Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Page 30
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996 JLlV 3» menning Greg Gatenby. rithöfundur frá Kanada: Hann stýrir stærstu bókmenntahátíð í heimi Greg Gatenby - Kanadamaður á höttunum eftir íslenskum rithöfundum. Greg Gatenby er á íslandi til aö velja rithöfunda á stóra norræna lista- og bókmenntahátíð sem halda á í Toronto í Kanada í júní á næsta ári. Hann er þaulvanur slíkum verkum. Á hverju ári í október held- ur hann bókmenntahátíð í glæsileg- um listasölum við höfhina i Toronto - og hann fullyrðir að hún sé sú stærsta í heimi. Þetta er breiðvax- inn maður og geislar af orku; hann er sjálfur rithöfundur, en við tölum ékki um það núna heldur samskipti hans við aðra rithöfunda. Upphafið Hvernig byrjaði þetta œvintýri? Það er saga að segja frá því. Þeg- ar kosningar stóðu fyrir dyrum árið 1972 var Trudeau, forsætisráðherra Kanada, dauðhræddur um að flokk- ur hans myndi tapa flestum þing- sætum sínum í Toronto. Hann sá að hann yrði að grípa til örþrifaráða, og daginn fyrir kosningar tilkynnti hann að stjómin hefði keypt gömlu hálfónýtu vöruhúsin við gömlu höfnina sem voru ekki lengur notuð og ætlaði að gefa Torontobúum þau. Þeir mörðu kosningamar, og nú varð að finna leið til að nýta þessi hús. I stuttu máli sagt var milljón- um dala eytt í það á næstu mánuð- um að gera þau upp og allt hafnar- svæðið, alls fjörutíu hektara: opna þar kvikmyndahús, sýningarsali og leikhús, bjóða þangað heimsfrægum söngvurum og dönsurum til að tæla almenning á staðinn - til að geta sagt; þama sjáið þið, þetta var frá- bær hugmynd! Staðurinn var kall- aður Harbourfront - Hafnarbakkinn - og það var mokað í hann pening- um. Ég vann hjá útgefanda um þetta leyti en hafði á háskólaámnum rek- ið kaffihús þar sem listamenn tróðu upp, og 1975 var ég beðinn að taka að mér bókmenntadeildina á Hafn- arbakkanum. Ég tók boðinu. Upp- lestrarkvöldin voru orðin nokkuð kunn í héraðinu þegar þetta var og skáld vom farin að sækjast eftir að koma þar fram. Og nú fór ég skipu- lega að bjóða til mín virtum skáld- um og rithöfundum hvaðanæva af landinu. Sum höfðu aldrei lesið upp opinberlega þó að þau væra bæði gömul og fræg, og þessi kvöld urðu fljótlega landsþekkt. Upplestrarkvöldin vom og eru enn reglulega einu sinni í viku, á þriðjudögúm. Þrjú skáld koma fram á kvöldi, hvert þeirra les í hálftíma í mesta lagi, og ég er harður í hom að taka ef þau fara fram yfir tím- ann! Kvíarnar færðar út Árið 1976 hringdi til mín kona fyrir hönd vinar síns sem var all- þekktur enskur rithöfundur á flótta undan skattinum í heimalandi sínu. Hann var ljóðskáld, og hundleiður á fátæktinni hafði hann skrifað eina skáldsögu, ljósbláa, sem sló í gegn, honum til stórrar furðu. Hann græddi svo mikið á henni að endur- skoðandinn hans ráðlagði honum að fara úr landi ekki síðar en undir eins til að sleppa við tekjuskattinn sem þá var geysilega hár í Englandi. Hann komst inn í Bandaríkin sem túristi í sex mánuði, en nú þurfti hann að fara burt þaðan um tíma til að fá landvistarleyfið endurnýjaö. Hann vildi ekki fara heim til Eng- lands, þá hefði hann hugsanlega verið tekinn, og spurningin var hvort ég vildi bjóða honum að lesa á Hafnarbakkanum. Þá hefði hann lögmæta ástæðu tO að - fara til Kanada og gæti framlengt vísað sitt i leiðinni. Ég hafði aldrei haft erlenda lesara fyrr en þótti sjálfsagt að gera mann- inum greiða. Það óvænta var að 250 manns komu á upplesturinn. Fólk haföi greinilega beðið eftir að heyra útlenda rödd! Eftir þetta fór ég að bjóða erlend- um höfundum tO mín og í Evrópu kynntist ég fyrirbærinu ljóðahátíð- um, sem virtist vera tO í annarri hverri borg. Mér fannst hugmyndin góð en þegar ég skipulagði mína eig- in hátíð hafði ég bæði ljóð og óbund- ið mál. Var hann forvitri? Mig langaði til að ná í fólkið sem ekki dytti í hug að fara á ljóðakvöld- in mín vegna þess að skólamir höfðu bólusett þaö við ljóðum. Bók- menntakennslan hefur verið hræði- leg heima. Fólk útskrifast úr menntaskóla og lítur aldrei á ljóð framar á ævinni, vegna þess að kennaramir hafa gert ljóð að hálf- gerðri krossgátu sem maður verður að ráða, annars verður maður að at- hlægi. Almenningur vildi ekki koma á ljóðakvöld af því hann var hræddur um að það yrði próf á eftir! Ég vildi ekki að gestir mínir óttuðust slíkt. Fyrstu bókmenntahátiðina mína hélt ég 1980. Ég bauð bara 21 höf- undi en þar á meðal nokkrum fræg- um enskumælandi skáldum. Svo fannst mér ég verða að hafa ein- hverja sem ortu á öðrum tungumál- um og bauð einu prýðOegu pólsku skáldi. En enginn hafði heyrt hans getið og blaðamennimir vildu fá upplýsingar um stjörnumar, engan fjandans Pólverja! Jæja. Þetta var Czeslaw Milosz, og tveimur vikum fyrir hátíðina mína fékk hann nóbelsverðlaunin! Þá kom annað hljóð í blaðamennina. Þeir sem áður höfðu sagt mér að þegja þegar ég vOdi skipuleggja viðtöl við Pólverj- ann vildu nú aOir fá einkaviðtal við hann! Hátíöin tókst glimrandi vel, ekki bara vegna Milosz en vissulega líka vegna hans.. Þessi viðburður gaf hátíðinni vægi sem annars hefði tekið mörg ár að byggja upp. Og yf- irmaður minn, sem áður hafði fund- ist ég óttalegur sérvitringur, sá nú að ég hlyti að vita hvað ég var að gera, úr því að Svíarnir sögðu það! Þetta var mitt mikla „breik“! Nú hafa rúmlega 2500 rithöfundar komið fram á hátíðinni, fleiri en á nokkurri annarri bókmenntahátíð í heimi, og þeirra á meðal margir nóbelsverðlaunahafar. í haust koma til mín 130 skáld og rithöfundar, helmingurinn erlendur. Ég borga allan kostnað, aOt annað en ferðir höfundanna. Hátíðin stendur í 11 daga og fer fram í þrem húsum sem DV-mynd JAK hvert um sig tekur 500 áhorfendur. Miðinn kostar 16 dali og það er aOtaf uppselt. Ég hef ekki umræður eftir upplesturinn, en á daginn eru umræðufundir með höfundum. Gestrisni er meginregla á þessari hátíð. Við reynum að láta öOum líða vel og koma fram við aOa eins, fræga sem lítt fræga. Hafa einhverjir tslendingar komió á hátíöina? Tveir, Njörður P. Njarðvík, sem ég hitti á ráðstefnu í Búlgariu, og Sigurður A. Magnússon. Má ég segja þér hvers vegna þeir era ekki fleiri? Ef þú skoðar skrána yfir höf- unda sem hafa komið til mín þá sérðu að Finnar og Svíar eru sér- staklega margir. Það er vegna þess að þeir hafa fuOtrúa sem gerir ekk- ert annað en að kynna bókmenntir þjóðar sinnar erlendis - bókmennta- fuOtrúa. Ég vfldi óska þess að Is- lendingar hefðu slíka upplýsinga- stofnun. Og ef þið vfljið að erlendar þjóðir kynnist bókmenntum ykkar og tungu þá verðið þið að koma ykk- ur upp svona stofnun. í tengslum við hátiðina mína eru aOtaf þónokkrar bækur þýddar og gefnar út í Kanada, og nú koma líka útgef- endur frá öðrum löndum tO að fylgj- ast með þeim sem þar koma fram og kaupa af þeim verk. Það er mark- aðsvænt að koma og lesa hjá mér. Algert plat Ég gæti sagt þér margar sögur af þessum hátíðum. TO dæmis bauð ég Julian Barnes þegar ég hafði lesið Páfagauk Flauberts og hann kom. Hann var á dagskrá síðasta kvöldið og hafði horft á allar þessar stór- stjörnur heilla mannskapinn en enginn þekkti hann. Julian gekk nú að ræðupúltinu eins og aðrir, en áður en hann hóf máls steig hann óvænt eitt skref afturábak, frá hljóð- nemanum, og svo fór hann að lesa, lágri röddu. Ekki svo lágri að mað- ur heyrði ekki tO hans en nógu lágri til að hann fékk algert hljóð og óskipta athygli áheyrenda. Brilljant! hugsaði ég. Hann las úr Páfagauki Flauberts sem enginn hafði lesið en aOir urðu yfir sig hrifnir, og í lokin stóð salurinn upp og hyOti hann. Svo settist Julian hjá mér og ég haO- aði mér að honum og sagði: Þetta var stórkostlegt. Þú hlýtur að vera besti vinur Laurence Olivier og hann hefur kennt þér þetta bragð. Hann leit á mig og spurði: Ertu að gera gys að mér? Nei, ég meina það, mér fannst þú frábær, sagði ég hissa. Þá útskýrði hann fyrir mér að þegar hann kom að ræðustólnum hefði honum fundist hann algert plat. Þama stóð hann, óskrifað blað, á sama stað og WiOiam Golding hafði staðið, Seamus Heany og Margaret Atwood. Ég hef engan rétt á að vera hér, hugsaði hann í ör- væntingu! Þá var það sem hann bakkaði frá hljóðnemanum tfl að standa ekki í sömu sporum og þessi stórmenni. Þegar hann tók svo tO máls var hann svo taugaóstyrkur frammi fyrir þessum mannfjölda - hann hafði aldrei fengið fleiri á upp- lestur en 12 - aö kokið þornaði! Hann hafði i raun og veru talað eins hátt og hann gat. Nú er Julian Barnes heimsfrægur höfundur, og hann fær aOtaf fullt hús þegar hann les upp á Hafnar- bakkanum. Norræna hátíðin Ég er feginn að nú skuli eiga að halda norræna listahátíð í Toronto. Hún verður geysistór og haldin út um aOa borg, ekki bara á Hafnar- bakkanum. En þar verða bókmennt- irnar. Þangað verður boðið 24 skáld- um og rithöfundum frá Norðurlönd- um og ég vona að þetta verði upphaf að stórbættum menningarsamskipt- um milli Norðurlandanna og Kanada. Við eigum svo margt sam- eiginlegt: breiddargráðu, loftslag, trú, og við höfum lengi búið við vel- ferðarkerfi, ólíkt Bandaríkjunum. Við höfum haft sósíaldemókratískar ríkisstjórnir eins og þið og það er ekki svívirða að segja um mann að hann sé sósíalisti. Allt þetta eigum við sameiginlegt, og það er fáránlegt að við skulum ekki vita meira hvert um annað. Ég vona sem sagt að þarna verði ekki tjaldað tfl einnar nætur heldur verði þessari hátíð fylgt vel eftir. Til dæmis ætti Norðurlandaráð að koma sér upp rithöfundabústað I Toronto þar sem höfundar frá ólík- um þjóðum gætu búið í eitt ár og kynnt sig og verk sín rækilega. Ég er viss um að hver einasti fengi bók útgefna, auk þess sem hann kæmi til baka fróður um Kanada. Það er ótrúlegt hvaða hugmyndir fólk hef- ur um landið mitt hér um slóðir! Þetta myndi gagnast báðum aðilum. Ég krosslegg fingur og vona það besta! -SAn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.