Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Page 12
12 LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 JjV I erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. (12988) 2. Patrlcla D. Cornwell: From Potter's Fleld. (12756) 3. Mlchael Crlchton: The Lost World. (11748) 4. Pat Barker: The Ghost Road. (10899) 5. Stephen Klng: Nlght Journey. (9806) 6. Danlelle Steel: Llghtnlng. (9149) 7. Clare Francls: Betrayal. (8464) 8. Tom Sharpe: Grantchester Grlnd. (7764) 9. Nick Hornby: Hlgh Fldellty. (7012) 10. D. & L. Eddlngs: Belgarath the Sorcerer. (6227) Rit almenns eðlis: 1. Blll Bryson: Notes from a Small Island. (13.028) 2. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. (3482) 3. Margaret Forster: Hidden Lives: A Family Memolr. (1817) 4. Jung Chang: Wlld Swans. (2633) 5. Paul Theroux: The Plllars of Hercules. (2512) 6. Erlc Lomax: The Rallway Man. (2447) 7. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. (1875) 8. Chrls Ryan: The One That Got Away. (1551) 9. Wlll Hutton: The State We're In. (1479) 10. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. (1453) Innbundnar skáldsögur: 1. Ben Elton: Popcorn. (2749) 2. Terry Pratchett: Feet of Clay. (1783) 3. Chrls Ryan: Stand By, Stand By. (1686) 4. Kevln J. Anderson: X-Flles 4: Rulns. 1539) 5. John Grlsham: The Runaway Jury. (1395) Innbundln rit almenns eðlis: 1. Jack Ramsay: SAS: The Soldier’s Story. (788) 2. Wendy Beckett: The Story of Paintlng. (715) 3. Jane Goldman: The X-Flles Book of the Unex- plalned. (624) 4. Davld Hopps: Free as a Blrd. (484) 5. Brian Scoveli: Dlckle. (471) (Byggt á The Sunday Tlmes) Fór Marco Polo aldrei til Kína? Sagnfræðingar samtímans virðast hafa sérstakt gaman af að ráðast á viðteknar skoðanir og draga í efa það sem forverar þeirra hafa talið augljós sann- indi. Nýlegt dæmi um slíkt er bók sem kunnur breskur fræði- maður hefur ritað um hinn fræga ítalska ferðalang og kaup- mann Marco Polo, en lýsingar hans á ferð sinni til Kína og dvöl sinni þar hafa verið sígilt verk um aldir. Nafn hinnar nýju bókar gefur ljóslega til kynna viðfangsefnið, en hún heitir „Did Marco Polo Go to China?“ Höfundurinn, Frances Wood, sem er yfirmaður Kínadeilda Breska bókasafnsins í London, telur yflrgnæfandi líkur á að svarið við þeirri spumingu sé neitandi. Sagði sögu sína í fangelsi Lítum fyrst lítillega á það sem sagnfræðingar telja sig hafa vitað um Marco Polo og ferðir hans. Talið er sannað að kaupmaðurinn Marco Polo hafi verið uppi á þrett- ándu öld í Feneyjum, og að hann hafi lagt af stað áleiðis til Kína ásamt föður sínum og frænda árið 1271. í farteskinu höfðu þeir, auk ýmiss söluvarnings, bréf frá sendi- manni páfans til valdhafa í Kína. Samkvæmt hinni hefðbundnu skoðun kom Polo til sumarhallar mongólska keisarans Kublai Khans árið 1275, en þessi sonur hins sögu- fræga Genghis Khan réð þá lögum og lofum í Kína. Að því er segir í riti því sem enn heldur nafni Polos á lofti, varð keisarinn hriflnn af þessum gesti, sem var svo langt að kominn, og fékk hann til að taka að sér margs konar verkefni víða um ríkið. Það var ekki fyrr en árið 1295, 24 árum eftir að hann lagði af stað, að Marco Polo kom aftur heim til Umsjón Elías Snæland Jónsson Feneyja og fór þar að segja lygilega ferðasögu sína. Ári síðar áttu Feneyjabúar í stríði við nágranna sína í Genúa. Polo var þá tekinn til fanga. Félagi hans þar, Rusticello að nafni, var vinsæll höfundur rómantískra æv- intýrasagna og það var hann sem skrifaði rit það sem umheimurinn þekkir sem ferðalýsingu Kínafarans fræga - en hann kvaðst byggja það allt á frásögnum Polos í fangelsinu. í bók sinni reynir Frances Wood að færa rök fyrir því að þetta fræga rit sé sambland af skáldskap og upp- lýsingum sem teknar hafi verið úr persneskum ritum um Kina. Sjálfur hafi Polo aldi'ei komist lengra en til Svartahafsins. Það sem Polo sá ekki Hvaða rök hefúr Wood fram að færa til stuðnings fullyrð- ingu sinni? Jú, hún leggur áherslu á það sem henni finnst vanta i frá- sögnina af því sem Polo hlyti að hafa kynnst í Kína ef hann hefði farið þangað. Af hverju, spyr hún til dæmis, er hvergi minnst á Kínam- úrinn? Henni þykir líka undarlegt að ekki skuli sagt frá tedrykkju Kín- verja, sem vestrænum ferðalöngum hefði átt að þykja stórmerkilegt á þeim tíma, né heldur þeim sérstæða sið að reyra fætur kvenna. Og hið óvenjulega ritmál þar eystra er heldur hvergi nefnt í hinni frægu bók. Wood, sem er afar kunnug kín- verskri sögu og menningu og höf- undur leiðsögurita um Kína, dregur fram mörg atriði af þessu tagi og segir þau öll leiða til sömu niður- stöðu: ekki sé fjallað um þau í frá- sögn Polos vegna þess að hann hafi aldrei til Kína komið. Bókin hefur fengið misjafnar við- tökur, eins og vænta mátti, og ýms- ir efast um niðurstöðuna. í Feneyj- um er því vísað á bug að frægasti sonur borgarinnar sé svikari og bent á að þrátt fyrir röksemdir Wood sé með öllu ósannað að Polo hafi ekki farið til Kina. (físlndl_________________ Ný og ódýr batterí Tveir skoskir vísindamenn hafa fundið aðferð til að búa til ódýrar endurhlaðanlegar líþ- íumrafhlöður sem síðar meir i verður sennilega hægt að nota í ýmis raftæki, allt frá farsímum l upp í rafbíla. í nýju rafhlöðunum kemur efn- ið mangan í stað hins eitraða kóbalts. Mangan er bæði ódýrara Iog heldur ekki eins eitrað. Manganið er notað í elektróðu rafhlöðunnar. Efnafræðingarir Robert Armstrong og Peter Bruce skýrðu frá þessari upp- götvun sinni í tímaritinu Nature. Vantar prótín í sæðisfrumur Ástæðan fyrir óskýrðri ófrjó- semi margra karla kann að vera sú aö i sæðisfrumum þeirra er lítið magn prótíns sem heitir P34H en það aðstoðar sæðis- frumuna við að festa sig viö egg konunnar, sem er fyrsta skref frjóvgunarinnar. í tímaritinu New Scientist er haft eftir kanadískum vísinda- mönnum, Robert Sullivan og Franck Boue við Laval háskól- ann í Québecborg, að þeir hefðu komist aö því að níu af sextán ófrjóum körlum sem þeir rann- sökuðu reyndust vera með of lít- iö magn P34H. Ekki var hægt að útskýra ófrjósemi karlanna með of fáum eða of slöppum sæðis- frumum. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Ekki er hollt að grennast of mikið eftir fimmtugt Ekki er alltaf hollara og betra að vera grannur, þótt alla jafna sé það nú reglan. Rannsókn öldrunarstofnunar í Bandaríkjunum sýnir nefni- lega að konur sem léttast mik- ið eftir fimmtugt auka til muna líkui-nar á því að mjaðmarbrotna. Aukningin er svo mikil að vísindamenn- imir mæla með því við lækna að þeir taki mið af þyngdar- sögu kvenna eftir tíðahvörf þegar metin er hættan á mjaðmarbroti og forvarnarað- gerðir skoðaðar. „Mikið af því sem við vit- um um mjaðmarbrot er af- rakstur rannsókna á því sem kemur fyrir fólk þegar það fær beinþynningu og rann- sókna á einstaklingum sem hafa mjaðmarbrotnað," segir Tamara Harris, einn vísinda- manna öldrunarstofnunarinn- ar. „Við skoðuðum það sem gerðist hjá fólkinu áður en það veiktist." Á hverju ári mjaðmarbrotna um 250 þúsund Bandaríkjamenn en það svarar til að um 250 íslendingar mjaðmarbrotni árlega. í flestum til- vikum er ástæðan sú að viðkom- andi dettur. Beinþynning veldur því svo að auknar líkur eru á að bein- brot hljótist af fallinu. Þrátt fyrir miklar framfarir í læknisfræði nær ekki helmingur þeirra sem mjaðmarbrotna fullum bata á ný. Tíu til tuttugu prósent þeirra deyja innan eins árs frá brot- inu og helmingur þeirra sem lifa, verður fatlaður og þarf á umönnun að halda. Nýja rannsóknin náði til 3683 kvenna sem voru 67 ára og eldri. í ljós kom að allar konur sem höfðu lést um tíu prósent eða meira af lík- amsþyngd sinni frá því þær voru fimmtugar voru í aukinni hættu á að mjaðmarbrotna. Aukningin var mest hjá grönnum konum, þeim sem höfðu minnstan lík- amsmassa um fimmtugt, en hann finnst með því að bera saman þyngd og hæð. Sú kona telst t.d. grönn sem er 165 sentímetrar á hæð og vegur 50 kíló um fimmtugt. Grönnu konumar í rann- sókninni, sem misstu 5 pró- sent eða meira af líkams- þyngd sinni, tvöfölduðu hættuna á mjaðmarbroti, samanborið við konur sem héldu þyngd sinni. Konum með meðallík- amsmassa, sem léttust um tíu prósent eða meira af þyngd sinni, var einnig tvö- falt hættara við að mjaðmar- brotna. í þennan flokk fara t.d. konur sem eru 165 sentí- metrar á hæð og vega rúm- lega 60 kíló. Líkur á mjaðmarhroti tvö- földuðust meira að segja líka hjá þybbnum konum ef þær léttust um tíu prósent eða meira. Það hefur lengi verið vitað að grannar konur brotna frekar. Það skýrist m.a. af tiltölulega litlum beinmassa, minna magni hormóns- ins estrógens og vegna þess að þær vantar stuðpúðann sem fitan veitir. En Tamara Harris segir það ekki nægjanlega skýringu. „Rannsókn okkar leiðir að því líkur að þyngd- artap auki hættuna um fram það að vera bara horaður," segir Harris. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Patrlcla Cornwell: From Potter's Field. 2. Stephen Klng: The Green Mlle: The Bad Death of Eduard Delacroiz. 3. Pat Conroy: Beach Music. 4. Danielle Steel: Llghtnlng. 5. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 7. Rosamunde Pllcher: Comlng Home. 6. Ken Follett: A Place Called Freedom. 8. Nora Roberts: Darlng to Dream. 10. Dean Koontz: Strange Hlghways. 11. Stephen King: The Green Mile: Coffey’s Hands. 6. Ken Follett: A Place Called Freedom. 12. Stephen Klng: The Green Mlle: The Two Dead Glrls. 13. Stephen King: The Green Mile: The Mouse on the Mile. 14. John Grlsham: The Ralnmaker. 15. Joseph R. Garber: Vertlcal Run. Rit almenns eðlis: 1. Mary Pipher: Revlvlng Ophelia. 2. Mary Karr: The Llar's Club. 3. Colln L. Powell: My Amerlcan Journey. 4. Thomas Cahill: How the Irlsh Saved Clvllization. 5. John Felnsteln: A Good Walk Spolled. 6. J. Douglas & M. Olshaker: Mindhunter. 7. Jack Mlles: God: A Blography. 8. J.M. Masson & S. McCarthy: When Elephants Weep. 9. Isabel Allende: Paula. 10. Helen Prejean: Dead Man Walklng. 11. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Light. 12. Maya Angelou: I Know Why the Caged Bird Slngs. 13. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 14. Andrew Weil: Spontaneous Heallng. 15. D. Hays & D. Hays: My Old Man and the Sea. (Byggt á New York Tlmes Book Rovlew) Rækjan sem fálagsvera Fundist hefur rækjutegund sem heldur til í hópum eins og maurar eða býflugur, með „drottningarrækju" og vinnu- rækjum sem sjá um varnir ný- lendunnar. Rækjutegund þessi, sem er þekkt undir nafninu rækjan glefsandi vegna klónna sem hún notar sér til vamar, á samvinnu um að fæöa ungviðið og hún sýn- ir af sér sömu fórnarlundina og termítar, segir í frásögn í tíma- ritinu Nature. Ekki hafa áður fundist sjávar- I lífverur sem búa í félagslegum . nýlendum. Vinna flestra vinnudýranna felst í því að reka óboðna gesti af höndum sér. Hermannarækjurn- ar nota klæmar til að glefsa í hinn óboðna, drepa hann og druslast síðan með hræið af hon- um út úr nýlendunni. Andleg streita vond Andleg streita kann að vera hættulegri fyrir hjartað en lík- amlegt erfiði þar sem hún getur aukið súrefniskröfur hjartans en um leið dregiö úr súrefnisflæð- inu, segir í grein í blaði banda- risku læknasamtakanna. Wei Jiang við læknadeild Duke háskólans í Durham í Norður-Karólínu segir í grein sinni að hjartasjúklingar sem sýndu merki blóðþurrðar til hjartans af völdum andlegrar streitu voru nærri þrisvar sinn- um líklegri til að fá hjartaáfall | eða deyja, borið saman við sjúk- linga sem sýndu engin merki blóðþurrðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.