Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1996, Side 49
TVX7~ LAUGARDAGUR 24. ÁGÚST 1996
4agsönn «
Sveppa-
tínslu- og
skógarferð
Hið íslenska náttúrufræðifélag
og Ferðafélags íslands efna til
sveppatínslu- og skógarskoðun-
arferðar í Heiðmörk í dag. Lagt
verður af stað frá Umferðarmið-
stöðinni (austanverðri) klukkan
13.00 og ekið upp í Heiðmörk
með viðkomu í Mörkinni 6.
Þar mun Vignir Sigurðsson,
skógarvörður hjá Skógræktarfé-
lagi Reykjavíkur, kynna skóg-
ræktina og Ásta Margrét Ás-
grímsdóttir hjúknmarfræðingur
leiðbeina um sveppatínslu en
hún er höfundur að bókinni
„Villtir íslenskir matsveppir".
Stefnt er að því að koma til baka
um kl. 18.00. Gjald fyrir ferðina
er 600 krónur en frítt fyrir böm.
Ráðstefna
um
dyslexíu
Dagana 23.-25. ágúst stendur
Dyslexíufélagið ásamt Námsráð-
gjöf Hf og Endurmenntunardeild
KHÍ fyrir ráðstefnu um dyslexíu.
Ráðstefnan verður haldin í stofu
101 í Odda og er þegar orðið full-
bókað.
Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni
verður Solveig-Alma Lyster frá
sérkennsludeild háskólans í Ósló.
Sólveig mun fjalla um sérsvið
sitt, fyrirbyggjandi aðgerðir við
dyslexíu. Aðrir fyrirlesarar
verða íslenskir.
Samkomur
f tengslum við ráðstefnuna
verður einnig kynning á þjón-
ustu Blindrabókasafnsins en
námsbókadeild þess hefur um
nokkurra ára skeið þjónað fram-
haldsskólanemum með dyslexíu.
Þá munu þrjú tölvufyrirtæki, Ný-
herji, Appel umboðið og Einar J.
Skúlason kynna tölvubúnað.
Félag
eldri
borgara
Féfagsvist verður spiluð hjá
Félagi efdri borgara í Reykjavík
í Risinu á morgun klukkan
14.00. Dansað verður í Goðheim-
nm kl. 20.00. Bridge verður í Ris-
inu mánudag kl. 13.00.
Gengið
Almennt gengi Ll nr. 178 23.08.1996 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollqengi
Dollar 66,250 66,590 67,990
Pund 102,840 103,370 102,760
Kan. dollar 48,350 48,650 49,490
Dönsk kr. 11,5030 11,5640 11,3860
Norsk kr 10,2750 10,3320 10,2800
Sænsk kr. 10,0110 10,0660 9,9710
Fi. mark 14,6720 14,7580 14,2690
Fra. franki 13,0280 13,1030 13,0010
Belg. franki 2,1572 2,1702 2,1398
Sviss. franki 54,8500 55,1600 53,5000
Holl. gyllini 39,6400 39,8700 39,3100
Þýskt mark 44,4500 44,6800 43,9600
ít. líra 0,04359 0,04387 0,04368
Aust. sch. 6,3120 6,3520 6,2510
Port. escudo 0,4332 0,4358 0,4287
Spá. peseti 0,5260 0,5292 0,5283
Jap. yen 0,61090 0,61450 0,62670
írskt pund 106,760 107,420 105,990
SDR 96,20000 96,78000 97,60000
ECU 83,7000 84,2000 83,21000
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Bjartviðri suðvestanlands
Um 996 mb lægð var yfir írlandi
sem þokast norður en hæð er yfir
Grænlandi. Búist er við að á morg-
un einkennist veðrið af norðaustan-
Veðrið í dag
golu eða kalda. Léttskýjað verður
suðvestan- og vestanlands en skýjað
og dálítil súld norðanlands og aust-
an. Hitastig verður á bilinu 8-14
stig. Fram á mánudag er gert ráð
fyrir norðlægri átt með björtu veðri
um sunnanvert landið en skýjuðu
með súld norðanlands. Á þriðjudag-
inn og fram eftir vikunni verða suð-
vestlægir vindar ráðandi með súld
og rigningu um vestanvert landið en
þurru og bjartara veðri austanlands.
Sólarlag í Reykjavík: 21.11
Sólarupprás á morgun: 5.50
Síðdegisflóð 1 Reykjavlk: 14.23
Árdegisflóð á morgun: 02.52
Veðrið kl. 12 í dag
Skjöldur við Stykkishólm:
Vedrid kl. 12 í gœr:
Akureyri
Akurnes
Bergsstaöir
Bolungaruík
Egilsstaöir
Keflavíkurflugv.
Kirkjubkl.
Raufarhöfn
Reykjavík
Stórhöföi
Helsinki
Kaupmannah.
Ósló
Stokkhólmur
Þórshöfn
Amsterdam
Barcelona
Chicago
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
London
Los Angeles
Madrid
Malaga
Mallorca
París
Róm
Valencia
New York
Nuuk
Vín
Washington
Winnipeg
alskýjað
rigning
alskýjaö
alskýjað
léttskýjað
skýjaö
rignig
léttskýjað■
þoka ígrennd
léttskýjað
léttskýjað
skýjaö
léttskýjaö
alskýjaö
skýjaö
léttskýjaö
alskýjaö
skýjaö
hálfskýjaö
léttskýjað
rign. á síö.kls.
þokumóöa
léttskýjaó
heiöskírt
léttskýjaö
skýjað
léttskýjaö
heiöskírt
mistur
rigningi
léttskýjaö
heiðskírt
léttskýjað
9
9
9
10
11
12
9
11
11
22
24
25
26
11
23
28
20
21
19
26
18
19
26
33
29
23
26
34
24
7
25
24
12
Afmælisveisla Vinanna
Hljómsveit Vina vors og
blóma er nú á lokasprett-
inum á tónleikaferð sinni í
sumar. Síðustu tónleikar
sveitarinnar í sumar fara
fram þann 1. september.
Laugardaginn 24. ágúst
ætla strákamir í hljóm-
sveitinni að halda á
heimaslóðir og spila á
skemmtistaðnum Skildi
sem er um tíu km frá
Stykkishólmi. Að loknum
þessum tónleikum eru ein-
ungis fernir tónleikar eftir
Skemmtanir
hjá Vinum vors og blóma í
sumar þannig að það fara
að verða síðustu forvöð að
fylgjast með þessum geð-
þekku drengjum. Söngvari
sveitarinnar mun halda
upp á afmælið sitt um
þessa helgi þannig að segja
má að hér verði um heljar-
mikla afmælisveislu að
ræða.
! kvöld ætla strákarnir í hljómsveitinni Vinir vors og blóma aö halda á heimaslóó-
ir og spila á skemmtistaönum Skildi sem er um tíu km frá Stykkishólmi.
í herferð
Háskólabíó, Laugarásbíó og
Regnboginn sýna stórmyndina
Independence Day en hún hefur
slegið eftirminnilega í gegn vest-
anhafs. Mikið er búið að fjalla um
þessa mynd í heimspressunni og
j sjálfsagt vita allir að myndin fjall-
ar um árás geimvera á jörðina.
Skyndilega og án viðvörunar fær-
ist skuggi yfir sjóndeildarhring-
inn þegar risavaxin geimför líða í
' gegnum gufuhvolfið og nema
staðar fyrir ofan helstu stórborg-
ir jarðarinnar. Innan fárra mín-
útna mun líf hvers einasta jarðar-
búa breytast.
Kvikmyndir
Vísindamaðurinn David (Jeff
Goldblum) gefur sig fram við for-
seta Bandaríkjanna (Bill
Pullman) og telur sig geta ráðið
samskiptaform hinna óboðnu
gesta. Fljótlega kemur í ljós að
geimverumar hafa illt í hyggju,
bai'áttan virðist vera vonlaus en
eigi að síður reyna jarðarbúar að
grípa til varnaraðgerða.
Hugmyndin að ID4 varð til hjá
leikstjóranum Roland Emmerich
| og framleiðandanum Dean Devlin
en þeir hafa áður starfað saman
að myndinni Stargate.
Nýjar myndir:
Háskólabíó: Auga fyrir auga
Laugarásbíó: Mulholland Falls
Saga bíó: Sérsveitin.
Bíóhöllin: Eraser
Bíóborgin: Tveir skrýtnir og
einn verri.
Regnboginn: Independence
Day.
Stjömubíó: Nomaklíkan.
Pizarro í Hall-
grímskirkju
Sunnudagskvöldið 25. ágúst kl.
20.30 leikur bandaríski organistinn
David Pizarro í Hallgrímskirkju á
vegum „Sumarkvölds við orgelið
1996“. Þetta eru sjöundu tónleik-
arnir þetta sumarið sem hófust
með tónleikum Harðar Áskelsson-
ar 7. júlí sl. Hingað til hafa komið
fram organistar eins og Christoph-
er Herrick frá Bretlandi, Gunnar
Idenstam frá Svíþjóð og 21. júlí sl.
bresk-bandarísku hjónin Colin
Andrews og Janette Fischell sem
m.a. léku tvíleik á Klais-orgel Hall-
grimskirkju.
Segja má að efnisskrá Pizarros
sé tvíþætt; annars vegar hefðbund-
in orgelverk og hins vegar umrit-
anir. Tónleikarnir hefjast á hefð-
bundinni spænskri Batalla frá 17.
öld, á eftir koma tvö voluntary eða
spunar. Pizarro leikur sónötu nr. 4
eftir Johann Sebastian Bach og
umritun á síðasta kafla H-moll
messunnar. Eftir Matthison-Han-
sen leikur Pizarro dæmigerðan
orgelkonsert en inni á milli má svo
heyra sálmforleikinn Jesus Cr istus
unser Heiland eftir Martin Radeck.
Tónleikar
Jasstónleikar
í dag verða næstsíðustu jasstón
leikar smurbrauðsveitingahússins
Jómfrúin á milli klukkan 16 og 18
Jómfrúartorgið er á milli Lækjar
götu 4 og Hótel Borgar. Að þessi
sinni er það trió Ara Haraldssonai
sem kemur fram og skemmtir gest
um og gangandi. Ari spilar á saxó
fón, Sebastian Motini á trommm
og Tómas R. Einarsson á bassa.