Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Page 32
40
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 13 ~\T
fólk_______________________________________________________________________
íslensk kona fer til rannsóknarstarfa í Bosníu:
Fyrir 15 árum var Eva Elvira
Klonowski i skíðaferö í Sviss ásamt
fjölskyldu sinni. Á meðan hún
skemmti sér á skíðum voru herlög
sett á í heimalandi hennar, Pól-
landi, og þar upphófst mikill ófrið-
ur. Hún gat ekki hugsað sér að fara
til baka þar sem kommúnisminn
var allsráðandi og ári síðar endaði
þessi pólska fjölskylda hér á íslandi
og er nú orðin íslensk. Eva starfar á
Rannsóknarstofnun Háskólans og
kann vel við að vera íslendingur.
„í rauninni er ég enn í skíöaferð-
inni og líkar bara vel,“ segir Eva.
Hún er nú samt ekki alltaf á skíð-
um. Öðru nær. Eva er doktor í rétt-
armannfræði og afrekaði það meira
að segja að vera yngsti doktor Pól-
lands, aðeins 25 ára gömul. Síðan þá
hefur hún sótt námskeið og starfs-
reynslu til Bandaríkjanna og í fyrra
vann hún við greiningu beina sem
fundist höfðu i Skriðdal.
i
Leysti
hrottaiegt morðmál
Eva var sem oftar að vinna við
rannsóknarstörf í Bandaríkjunum á
síðasta ári og lenti hún þá i æsilegu
morðmáli og átti stóran þátt í að
leysa það.
„Það var þannig að 9 ára drengur
hvarf á leiðinni heim úr skólanum í
Miami. Gerð var gríðarleg leit og
fjölmiðlar blésu málið upp en allt án
árangurs. Svo kom að því að konu
eina á búgarði í Miami var farið að
gruna einn vinnumanna sinna um
að stela skartgripum frá sér. Hún
ákvað að fara inn í herbergið hans
og komast til botns í málinu. í
stað þess að finna skartgrip-
ina fann hún hins vegar
skólatösku sem á var
skrifað nafn piltsins
sem hvarf. Hún kallaði
í lögregluna sem
handtók vinnumann-
inn umsvifalaust en
hann laug upp hverri
sögunni á fætur
annarri. Að lokum
sagðist hann hafa
óvart keyrt á piltinn og
þannig hefði hann
dáið. Vinnumaðurinn
sagðist hafa orðið
hræddur og ekki vitað
hvað hann átti að gera.
Þá sagðist hann hafa
tekiö upp á því að
henda líkinu út i vatn.
Lögreglan hóf þá víð-
tæka leit í öllum ná-
lægum vötnum og
skurðum en allt kom
fyrir ekki. Það var
ekki fyrr en einn
lögreglumannanna
veitti þremur risa-
stórum tunnum á
búgarðinum at-
hygli sem hjólin
fóru að snúast fyr-
ir alvöru. Við nán-
ari athugun kom í
ljós að það var
búið að steypa upp
í tunnumar. Þegar
steypan var svo at-
huguð nánar kom i »Ég er hræddust
ljós að lík piltsins
var þar ofan í.“
Þá kom Eva til sögunnar í þessu
máli af því að nú þurfti að ganga úr
skugga um dánarorsök piltsins.
Hafði hann verið drepinn eða ekki?
Var vinnumaðurinn morðingi eða
ekki?
Nauðgað,
skotinn og stunginn
„Við gátum greint það á beinun-
um hvemig hann dó. Það var ljóst
að byssukúla hafði farið í gegnum
hann og banað honum. Svo kom í
ljós að eftir að hann dó hafði hann
verið stunginn ótal sinnum með
risastórum bambushnif. Þá var sag-
an komin á hreint. Vinnumaðurinn
hafði sem sagt rænt piltinum og ját-
aði að hafa svo nauðgað honum
líka. Þegar pilturinn hljóp svo af
stað heim varð vinnumaðurinn
hræddur um að hann myndi kjafta
frá svo hann skaut hann
á flóttanum. Svo
stakk hann líkið
margoft, bútaði
það niður og
setti í tunn-
umar
hann
fyllti
steypu,
ir Elvira með
hryllingi.
En hvemig
stóð á því að
hún var fengin
til aö rannsaka
málið?
„Mér hafði hlotnast sá heiður að
fá Fulbright-styrkinn og var því að
vinna við rannsóknir í FAU-háskóla
í Flórída. Það var bara tilviljun að
ég var þama einmitt á þessum tíma
og þar af leiðandi fengin til verksins
ásamt tveimur kunningjum mínum.
Það er mjög ánægjulegt að hafa
fengið tækifæri til að hjálpa lögregl-
unni að fá réttlætinu fullnægt."
í fjöldagrafir í Bosníu
Það hefði sjálfsagt fáa gmnað að
mannfræðistarfið gæti verið mjög
spennandi. Auðvelt er að ímynda
sér mannfræðing vera að fást við
beinahrúgur inni á rannsóknar-
stofu þar sem ekkert spennandi ger-
ist. Því er í raunveruleikanum alls
ekki þannig farið og nú er hún Eva
meira að segja að fara til Bosníu i
þeim tilgangi að grafa upp lík í
fjöldagröfum. Af hverju skyldi hún
nú vera að leggja upp í svo langa og
hættulega ferð?
„Það er góð spuming,“
segir hún og hlær. „Ég
er í alþjóðlegum sam-
tökum og nafh mitt
er á ákveðnum lista
yfir mannfræð-
inga. Það er ör-
ugglega bara til-
viljun að nafn
mitt skyldi hafa
verið valið af list-
anum. Reyndar
em fáir mann-
fræðingar í Evr-
ópu með
menntun á
við mína
en í
Banda-
ríkj-
Eva við rannsóknarstörf í Bandarikjunum ásamt Mehmet Yasar Iscan pró-
fessor.
viö aö fá brjósklos í fjöldagröfunum," segir Eva Elvira Klonowski.
unum er nóg af þeim. Ég er alla
vega að fara út og er full tilhlökkun-
ar.“
Lífshættuleg rannsókn
Eva fer út á vegum Alþjóðadóm-
stólsins i Haag. Ástæðan fyrir rann-
sókninni sem hún mun taka þátt í
er að sanna að mennimir í fjölda-
gröfunum hafi verið myrtir. Serbar
em sterklega gmnaðir um að hafa
staðið fyrir fjöldamorðum þar en
þeir vilja ekki viðurkenna það og
nú er það Evu og fleiri mann-
fræðinga að skera úr um mál-
ið. Talið er að um 15 þúsund
manns séu grafhir í fjölda-
gröfunum. Það verður því
nóg að gera hjá rannsóknar-
fólkinu.
„Það er ekkert mál að
sjá það á beinunum
hvort um karl eða konu
hafi verið að ræða. Eins
er hægt að sjá hæð fórnar-
lambsins og aldur. Við
ætlum auk þessara atriða
að reyna að bera kennsl
á líkin. Ef einhver hefur
átt við einkennandi
sjúkdóm eða beinbrot
að stríða er hugsan-
lega hægt að bera
kennsl á viðkomandi.
Líklega era þetta mest-
megnis karlmenn og það
era því tugir þúsunda
kvenna sem vona að þær fái ein-
hverjar upplýsingar um sína menn.
Við fáum vemd frá herjum Sam-
einuðu þjóðanna af þvi að í raun
gætum við verið í lifshættu. Það er
mikill fjöldi fólks á þessu svæði sem
vill alls ekki að sannleikurinn verði
leiddur í Ijós og þeim hinum sömu
er þar af leiðandi alls ekki vel við
vera okkar þama,“ segir Eva og er
hvergi bangin.
En kviðir Eva ekkert fyrir þessu
ævintýri?
„Ég er ekki hrædd við að verða
drepin eða að sjá einhvem óhugnað.
Þetta er starfið mitt og mér finnst
þetta spennandi. Auk þess er sjálf-
sagt ekkert verra að enda lífið með
því að vera skotin í fjöldagröf held-
ur en að deyja í rúminu. Það eina
sem ég er hrædd við er að fá
brjósklos, ég er nefnilega frekar
slæm í bakinu, og þá fyrst gæti
komið babb í bátinn. Það væri alltof
svekkjandi að þurfa að hætta rann-
sókninni," segir hin galvaska Eva
Elvira.
Fimmtugsafmæli
í fjöldagröf?
Eiginmaður Evu heitir Irek
Adam Klonowski og er matvæla-
verkfræðingur hjá Iðntæknistofn-
un. Þau eiga tvær dætur, Alexöndra
og Moniku, en þær eru 17 og 13 ára.
Hvemig fjölskyldu Evu líður gagn-
vart fýrirhugaðri ferð hennar er
auðvelt að ímynda sér. Hvað sem
þvi líður heldur Eva af stað þann 24.
ágúst til fjöldagrafa í Bosníu þar
sem hún verður næstu mánuðina.
Eva verður 50 ára í nóvember og
kannski á það fyrir henni að liggja
að halda upp á afmælið sitt í fjölda-
gröf í Bosníu.
-ilk