Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Side 20
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 DV
* *
íslendingur í slagtogi með Vítisenglum og Bandidos:
er ekki grimmur
að eðlisfari
ekki markvisst neina bardagalist í
minni klíku.“
Að sögn Kalla þurfa klúbbar að
skapa sér ímynd í byrjun ferils síns
og sanna hugrekki sitt. Þeir mega
ekki gefa neitt eftir því þá eru þeir
álitnir huglausir og verða þá aldrei
látnir í friði. Þegar virðingu er náð
er aldrei abbast upp á þá.
„Þeir sem gera eitthvað á hluta
einhvers úr hópnum eru einfaldlega
eltir heim til sín og barðir. Það ger-
ir enginn á hluta einhvers úr hópn-
um og kemst upp með það. Þá hefur
klúbburinn tapað andlitinu og virð-
ingu sinni. Þessar reglur eru áreið-
anlega ekkert ósvipaðar og gilda hjá
gengjum í hinum og þessum löna-
um.“
Ólöglegur næturklúbbur
Mótorhjólaklúbburinn sem Kalli
var í rak ólöglegan nætm-klúbb á
þeim tíma þegar skemmtistöðum á
sumum Norðurlöndunum var lokað
snemma. Klúbburinn hafði til um-
ráða stórt hús með íbúðarhúsnæði
og viðgerðarverkstæði auk nætur-
klúbbsins. Há girðing umlukti
klúbbhúsið og sjónvarpsmyndavél
var á staðnum. Lögreglan var í
skóginum og tók myndir af öllum
sem komu og fóru.
„Það voru aldrei nein skrílslæti
eða röflandi fyllibyttur leyfð í
klúbbnum þó hann væri opinn alla
nóttina. Ef fólk var með einhver
læti fór það beinustu leið út. Þeir
sem sóttu staðinn voru sukkararn-
ir, dópistamir og mafíósamir ásamt
mótorhjólaklúbbunum. Það skipti
okkur engu máli hverjir komu
þama inn ef þeir versluðu og voru
til friðs.“
Lyfjadeildin seldi dóp
„Það fylgir oft lífsstílnum að
neyta eiturlyfja og sumir gerðu það.
Amfetamínneysla er til dæmis al-
geng í mótorhjólaklúbbum en auð-
vitað er þetta einstaklingsbundið."
Auðvelt var að nálgast dóp á næt-
urklúbbnum en það var ekki skylda
að vera í dópi til þess að vera með i
klúbbnum.
„Lyfjadeildin seldi dóp innan
klúbbsins en það voru einstaklingar
innan hans. Dópið var ekki selt í
nafni klúbbsins. Þeir sem vildu
selja dóp gerðu það og klúbburinr
skipti sér ekki af því. Dópsala var
ekki talin næg ástæða fyrir þvi að
reka menn. Samt er ekki hægt að
benda á svona klúbb og segja að all-
ir séu krimmar. Nokkuð öruggt er
þó að krimmarnir leynast innan um
í höröum mótorhjólaklúbbum eins
og þeim sem ég var í. Margir sem
voru í klúbbnum voru ágætisnáung-
ar og úr ólíkum stéttum. “
Klúbbfélágamir héldu reglulega
fundi þar sem þeir skipulögðu há-
tíðir og eyddu oft tímanum á bam-
um og töluðu um hjólin sín. Hátíð-
imar vom yfirleitt mjög vel skipu-
lagðar.
Lán hjá klúbbnum
Aðgangseyrir og allar tekjur
runnu óskiptar til klúbbsins. Ef fé-
lagar fóm til útlanda til þess að
hitta aðra mótorhjólaklúbba keypti
klúbburinn miðana. Það voru mjög
miklir peningar til hjá klúbbnum og
menn gátu einnig fengið lán ef þeir
þurftu. Menn borguðu samt alltaf
„Ég var ekki önnum kafinn við að
myrða fólk alla daga eins og margir
halda um meðlimi mótorhjóla-
klúbba. Ég er ekki grimmur aö eðl-
isfari. Maöur verður þó að vera
reiöubúinn til þess að gera hvað
sem er fyrir klúbbinn og þetta er
mjög sérstakt karlasamfélag í stóra
samfélaginu. Menn fara ekki í
svona klúbba án þess að trúa á mál-
staðinn og helga sig honum af heil-
um hug,“ segir fyrram mótorhjóla-
maöur sem umgekkst bæöi Vít-
isengla og Bandidos mótorhjóla-
gengin fyrir nokkrum árum. Við-
mælandi okkar vill ekki láta nafns
síns getiö í viötalinu vegna hætt-
unnar sem hann gæti lent í en við
skulum kalla hann Kalla. Hann var
eitilharður mótorhjólamaöur sem
ók um á Harley Davidson í merktu
leðurvesti og var meðlimur í
harðsvíruðu mótorhjólagengi á
Norðurlöndunum. Nú hefur hann
skipt út Harleynum og vestinu fyrir
steinsteypu og er orðinn fjölskyldu-
maður. Mótorhjólaáhuginn liggur í
dvala meðan verið er að koma þaki
yfir höfuðið. Kcilli áttaði sig á því að
meiri alvara var að færast í
klúbbana eftir að pólitík og völd
komu í spilið. Einnig haföi áhrif á
hann að hann eignaðist sitt fyrsta
barn á þessum tíma.
Klúbburinn sem Kalli var i umg- -
ekkst mótorhjólaklúbb sem siðar
varð hinir illræmdu Bandidos. Kalli
umgekkst einnig Vítisenglana og
hafa margir félaga Kalla gengið í
Vítisenglana eða bíða þess að kom-
ast inn.
Nöfnin Vítisenglamir og
Bandidos hljóma kunnuglega i eyr-
um manna. Mörgum er í fersku
minni þegar bardagi blossaöi upp á
milli þeirra á flugvellinum í Kaup-
mannahöfn með blóðbaði og dauðs-
fóllum. Lesendur muna áreiðanlega
eftir því þegar Vítisenglar keyrðu
inn í fangelsi og drápu forseta
Bandidos. Kalli fékk leyfi til þess að
hætta þegar honum fannst pólitíkin
farin að skipta menn meira máli
heldur en mótorhjólaáhuginn, fé-
lagsskapurinn og bræðralagið. Þeg-
ar hann hætti urðu meðlimir geng-
isins að fara að taka afstöðu með
Englum eða Bandidos og harkan
jókst jafnt og þétt.
Setja eigin lög
„Það má segja að ég hafi stokkið
fyrir borð á réttum tíma eða 1990
þegar ýmislegt fór að breytast í mót-
orhjólaklíkunum. Ef maður ætlar
að vera reglulega töff mótorhjól-
atýpa gengur ekki að hafa stelpur í
klúbbnum því þetta er hreyfing sem
dýrkar karlmannleg gildi. Þeir sem
eru í mótorhjólaklúbbum skipta sér
ekki af Jóni Jónssyni en hvorki
hann né lögreglan skipta máli.
Klúbbamir setja sín eigin lög, hafa
sinn eigin virðingarstiga og sitt eig-
ið valdsvið. Heimurinn fyrir utan
klúbbinn er ekki til.“
Það er ekki á Kalla að sjá að hann
hafi einhvem tíma verið meðlimur
í harðsvíraðum mótorhjólaklúbbi
en útlit hans og fas er síður en svo
grimmilegt eða ógnandi eins og
ímynd mótorhjólatöffara er oft í
hugum manna. Klúbburinn sem
hann var í var þó með þeim þyngri
á þeim tíma.
Að sögn viðmælanda okkar eru
mótorhjólaklúbbar mjög skipulagð-
ir og á vegum þeirra er ekkert gert
með hangandi hendi. Menn eru
kosnir í embætti og er forsetinn
æðstur. Auk þess eru í klúbbnum
aðstoðarforseti og „road captain"
sem sér um að skipuleggja aUar
ökuferðir sem famar eru á vegum
klúbbsins. Gjaldkerinn sér um pen-
ingamálin, en talsverðir peningar
eru í umferð hjá klúbbnum, og
vopnaliðþjálfinn sér um varnir og
öryggi. Kalli vann engin af þessum
störfum.
Einn fyrir alla
„Harðir mótorhjólaklúbbar era
allt annar heimur og er einkennis-
orð þeirra yfirleitt „Fuck the
World“ eða til fjandans með heim-
inn. Skemmtilegast við þetta fannst
mér félagsskapurinn, einn fyrir alla
og allir fyrir einn. Mótorhjólin
sameinuðu okkur og þetta var mjög
spennandi á þessum tíma. Það er
ekki vinsælt að fara yfír strikið.
Þeir sem gera það, drekka of mikið
og tala of mikið eru reknir. Það
borgar sig alls ekki að segja eitt-
hvað sem kemur sér illa fyrir klúbb-
inn eða rýrir álit hans út á við.“
Betur skipulagt en
mafían
Að sögn Kalla eru mótorhjóla-
klúbbar oft betur skipulagðir heldur
en mafían. Hann lítur á klúbbinn
eins og ættbálk. Mjög mikilvægt er
að þegja yfir því sem ekki má líta
dagsins ljós.
Kalli varð að velja hvort hann
vildi verða „biker“ og helga sig
klúbbnum eða gera eitthvað annað.
Hann er ánægður með sitt val í dag.
Englar kaupa skuldir
Fjölmargir mótorhjólaklúbbar
eru á öllum Norðurlöndunum en
einungis sumir meðlimanna eru
glæpamenn. Fréttir herma að grun-
ur leiki á að Vítisenglamir reki til
dæmis rukkunarfyrirtæki sem
kaupir skuldir manna. Einnig hafa
þeir veriö grunaðir um vemdar-
starfsemi á Norðurlöndunum. Þeim
hefur fjölgað ótrúlega hratt á Norð-
urlöndunum á undanfomum áram
og ná sífellt til fleiri borga. Það er
alvörumál ef Vitisenglar koma til
þess að rukka og fólk þorir almennt
ekki að segja nei við þá því þá verð-
ur það oft ekki til frásagnar.
Vald mótorhjólamanna
„Venjulegt fólk var logandi hrætt
við okkur en þarna er um mikið
vald að ræða sem mótorhjólamaður
getur skapað sér. Þegar félagar í
klúbbnum mættu sjö til átta saman
á einhvem stað reyndu sumir aö
nudda sér utan í einhvern úr hópn-
um. Þeir sem reyndu það voru
snögglega jarðaðir. Að sýna tilburði
til þess að berjast gerði aö verkum
að viðkomandi var kominn í vond
mál. Enginn slær félaga í mótor-
hjólaklúbbi án þess að hafa verra af.
Ég reyndi stundum að halda mönn-
um föstum og ráða þeim frá því að
berjast og benda þeim á hættuna
sem þeir settu sig í við það. Núna
æfa mótorhjólagengi „kick box“
sem er bardagalist en við æfðum
Kalli umgekkst menn sem nú eru meðlimir í Vítisenglunum og Bandidos mótorhjólaklúbbunum.
(Myndin er sviðsett og tengist ekki viðmælanda.)
DV-mynd JAK