Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Síða 49
I~>V LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 01717 57 Gunnar Idenstam er ein skærasta orgelstjarna Svía um þessar mundir. Sumarkvöld við orgelið Gunnnar Idenstam, ein skærasta stjarna meðal ungra orgelleikara Svía, leikur annað kvöld í Hallgrímskirkju í tón- leikaröðinni Sumarkvöld við org- elið 1996. Á efnisskrá hans eru þrjár fúgur úr Fúgulist Bach, org- elsvíta eftir franska tónskáldið Dupré en síðari hluta tónleikanna helgar Gunnar tónlist sem hann hefur sjálfur samið og óhætt er að segja að hann fari ótroðnar slóðir. Hann reynir að samræma nor- ræna þjóðlagahefð, klassíska upp- byggingu orgelverka og dægur- tónlist. Fyrst leikur hann eigin út- setningu á norrænum þjóðlögum og svo flóra kafla úr verkinu Dómkirkjutónlist. Gunnar Idenstam hefur hlotið mörg verðlaun, meðal annars fyrstu verðlaun í spunaleik í hinni virtu Grand Prix orgel- keppni í Chartres í Frakklandi. Hann hefur haldið tónleika um allan heim og gefið út tíu geisla- plötur sem hafa fengið góða dóma. Tónleikar Víóla og píanó í Deiglunni Svava Bernharðsdóttir viólu- leikari og Kristinn Öm Kristins- son píanóleikari halda tónleika í Deiglunni á Akureyri á morgun kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Ramovs, Hindemith og Brahms. Einnig verða tónleikar þverflautunema í Deiglunni á morgun kl. 13.00. Danskir dagar í Stykkishólmi Hin árlega hátíð, Danskir dag- ar, hófst í Stykkishólmi í gær Þessi hátíð er mikill viðburður í mannlífi á Snæfellsnesi, enda boð- ið upp á mikla og skemmtilega dagskrá. í dag verður meðal ann- ars boðið upp á listsýningar, gönguferðir og skemmtanir í kvöld. Á m'orgun mun meðal ann- ars Leikfélagiö Grímnir fmm- flytja leikþátt eftir Ingibjörgu Björnsdóttur. Hátíðin endar síðan á tónleikum í kirkjunni þar sem Eydís Franzdóttir og Brynhildur Ásgeirsdóttir flytja ljúfa tónlist fyrir óbó og píanó. Mjallhvít og dvergamir sjö Furðuleikhúsið verður með leiksjmingu í Ævintýra-Kringl- unni i dag kl. 14.30. Sýnt verður leikritið um Mjallhvíti og dverg- ana sjö. Margrét Pétursdóttir og Ólöf Sverrisdóttir leika öll hlut- verkin. Samkomur Zalka í Víðíhlíð Hljómsveitin Zalka spilar í kvöld í félagsheimilinu Víðihlíð í V- Húnavatnssýslu. Sól Dögg á Gauknum Hljómsveitin Sól Dögg leikur á Gauki á Stöng í kvöld. Annað kvöld leikur Olsen gengið með James Olsen i fararbroddi. Verkleg sjóvinna Nú fer hver að verða síðastur að sjá verklega sjóvinnu í Sjó- minjasafninu í Hafnarfirði. Kl. 13-17 á morgun sýnir gamall sjó- maður netabætingu. Verkleg sjó- vinna verður í síðasta skipti á þessu sumri sunnudaginn 28. ágúst. Hœgviðri á landinu Skammt suður af Vatnajökli er víðáttumikil 990 millibara lægð sem er að grynnast. í dag verður hæg vestanátt á land- inu og víða ágætis veður. Sólin skín Veðrið í dag mismikið á landsmenn. Á suðaust- urhominu ætti að sjást til sólar all- an daginn og þar verður einnig hlýj- ast, allt að fjórtán stigum. Á norð- austurhominu verður aftur á móti alveg skýjað og óvíst að sólin sjáist þar og hitinn nær varla tíu gráðum. Á höfuðborgarsvæðinu verður hið ágætasta veður, sólin ætti að verma einhvem hluta dagsins, en hitinn gæti orðið allt að tólf stigum yfir hádaginn. Sólarlag í Reykjavík: 21.36 Sólarupprás á morgun: 5.28 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.16 Árdegisflóð á morgim: 8.35 Veörid kl. 12 á hádegi: Akureyri Akurnes Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madrid Mallorca París Róm Valencia New York Nuuk Vín Washington Winnipeg skýjaö 11 hálfskýjaö 13 alskýjaö 7 alskýjaö 6 rigning 12 skýjaö 10 léttskýjað 15 þokumóöa 10 skýjað 10 léttskýjað 10 léttskýjaö 24 léttskýjaö 22 skýjaö 25 léttskýjað 23 skýjaö 13 alskýjaö 18 léttskýjaó 28 heiöskírt 17 léttskýjaö 23 skýjaö 17 léttskýjaö 24 léttskýjaö 24 hálfskýjaö 23 skýjaö 22 léttskýjaö 28 skýjaö 32 léttskýjaö 25 léttskýjaö 28 skýjaö 27 alskýjaö 21 rigning 7 skýjaó 22 hálfskýjaö 21 léttskýjaö 15 Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum: Skernmtanir gegnum árin og suðræn sveifia verður sem fyrr í hávegum höfð. Meðal laga sem munu hljóma á Hótel Valaskjálf um lielgina er Kaffi til Brasilíu, sem út kom á dögunum á safnplötunni Salsa- veisla aldarinnar, og hefur það lag heyrst mikið í útvarpi að undan- förnu. Sveitin stígur á svið um miðnæturbil og síðan getur allt gerst... Stephan Hilmarz og Milljónamæringarnir skemmta Austfirðingum f kvöld. og Stephan Millarnir Milljónamæringamir og Steph- an Hilmarz hafa nú náð sér eftir spariballið á Hótel Sögu um síð- ustu helgi þar sem heitt var í kol- unum og em nú á leiðinni austur á land þar sem þeir blása á ný til sóknar og er förinni heitið til Eg- ilsstaða þar sem slegið verður upp dansleik á Hótel Valaskjálf. Þetta verður eini dansleikur Milljónamæringanna á Austur- landi á þessu sumri og munu aust- anmenn fá aö heyra rjómann af tónlist Milljónamæringanna í Lagt verður upp í þjóðleiðargöng- una frá Austurvelli. Þjóðleiðin frá Austur- velli að Árbæ gengin í tilefni af 210 ára afmæli j Reykjavíkurborgar verður gamla þjóðleiðin frá Austurvelli að Árbæ gengin í fylgd Einars Egils- sonar. Lagt verður af stað kl. 11.00 á sunnudag frá Austurvelli. Gert er ráð fyrir að gangan taki * um þrjár klukkustundir. Gönguferð um Oddeyrina > Á Akureyri verður á morgun boðið upp á gönguferð um Odd- i eyrina með leiðsögn. Lagt verður af stað frá Gránufélagshúsinu við Strandgötu klukkan 14.00 og gengiö um elsta hluta Eyrarinn- ar. Þátttaka er fólki að kostnaðar- lausu. Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður farin í dag. Lagt verður af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10.00. Þingvallaferð Á vegmn Hafnarfjarðarkirkju verður farið á morgun til Þing- valla. Þegar þangað er komið verður gengið niöur Almannagjá sem leið liggur á Lögberg. Frá þingstæðinu verður haldið til Þingvallakirkju þar sem verður guösþjónusta. Lagt verður af stað frá Hafnarfjarðarkirkju kl. 15.00. Útivera Gönguferð í Viðey í dag verður að venju göngu- (ferð i Viðey kl. 14.15. Farið verö- ur á slóðir Jóns Arasonar og síð- an út að „ástarsteininum“ á vest- ureynni. Þá er fólk hvatt til að koma út i Viðey og tína kúmen fyrir veturinn en nú eru síðustu forvöð að tína það. t Fjölskylduhátíð í Reykjanesbæ í dag og á morgun verður fjöl- skylduhátíð íþróttabandalags Reykjanesbæjar þar sem aðalat- riðið er þátttaka almennings. Á laugardag er meðal annars : gönguferð frá Stekkjarkoti um ; Stapa á Grimshóli og veiðikeppni í Seltjörn. Á sunnudag verður far- ; ið í hjólreiðaferð um Garðskaga og götukörfuboltakeppni fer fram ; við Myllubakkaskóla. Gönguferð í Grundarfirði Það er ekki bara Reykjavík sem á aftnæli um helgina. Grund- arfjöröur á 210 ára kauþstaðar- réttindaafmæli en að vísu missti hann réttindin síðar. Til að minn- ast þessa verður farið í gönguferð kl. 13.00 á morgun. Lagt veröur af : stað frá skrifstofu Eyrarsveitar og gengiö sem leið liggur inn á s Grundarkamb. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 172 16.08.1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgenqi Dollar 66,230 66,570 67,990 Pund 102,610 103,130 102,760 Kan. dollar 48,180 48,480 49,490 Dönsk kr. 11,5050 11,5660 11,3860 Norsk kr 10,3090 10,3660 10,2800 Sænsk kr. 9,9850 10,0400 9,9710 Fi. mark 14,8170 14,9050 14,2690 Fra. franki 13,0100 13,0850 13,0010 Belg. franki 2,1578 2,1708 2,1398 Sviss. franki 54,8600 55,1600 53,5000 Holl. gyllini 39,6400 39,8800 39,3100 Þýskt mark 44,5000 44,7300 43,9600 ít líra 0,04363 0,04391 0,04368 Aust. sch. 6,3220 6,3610 6.2510 Port. escudo 0,4335 0,4361 0,4287 Spá. peseti 0,5261 0,5293 0,5283 Jap. yen 0,61480 0,61850 0,62670 írskt pund 106,240 106,900 105,990 SDR 96,30000 96,88000 97,60000 ECU 83,7800 84,2800 83,21000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.