Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Page 7
LAUGARDAGUR 17. AGUST 1996
fréttir
Umhverfisstjóri Akureyrarbæjar um Kolbeinseyjarmálið í Berlingske Tidende:
Danski formaðurinn
Árnes í Þorlákshöfn:
milljónir
DV, Akranesi:
Nú í vikunni voru opnuð tilboð í
lóð Grundarskóla á Akranesi og var
kostnaðaráætlun við verkið
4.043.270 krónur. Tvö tilboð bárust.
Annað frá Þorgeiri og Helga hf. upp
á 5.190.492 krónur og hitt upp á
4.613.920 krónur frá Þrótti ehf. Bæj-
arráð ákvað að taka tilboði Þróttar
sem er 15% yfir kostnaðaráætlun.
Þá hefur bæjarráð samþykkt að
selja 200 hluti í Seafood Corporation
til íslenskra sjávarafurða upp á 1,6
milljón króna. Að sögn Jón Pálma
Pálssonar bæjarritara eru þessir
hlutir gömul arfleið sem Akranes-
bær átti í fyrirtækinu þegar bærinn
var með bæjarútgerð. -DVÓ
4 Afkoman
versnaði
um 20
áætlun
§> Aksturseiginleikar
S) Rekstrarkostnaöur
Öryggisbúnaður
talar eins og fáviti
Borgartúni 26, Reykjavík
Bíldshöfða 14, Reykjavík
Skeifunni 5, Reykjavík
Bæjarhrauni 6, Hafnarfiröi
Afkoma útgerðarfyrirtækisins
Árness i Þorlákshöfn og dótturfé-
lags þess í Hollandi fyrstu sex mán-
uði ársins versnaði um 20 milljónir
króna miðað við sama tíma i fyrra.
Hagnaður á þessu ári nam 16 millj-
ónum en var 36 milljónir á fyrri
hluta árs 1995. Heildartekjur sam-
stæðunnar voru 934 milljónir og
hagnaður án afskrifta og fjármagns-
gjalda nam 109 milljónum.
Skýring á versnandi afkomu er
einkum minni veiði báta og óhag-
stætt gengi gjaldmiðla í Evrópu og
Japan gagnvart íslensku krónunni.
-bjb
AuOEN r 5 dyra, 84 hestotl með beinm innspýtingu, vokvastyri, vonduðum hljómflutmngstækjum, samlitum stuðurum og lituðu gleri. Aukabúnaður á mynd, álfelgur og vindskeið.
Gerðu kröfur
Hyundai uppfyllir þær!
Þótt gerðar séu mismunandi kröfur
til bíla eru líklega allir á sama máli
um að nokkur atriði vegi þyngst.
0 Útlit
*§> Búnaður
ELANTRA 1800 sm3, 128 hestöfl.
Akranes:
Tilboðin
yfir
kostnaðar-
s@) Endursöluverð
SONATA 2000 sm3, 140 hestöfl.
Hyundai stenst vel samanburð við aðra bíla hvað varðar
öll þessi atriði og þá er bara eitt eftir, verðið sem er
aðalatriðið þegar allt annað stenst samanburð
oq nú býÖót Hyunbcú á. átórUekkaöa verðí
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum on umboðsmönnum um allt land
HYURDRI
til framtíðar
DV, Akureyri:
„Svo ég noti sama tungumál og
sjómenn á Jótlandi gera þá talar for-
maður danska sjómannasambands-
ins eins og fáviti, án þess að hafa
sett sig inn í þau vandamál sem við
er að eiga í Norður-Atlantshafi um-
hverfis ísland," segir Árni Steinar
Jóhannsson, umhverfisstjóri á Ak-
ureyri, í grein sem birtist í danska
blaðinu Berlingske Tidende í fyrra-
t daP-
í greininni rekur Ámi aðdrag-
anda fiskveiðideilunnar sem upp er
komin við Dani vegna „gráa svæðis-
ins“ svokallaða á mótum græn-
lensku og íslensku fiskveiðilögsagn-
anna vegna Kolbeinseyjar sem við-
miðunarpunkts. Ámi fer vítt og
breitt yfir máliö og skýrir málstað
íslands og er óhætt að segja að grein
hans sé gott innlegg í umræðuna og
athyglisvert efni fyrir danska blaða-
lesendur.
„Berlingske Tidende hefur fjallað
um þetta mál mjög einhliða undan-
famar vikur og hlutimir hafa ekki
verið settir í sögulegt samhengi.
Þaö sem stendur þarna upp úr er að
Ðanir gera samning við Grænlend-
inga um að þeirra bátar fái að taka
þann kvóta sem grænlenskir bátar
máttu veiða og það er helber dóna-
skapur í samskiptum þjóðanna að
ræða þessi mál ekki við okkur.
Það að viðurkenna Kolbeinsey
hlýtur að þýða að til álita komi á Al-
þingi í haust að skoða þann mögu-
leika að við færum út lögsögu okk-
ar í 200 mílur að Austur-Grænlandi
vegna þess að þetta er óbyggt land,“
segir Árni.
Hann segir íslenska stjómmála-
menn ekki hafa staðið sig sem
skyldi í þessu máli. „Mér finnst það
ábyrgðarhluti að menn sem hafa
skyldur gagnvart norrænu sam-
starfi, og utanríkis- og sjávarútvegs-
ráðuneyti, skuli ekki hafa lagt sig í
framkróka með að svara þeim
áróðri sem uppi hefur verið hafður
gagnvart okkur í þessu máli, og sjá
til þess að sjónarmið okkar komist á
framfæri a.m.k. á Norðurlöndum.“
-gk
ÁRMÚLA13, SIMI: 568 1200
BEINNSlMI: 553 1236
Danske fiskene forgridige
Mynd sem fylgdi grein Árna Steinars Jóhannssonar í hinu víðlesna danska
dagblaði, Berlingske Tidende.
...... .