Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Síða 25
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996
Jóga - 5000 ára indverskt kerfi:
trimm
Tengir stressaða nútímamann-
inn aftur við líkama sinn
- spenntur og stressaður maður fær ekki nægilegt súrefni til að ná nauðsynlegri orku til að lifa daginn af og líða vel
Umsjón
jóga. Þá er yfirleitt farið mjög rólega í hlutina.
Við vinnum út frá því að fólk sé að ná sam-
bandi við líkamann og vekja hann upp.
Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú að í
nútímalífi eru menn gjarnan svo mikið í hug-
anum og stöðugt er leitað lausna sem byggjast
eiga á „rökrænni hugsun“ o.s.frv. Vð þessar
aðstæður er mjög auðvelt og algengt að menn
tapi hreinlega öllu sambandi við líkama sinn
og loki hreinlega á hann. Tilgangurinn er að
efla þetta samband við líkamann og efla líka
það sem við köllum innsæi. Sá sem tapað hef-
ur þessu sambandi og innsæi fer til dæmis að
drekka kaffi eða reykja sígarettur svo tugum
skiptir á dag í miklu óhófi og gerir sér ekki
grein fyrir því að slíkt óhóf gerir líkamanum
alls ekki gott. Þó svo að líkaminn verði stöð-
ugt spenntari við þessa hegðun og jafnvel
renni af honum svitinn þá hættir þessi stress-
aði maður smátt og smátt að hlusta á þessi
merki líkamans og lokar loks algjörlega fyrir
þau,“ segir Jón Ágúst, jógakennari og kerfis-
fræðingur, að lokum í þessu örstutta spjalli
sem leiddi þó til þess að tilgangur jóga í dag
er meðal annars að tengja nútímamanninn
aftur við líkama sinn.
Jóga - eitthvað frá Indlandi. Stendur fólk
ekki á haus heilu og hálfu dagana? Hvað þýð-
ir þetta og hvað er jóga?
„Orðið sjálft - jóga - þýðir sameining og þá
er verið að tala um að gera eitthvað heilt og
þá gjarnan við líkama, hug og anda. Við ræð-
um þetta út frá líkamanum og að verið sé að
vekja hann upp og það er þá gert með teygjum
og öndunaræfingum. Þessar æflngar styðja
við meltinguna, kirtlakerfið og blóðrásina,"
segir Jón Ágúst, jógakennari og kerfisfræö-
ingur, en við heimsóttum hann í Yogastöðina
Heimsljós í Reykjavík til að fræðast um mál-
in.
Þarf að kenna fullorðnu fólki að anda?
„Já, þess er þörf í mörgum tilvikum. Staö-
reyndin er sú að nútímamaðurinn er oft svo
spenntur og stressaður að hann fer að anda of
ört og grunnt og notar kannski ekki nema 20
til 30% af lungunum eða minna. Þetta leiðir til
þess að hinn stressaði nútímamaður fær ekki
þá orku sem honum er nauðsynleg úr súrefn-
inu.
Öndunin og rétt öndun er mikið grundvall-
aratriði vilji fólk ná vellíðan.
Hún er svo mikilvæg að þó
svo menn læri ekkert nema rétta öndun þá
líður þeim strax miklu betur. Með betri önd-
un eru lungun notuð betur, menn fá meira
súrefni og meiri orku til að lifa og líða betur.
Með þvi að anda ofan í þindina kemur hún
upp fyrir meltingarfærin og vinna þau betur
og þá eykst orkan enn meira. Þannig eykst
líkamleg geta.
Nýliðar sem koma hingað í Heimsljós, ekki
eru þeir að koma til að læra að anda, eða
hvað?
„Margir þeirra koma til að læra að slaka á.
Þeir hafa heyrt sagt að hér sé hægt að læra
slökun. Það er rétt. Hér er m.a. hægt að læra
hana. Við tölum oft um að jóga skiptist upp í
öndunina, líkamsæfingarnar, hugleiðslu og
slökun. Þar er öndunin grunnþáttur eins og
áður sagði og síðan koma hreyfingarnar, sem
eru ævagamlar aðferðir og byggjast á kenn-
ingum um hvernig best sé að byggja upp lík-
amann og koma jafnvægi á hann. Jóga er upp-
runnið frá Indlandi og er talið í það minnsta
5000 ára gamalt.
Er jóga líkamlega erfitt?
„Eins og við höfum farið í þetta hér, sem er
eftir kenningum svokallaðs kripalu-
Sippið er best,
ódýrast og tekur
minnstan tíma
Reykjavíkur maraþon er að baki
og margir trimmarar sem hlaupa
hægja nú á sér um skeið og hvíla sig
jafnvel frá hlaupunum. Svo eru auð-
vitað líka aðrir sem ekki hlaupa en
njóta hreyfmgar á ýmsan annan
hátt: ganga, synda, hjóla o.fl. Um
alla þessa hópa gildir þó hið sama.
Allir hafa gott af því að sippa. Já,
sippa eins og stelpumar voru allar
að gera í eldgamla daga úti um all-
Fram undan
Sumir hlauparar og skokkarar
reyna eftir bestu getu að vera í
hámarksþjálfun í Reykjavíkur
maraþoninu sem var um síðustu
helgi. Þess vegna vill koma
bakslag í hlaupin að því loknu.
En það er líf að loknu Reykjavík-
urmaraþoni og reyndar eru þess
fjölmörg dæmi að þetta fjöl-
mennasta almenningshlaup hér
á landi verði til þess að jafnvel
áratuga kyrrsetumenn fari að
hreyfa sig á ný.
í dag er Reykjalundarhlaupið
og hefst við Reykjalund klukkan
11 nema 14 km hlaupið sem hefst
klukkan 10.40. Auk þess eru
famir 0,5 km, 2 km, 3 km, og 6
km. Allar þessar vegalengdir má
fara gangandi, hlaupandi eða þá
í hjólastól. Reykjalundarhlaupið
hefur um árabil verið mjög vin-
sælt og fjölmennt.
Hausthlaup UMFS verður á
Dalvík laugardaginn 31. ágúst
nk. Upplýsingar fást hjá Vil-
hjálmi Bjömssyni í síma 466
1121.
an bæ og líklega allt land.
Alltaf voru þær sippandi
stelpurnar, einar
sér eða í hóp
Þetta var hins
vegar ekki
strákaleikur
og aðeins þekkt að þeir '
tækju þátt í hópsippi einstaka
sinnum.
En sippið er talið svo mikil-
vægt og gagnlegt fyrir íþrótta-
menn og alla aðra að engin önn-
ur íþrótt, eða kannski leikur, er
talin hollari fyrir líkamann
með eins lítilli fyrirhöfn. Flest-
ir íþróttamenn um allan heim
sippa og telja mikið gagn af
til að halda sér í þjálfun. í
íþróttum, eins og hnefaleik-
um, körfuknattleik og tenn-
is, sem krefjast þess að
menn séu snöggir í hreyf-
ingum og sterkir í fótun-
um, er sippið undirstöðu-
æfing.
Með því að sippa næst
betri þjálfun en með nokk-
urrri annarri þekktri íþrótt
ef miðað er við þann tima sem
varið er til hennar. Sérfræðingar segja að 15
mínútna sipp geri sama gagn og þegar leiknar
em þrjár lotur i tennis, 17 holur í golfi, veggja-
tennis spilað í 30 mínútur eða hlaupið í 40
mínútur.
Sipp er einmitt greinin fyrir þá sem gefa
hreint ekkert fyrir „allt pjattið" sem sumum
finnst fylgja líkamsræktinni í dag, svo ekki sé
minnst á kostnaðinn.
Hægt er að sippa nánast hvar sem er, úti
eða innandyra. Kostnaður er nánast enginn
(aðeins sippubandið sem má líka búa til sjálf-
ur). Tíminn sem fer í sippuæfingarnar er að-
eins nokkrar mínútur á dag.
Góð samvinna við lög-
reglu tryggði
enn eitt gott
inn i
Líkamsræktar-
stööina World
Class í vikunni og þar
var auðvitaö allt á fullu
aö venju þó enginn væri aö
sippa þegar viö komum. Elín
Jóhannsdóttir, 32 ára móöir,
teiknari og textahöfundur, náöi
sér í sippuband og sippaði síöan
fyrir okkur um stund. Elín hefur
stundaö líkamsrækt nær daglega
síöan í mars sl. „Ég er í einkaþjálfun hjá Kjartani
Guðbrandssyni,“ sagöi Elín. En hvað fær hún út úr þessu? -
„Mikla ánægju og auðvitaö stóraukiö úthald og betri liöan.“
Aö hverju stefnir hún í þessum efnum? - Aö styrkja enn
frekar sjálfstraustiö og vera og veröa stór og sterk og hraust
stelpa. Elín á tvær dætur, Sigrúnu Hönnu, átta ára, og Söndru
Dögg, 4 ára . Þær eru báöar í ballett en eru reyndar líka orðnar
heimavanar í barnahorninu í World Class. „Svo á ég líka kall
heima, sem ég er aö reyna aö fá meö mér í ræktina," sagði
Elín að lokum. DV-mynd JAK
- segir Ágúst Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri
Reykjavíkur maraþonsins
Umferðarstjórn og skipulag
hlaupsins tókst eins og best verð-
ur á kosið I Reykjavikur maraþon-
inu á sunnudaginn. Ágúst Þor-
steinsson, framkvæmdastjóri
hlaupsins, sagði í viðtali við DV að
hlaupinu loknu að samvinna við
lögreglu hefði verið með ágætum.
Nokkrum götum var lokað tíma-
bundið og umferð beint á aðrar.
Var þetta í svipuðum dúr og í
fyrra. Gott götuhlaup, þar sem
þátt taka þúsundir, verður ekki að
raunveruleika nema í góðu samstarfi
við löggæslu og borgaryfirvöld. Öryggi
verður að vera sem mest og ökumenn
og hlauparar verða að taka tillit til að-
stæðna,“ sagði Ágúst enn fremur.
„Þessa njótum við hér í Reykjavík og er
það ekki minnsti liðurinn í þeirri stað-
reynd að Reykjavíkur maraþonið er
orðinn fastur árlegur viðburður á af-
mælisdegi höfuðborgarinnar. Hundruð
erlendra gesta koma í hvert sinn til að
taka þátt og setja skemmtilegan svip á
Reykjavíkur maraþonið sem að þessu
sinni var stór liður á 210 ára afmælis-
degi Reykjavíkur.