Dagblaðið Vísir - DV - 12.09.1996, Side 24
32
FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
Sviðsljós
DV
Divine tekin
fyrir vændi
Hollywoodhóran Divine
Brown, sem varð fræg á svip-
stundu fyrir að gæla við mann-
dóminn á Hugh Grant í bíl hans
forðum daga, var handtekin í
Las Vegas á sunnudag og ákærð
fyrir vændi. Divine var nöppuð
á MGM stórhótelinu í agnað-
gerðum lögreglunnar. Hún var
einnig ákærð fyrir að streitast á
móti þegar lögreglan bjóst til að
jáma hana.
Morissette
jafnar sölumet
Kanádíska söngkonan Alanis
Morissette hefur náð mikilvæg-
um áfanga á lífsleiðinni. Fram-
leiðendur fyrstu plötu hennar
hafa sent tólf milljónir eintaka í
verslanir og þar með hefur söng-
fuglinn jafnað met Whitney
Houston. Þetta þýðir þó ekki að
tólf milljónir eintaka hafl selst.
Pulp enn verðlaunuð
fyrir Different Class
Jarvis Cocker, söngvari og aöalsprauta hljómsveitarinar Pulp, hampar hér
Mercury-tónlistarverölaununum. Símamyndir Reuter
Hljómsveitin Pulp, sem kom til ís-
lands í sumar og hélt hér tónleika,
hlaut bresku Mercury-tónlistarverð-
launin fyrir lag sitt Different Class.
Verðlaunin vom afhent í London á
þriðjudagskvöld við hátíðlega athöfn.
Pulp-menn skutu hljómsveitinni
Oasis ref fyrir rass. Gallagherbræð-
ur og þeirra menn höfðu vonast eft-
ir að hreppa verðlaunin en þeir
hömpuðu þrennum verðlaunum á
Brit-tónlistarhátíðinni í febrúar. En
það var Jarvis Cocker, aðalsöngvari
Pulp, sem stóð með pálmann í hönd-
unum í lokin.
En Jarvis er alltaf sjálfum sér lík-
ur. Hann var ekkert að þakka fyrir
sig með hefðbundinni ræðu heldur
fór hann í vangaveltur um verð-
launin sem slík.
„Það er þetta með verðlaun. Þó
við séum mjög ánægðir að hljóta
þau þá vorum við í raun búnir að fá
þau þar sem svo margir hafa keypt
plötuna okkar,“ sagði aðalsprauta
Pulp, Jarvis.
Verðlaunaféð hefði margur þakk-
að fyrir að fá en Jarvis hafði engan
áhuga á að stinga ávísun upp á 2,5
milljónir króna í eigin vasa. Gaf
hann hana beint til samtakanna
WarChild sem starfa í þágu stríðs-
hrjáðra barna.
Sagði Jarvis að hann hefði stofn-
að til nýrra verðlauna, Pulp-verð-
launanna, þar sem fyrmefnd sam-
tök og Help platan, sem gefin var út
vegna stríðsins í Bosníu, hrepptu
hnossið. Fór einn aðalhvatamaður
að gerð þeirrar plötu, Brian Eno,
því heim með verðlaunagripinn.
Reuter
Pulp gaf verölaunin átakinu Listamenn til hjálpar stríöshrjáöum börnum. Fór
talsmaöur þess átaks, tónlistarmaöurinn Brian Eno, sem reyndar var til-
nefndur á hátíöinni, því ekki tómhentur heim.
Aukabla5 um T0LVUR
Miðvikudaginn 25. september mun aukablað um tölvur og
tölvubúnað fylgja DV.
Blaðið verður fjölbreytt og eínismikið en í því verður
fjallað um flest það er viðkemur tölvum
og tölvunotkun.
í blaðinu verða upplýsingar um bæði
hugbúnað og vélbúnað, þróun og markaðsmál
ásamt smáfréttunum vinsælu.
Þeim sem vildu koma á fr amfæri nýjungum og
efni í blaðið er bent á að hafa samband við
Jón Heiðar Þorsteinsson í síma 550-5847 sem fyrst.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði, vinsamlega hafi samband við Selmu Rut,
auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 550-5720.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.
Leikararnir Cameron Diaz, t.v., Vincent D’Onofio, í miðið, og Keanu Reeves
faömast hér við komuna til frumsýningar myndarinnar Feeling Minnesota í
Hollywood ■ fyrrakvöld en þau leika í myndinni. Fjallar myndin um bræöur
sem elda grátt silfur saman. Símamynd Reuter