyni í Sindra. Hringrás var hluti af Sindra og síð- an Sindra-Stáli fram til ársins 1989 þegar Ásgeir Einarsson og fjölskylda tók alfarið við fyrirtækinu og það var aðskilið rekstri Sindra-Stáls. Fyrirtækið var brautryðjandi í að safna saman málmum og flytja þá út en áður hafði viðgengist að urða málma. Hringrás hefur til þessa flutt út um 350 þúsund tonn af brotajárni-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.