Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 8
{§telkerinn
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996
Helgi Guðmundsson, matrc-iðslumaður í Viðeyjarstofu:
Heitt sumarsalat og bleikia með kúmeni
Helgi Guðmundsson, matreiðslu-
maður hjá Hótel Óðinsvé og Viðeyj-
arstofu, er sælkeri vikunnar að
þessu sinni. Þar sem hægt er að tína
kúmen ferskt í Viðey, og sjálfsagt
víðar um landið, er vel við hæfi að
Helgi gefi hér tvær uppskriftir að
kúmenréttum, sem forvitnilegt er
að prófa. Fyrri uppskriftin er að
heitu sumarsalati með kúmeni og
sú síðari er að grillaðri bleikju með
kúmeni og sinnepi.
Heitt sumarsalat
með kúmeni
-fyrir sex
6 tómatar
V4 bolli ólífuolía
1 laukur í sneiðum
2 hvítlauksgeirar
1 tsk. söxuó, fersk steinselja
1 eggaldin í sneiöum
1 rauð paprika
3 tsk. vínedik
2 tsk. söxuó steinselja
1 tsk. ristað kúmen
’/ tsk. grófmulinn svartur pipar
Sneiðið laukinn, skerið hvítlauk-
inn í þunnar sneiðar, saxið stein-
seljuna, sneiðið eggaldinið og kúr-
bitinn í y2 cm sneiöar og saxið
paprikuna.
Setjið tómatana í sjóðandi vatn í
10 sekúndur, færið þá upp úr og lát-
ið þá þoma áður en þeir eru afhýdd-
ir. Síðan eru þeir saxaðir niður í
sneiðar.
Olía er hituð í pönnu, laukur,
hvitlaukur og steinselja sertt á
pönnuna og ristað þar til laukurinn
er orðinn mjúkur. Eggaldinið, kúr-
bíturinn og paprikan eru sett út á
pönnuna og blandað saman.
Pannan er tekin af hitanum
og látið standa undir loki í 30
min. Tómatamir eru svo
settir í pönnuna og lá-
tið standa i 10 mín. til
viðbótar.
Kúmenið er ristað á pönnu
í 15 sek. og blandað saman við
grænmetið ásamt vínedikinu og
svörtum pipar.
Salatið er framreitt sem grænmet-
isréttur með nýbökuðu brauði eða
með fiskréttum.
Grilluð
Grenlækjarbleikja
með kúmeni og sinnepi
—fyrir tvo
500 gr bleikja
2 msk. hunang
2 tsk. dijon sinnep
2 msk. heitt vatn
2 tsk. sojasósa
1 tsk. kúmen
salt og pipar
Hunang, vatn, sinnep, sojasósa,
kúmen, salt og pipar eru sett í skál
og hrært vel saman.
Bleikjan er pensluð vel með
kryddblöndunni utan og innan og
pakkað inn í álpappír. Grilluð í ca
15
Framreidd með nýjum íslenskum
kartöflum og grænmeti.
-GHS
min. a
hvorri hlið.
Helgi Guömundsson, matreiöslumaöur á Hótel Óöinsvéum og í Viöeyjar-
stofu, gefur hér uppskrift aö griliaöri bleikju meö kúmeni og sinnepi og heitu
sumarsalati með kúmeni. DV-mynd Pjetur
{matgæðingur vikunnar
Brauð með
salamí og osti
Mörgum þykir gaman
að geta bakað sér brauð
heima og jafnvel að hafa í
því einhverja gómsæta
fyllingu. Hér á eftir kem-
ur uppskrift að brauði
með salamí- og ostafyll-
ingu sem sniðugt er að
gera fyrir vídeóglápið á
góðu helgarkvöldi.
3 dl volgt vatn
12 g ger ('/< pk)
1 msk. ólifu- eða sojaol-
ía
500 g hveiti
y4 tsk. salt
Fylling
200 g kotasæla
3 msk. rifinn parme-
sanostur
1 egg
100 g salamí í sneiðum
100 g óðalsostur í ten-
ingum
púrrulaukur
Deig er hnoðað úr
vatni, geri, olíu, hveiti og
salti og látið hefast í 30
min. undir plasti. Deigið
1 er síðan breitt út á bök-
unarpappír í kringlótta
köku um y2 cm að þykkt.
Kotasælu, parmesa-
nosti og eggi er blandað
saman og hugsanlega
piprað. Að því búnu er
blöndunni smurt á helm-
ing deigsins. Salamísneið-
um er raðað yfir, ostaten-
ingunum raðað ofan á og
púrrulauk dreift yfir.
Kanturinn á deiginu er
penslaður með köldu
vatni, svo er deigið lagt
saman og köntunum
þrýst vel saman með
gaffli. Brauðið er penslað
með ólífuolíu og brauðið
er svo bakað í miðjum
ofni við 220 gráðu hita í
25-35 mín. -GHS
Rannveig Ingvadóttir í Hveragerði:
Fiskréttur, kúmenbollur og
freistandi súkkulaðiterta
„Ég er með spariútgáfu að fisk-
rétti, sem er mjög vinsæll á heimil-
inu og hentar mér ágætlega því að ég
vil ekki eyða of miklum tíma í eld-
húsinu. Hann er bæði fljótlegur,
ferskur og góður. Svo er ég líka með
uppskrift að bollum. Mér finnst svo
gaman að bera fram heimabakað
brauð,“ segir Rannveig Ingvadóttir í
Hveragerði.
Rannveig er matgæðingur vikunn-
ar og kynnir hér uppskrift að fisk-
rétti, bollum og franskri súkkulaði-
tertu í eftirrétt, „sem er alveg geggj-
uð kaloríubomba en hún er hverrar
kaloríu virði,“ segir hún.
Sælkerafiskráttur
1 ýsuflak, roóflett og beinlaust
200 g rœkjur
200 g hörpudiskur
1-2 grœn, flysjuó epli
1 laukur
2 hvítlauksrif
Vrl grœn paprika
/rl rauó paprika
200 g sveppir
1 dós rjómaostur (110 g)
100 g rœkju- eöa sveppasmurostur
1‘A dl kaffirjómi (mjólk eóa vatn)
1-3 tsk. karrí
salt, pipar
fiskikraftur
Sveppir, laukur og hvítlaukur er
brúnað létt. Öðru grænmeti bætt í og
látið krauma smástund ásamt karríi.
Kaffirjóma er hellt út á og osturinn
látinn bráðna saman við.
Fiskurinn er skorinn í strimla,
lagður ofan á og látinn sjóða í 7 mín.
Rækjum, hörpudiski og rjóma má
sleppa. Ef rækjur og hörpudiskur eru
í réttinum þá er það látið sjóða með 2
síðustu mínútumar.
Rétturinn er borinn fram strax. í
meðlæti eru hrísgrjón, brauð og soj-
asósa.
Kúmenbollur
900 g hveiti (má hafa grahamsmjöl
til helminga)
6 dl volg mjólk, má
setja vatn til helm-
inga
50 g pressuger
eða 1 pk. þurr-
ger
2 msk. sykur
2 tsk. salt
1 dl volg olía
4 msk. kúmen
Gerið er sett út í volga
mjólkina og sykurinn
settur út í og gerið látið
leysast upp. Þurrefnin * f
era sett í skál og ger-
blanda og olía hnoð-
uð saman við. Lát-
ið hefast í skál í
a.m.k. 1 klst)
áður en bollur, hom eða kringlur era
mótuð úr deiginu og sett á bökunar-
plötu. Látið hefast í 20 mín. og pensl-
að með volgu vatni öðru hvoru. Bak-
að við 200 gráður í um 20 mín.
Kúmeninu er sleppt ef bollurnar
eru bornar fram með mat. I staðinn
má setja ost ofan á þær og baka hann
með síðustu 5 mínúturnar.
Frönsk og
freistandi
200 g smjör (alls ekki smjörlíki)
200 g súkkulaöi
4 egg
3 dl sykur
1 dl hveiti
100 g saxaöar heslihnetur/pi-
kanthnetur
Þeytið egg og sykur mjög vel
saman. Bræðið súkkulaði og
smjör í vatnsbaði, kælið og bland-
ið rólega saman við eggja-
hræruna. Hveiti og hnetum er
blandað varlega út í. Tertan
er bökuð í vel smurðu,
hveiti stráðu formi í 35
mín. viö 185 gráður.
Tertan er borin fram með
rjóma eða ís og skreytt
með sigtuðum flórsykri,
ferskum jarðarberjum og
i kíwí.
Rannveig skorar á mág-
konu sína, listakokkinn
Elínu Hörpu Jóhanns-
dóttur.
-GHS
Rannveig Ingvadóttir, mat-
gæöingur vikunnar, kynnir
uppskrift aö Ijúffengum
fiskrétti, kúmenbollum og
franskri og freistandi
súkkulaöitertu.
DV-mynd Sigrún Lovísa
Sætabrauð og
gómsætir ráttir
í lautarferðina
Brátt fer að hausta og því hver
að verða síðastur aö taka fram
nestiskörfuna, útbúa gómsætt
nesti og steðja með fjölskylduna í
lautarferð út í náttúruna. Þegar
nestið er tekið til getui- verið
gaman að muna eftir dúk til að
breiða á jörði'na og hafa veiting-
amar á og jafnvel diska, glös og
hnífapör. Það getur komið sér
vel að hafa góðan klút með í for
og jafnvel auka ílát undir óhrein-
an leir.
Hér á eftir koma hugmyndir
að því sem sniðugt er að taka
með sér í lautarferðina, orkurík-
ar hafrakökur og muffins með
rúsínum, hnetum og súkkulaði-
bitum.
með döðlum
og hnetum
175 g smjör eða smjörlíki
50 g púðursykur
3 tsk. síróp
225 g hafrar
175 g smátt skomar döðlur
3 tsk. ristuð sesamfræ
125 g skomar heslihnetur
Smjör, síróp og sykur er brætt
saman. Þegar sykurinn hefur
bráðnað er höfrum, döðlum,
sesamfræjum og heslihnetum
hrært saman við. Sett á bökun-
arplötu og flatt út með því að
þrýsta vel ofan á. Bakað viö 180
gráður í 35 mín.
Deigið er tekið út úr ofninum,
kælt lítillega og skorið i aflangar
kökur. Kökurnar má geyma í
loftþéttum umbúðum upp undir
eina viku.
Muffins
50 g púðursykur
50 g strásykur
275 g hveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. natrón
1 stórt egg
225 ml mjólk
75 g brætt smjör
175 g hnetusmjör
175 g hnetur, rúsínur og
súkkulaðibitar
Sigtið saman þurrefnunum.
Þeytið egg, mjólk, smjör og
hnetusmjör saman. Hrærið sam-
an við hnetum, rúsínum og
súkkulaðibitum.
Deiginu er skipt í muffinsform
og bakað við 200 gráður í 20 mín.
ef um lítil form er aö ræða, ann-
ars í 25-30 mín.
-GHS