Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Side 35
LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996
Qkák
43
Ólympíuskákmót barna í Svartfjallalandi:
Islenska skaksveitin
varð í sjötta sæti
- Hannes Hlífar sigraði á Borgarskákmótinu
íslensku Ólympíuskáksveitinni,
16 ára og yngri, gekk vel á Ólympíu-
móti bama sem fram fór í Kotor í
Svartfjallalandi. Sveitinni tókst
raunar ekki að verja titilinn frá því
á Kanaríeyjum í fyrra en náði 6.
sæti, sem er mjög góður árangur
enda við snjöllustu unglinga heims
að etja. Fjórir þeirra fimm sem skip-
uðu sigursveitina á Kanaríeyjum
tefldu nú í Svartfjallalandi; Jón
Viktor Gunnarsson, Einar Hjalti
Jensson, Bergsteinn Einarsson og
Bragi Þorfinnsson. Davíð Kjartans-
son kom í stað Bjöms Þorfinnsson-
ar. Fararstjóri var sem áður Harald-
ur Baldursson.
Sveit Rúmena hreppti gullverð-
laun með 26 vinninga af 36 möguleg-
um. Öflugt lið Rússa hafnaði í 2.
sæti með 23,5 vinninga og Ungverj-
ar fengu bronsverðlaun, með jafn-
marga vinninga og Rússar en lakari
stigatölu. í 4. sæti kom sveit Úkra-
ínu með 21,5 v., Júgóslavar fengu
20,5 v. og íslendingar 19,5 v.
í lokaumferðinni lögðu íslending-
ar b-sveit Úkraínu með 3 vinning-
um gegn 1. Jón Viktor, Bergsteinn
og Bragi unnu sínar skákir en Dav-
íð varð að sætta sig við ósigur. Ár-
angur íslensku keppendanna var
þessi: Jón Viktor 5,5 v. af 9, Einar
Hjalti 5 v. af 8, Bergsteinn 4,5 af 8,
Bragi 6 af 9 og Davíð 0,5 af 2 tefldum
skákum.
Þungu fargi látt
af kamsky
Enn eitt stórmótið í skák stendur
nú yfir í Amsterdam í Hollandi,
minningarmótið um stórmeistarann
Jan Hein Donner sem haldið er í 4.
sinn.
Að loknum fjórum umferðum átti
helmingur keppenda hlutdeild í
efsta sætinu. Þeir eru stórmeistar-
arnir Vassily Ivantsjúk (Úkraínu),
Julian Hodgson (Englandi), Gata
Kamsky og Nick de Firmian ( báðir
frá Bandaríkjunum) og Loek van
Wely og Jeroen Piket (báðir
Hollandi), sem allir höfðu 2,5 vinn-
inga. Julio Granda Zuniga (Perú) og
Utut Adianto (Indónesíu) komu
næstir með 2 vinninga, síðan Val-
ery Salov (Spáni), Ivan Sokolov og
Jan Timman (Hollandi) með 1,5
vinninga og loks Alexander
Morozevitsj (Rússlandi) með 0,5 v.
Athyglisvert er að fylgjast með
taflmennsku Gatas Kamskys . sem
hefur haft orð á sér fyrir að tefla
fremur þunglamalega og af litlu list-
rænu innsæi. Svo virðist sem ein-
vígið við Karpov um heimsmeist-
aratitil FIDE hafi haft góð áhrif á
hann þrátt fyrir það að hann beið
lægri hlut. Af skákum hans í
Amsterdam að dæma er eins og
þungu fargi sé af honum létt.
Skoðum tafl hans við Salov þar
sem Kamsky hristir mannsfórn
fram úr erminni sem gefur
skemmtilega möguleika. Salov kýs
að gefa hluta liðsins aftur með góðu
en við það nær Kamskv öruggum yf-
irburðum. Hann lýkur svo skákinni
smekklega.
Hvítt: Gata Kamsky
Svart: Valery Salov
Drottningar-indversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3
Ba6 5. b3 b5
Sjaldséður leikur í þessari marg-
tefldu stöðu og ekki talinn nægja til
taflfjöfnunar.
Umsjón
Jón L. Árnason
6. cxb5 Bxb5 7. Bg2 d5 8. 0-0
Rbd7 9. Hel Bb4 10. Bd2 a5 11.
Rc3 Ba6 12. a3 Be7 13. e4 Bb7 14.
exd5 Rxd5 15. Re4 R5f6 16. Rfg5
Bd5
Hvítur hefur undirtökin eftir
byrjunarleikina og nú gefst honum
óvæntur möguleiki. Öruggara er 16.
- Rxe4, þó svo svartur eigi undir
högg að sækja.
17. Rxf7! Kxf7 18. Rg5+ Kg8 19.
Rxe6 Bxe6
Ef 19. - Db8 20. Rxg7! og þriðja
peðið fellur, því að biskupinn á e7
er orðinn skotspónn hróksins.
20. Hxe6 Kf7 21. De2 He8?
Salov kýs að láta hrókinn á a8
með góðu og losna þar með við
hættulegan hvítreita biskup hvíts.
En 21. - Ha7 er betri tilraun til þess
að láta hvítan sýna fram á réttmæti
fórnarinnar í 17. leik.
22. Bxa8 Dxa8 23. Hel Dd8 24.
Bxa5
Hvíta taflið er nú afar vænlegt -
svörtum tekst ekki að fá liðsafla sín-
um fótfestu.
24. - Rf8 25. He3 Rg6 26. Dc4+
Dd5 27. Dxc7 Kf8 28. Bb4 Bxb4
29. axb4 Hd8 30. b5! Dxd4 31. b6
Dd7 32. Dc5+ Kg8 33. Dc4+ Kf8
34. He6 Rd5 35. De4 Kf7?! 36. b7!
Rf8
Ef 36. - Dxb7 37. Df3+ og vinnur.
37. He8! Rf6 38. He7+
- Og svartur gafst upp.
Hannes Hlífar
með fullt hús
Borgarskákmótið 1996 var haldið
í Ráðhúsi Reykjavikur sl. sunnu-
dag. Taflfélagið Hellir og Taflfélag
Reykjavíkur stóðu sameiginlega að
mótinu sem er orðið fastur liður í
afmælishátið borgarinnar. Mótið
hófst með því að borgarstjórinn í
Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, lék fyrsta leikinn í skák
Þrastar Þórhallssonar sem væntan-
lega verður útnefndur ní'undi stór-
meistari íslendinga í haust.
Alls tóku 84 keppendur þátt í mót-
inu fyrir hönd jafnmargra fyrir-
tækja og stofnana. Er skemmst frá
því að segja að Hannes Hlífar Stef-
ánsson, sem tefldi undir merkjum
Islenskra aðalverktaka, gerði sér lít-
ið fyrir og lagði alla andstæðinga
sín. Röð efstu keppenda varð þessi:
íslenskir aðalverktakar (Hannes
Hlífar Stefánsson), 7 vinningar af 7
mögulegum.
2.-3. Rarik (Helgi Áss Grétarsson)
og Póstur og sími (Þráinn Vigfús-
son) 6 v.
4.-6. Suzuki bílar (Magnús Örn
Úlfarsson), Alþýðubandalagið (Héð-
inn Steingrímsson) og Bæjarskipu-
lag Reykjavíkur (Bragi Halldórs-
son), 5,5 v.
7.-15. Visa ísland (Þröstur Þór-
hallsson), Núðluhúsið (Ágúst Sindri
Karlsson),
Smurstöð Esso, Stórahjalla (Jó-
hannes Gísli Jónsson), Sjóvá- Al-
mennar (Sævar Bjamason), Leigj-
endasamtökin (Davíð Ólafur Ingi-
marsson), Tölvukjör (Arnar Þor-
steinsson), Fiskifélag Islands (Jón
Garðar Viðarsson), Sveinn Kristins-
son,
Emmess ís (Ragnar Fjalar Sæv-
arsson) 5 v.
16.-23. Glitnir (Ólafur Kristjáns-
son), Ofnasmiðjan (Ingvar Ás-
mundsson), Dælubílar hf. (Sæberg
Sigurðsson), Árnason sf. (Magnús
Pálmi Ömólfsson),
Úrval-útsýn (Einar Kristinn Ein-
arsson), Gámaþjónustan hf. (Áskell
Öm Kárason),
Bílapartar Garðabæjar (Ingólfur
Hjaltalín) og Stefán Þór Sigurjóns-
son 4,5 v. o.s.frv.
Skákstjórar voru Gunnar Björns-
son og Ólafur S. Ásgrímsson.
________________ %~idge
Bikarkeppni BSÍ 1996:
Dregið hefur verið í fjórðu um-
ferð bikarkeppni Bridgesambands
íslands og munu þessar sveitir spila
saman:
Garðar Garðarsson og Landsbréf
Umsjón
Stefán Guðjohnsen
Sparisjóður Þingeyinga og Hrafn-
hildur Skúladóttir
Búlki hf. og Jón Ág. Guðmunds-
son
Samvinnuferðir/Landsýn og VÍB
Þessum leikjum skal lokið fyrir 9.
september en undanúrslit og úrslit
verða spiluð helgina 21. og 22. sept-
ember
Fram að þessu hafa úrslit verið
nokkuð hefðbundin. Þær fjórar
sveitir sem eru stigahæstar halda
enn þá velli en nú dregur til tíðinda
þegar sveitir Samvinnuferða/Land-
sýnar og Verðbréfamarkaðar ís-
landsbanka mætast. Verður það
mest spennandi leikur fjórðungsúr-
slitanna.
Annars sluppu Samvinnuferð-
ir/Landsýn með skrekkinn í þriðju
umferð þegar sveitin mætti sveit
Eurocard. Samvinnuferðir byrjuðu
vel og voru 22 impa yfir eftir tvær
lotur. I þriðju lotu tapaði sveitin 20
impum en síðasta lotan var jöfn og
hún komst áfram á tveimur impum.
Við skulum skoða eitt skemmti-
legt spil úr þriðju lotunni þar sem
Karl Sigurhjartarson í sveit Sam-
vinnuferða lenti í erfiðri stöðu,
tók ranga ákvörðun og tapaði dýr-
mætum 14 impum.
V/Allir
* ÁG104
«* KG102
+ 10543
* G
* 5
A* D9853
* ÁKDG6
* K3
* KD982
M 4
* 972
* ÁD94
N
V A
S
* 763
4* A76
♦ 8
* 1087652
I lokaða salnum sátu n-s Ragnar
Hermannsson og Einar Jónsson en
a-v Björn Theodórsson og Kristján
Blöndal. Þar voru sagnir á rólegu
nótunum:
Vestur Norður
1 hjarta pass
3 tíglar pass
pass pass
Austur Suður
1 grand pass
3 hjörtu pass
Eins og sést þá liggur trompið af-
leitlega og Kristján fékk ekki nema
sjö slagi og tapaði 200. Það virtist
samt ekki alvont því n-s geta unnið
þrjá spaða.
I opna salnum var hins vegar
meira mn að vera. Þar sátu n-s Val-
garð Blöndal og Rúnar Magnússon
en a-v Bjöm Eysteinsson og Karl
Sigurhjartarson.
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar
5 hjörtu dobl Allir pass
Spaðasögn norðurs var vel heppn-
uð og fjögurra spaða sögn suðurs
ekki siðri. Frá sjónarhóli Karls gátu
íjórir spaðar hæglega unnist og ólík-
legt væri að fimm hjörtu væru
marga niður. Á góðum degi gætu
þau jafnvel unnist.
En sú var síður en svo raunin.
Valgarð spilaði út spaöaási og ég
hugsa að Karl hafi búist við meiri
spilum í blindi. Það kom meiri spaði
sem Karl trompaði. Hann tók sér
góðan tíma, spilaði síöan út hjarta-
drottningu í þeirri von að háspil
kæmi frá suðri. Norður lagði kóng-
inn á og ásinn i blindum átti slag-
inn. Nú kom lauf, suður fór upp með
ás og íhugaði framhaldið. Auðvitað
var norður með einspil í laufi en lík-
lega væri betra aö stytta sagnhafa
með meiri spaða. Það reyndist rétt
og Karl trompaði. Hann las nú stöð-
una rétt og spilaði tígulháspilunum.
Þar með fékk hann sjö slagi en það
kostaði 1114 impa.