Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 30
42 MANUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996 Afmæli Loftur Eiríksson Loftur Eiríksson, bóndi í Steins- holti í Gnúpverjahreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Loftur fæddist í Steinsholti og ólst þar upp viö öll almenn sveita- störf. Hann lauk almennu bama- skólanámi í Gnúpverjahreppi og stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1942-43. Loftur var í vegavinnu, við akst- ur 1965-70 og var leiðsögumaður fyrir ferðamenn um öræfin í átján sumur. Hann hefur að öðru leyti stundað landbúnaðarstörf í Steins- holti en hann og bræður hans, Sveinn og Jón, tóku við jörðinni í Steinsholti 1950 og bjuggu þeir fé- lagsbúi þar til 1985 er synir Lofts tóku við búinu í Steinsholti. Fjölskylda Eiginkona Lofts er Jóhanna Björg Sigurðardóttir, f. 10.11. 1931, ljós- móðir. Hún er dóttir Sigurðar Sveinbjamarsonar og Lilju Jóhann- esdóttur er bjuggu í Rauðseyjum og Efri-Langey á Breiðafirði. Böm Lofts og Jóhönnu Bjargar em Gunnar Öm Marteinsson, f. 2.4. 1958, bóndi í Steinsholti; Eiríkur Loftsson, f. 8.6. 1962, ráðu- nautur hjá Búnaðarsam- handi Skagafjarðar, kvæntur Stefaníu Birnu Jónsdóttur og eiga þau tvo syni; Sigurður Loftsson, f. 14.11. 1963, bóndi í Steins- holti, kvæntur Sigríði Björk Gylfadóttur og eiga þau fjögur böm; Daði Við- ar Loftsson, f. 15.6. 1965, rafvélavirki við Búrfells- stöð, búsettur í Lækjar- brekku, kvæntur Bente Hansen og eiga þau þrjú böm; Lilja Loftsdóttir, f. 19.3. 1967, tamningamaður og þjálfari hrossa, búsett að Hæli í Gnúpverjahreppi en maður hennar er Guðni Áma- son; Sigþrúður Loftsdóttir, f. 14.2. 1969, nemi í iðjuþjálfun í Álaborg í Danmörku. Systkini Lofts: Jón Eiríksson, f. 7.5. 1913, fyrrv. bóndi í Steinsholti; Sveinn Eiríksson, f. 11.6.1914, fyrrv. bóndi í Steinsholti; Sigríður Eiríks- dóttir, f. 8.6.1917, d. 24.2.1977, búsett í Steinsholti; Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 22.4. 1919, búsett í Steinsholti; Margrét, f. 12.12. 1925, húsfreyja í Eystra-Geldingaholti. Foreldrar Lofts vora Eiríkur Loftsson, f. 1.5. 1884, d. 23.11. 1968, bóndi í Steinsholti, og k.h., Sigþrúð- ur Sveinsdóttir, f. 10.5. 1885, d. 25.7. 1977, hús- freyja. Ætt Eirikiu- var sonur Lofts, b. í Steinsholti, bróður Guðlaugar, móður Jó- hönnu, móður Haralds Matthíassonar, mennta- skólakennara á Laugar- vatni, foður Ólafs Arnar alþm. Jóhanna var einnig móðir Steinunn- ar á Hæli, móður Gests, skattstjóra í Reykjavík, og Sigurðar, b. á Hæli, Steinþórssona. Loftur var sonur Lofts, b. í Austurhlíð, Eiríkssonar, ættfóður Reykjaættarinnar, Vigfús- sonar, og Guðrúnar eldri Kolbeins- dóttur, prests og skálds á Gilsbakka, Kolbeinssonar. Móðir Lofts í Steins- holti var Guðrún, systir Kristínar, langömmu Brynjólfs Bjamasonar, heimspekings og menntamálaráð- herra. Guðrún var dóttir Bjama, b. í Túni í Flóa og í Árbæ, bróður Brynjólfs, afa Jóns, afa Jóns Helga- sonar, skálds og prófessors í Kaup- mannahöfn. Brynjólfur var einnig afi Ingiríðar, langömmu Eiðs Guðnasonar sendiherra. Bjarni var sonur Stefáns, b. í Árbæ, Bjamason- ar, ættfóður Víkingslækjarættarinn- ar, Halldórssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét Eiríksdóttir, ættföður Bolholtsættarinnar, Jónssonar. Móðir Eiríks í Steinsholti var Sig- ríður Eiríksdóttir, b. á Hömrum í Gnúpverjahreppi, Kolbeinssonar, b. á Hlemmiskeiði og Húsatóftum, bróður Lofts í Austurhlíð. Sigþrúður var dóttir Sveins, b. í Syðra-Langholti og í Ásum í Gnúp- verjahreppi, bróður Magnúsar á Miðfelli, föður Einars, rektors MR. Sveinn var sonur Einars, b. í Mið- felli, Magnússonar, b. í Miðfelli, Einarssonar. Móðir Einars á Mið- felli var Þrúður Guðmundsdóttir. Móðir Sveins var Margrét Magnús- dóttir, heppstjóra og alþm. í Syðra- Langholti, Andréssonar, og Katrín- ar, hálfsystur Lofts í Austurhlíð og Kolbeins á Hlemmiskeiði. Katrín var dóttir Eiríks, ættfóður Reykja- ættarinnar, Vigfússonar, og Ingunn- ar Eiríksdóttur. Móðir Sigþrúöar var Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Tortu og Bryggju í Biskupstungum og síðar að Setbergi í Hafharfiröi, Guðmundssonar og Guðrúnar Egilsdóttur. Loftur verður að heiman á afmæl- isdaginn. Loftur Eiríksson. Hjörtur Þór Hjörtur Þór Gunnarsson, hús- vörður við Verslunarskóla Islands, Grófarseli 26, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Hjörtur fæddist á Sauðárkróki en ólst upp að Varmalæk í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði. Hann lauk gagnfræðaprófi, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði tré- smíði hjá Trésmiðju Áma Guðjóns- sonar, lauk sveinsprófi í trésmíði og síðan meistaraprófi. Hjörtur var trésmiður hjá Ör- yrkjabandalagi íslands og hjá Fálk- anum hf. en hefur verið húsvörður við Verslunarskóla íslands í Ofan- leiti frá 1986. Fjölskylda Hjörtur kvæntist 26.3. 1967 Krist- ínu Vemu Richardsdóttur, f. 15.3. 1946, skjalaverði. Hún er dóttir Ric- hards Runólfssonar og Hrafnhildar Guðmundsdóttur sem bæði era lát- in. Böm Hjartar og Kristínar Vemu era Ríkharður Gunnar, f. 21.6. 1968, matreiðslumaður í Reykjavík, kvæntur Stellu Bára Eggertsdóttur fatahönnuði og er dóttir þeirra Gló- dís Una, f. 7.2. 1995; Þuríður Hrund, f. 16.4. 1974, nemi í Tækniskóla ís- lands, búsett í Reykjavík, gift Gísla Þorsteinssyni sagnfræðingi. Systkin Hjartar; Bragi, f. 21.6. 1944, starfsmaður hjá ísal; Sveinn Þröstur, f. 26.7. 1945, múrari; Krist- ján Ingi, f. 25.9.1949, garðyrkjufræð- ingur; Jóhann Vísir, f. 20.1. 1951, veggfóðrari; Svanhildur Helga, f. 27.11. 1952, skrifstofumaður; Hrafn- hildur, f. 26.11. 1955, sjúkraliði; Gunnar Þórir, f. 2.5.1962, verslunar- maður. Foreldrar Hjartar vora Gunnar Jóhannsson, f. 9.2. 1922, d. 9.1. 1979, Fréttir Gunnarsson kaupmaður að Varmalæk í Skagafirði og í Reykja- vík, og Þuríður Kristjáns- dóttir, f. 9.1. 1921, d. 28.4. 1991, húsmóðir. Ætt Gunnar var bróðir Sveins, b. og kaupmanns á Varmalæk, fóður Jóhanns Péturs, lögfræðings og for- manns Sjálfsbjargar. Gunnar var sonur Jó- hanns Péturs, b. á Mæli- fellsá, Magnússonar, b. í Gilhaga, Jónssonar, b. á írafelli, Ásmunds- sonar. Móðir Magnúsar var Ingi- gerður Magnúsdóttir. Móðir Jó- hanns var Helga Indriðadóttir, b. á írafelli, Ámasonar, og Sigurlaugar ísleifsdóttur. Móðir Gunnars var Lovísa Sveinsdóttir, b. og hagyrðings á Mælifellsá, Gunnarssonar, b. í Syðra-Vallholti, Gunn- arssonar, b. á Hrafhagili, Gunnarssonar, hrepp- stjóra á Skíðastöðum, bróður Þorvalds, langafa Magnúsar Jónssonar ráðherra og Jóns Pálma- sonar alþingisforseta, föður Pálma alþm. á Akri. Gunnar var sonur Gunnars, ættföður Skíðastaðaættarinnar, Guðmundssonar. Móðir Sveins var Ingunn Ólafs- dóttir frá Dlugastöðum. Móðir Lovísu var Margrét, systir Sæmundar, langafa Jóhönnu, móð- ur Sighvats Björgvinssonar, fyrrv. ráðherra. Margrét var dóttir Áma, ljósfoður í Stokkhólma. Þuríður var dóttir Kristjáns Ámasonar frá Gili í Svartárdal og Ingibjargar Jóhannsdóttur en þau bjuggu á Krithóli og í Hamarsgerði í Skagafirði. Hjörtur Þór Gunnars- son. Reykjavík: Bfll óká Ijósastaur Bifreið var ekið á ljósastaur á Sæbraut í gærdag. Að sögn lögreglu virðist ökumaður hafa misst stjóm á bíl sínum sem endaöi á ljósastaumum. Ökumaður og farþegi í bílnum sluppu ómeiddir og þykir það mikil mildi þvi ákeyrslan var hörð. Billinn er hins vegar illa farinn ef ekki ónýtur. -RR 1 3akkavör næði í Re kaupir hús- ykjanesbæ i í sveitarfélaginu; enda. af bæjarfélaginu, en Á fundi bæjarráðs kom fram að nast mikilla endur- Bakkavör er stöndugt og gott fyrir- íingamir meðal ann- tæki. Það ætlar sér að vera búið að • framkvæmdar, og flytja alla starfsemi sína til Reykja- 1400 fermetra hús- nesbæjar frá Kópavogi um mánaða- um hf. Eigendur fyr- mótin október/nóvember. Alls að mála húsnæðið munu þá 35-40 manns vinna hjá fyr- i eru íbúar í sveitar- irtækinu. ir með framtak eig- -ÆMK c a vinnsiunusnæð DV, Suöurnesjum „ Framnesveg 2 , Bæjarráð Reykjanesbæjar sam- húsnæðið þarf þykkti á fundi sínum nýlega að bóta og fara per heimila Ellerti Eiríkssyni bæjar- ars til þeirrar stjóra að skrifa undir og ganga frá Brekkustíg 22, 35 milljóna króna bæjarábyrgð til næði af ígulker handa Bakkavör hf. í Reykjanesbæ. irtækisins eru Bakkavör, sem sérhæfir sig í þessa dagana oj hrognavinnslu, hefur keypt tvö fisk- félaginu ánægð fullorðinsfræðslan Matshæft eininganám: Skolanam eða fjarnám Grunnnám, fornám og fyrstu 4 áfangar framhaldsskóla í kjarnagreinum allt árið og enska, þýska og þýska f. ferðaþjón., spænska, norska, sænska, danska, ICELANDIC. Námsaðstoö: öll stig fullopðinsfræöslan / Sími 557 1155 Geröubergi 1 Netf.: f-f@ice.ls Heimas.: http://www/ice.is/f-f Vestfirðir: Nemendum fjölgar í Bolungarvík dv vestjörðum blaðið gat Anna G. Edvaldsdóttir, ur hún við af Rúnari Vífilssyni. skólastjóri Grannskóla Bolungar- Anna sagðist búast við nokkurri Grunnskólar á Vestfjörðum vora víkur, þess að þar hefði aðeins þurft fjölgun nemenda í skólanum frá því almennt settir síðastliðinn mánu- að ráða í eina stöðu og það hefði sem var í fyrra og verða þeir nú að dag. Bærilega virðist hafa gengið að gengið vel. Anna kemur nú sem nýr öllum líkindum um 220 talsins. manna skólana í ár og í samtali við skólastjóri til Bolungarvíkur og tek- -HK Til hamingju með afmælið 16. september 85 ára Nói Jónsson, Vindási, Eyrarsveit. Unnur A. Hagalin, Mýrum, Kleppjámsreyjum, Reykholtsdalshreppi. 80 ára Guðrún Hafliðadóttir, Suðurgötu 41 A, Siglufirði. Ingveldur Ingvarsdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík. 75 ára Svava Guðmundsdóttir, Foldahrauni 39 B, Vestmanna- eyjum. Pálína Guðnadóttir, Laufvangi 11, Hafnaitirði. 70 ára Jóhanna Lárentsínusdóttir, Skagfirðingabraut 45, Sauðár- króki. Kristín Guðmundsdóttir, Sóltúni 10, Keflavík. Friðvör Ágústsdóttir, Sóltúni 10, Keflavík. Svavar Stefánsson, Sléttuvegi 15, Reykjavík. Gunnar Björgvin Gíslason, Haðalandi 14, Reykjavík. 60 ára Gerður Brynhildur ívars- dóttir, Brekkustíg 17, Reykjavík. 50 ára Jóna Sigurðardóttir, Klébergi 16, Þorlákshöfn. Hreinn Hrafhsson, Melasíðu 1 C, Akm'eyri. Ásdís Elín Júlíusdóttir, Tjamarbóli 14, Seltjamarnesi. Halldóra Baldvinsdóttir, Kleifarási 13, Reykjavík. Elín Möller, Þrastarlundi 12, Gai'ðabæ. Ragnheiður Eiríksdóttir, Vesturbergi 139, Reykjavík. 40 ára Randver Ásgeir Elísson, Randversstöðum, Breiðdals- hreppi. MálMður Jóhannsdóttir, Faxabraut 35 C, Keflavík. Gísli Þórarinsson, Suðurengi 16, Selfossi. Gunnar Gunnarsson, Urðarholti 7, Mosfellsbæ. Margrét Sigurðardóttir, Kvistalandi 10, Reykjavík. Bjami Pétur Magnússon, Akbraut, Holta- og Landsveit. staögreiöslu- og greiöslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar nr*i 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.