Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.1996, Side 52
LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 113"^"
„ &ikmyndir
LAUGARÁS
UP CLOSE & PERSONAL MULHOLLAND FALLS
l'WT
Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. B.i. 16
ára.
Sýnd kl. 3, 6, 9 og 12.
B.i. 12 ára.
ATH.:
Kngir boösmlðjir gibla.
SjJiiniiugunni uni
hviii i viö séum ein í
ntheimiimni hefur
verift sviunö.
NORNAKLÍKAN
Sýnd kl. 9,11 og 12.45.
B.i. 16 ára.
ALGER PLÁGA
Sýnd kl. 5. B.i. 12 ára.
VONIR OG VÆNTINGAR
Sýnd kl. 2.45.
MRS WINTERBOURNE
Sýnd kl. 7.
Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9, 11 og 1.
B.i. 12 ára.
ATH:
liugir boösniiöar gilda.
THE TRUTH ABOUT
CATS AND DOGS
APASPIL
Sýnd kl. 1, 3, og 5.
í BÓLAKAFI
Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11.
Sýnd 7, 9,11 og 1.
u
I
Fargo ickick
Frábær mynd frá Coen- bræðrum þar sem þeir gera
sögu byggða á sönnum atburðum að listrænu skáld-
verki með dökkum húmor. Leikur mjög góður með
Frances McDormant fremsta meðal jafningja. -HK
Bréfberinn ickick
Mynd sem þrungin er miklum mannlegum tilfinn-
ingum, áhugaverðum persónum, hárfinum húmor og
frábærum leik er hvalreki á fjörur kvikmyndaáhuga-
manna og slík mynd er II Postino. -HK
Kletturinn kkk
Rússíbanaferð frá upphafi til enda. Leikstjórinn
Michael Bay sýnir snilldartakta og er með nokkurs
konar sýnikennslu í því hvemig á að gera góða
spennumynd úr þunnri sögu. Sean Connery og
Nicholas Cage standa sig vel. -HK
Trufluð tilvera kkk
Nöturleg og áhrifamikil mynd um líf nokkurra
sprautufíkla í Edinborg, ástir og ævintýri þar sem
leikarar og leikstjóri fara á kostum. -GB
Toy Story ★★★
Vel heppnuð tölvuteiknimynd frá Disney sem segir
einstaklega skemmtilega og „mannlega“ sögu af lífinu
í leikfangalandi. Aðaltöffaramir, Bósi og Viddi, ná
sterkum tökum á áhorfendum. íslensku leikaramir
komast vel frá sinu. -HK
Sérsveitin kki
Skemmtileg og spennandi mynd með snjallri úr-
vinnslu í átakaatriðum. Tom Cruise hefur ekki verið
betri í spennumyndum og Brian de Palma er í fínu
formi og hefur ekki sýnt slíkan styrk við stjórnvölinn
frá þvi hann gerði The Untouchables. Of áberandi
hversu sagan er götótt. -HK
Persónur í nærmynd ★★<
Vel gerð og dramatísk kvikmynd um tvær mann-
eskjur á fréttadeild sjónvarps. Michelle Pfeiffer og Ro-
bert Redford eins og sköpuð fyrir hlutverkin en
minna af tilfinningum og meira af fréttamennsku
hefði ekki skaðað. Einnig sýnd í Regnboganum. -HK
Fuglabúrið kki
Robin Williams gefur Nathan Lane eftir sviðið en
Lane er óborganlegur í hlutverki „eiginkonunnar" í
flörugum farsa frá Mike Nichols. Gene Hackman og
Hank Azara eiga einnig góðar stundir. -HK
Mullholand Falls kki
Sérlega vel stílfærð sakamálamynd um fjórar lögg-
ur í Los Angeles á fimmta áratugnum. Persónur
mættu vera skýrari og spennan aðeins meiri, en sag-
an er áhugaverð og kvikmyndataka, sviðsetning og
klæðnaður eins og best verður á kosið. -HK
Sannleikurinn um hunda og ketti kki
Sniðug saga og einstaklega heillandi leikkonur
(Uma Thurman og Janeane Garofalo) gera Sannleik-
ann um hunda og ketti að góðri skemmtun. Og boð-
skapurinn gæti verið: Ekki er allt sem sýnist. -HK
Ekki voru gagnrýnendur hrifnir af Jack sem er nýjasta kvikmynd-
in sem kemur úr smiöju Francis Ford Coppola. Það haföi þó ekki
mikil áhrif á aösóknina enda er í aðalhlutverki Robin Williams sem
er mjög vinsæll. Aðsóknartölur voru samt ekki eins miklar og von-
ast hafði verið til og í heildina var aðsóknin um helgina mun minni
en á sama tíma í fyrra. Jack fór sem sagt í efsta sæti, A Time to Kill
hrapaði ekki mikið og í þriðja sæti fór nýjasti tryllir Johns Cart-
penters, Escape from L.A., sem er framhald einnar af vinsælustu
kvikmyndar hans, Escape from New York, sem er komin til ára sinna.
Kurt Russell leikur aðaðalhlutverkið eins og hann gerði í fyrri mynd-
inni.
Vert er að vekja athygli á kvikmyndinni sem er í 12. sæti listans,
Emmu, sem virðist ætla að koma mikið á óvart hvað aðsókn snert-
ir. Hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu Jane Austen. Leikstjóri
og handritshöfundur er Douglas McGrath og er þetta fyrsta myndin
sem hann leikstýrir en hann skrifaði meðal annars handrit mynd-
arinnar Bullets over Broadway. Aðalhlutverkin leika Gwyneth Pal-
trow, Greta Scacchi, Toni Collette, Jeremy Northam og Ewan McGregor.
-HK
Tekjur í milljónum dollara Heildartekjur
1. (■) Jack 11,191 11,191
2. (1) A Time to Kill 10,755 59,189
3. (-) Escape from L.A. 8,912 8,912
4. (2) Independence Day 8,681 256,756
5. (3) Matilda 5,014 18,935
6. (5) Phenomenon 4,006 88,155
7. (4) Chain Reaction 3,719 14,919
8. (7) Courage under Fire 3,272 48,152
9. (8) The Nutty Professor 2,902 114,956
10. (6) Kingpin 2,861 19,300
11- O Twister 1,573 233,667
12. (-) Emma 1,404 1,831
13. (14) Trainspotting 1,328 5,534
14. (9) Supercop 1,126 12,655
15. (13) Fled 0,937 15,833
16. (16) The Hunchback of Notre Dame 0,924 93,274
17. (10) The Adventures of Pinocchio 0,833 10,224
18. (18) The Rock 0,831 128,019
19. (11) Multiplicity 0,806 19,451
20. (-) Lone Star 0,666 6,834
HVERNI6 VAR
MYNDIN?
The Craft
Jón ívar Daviðsson:
Mér finnst hún rosalega góð
og fyndin.
Friðbjöm Pálsson:
Meiri háttar flott og svo eru
svo sætar stelpur í henni.
Hjördís Gísladóttir:
Æðislega góð og „töfT.