Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996 39 DV Hallbjörn Hjartarson sendir frá sér nýja plötu: Kantriplata með trúarlegu efni Hallbjörn Hjartarson, kántríkóng- ur á Skagaströnd, er enn með ný jám í eldinum. Innan tíðar kemur á markað frá honum fyrsta kántrí- platan með trúarlegu efni, öllu frumsömdu af Hallbirni. Sjálfur kallar hann þetta gospel músík og segir þetta gjörólíkt því sem frá honum hefur komið hingað til. „Ég sagði við Villa Guðjóns, sem annaðist útsetningarnar, að ég ætl- aði ekki að fara troðnar slóðir, held- ur koma með eitthvað nýtt og ég stend við það. Þessi plata á eftir að koma ýmsum á óvart,“ sagði Hall- bjöm. Vilhjálmur Guðjónsson ann- aðist einnig upptökur laganna og var það gert í sjálfri vöggu kán- trítónlistarinnar hér á landi, Kán- tríbæ. Geisladiskur með þessu nýja efni kemur á markað um miðjan október. Þegar blaðamaður DV var á ferð í Villta vestrinu á Skagaströnd fyrir helgina spurði hann Hallbjörn hvort hann sæi einhver „hit“ lög á disknum: „Já, mörg. Ég er mjög bjartsýnn með þessa útgáfu, eins og reyndar allt sem ég hef tekið mér fyrir hend- ur. Ég hef alltaf verið að taka áhætt- ur í lífinu og geri það einnig nú með útgáfunni á þessum nýja geisla- diski." Talið berst að útvarpsstöðinni sem Hallbjörn er búinn að starf- rækja í fjögur ár. Aðspurður hve margar auglýsingar stöðin hefði fengið á þessum tíma sagði Hall- björn að þær væru einungis sex eða sjö og þar af væri aðeins ein frá að- ila á svæðinu, hinar allar utan þess. Það er því greinilegt að ekki kosta auglýsingarnar útvarpsreksturinn hjá Hallbirni. „Ég fékk styrk frá Höfðahreppi, Blönduósbæ og sveitahreppunum í grenndinni þegar ég kom upp send- inum á Blönduósi. Annars er bara um að ræða þann styrk sem ég hef fengið frá frelsaranum mínum, her- ranum mínum, og án hans hjálpar myndi þetta ekki ganga enn þann dag í dag. Ég hef þá trú að hann sé með mér í öllu sem ég geri,“ sagði Hallbjöm. Þegar Hallbjöm var spurður hvemig ferðamannatrafilkin hefði verið í sumar dimmdi eilítið yfir svip kempunnar: „Þetta er ekki búið að ganga vel. Síðasti vetur var lélegur og ég þurfti því á góðu sumri að halda viðskipta- lega séð. Það brást líka og það veld- ur mér miklum vonbrigðum. Það voru ekki nema um fimm vikur í sumar sem voru þokkalegar. Það er talsvert um að fólk komi hérna inn og skoði en þakkar síðan fyrir sig Bergþóra Þorkelsdóttir, gæðastjóri hjá Kjötumboöinu, Guðmundur Gíslason sláturhússtjóri og Ray Pratt, breskur ráögjafi sem hefur leiöbeint íslenskum sláturleyfishöfum um aöbúnaö og fleira er snertir útflutning dilkakjöts til Evr- ópusambandsins. DV-myndir ST Ný sláturlína í KVH á Hvammstanga DV, Hvammstanga: í haust verður tekinn í notkun nýr tækjabúnaður í sláturhúsi KVH. í stað fláningsbekkja, talíu og blóðbands kemur búnaður fyr- ir hangandi fláningu og blæðingu ásamt nýjum gæruafdragara. Skepnurnar verða deyddar með rafmagni og síðan stungnar hang- andi en ekki skotnar með stand- byssu eins og gert hefur verið til þessa. Þessi sláturaðferð er einnig að komast í gagnið í sláturhúsun- um á Selfossi og á Höfn. Forsvarsmenn sláturhússins vonast til þess að geta fækkað eitthvað starfsfólki i húsinu með þessum nýju vinnuaðferðum, en á háannatíma starfa um 100 manns í húsinu og gera þeir sér vonir um 10% fækkun í starfsliði. Há- marksafköst í húsinu ættu að verða um 300 dilkar á klukku- tíma. Fyrirhugað er að hefja slátrun á næstu dögum en undanfarin ár hefur verið slátrað um 40.000 dilk- um í húsinu, þar af er um fjórð- ungur fé sem kemur ekki úr sýsl- unni. Sláturhús KVH hefur leyfi til útflutnings til Evrópubanda- lagsins og fara flestir dilkar á bil- inu 11-16,5 kg út fyrir landstein- ana. Talsvert aukin eftirspurn er á unnum kjötvörum og úrbeinuðu en einnig eru fluttir út heilir skrokkar, ferskir á haustin en freðnir að lokinni slátrun í októ- berlok. Allt dilkakjöt, sem ætlað var í útflutning á síðasta ári, kláraðist í byrjun sumars og verð- ur því gert ráð fyrir auknu magni í ár. -ST Fréttir Hallbjörn Hjartarson í útsendingu hjá Útvarpi Skagaströnd, sem starfrækt hefur veriö í fjögur ár. og fer án þess að kaupa minjagripi eða mat. Það er vitaskuld skemmti- legt og yndislegt að fá fólk i heim- sókn en það er bara ekki nóg fyrir mig. Ef kántríævintýrið mitt á að ganga verður landinn að hjálpa mér við það.“ Hvað veldur þessari litlu aðsókn t.d. varðandi matarsöluna? „Ég held að ferðavenjur fólks séu að breytast eitthvað og er raunar ekki í vafa um það. Fólk er farið að undirbúa ferðalög sín betur. Ég held að það taki t.d. mat með sér í ferða- lagið í meiri mæli en áður,“ sagði Hallbjörn. Það var farið að styttast í útsend- ingu hjá Útvarpi Skagaströnd. Blaðamaður fór með Hallbirni upp á loft og var nýi diskurinn settur í tækið. Af stað fór fjörugt lag með góðum texta og eflaust á þetta lag og fleiri lög af disknum eftir að falla mörgum vel í geð. „Maður þarf ekki að vera sorgleg- ur eða mjög andlegur í söngnum þó trúarsöngur sé. Frelsarinn kann ábyggilega að meta það að fólk sé glatt í öllu sem það gerir,“ sagði Hallbjöm. Sauðfjárslátrun lokið í Djúpadal DV, Hólmavík: Nú, þegar göngur standa víða yfir og sauðfjárslátrun er að fara af stað í flestum sláturhús- um, hafa bændur i Djúpadal í Austur-Barðastrandarsýslu nær lokið sauðfjárslátrun og vantar aðeins um 20 kindur af ijalli. Var það gert fyrir september- byrjun. „Það var beðið um fé í slátrun og við ákváðum að verða við óskum sláturleyfishafans til þess að losna við útflutning á kjötinu þetta haustið. Þá verður betur greitt fyrir innlagt kjöt sumarsins og fullnaðargreiðslu er lofað fyrir lok þessa mánað- ar,“ segir Leifur Samúelsson, bóndi í Djúpadal. Hann segir fallþunga nú hafa verið á milli 15 og 16 kg en lógað hefur verið um 350 kindum. Á hefðbundn- um sláturtíma fyrir nokkrum árum var fallþungi dilka frá Djúpadal oft um 19 kg. Nú komi á móti að minna af kjöti falli í verði vegna fitu eða aðeins um 10 prósent i stað 25 prósenta áöur. Slátrun hófst í Króksfjarð- arnesi um miðjan júlímánuð en í litlum mæli þó. Um síðustu mánaðamót var búið að slátra um 3 þúsund fjár. Áætlað er að heildarslátrun haustsins verði um tíu þúsund ijár að sögn Sigurðar Bjarnason- ar kaupfélagsstjóra. -GF í tilefm 20 ára afmælis okkar bjóðum við Gluggatjaldaefni frá 200 kr./m. Komið og gerið góð kaup! Símar 553 1870 & 568 8770 Tjarnargötu 12, Keflavík Sími 421 2061

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.