Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Qupperneq 45
TWT LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996
fréttir
myndasögur
Strákarnir Porsteinn Halldórsson, Steindór Einarsson og Konráö Ægisson
eru ánægðir með nýju leiktækin.
DV-mynd ÆMK
Leikskólinn Gimli í Njarövík:
Mikil stækkun og
kát börn í
nýjum tækjum
DV, Suðurnesjum:
„Það hefur verið mikið fjör og
gleði hjá börnunum, starfsfólkinu
og foreldrum bamanna. Það er allt
annað að vinna með börnunum í
svona góðri aðstöðu," sagði Brynja
Vermundsdóttir, leikskólastjóri
leikskólans Gimli í Njarðvík, við
DV.
Leikskólinn Gimli var stækkaður
úr 160 m2 í 228 nýlega og hægt að
fjölga börnum í vistun um 30 - úr 70
í 100. Þá var lóðin tekin í gegn og
Leiðrétting
í síðasta Helgarblaði DV var Þór
Magnússon sagður annar frá hægri
í myndatexta á bls. 52. Það er ekki
rétt. Annar frá hægri er Hafsteinn
Sveinsson. Þá var það ekki Einar ís-
leifsson sem lenti i 14. sæti á Ólymp-
íuleikunum í Barcelona heldur Ein-
ar Vilhjálmsson. -GHS
skipt um allan jarðveg. Þá voru öll
leiktæki endurnýjuö og sett ný
grindverk umhverfis leikskólalóð-
ina.
Aðstaða starfsmanna hefur breyst
til mikilla muna og kominn salur í
nýju viðbyggingunni fyrir krakk-
ana. Einnig er komið mötuneyti
sem var ekki fyrir áður og er selt
fæði á staðnum.
Gimli tók fyrst til starfa 1971 og
nú eru krakkar á aldrinum frá 2-6
ára í þremur deildum með sveigjan-
iegan vistunartíma.
„Með þessum framkvæmdum get-
um við boðið 4-9 tíma vistun en
áður 4-5 tíma. Það er fullsetið hjá
okkur, 100 börn. Biðlistinn er lang-
ur og við vorum fljót að fylla í pláss-
in og ennþá er biðlisti. Við
komumst samt svolítið áfram í að
stytta listann í Njarðvíkurhverfinu
og erum ekki í mjög slæmum mál-
um núna,“ sagði Brynja.
-ÆMK
Tilkynningar
Hafnarfjarðarkirkja
Allt helgihald fellur niður í Hafn-
arQarðarkirkju vegna málning-
arvinnu. Sr. Þórhallur Heimisson.
Frestun á sjóferð
Skemmtiferð Sjóferða ehf. á Dal-
vík, sem fara átti fóstudaginn 23.
ágúst, hefur verið frestað til
fimmtudagsins 29. ágúst vegna veð-
urs. Allir auglýstir brottfarartímar
haldast og Flugleiðir halda sætum
fyrir farþega frá Reykjavík á
fimmtudagsmorguninn.
Andlát
Unnur Rögnvaldsdóttir kennari
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness
fimmtudaginn 22. ágúst.
Emil Gíslason húsasmíðameist-
ari, Flókagötu 41, er látinn.
Jarðarfarir
Ingivaldur Ólafsson frá Áshóli,
siðast til heimilis á Sundlaugavegi
28, Reykjavík, verður jarðsunginn
frá Káífholtskirkju laugardaginn 24.
ágúst kl. 14.
Magnús Örlygur Lárusson,
Kleppsvegi 14, sem lést af slysförum
17. ágúst, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju þriðjudaginn 27.
ágúst kl. 15.
Sigurfinnur Ketilsson, fyrrver-
andi bóndi' á Dyrhólum, er lést 14.
ágúst, verður jarðsunginn frá Skeið-
flatarkirkju laugardaginn 24. ágúst
kl. 14.
Pizzaborgin
Þann 9. ágúst opnuðu þeir Kjart-
an Sævar Magnússon og Bjami Már
Bjarnason, fyrrv. starfsmenn
Eldsmiðjunnar, nýjan pitsustað sem
þeir kalla Pizzaborgina. Staðurinn
er við Austurströnd 8 á Seltjarnar-
nesi. Afgreiðslutími er kl.
11.30-23.30 og síminn 561 8090.
Hársnyrtistofan
Sandro
Björgvin R. Emilsson hárskera-
meistari og Fausto Bianchi hár-
greiðslumeistari hafa opnað Hársn-
yrtistofuna Sandro, Hverfisgötu 49,
gegnt versluninni Hjá Báru. Boðið
er upp á alla hársnyrtiþjónustu.
Opið er kl. 9-18 alla virka daga og
10-14 á laugardögum. Síminn er 551
5951.
ÞJÓÐLEIKHÚSID
Sala áskriftarkorta
hefst sunnudaqinn 7.
september kl. 13.00.
Korthafar frá fyrra leikári
hafa forgang ab scetum
sínum til og meb 9.
september.
Miðasalan verður opin alla daga frá
kl. 13.00-20.00 meðan á kortasölu
stendur.
SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200.
) en það má mikið vera
ef þetta var ekki Sólveic
og restin af megrunar
^ kúrnumf---- ‘
hennar. 0
Ö -'P
Ö
oaaasr
vissir pað ekki... V * z
53
Flækjufótur Mummi Siggi Lísa og Láki Andrés Önd Gissur gullrass Hvutti Hrollur Tarzan