Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Qupperneq 13
DV FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
13
Mitt hlutverk
að skrifa sögu
jar sem
conur eru
líka með
31 ȣ2s
Agnes S. Arnórsdóttir
sagnfræöingur. Hefur
ekki áhuga á að loka sig
inni í saumaklúbbi.
DV-mynd Hari
Sitt lítið af hverju
Upphafstónleikar nýs starfs-
árs Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands verða þrennir, klukkan 20
á fimmtudags- og föstudags-
kvöld og kl. 17 á laugardag,
vegna mikillar eftirspurnar. Að
venju verður tónleikagestum
gefið í skyn hvað í vændum er í
vetur, þó ekki séu leikin sömu
verk og eru á tónleikaskrá vetr-
arins. Á efnisskránni um helg-
ina verða verk eftir Fi-anz von
Suppé, Benjamin Britten, Jan
K. Vanhal, Igor Stravinsky,
Camille Saint-Saéns, Paul
Dukas, Pjotr Tchaikovsky og
Alexander Borodin. Einleikarar
eru fagottleikararnir Hafsteinn
Guðmundsson og Rúnar Vil-
; bergsson, en tónlistarstjóri upp-
hafstónleikanna er Takuo Yu-
I asa frá Japan.
Ráðstefna á
afmæli Nordals
Stofnun Sigurðar Nordals
gengst fyrir alþjóðlegri ráð-
í stefnu um íslenska málsögu og
textafræði í tilefni af tíu ára af-
mæli sínu laugardaginn 14.
september, fæðingardag dr. Sig-
urðar Nordals. Alls verða fluttir
fjórtán fyrirlestrar. Ráðstefnan
verður í Norræna húsinu og
hefst klukkan 9 um morguninn.
Allir eru velkomnir meðan hús-
rúm leyfir.
íslensk silfursmíði
Þór Magnússon þjóðminja-
vörður flytur opinn fyrirlestur í
Þjóðminjasafninu í dag kl.17 um
íslenska silfursmiði og verk
þeirra. í Bogasal safnsins stend-
ur einmitt yfir sýningin Silfur í
Þjóðminjasafni og geta áheyr-
endur notað tækifærið og skoð-
að marga góða gripi, meðal ann-
ars silfurkaleika frá miðöldum,
| búninga- og borðsilfur.
Draumasmiðjan
frumsýnir
í fyrradag var í þessum dálki
sagt frá nýju vinnustaðaleikriti
Draumasmiðjunnar sem er
byggt á bókinni Karlar eru frá
Mars, konur eru frá Venus. Við-
bótarfréttir eru þær að það
verður frumsýnt á Kaffi Reykja-
vík á hádegi á sunnudaginn.
Umsjón
Silja Adalsteinsdóttir
Árið 1242 var samið um að Skál-
holtsbiskup og Steinvör Sighvats-
dóttir á Keldum skyldu gera um
mál Þórðar kakala og Ámesinga, en
þar sem þau greindi á skyldi Stein-
vör ráða ein. Þetta er eitt dæmi um
stjórnmálaáhrif kvenna á Sturl-
ungaöld sem Agnes S. Arnórsdóttir
fjallar um í bókinni Konur og víga-
menn. Hún er unnin upp úr
kandídatsritgerð sem hún skrifaði
við háskólann í Björgvin í Noregi.
Hugarheimur
kvenna lokaður
„Ég hef oft velt fyrir mér hvers
vegna ég nota þennan titil, Konur
og vígamenn," segir Agnes, „en
ekki bara konur og menn. Ég er
með allar konur undir en bara víga-
menn. En það vantar meiri rann-
sóknir í kvennasögu en karlasögu,
við vitum svo mikið um karla að
við getum leyft okkur að flokka þá í
smærri hópa. Þetta er stjórnmála-
saga og ég er að fjalla um stjórn-
málaþátttöku kvenna, þess vegna
urðu vígamenn fyrir valinu með
konunum.
Vígamaður er stjórnmálamaður
þess tíma, sá sem situr á þingi, veg-
ur og lætur vega menn. Goðar voru
vígamenn. Snorri Sturluson var
vígamaður. Ég er ekki að skoða
stjórnmálasöguna út frá stjórnkerf-
inu heldur því sem liggur á bak við
það, hefndarskyldunni til dæmis.
Að vega menn var stundum eina
leiðin til að ná rétti sínum. Menn
greiddu atkvæði með
vopnum og grjóti.
Sturlunga var mín
aðalheimild, en hún er
auðvitað karlmanna-
saga. Við nálgumst
hugarheim kvenna
aldrei beint á miðöld-
um, við verðum að
rýna í beimildirnar til
að sjá þær. En ég held
að þær hafi skipt
óskaplega miklu máli
sem tengiliður milli
hópa, ætta, fjölskyldna,
og lika milli kynslóöa."
Þú ert að skoða sam-
spil milli kynjanna og
áhrif kvenna á stjórn-
málin. Kallarðu þetta
kvennasögu?
„Það fer eftir því við
hvem ég er að tala. Á
kvennasöguþingum
kalla ég þetta kvenna-
sögu, þá vitum við allar
um hvað ég er að tala.
En þegar ég sit með
körlum, kannski sér-
staklega ungum körl-
um, sem ekki hafa
komið nálægt kvenna-
sögu, þá kalla ég þetta
stjórnmálasögu eða fé-
lagssögu. Ef ég segist
vera að fást við
kvennasögu er ég um
leið komin á bás.
Ég hef engan áhuga á
að sitja á rannsóknar-
stofu í kvennafræðum.
Ég er sagnfræðingur.
Við höfum þurft að
hafa kvennasögu til mótvægis við
hefðbundna sögu, en nú er kominn
tími til að halda áfram. Mitt hlut-
verk tel ég vera að skrifa sögu þar
sem konur eru líka með. í gegnum
aldirnar hafa karlar skrifað um
karla, en það góða við að fá konur
inn í fræðigreinarnar er að samfé-
lagið verður ríkara. Helmingi
stærra!
Auðvitað er þetta kvennasaga.
Markmiðið er að segja frá konum
fremur en körlum.
Það er erfitt að alhæfa um niður-
stöður. Þessi bók er ekki um af-
markað efni þar sem ég kemst að af-
markaðri niðurstöðu. Ég er að
reyna að opna sýn á samspilið milli
kynjanna og hvaða máli kynferði
fólks skipti. Niðurstaðan sem ég er
ánægðust með er að mér finnst mér
hafa tekist að nota heimildir á nýj-
an og frjóan hátt. Það reynir hver
kynslóð sagnfræðinga alltaf að gera.
Ef maður finnur ekki beinlínis nýj-
ar heimildir þá þarf maður að geta
varpað nýju ljósi á þær gömlu.
Ég fann mikið efni um konur í
Sturlungu og Grágás, og auðvitað er
staða þeirra að sumu leyti takmark-
aðri en karla, en ekki að öllu leyti.
Staða karla er líka takmörkuð. Það
eru til svið þar sem konur ná lengra
en karlar vegna hlutverks þeirra á
heimilunum. Þær miðla sögum og
kvæðum, þær eru óskaplega mikil-
vægar í hlutverkum sínum sem
mæður alla ævi.“ Og Agnes leggur
sérstaka áherslu á síðustu tvö orð-
in. „Konur skipta máli fyrir synina
alla ævi, og verða sterkari eftir því
sem þær eldast ef þær lifa lengi, og
þær lifa lengur en karlar. Þeir
drepa hver annan! í nýjum rann-
sóknum úti í Evrópu eru alltaf að
koma í ljós meiri áhrif kvenna á
sagnaritun."
Hvorki betra
né verra
Hefðirðu viljað vera kona á Sturl-
ungaöld?
„Já og nei. Að sumu leyti held ég
að konur á Sturlungaöld hafi hvorki
haft það betra né verra en við höf-
um það núna. Ég er uppalin í sveit
og þegar ég ber
saman frásagnir
ömmu minnar og
það sem ég les um
kjör kvenna í þess-
inrLgömlu heimild-
um þá er ekkert
svo mikill munur.
Auðvitað verða
breytingar í sögu
kvenna eins og
karla, en vissir
hlutir breytast lít-
ið, og þá er ég að
tala um þessi
óformlegu völd.
Konur á Sturl-
ungaöld höfðu eng-
in formleg völd,
við höfum meira
af þeim, en þær
gátu - ef trúa má
sögunum - beitt
sér í orði. En þá
erum við náttúr-
lega að tala um
sögur.
Við getum
aldrei ímyndað
okkur alveg hvem-
ig var að lifa á öðr-
um tíma, og auð-
vitað notum við
alltaf okkar eigin
samtíð við túlkan-
ir á gömlum heim-
ildum. Þegar ég sé
hvernig konur
stóðu milli tveggja
fjölskyldna og
höfðu skyldur við
báðar þá öfunda ég
þær ekki. Það get-
ur enn verið erfitt fyrir konur að
vera tengiliður milli tveggja fjöl-
skyldna."
Hvað er
sögulegt?
Fyrir nokkrum dögum rifjaði Ár-
mann Jakobsson upp í kjallaragrein
í DV ummæli 100 ára gamallar konu
sem fannst sögulega merkilegasti
atburður ævi sinnar þegar hún fékk
falskar tennur. Hvað er merkilegt í
sögunni að þínu mati?
„Ákveðinn hópur hefur ráðið því
hvað skipti máli í sögunni, og þar
hafa konur ekki verið með. Stjórn-
málasagan hefur verið talin mikil-
vægust, og hún vissulega skiptir
máli. En margt fleira skiptir máli,
það fer eftir þörfum hvers tíma.
Hvað þurfum við að fá að vita um
fortíðina til að geta skilið samfélag-
ið í dag og lifað í því? Þannig varð
kvennasagan til, af nauðsyninni á
að spegla sig í fortíðinni. Við þurf-
um að fá að vita að við höfum ekki
verið karlar."
Agnes er núna á styrk frá norska
vísindaráðinu og Óslóarháskóla í
fjögur ár við rannsóknir á kaupmál-
um hjóna frá síömiðöldum og kenn-
ir með.
„Ég kenni kvennasögu en kalla
hana kynferðissögu því ég vil ekki
fæla strákana frá mér. Ég er vara-
leiðbeinandi ungs pilts sem er að
skrifa um ástir í íslendingasögum,
og mér finnst það mjög gaman. Það
má ekki verða kvennaverk að fást
víð kvennasögu. Ég hef líka áhuga á
að fá fleiri til að athuga miðaldasög-
una út frá kynferði. í nútímasög-
unni á sér stað öll kenningasmíðin
og umræðan. Það þarf meiri um-
ræðu um eldri sögu, og hún er að
vakna.
Sjálf stend ég mitt á milli femín-
istanna og gömlu karlanna, og það
hentar mér mjög vel. Ég vil ekki
loka mig inni í einhverjum sauma-
klúbbi. Ég hef engan áhuga á því!“
Bókiti Konur og vígamenn kom
út hjá Sagnfrœðistofnun 1995.
Engin dæmi finnast um aö konum hafi veriö refsaö fyrir aö halda
framhjá mönnum sínum, en í Grágás segir aö finni maöur annan
mann í rúmi eiginkonu sinnar, dóttur, tengdamóöur eða systur, megi
vega hann á staðnum.