Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Qupperneq 19
DV LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996
19
Óskar Jensen með teikningu aö hringrás vatnsins. DV-mynd Pjetui
Níræður uppfinningamaður gerir teikningar að raforkuvélum:
Uppfinningar
af himnum ofan
Níræða uppfinningamenn rekur ekki á fjörur blaða-
manns á hverjum degi. Óskar Jensen er ekkert venjuleg-
ur níræður maður þar sem hann er stöðugt að gera nýj-
ar teikningar að hinum og þessum uppfinningum. Félag
hugvitsmanna á íslandi og Einkaleyfaskrifstofan á fs-
landi hafa ekki haft áhuga á að skoða uppfmningar Ósk-
ars en hann gefst ekki upp við svo búið og hefur sent
teikningar að tvenns konar sparneytnum rafmagnsvél-
um til Einkaleyfaskrifstofunnar í Danmörku.
„Ég fékk hugmyndina fyrst árið 1962. Uppfinningar
eru áhugamál hjá mér en ég er sjálflærður og segi oft að
uppfinningamar komi til mín af himnum ofan. Önnur
hugmynd mín miðar að því að framleiða rafmagn með
hringrás vatnsins og hin að þvi að nota tómarúm sem
orkugjafa til framleiðslu á rafmagni. Ég kynnti hug-
myndimar fyrir einkaleyfaskrifstofunni á íslandi en
þeir em orðnir leiðir á mér og vildu ekkert af mér vita.
Þá leitaði ég til Danmerkur og hugmyndimar mínar
liggja þar en ég á ekki peninga til þess að halda áfram
og láta smíða vélarnar," segir Óskar Jensen.
Málari og bóndi
Óskar fæddist á íslandi en ólst upp í Þórshöfn í Fær-
eyjum frá sjö ára aldri. Hann fluttist aftur tii íslands
nitján ára, eftir að hafa lært prentiðn i Færeyjum. Ósk-
ar hefur víða komið við á sínum langa ferli. Hann hef-
ur starfað í prentsmiðjum, verið bóndi, sjómaður og
uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Óskar hefur
auk uppfinningastarfanna fengist við að mála og í íbúð
hans í Kópavoginum getur að líta ógrynni málverka eft-
ir hann.
Óskar kallar aðra uppfinninguna Perpetual Motion
Systemet eða hringrás vatnsins en hina tómarúm sem
orkugjafi. Hugmyndin að hringrásinni er til staðar en
peninga og vilja til þess að prófa hugmyndina skortir.
Með þessari aðferð er hægt að framleiða rafmagn og
nota til þess sama vatnið. Óskar er með á hreinu að
þessi aðferð verði notuð í framtíðinni.
„Það er aldrei litið við þvi sem eyðir minna en það
framleiðir, eins og segja má um þessa uppfinningu.
Hringrás vatnsins framleiðir orku en eyðir henni ekki,“
segir Óskar.
Auk þessara fyrrgreindu uppfinninga hefur Óskar
stungið upp á því að dúnn verði notaður til taugerðar og
liggur sú hugmynd hjá Félagi hugvitsmanna. Hann hef-
ur engin viðbrögð fengið við því. Óskar hefur sent hug-
myndir i hugvitsmannakeppnir og er ein hugmynda
hans að nota skolprennsli sem áburð.
Átti að þegja yfir
hugmyndinni
„Ég hef farið nokkrum sinnum með ófullgerðar hug-
myndir á einkaleyfaskrifstofuna hérna en árangurs-
laust. Ég hafði símasamband við Félag hugvitsmanna og
sagði þeim að ég hefði hugmynd að vél sem framleiddi
meiri orku heldur en hún eyddi. Ég fékk þau svör þar
að ég ætti engum að segja frá þessu heldur halda þessu
fyrir sjálfan mig. Það viðgengst um allan heim að líta
ekki við neinu sem framleiðir meiri orku en það eyðir.
Þegar raf-
orka er fram-
leidd í gegnum
tómarúm er
notað vogarafl
sem gengur upp
og niður.
Teikning af
tækinu sem
drífur vogar-
aflið áfram er á
einkaleyfaskrif-
stofunni í Dan-
mörku. -em
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum
oM mlll/ hiny0s
sama dag er a^'
Smáauglýsingar
af annarri auglýsingunni
ov
550 5000
Borgartúni 26, Reykjavík
Bílcfshöföa 14, Reykjavík
Skeifunni 5, Reykjavík
~ ' j, Hafn
Bæjarhrauni 6,
arfirði
E-vítamín
er öflug vörn fyrir
frumur líkamans
30 HVIJO
E-SUPEf
NÁnÚHL'lEGT
Skortur á E-vítamíni veldur sjúkdómum og ófrjósemi hjá
dýrum. Vitneskja um þetta hefur gert E-vítamín þekkt sem
kynorkuvítamínið. Yfirgripsmiklar rannsóknir benda til að
E-vítamín sé mikilvæg vörn gegn alvarlegum sjúkdómum.
E-vítamín er öflugt andoxunarefni (þráarvarnarefni) sem ver
frumur líkamans með því að hemja skaðleg sindurefni. E-víta-
mín vinnur þannig gegn hrörnun frumanna. Rannsóknir hafa
undanfarið einkum beinst að E-vítamíni til viðhalds heilbrigðu
hjarta og starfsemi þess.
Fœst í heilsubúðutn, apótekum
og heilsuhillum matvörubúða
Kringlutini & Skólavörbustíg
GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!
Éh
eilsuhúsiö
Jlagur-'ðltmixm
-besti tími dagsins!