Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 Dagur í lífi Stefáns Jóns Hafsteins, ritstjóra Dags-Tímans: Verðum með bjart og nútímalegt blað Vinnudegi lauk á miðnætti á mánudag með löngum símtölum og nýr dagur hófst með áttafréttum útvarps. Þetta var dagur- inn sem DV hafði beðið mig að gera skýrslu um. Það rifjaðist upp fyrir mér að ekki var liðið ár frá því ég hafði sinnt sama erindi, þá vegna undirbúnings að nýjum sjónvarpsþætti sem átti senn að fara í loftið. Nú var ég að undirbúa nýtt dagblað. Ég gaf kettinum Kára athygli og fisk, lék við hann meðan kaffiö mallaði og gerði tilraun til að lesa Moggann og Tím- ann. Kári var skemmtilegri. Fundahöld hófust klukkan 10 á Frjálsri fjölmiðlun, við vorum að undirbúa rabbfundaherferð um landið til að kynna nýja blaðið og heyra raddir væntanlegra lesenda. Húsavík í kvöld, svo Sauðárkrók- ur, svo Borgarnes, svo . . . Við ákváðum útgáfudag, færðum hann aftur um nokkra daga miðað við fyrri áform tii að koma að þessum fundum. Þeir eru mikilvægir til að nýr fjölmiðill hafi jarðsamband þegar í fæðingu. 29. ágúst verður dagurinn. Sláttuválin hlýddi ekki Næstu skref þennan dag voru fá, beint yfir til Birgis Guðmundssonar, þess gamla fréttahauks á Tímanum, sem nú verður aðstoðarritstjóri minn fyrir norðan. Farið yfir stórt og smátt og lögð drög að vinnu næstu daga. Næst voru það blaðamennim- ir Lóa og Bjössi sem fengu sérverkefni, Oddur veitti mér góðfúslega smástimd til að ræða við mig áhugamál okkar beggja: endurvakningu íslendingaþátta Tímans. Stefán Jón Hafstein, ritstjóri sameinaðs Tímans-Dags, er búinn að selja frá sér líf sitt og yndi, það er veiðiskapinn, fyrir hugmyndina að nýju morgunblaði. Hann varð að sinna fundahöldum og und- irbúa nýja blaðiö meöan félagarnir sinntu veiðiskap. DV-mynd Pjetur Með þau mál í gerjun skaust ég heim enda búinn aö lofa öllum í húsinu að slá blett- inn áður en ég hyrfi norður á fundina. Hugmynd að forsíðu Kári varð glaður yfir því að við skyldum fara út í garð og elti býflugur meðan ég reyndi að koma vélinni í gang. Gleði katt- arins varð skammvinn því sláttuvélin neitaði að hlýða og fundir biðu mín niðri á Tíma. Eftir brauðsneið með reyktum sil- ungi og hraðferð yfir blöðin varð Kára komið í stássstofuna og ég á leið niður á Tima með farsímann á tvöfóldu álagi. Mannamál, efnishugmyndir, dreifing, prentun, fleiri fundir ... Jakob hönnuður leit inn með hugmynd að forsíðu. Hún fékk 10 í einkunn. Við verðum með bjart, fallegt og nútimalegt blað. Simtöl og læti. .. ég var kominn á leið heim til að skipta um fót og ná vélinni. Enn var Kári til í tuskið en nú var konan komin heim líka til að fara með hann í sprautu; Kolbeinn á neðri hæðinni vildi fá köttinn lánaðan til að klappa honum. Þar var líka kominn gamall veiðifélagi, Len frá Ameríku, þeir Kolbeinn á leið í Grenlæk, Hlíðarvatn og Grímsá og það var þá sem ég fann það að ég er búinn að selja frá mér líf mitt og yndi fyrir hugmyndina að nýju morgun- blaði. Ég kvaddi veiðifélaga, konu og kött, hélt til Akureyrar og þaðan til Húsavíkur, hélt borgarafund með skorinorðum heima- mönnum, var kominn aftur tii Akureyrar eftir miðnætti og sofnaður til að vakna snemma . . . fjarri veiðistönginni minni góðu. Finnur þú fimm breytingar? 372 Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð og sjötugustu getraun reyndust vera: l.Hlíf Andrésdóttir Hlégerði 12 300 Kópavogur 2. Pálmar Kristinsson Sólheimum 14 104 Reykjavík Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: SHARP vasadiskó með útvarpi, að verðmæti kr. 7.100, frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Anftars vegai' James Bond-bókin Gullauga eða Goldeneye eftir John Gardner og hins vegar bók Luzanne North, Fín og rík og liðin lík. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 372 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.