Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996 Fréttir____________________________________ Viðræður stjórnarandstöðunnar um samstarf á þi^i á næsta leiti: ^ Rætt um samvinnu i sveitarstjórnum líka - segir Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins „Þingflokksformenn hafa eitt- hvað rætt saman en formlegar við- ræður, eins og ég fór fram á í bréfi mínu til stjómarandstöðuflokkanna i sumar, um samvinnu á Alþingi í vetur, eru ekki hafnar. Kvennalist- inn og Alþýðuflokkurinn svöruðu bréfi mínu í síðustu viku og ég vona því að menn fari að tala saman strax í næstu viku. Það er svo margt sem þarf aö ræða og afgreiða ef flokkarnir ætla að vinna saman í vetur,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir, formaöur Alþýðubandalags- ins, í samtali við DV í gær. Náist ekki samkomulag milli stjómarandstöðuflokkanna um sam- starf á Alþingi í vetur blasir við að Þingflokkur jafnaðarmanna er stærsti þingflokkur stjórnarand- stöðunnar með 11 þingmenn. Það gefur honum ákveðið vægi við kjör í nefndir þingsins. Þá má telja víst að þingflokkar Alþýðubandalags og Kvennalista taki höndum saman við kjör i nefndir þingsins en samanlegt hafa þeir 12 þingmenn. Margrét er hins vegar bjartsýn á að samkomu- lag takist um samstarf stjómarand- stöðuflokkanna í vetur. „Við emm þegar búin að skipa tvo sveitarstjórnarmenn til að vera fulltrúa okkar í viðræðunefnd um samstarfið. Það er gert vegna þess að við teljum nauðsynlegt að ræða einnig saman um samstarf í sveitar- stjómum nú eftir að stóraukin verk- efni hafa verið færð frá ríki til sveit- arfélaga. Kvenncdistakonur segja í sinu svarbréfi að þær séu tilbúnar til samstarfs á Alþingi en ekki í sveitarstjórnum. Sveitarstjórnar- málin eigi menn að leysa á hverjum stað fyrir sig. Ég tel hins vegar aö við komumst ekki hjá samvinnu þar eins og á Alþingi ef af verður," segir Margrét Frímannsdóttir. -S.dór íslenskar sjávarafurðir: Tvöfalt betri af- koma Hagnaður íslenskra sjávaraf- urða fyrstu sex mánuðina tvöfal- daðist miðað við sama tímabil 1995, fór úr 101 í 201 milljón króna. Er þá tekið tillit til hlut- deild ÍS í afkomu dótturfélaga. Ef dótturfélögin eru undanskilin þá nam hagnaður fyrri hluta þessa árs 220 milljónum miðað við 100 milljónir í fyrra. Heildarverðmæti sjávarafurða í umboðssölu var rúmir 12 millj- arðar fyrstu sex mánuðina sem er 2 milljörðum minni verðmæti en frá sama tíma í fyrra. Heildareignir ÍS í lok júní sl. voru metnar á tæpa 7 milljarða en voru tæpir 5 milljarðar um síðustu áramót. Eigið fé nam 1,6 milljörðum og hafði aukist lítil- lega frá áramótum. Veltufjárhlut- fall eftir fyrri hluta ársins var 1,15, óbreytt frá áramótum, og eiginfjárhlutfall var 18,8%. Arð- semi eiginfjár var 17,3% miðað við 11% um áramót. -bjb Ísaíjörður: Ekið á 7 ára stúlku Ekið var á 7 ára gamla stúlku á Skutulsfjarðarbraut á ísafirði í gærdag. Stúlkan hljóp skyndilega út á götuna og í veg fyrir bilinn. Hún fékk höfuðáverka en þeir voru ekki taldir alvarlegir. -RR Nýkrýndur herra ísland: Dreymir um fyrir- sætustörf erlendis „Ég hef lítillega komið að fyrirsætustörfum, aðallega í auglýsingum fyrir sólbaðs- stofur og þess háttar," segir nýkrýndur herra ísland, Þór Jósefsson, 23 ára Reykvík- ingur. Keppnin fór fram á Hótel íslandi síðastliðið föstudagskvöld eftir strang- an undirbúning. „Minn und- irbúningur fólst í æfingum sem byrjuðu um miðjan ágúst. Ég æfði einn tvisvar á dag, hafði góðan grunn því ég hef verið að lyfta í mörg ár. Ég lét þó lyftingamar eiga sig núna en hljóp mikið og stundaöi „fitness“æfing- ar. Svo voru gönguæfingar síðustu tvær vikumar, oft æft 3-5 tíma á dag.“ Þór verður meðal 40 karla í keppninni Herra Evrópa sem fram fer i Kaupmanna- höfn 26. október og keppir fyrir Islands hönd. „Ég mun því halda æfingunum áfram en ferðin tekur um 12 daga, svo lokaundirbúningurinn verður í Kaupmannahöfn. Ef vel gengur gæti það orðið til þess að maöur fengi fyrir- sætustarf erlendis og það er draumurinn," segir Þór. -saa Herra ísland, Þór Jósefsson, og unnusta hans, Elfn Hrönn Jónasdóttir. DV-mynd Hari Rottugangur viö Krossanesverksmiðjuna á Akureyri: Möguleiki að rotturnar komist í íbúðahverfin DV, Akureyri: „Maður getur auövitað ekki ábyrgst að rottumar komist ekki inn í íbúðahverfin. Þær þvælast með fjörunni og þá er nú t.d. orðið stutt í íbúðahverfið á Eyrinni," segir Svanberg Þórðarson, mein- dýraeyðir á Akureyri, um hættuna á því að rottur, sem orðið hefur vart i nokkrum mæli við Krossa- nesverksmiðjuna, komist inn í nærliggjandi íbúðahverfi. „Þetta ætti þó ekki að þurfa að gerast ef menn passa sig vel. Við höfum ekki séð að það hafi orðið nein útbreiðsla á rottunum frá Krossanesi og við höfum t.d. ekki séð aukningu í Sandgerðisbót sem er þarna ekki langt frá. Þær eru því ekki farnar af stað að neinu ráði, a.m.k.,“ segir Svanberg. Hann neitar því að einhver tog- streita sé komin upp milli embætt- is hans og Krossanesmanna sem fengu meindýraeyði frá Húsavík til að eitra á lóð fyrirtækisins. „Þeir fengu sér mann til að sjá um varn- ir hjá þeim í kringum verksmiðj- una og þá var ástæðulaust fyrir mig að vera að setja eitur þarna við hliðina á eitrinu sem Húsvik- ingurinn setti niður. Okkur ber hins vegar að sjá um eftirlit í fjör- unni og það er e.t.v. feill hjá mér að hafa hætt því þótt þeirra lóð liggi alveg niður í fjöru." Var vitleysa að drepa villikett- ina i Krossanesi sem margir telja að hafi haldið niðri rottustofnin- um? „Að mínu mati var það svo en ef þeir segja að reglur banni ketti á svæðinu verður auðvitað að fara eftir því. Mín reynsla er hins veg- ar sú að kettir haldi músum og rottum í skefjum," segir Svanberg. -gk Sandkorn i>v Blautt var það Skondnasta frétt sl. viku var án efa fréttin af blautu konunni og fjárnáminu á heimili hennar. Konu- greyið, sem var i baöi, vissi ekki fyrr til en full- trúar hins opin- bera (karlar að sjálfsögðu) voru komnir inn í ibúð hennar óboðnir og fóru mikinn. Konan, rennandi blaut, stóð undrandi fyrir framan fulltrúa hins opinbera sem kváðust vilja fjámám. Konan vildi hins vegar hvorki það né annað við þær sérkennilegu kringumstæður sem höfðu skapast. Hún tjáði hin- um voldugu fulltrúum hins opin- bera það, en þeir hlustuðu auðvitað ekki og luku sér af. Hverjir eru líka betur í stakk búnir en fulltrúar hins opinbera til að hafa sitt fram gegn blautum, varnarlausum kon- um? Má ekki bjóða þér...? * Stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar, þáverandi forsetafram- bjóðanda, eru nú sem óöast að reyna að ná í skottið á sjálfum sér fjárhagslega séð. Framboðið er með veruleg- an skuldahala og nú á að reyna að ná í þá peninga með öllum tiltækum ráðum. M.a. er boðin til kaups mynd af for- setahjónunum og bók um framboðið og kosningabaráttuna. Það munu víst aðallega vera stofn- anir og fyrirtæki sem hafa fengið slík kostaboð. Það væri því tilvalið fyrir stuöningsmenn hinna frarn- bjóðendanna að snúa sér að almúg- anum en á þeim bæjunum eru skuldimar ekki minni en hjá Ólafs- mönnum. En ætli einhverjum yrði ekki bilt við ef siminn hringdi heima hjá honum að kvöldlagi og í simanum segöi blíðleg rödd: „Má ekki bjóða þér að kaupa ljósmynd af Pétri Kr. Hafstein forsetafram- bjóðanda og konu hans?“ Vesen og... Það gekk ekki andskotalaust að koma á úrslitaleiknum í 3. flokki karla á íslandsmótinu í knattspymu á dögunum en þar mættust Keflavík og Þór frá Ak- ureyri. Fyrst var Þórsurum boðið að leikur- inn yrði háður á Akureyri, á aðalleikvangi bæjarins svo það átti að gera vel við strák- ana. Keflvíking- ar voru hins vegar aldeilis ekki á því að fara norður (það er svo miklu lengra norður en suður), þeir bám því við að Akureyrarvöll- ur væri heimavöllur Þórs og að sjálfsögðu féllust knattspymuyfir- völd sunnan heiða á þessa rök- semdafærslu. Þórsarar skyldu þvi suður enn eina ferðina í sumar en þær voru orðnar allnokkrar fyrir (enda miklu styttra suður en norö- ur). ... vandræði Leikurinn var settur á í Mosfells- bæ sem Þórsarar hefðu reyndar með sömu rökum og Keflvíkingar höfðu notað getað kallað heimavöll Keflvíkinga. Sú ákvörðun stóö reyndar ekki lengi því Þórs- arar fengu upp- hringingu þar sem þeim var tjáð að leikið yrði á Ármann- svelli sem gæti iíka verið heimavöllur Keflvikinga (með rökum Keflvikinganna). Dag- inn eftir var hringt, leikurinn var jú á Ármannsvelli enn þá en vegna framkvæmda þar átti að notast við búningsaðstöðu á Laugardalsvelli. Daginn fyrir leikinn kom svo loka- símtalið, leikið skyldi á Framvelli sem gæti veriö heimavöllur Keflvík- inga (sömu rökin, þið skiljið). Þórs- arar spurðu sérstaklega eftir því hvar þeir ættu að afklæðast og voru jafnvel aö hugsa um að setja strák- ana í búningana fyrir norðan áður en þeir héldu suður en það reyndist ekki nauðsynlegt og Fram lagði einnig til búningsklefa. Umsjón: Gylfi Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.