Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Síða 45
■ m
T~TV LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 mennmg
myndasögur
Þau eru ung og áræðin í leik-
hópnum Ljóshærðu kennslukon-
unni. Nokkuð sviðsvön enda sum
þeirra nánast alin upp i leikhúsinu.
Og þó að þau eigi mikið ólært leyn-
ir sér ekki að þetta er hæfileikafólk,
sem vinnur að verkefninu af fullri
alvöru.
Aldurinn veitir þeim ákveðið
frelsi frá hefðum og þar með ferska
sýn á verk sem á sínum tima þótti
alveg fádæma nýstárlegt, en er auð-
vitað fyrir löngu orðið „klassískt“
framúrstefnuverk.
Eugéne Ionesco fór ekki troðnar
slóðir í verkum sínum og á sjötta
áratugnum var hann einn helsti
merkisberi leikhúss fáránleikans.
Sköllótta söngkonan er meðal
þekktustu verka hans og lýsir smá-
borgaralegri tilveru fólks, sem fyrir
löngu hefur týnt leiðinni til venju-
legra tjáskipta. Textinn er að hluta
samansettur af frösum og setning-
um, sem við fyrstu sýn virðast alveg
út í hött. En í orðaflaumnum leynist
fleira en við blasir og verkið er
vandlega upp byggt. Á köflum er
það líka meinfyndið, þó að ekki sé
mikið um hávær hlátrasköll á sýn-
ingunni.
Melkorka Tekla Ólafsdóttir stýrir
leikhópnum og hefur leyst margt
hugvitsamlega við frumstæð skil-
yrði upp undir risi í gamla Álafoss-
húsinu við Vesturgötu. Leikendur
eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir,
Ólafur Egill Egilsson, Unnur Ösp
Stefánsdóttir, Flóki Guðmundsson,
Tapaö fundiö
Gullúr tapaðist á Laugaveginum við
Stjörnubíó 9. júlí sl. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 557-2401.
Fundarlaun.
íþróttafélag
heyrnarlausra
Upplýsingar um vinningsnúmer í
Sumarhappdrætti Iþróttafélags
heymarlausra. Dregið var 12. ágúst
1996.
I. -2. vinningur. Utanlandsferð með
Samvinnuferðum-Landsýn, hver
vinningur að verðmæti kr. 100.000,-
2395, 6652
3.-5. vinningur. Utanlandsferð með
Samvinnuferðum-Landsýn, hver
vinningur að verðmæti kr. 50.000,-
1550, 3566, 5990.
6.-10. vinningur. Tölva frá Tækniv-
ali, hver vinningur að verðmæti kr.
100.000,-
99, 702, 2396, 2860, 6638.
II. -15. vinningur. Vöraúttekt hjá
Smith & Norland, hver vinningur
Bima Ósk Einarsdóttir og Páll Sig-
þór Pálsson.
Sýningin rennur vel og persón-
umar eru lunkulega mótaðar með
sínu tilgerðarlega fasi. Það er gam-
an að fylgjast með því hvernig leik-
endumir vinna hver fyrir sig í sínu
hlutverki, og textinn, sem Karl Guð-
Leikhús
Auður Eydal
mundsson þýddi, kemst vel til skila.
Fyndnin er dregin fram með hátíð-
legri og upphafinni framsögn, sem
verður ennþá skoplegri þegar um-
ræðan snýst um eitthvað alveg frá-
leitt efni.
í heild er þetta góð og metnaðar-
full æfing þessa unga og upprenn-
andi leikhúsfólks. Viðfangsefnið
gerir miklar kröfur til leikendanna
sem einstaklinga og ekki síður til
samvinnu og samstillingar þeirra
allra og leikstjórans. Það er alveg
óhætt að vænta meira frá þessum
hópi í framtíðinni.
Leikhópurinn Ljóshær&a kennslukonan
sýndi i Betri stofunni, Vesturgötu 2:
Sköllóttu söngkonuna
eftir Eugéne lonesco í þýöingu Karls Guö-
mundssonar
Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Föröun: Elín J. Ólafsdóttir
Lýsing: Siguröur Kaiser
Leikmynd og búningar: Hópurinn
tilkynningar
að verðmæti kr. 30.000,-
1939, 1940, 2205, 2249, 4595.
16.-20. vinningur. Vöruúttekt hjá
Smith & Norland, hver vinningur
að verðmæti kr. 20.000,-
256, 1061, 3890, 3918, 4932.
21.-30. vinningur. Vöruúttekt hjá
Smith & Norland, hver vinningur
að verðmæti kr. 10.000,-
103, 253, 425, 573, 945, 1016, 1272,
2460, 3182, 4857.
Hægt er að vitja vinnings á Lauga-
vegi 26 (4. hæð), 101 Reykjavík.
Vinninga ber að vitja innan árs frá
drætti. Upplag miða 7.000 stk. Þökk-
um stuðninginn. Athugið að skrif-.
stofa ÍFH er lokuð fram til 26. ágúst
næstkomandi vegna sumarleyfa.
Harmslag á Ara í Ögri
Laugardaginn 17. ágúst mun dúett-
inn Harmslag leika gömul íslensk
dægurlög með suður-amerískum
hætti. Þau hefla leikinn á Ara í Ögri
kl. 24 og honum lýkur kl. 03.
53
Flækjufótur Mummi Siggi Lísa og Láki Andrés Önd Gissur gullrass Hvutti Hrollur Tarzan