Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
Fréttir
17
DV
Ný ratsjármiðstöð á
Keflavíkurflugvelli
DV, Suöurnesjnm:
„Öll starfsemin í ratsjármiðstöð-
inni í Rockville verður lögð niður á
næsta ári og flutt í nýja miðstöð á
Keflavíkurflugvelli. Eftir sem áður
verður móttökustöð fyrir fjarskipti
varnarliðsins fyrir norðan gömlu
ratsjármiðstöðina rekin áfram,“
sagði Friðþór Kr. Eydal, upplýsinga-
fulltrúi Varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli.
Vegna þeirrar ákvörðunar að
leggja niður alla starfsemi í Rock-
ville, sem er á Miðnesheiði, hefur 11
íslendingum, sem vinna í mötuneyti
staðarins, verið sagt upp störfum og
munu þeir hætta í lok janúar á
næsta ári. Mötimeytinu verður lok-
að enda verður engin starfsemi á
svæðinu.
Flestir íslendingar vita hvar
Rockville er. Frá Sandgerðisvegin-
um má sjá tvær risastórar hvítar
kúlur fyrir ofan ratsjármiðstöðina
og kalla krakkarnir þær gorkúlur
eða risastórar golfkúlur.
Byggðar hafa verið fjórar nýjar
ratsjárstöðvar sem hafa verið reist-
ar í hverju landshorni. Ein slík stöð
er sunnan við Sandgerðisveginn í
áttina að flugstöðinni.
í ratsjármiöstöðinni í Rockville
hefur verið hægt að skoða allar upp-
lýsingar samtímis frá öllum stöðv-
unumá mynd. Stöðin í Rockville
DV-mynd ÆMK
Ratsjármiðstöðin f Rockville á Miðnesheiði verður lögð niður á næsta ári.
hefur verið f gangi síðan 1953 en ratsjárkerfisins sem er búið að Miðstöðin verður á Keflavíkurflug-
verður nú lögð niður vegna nýja byggja upp undanfarinn áratug. velli. -ÆMK
háþróaður
stillibúnaður á
HITAKERFI
KÆUKERFI
VATNSKERFI
OLÍUKERFI
Allar upplýsingar
og leiðbeiningar ]
; til staðar. Marg- \
þætt þjónusta.
= HÉÐINN =
IVERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 ;
Skagastrandarhöfn dýpkuð
DV, Sauðárkróki:
Dýpkunarframkvæmdir eru hafn-
ar í Skagastrandarhöfn og verða
grafnir einir 13-14 þúsund
rúmmetrar úr höfninni í þeim til-
gangi að rýmka innsiglinguna og
auka athafnarými skipa til snún-
ings i höfninni. Einnig verður á
næstu dögum komið fyrir grjótvöm
við fremsta hluta hafnargarðsins,
en þar hefur kjarna skolað undan
garðinum á 14 metra kafla fremst
við garðinn. Er bilið sem myndast
hefur aUt upp í 2-3 metra þar sem
það er mest.
Að sögn Magnúsar Jónssonar
sveitarstjóra, verður grafið upp úr
höfninni á 12 þúsund fermetra
svæði, í þríhymdan flöt út af lönd-
unarbryggjunni og síðan út frá nýja
stálþilinu.
„Botninn er ágætur, svolítil mó-
hella þó, og ætti dýpkunin ekki að
taka nema 2-3 vikur,“ sagði Magn-
ús.
Dýpkunarskipið Reynir, sem leg-
ið hefur í Sauðárkrókshöfn í ár
verkefnalaust, er notað við dýpkun-
ina. Sveinbjöm Runólfsson, verk-
taki úr Reykjavík, sem átti stóran
hlut í dýpkunarskipinu, keypti ný-
lega eignarhlut Króksverks í því.
-ÞÁ
Siðanefndar Prestafélagsins:
Sr. Torfi gat ekki
neitað öðrum presti
Siðanefnd Prestafélags íslands
hefur úrskurðað í máli sem upp
kom í sumar þegar sr. Jón Helgi
Þórarinsson, sóknarprestur á Dal-
vík, framkvæmdi hjónavígslu utan-
dyra við Möðravallakirkju í Hörg-
árdal. Kirkjan var læst en sóknar-
presturinn á Möðravöllum, sr. Torfi
Hjaltalín Stefánsson, hafði lýst sig
andvígan því að aðrir prestar önn-
uðust athafnir á sóknarbömum í
sinni kirkju.
í úrskurði siðanefndar kemur
fam að sr. Torfi hafi ekki getað neit-
að öðram presti að annast athöfnina
í kirkjunni. Telur siðanefnd að svör
hans um aö hann væri á móti því að
leyfa afnot af kirkjunni jafngildi
neitun. Nefndin telur vandséð á
hvaða forsendum sóknarprestur
geti neitað sóknarbömum sínum
um afnot af sóknarkirkju sinni ef at-
höfnin uppfylli öll formleg skilyrði
og kirkjan sé ekki í notkun á sama
tíma. Þó telur nefhdin ekki ástæðu
til formlegrar áminningar.
„Við teljum að Torfi hefði ekki átt
að láta sverfa svona til stáls í ein-
stakri athöfn heldur reyna að beita
sér fyrir þessum sjónarmiðum inn-
an Prestafélagsins og kirkjustjóm-
ar. Það þarf að móta skýrari vinnu-
reglur í sambandi við sóknarmörk
og starfsvettvang prestanna. Það
stendur til að taka almenna um-
ræðu um þetta upp í stéttinni,"
sagði sr. Úlfar Guðmundsson, for-
maður siðanefndar, við DV vegna
málsins.
-RR
BOMRG
JARÐVEGSÞJÖPPUR
Ýmsar stærðir, bensín eða dísil.
Gæði á góðu verði.
NlánmiipplfníngartímkrMrþáseturseítTatKwoaDogettirbúíeagí&bfá;
Í.R. Breiðholti (Húsvörður) í síma: 557-5013
Fjölnir Grafarvogi (Sigursteinn) í síma: 567-2797
Judo Gym (Afgreiðsla) í síma: 562-7295
TaeKwon Do er kóresk íþrótt sem er
stunduð af milljónum manna um allan
heim. TaeKwon Do hefur verið stundað
á íslandi í 7 ár og í dag eru þrjú félög
sem kenna TaeKwon Do hérlendis,
þannig að allir ættu að geta fundið stað
og tíma til þess að æfa þessa göfugu
íþrótt.
Það má geta þess að TacKwon Do
verður með sem kepgnisgrein á
Ótympmkikamiin í Ástralíu og er
TaeKwon Do þá ein af tveimur
sjálfsvamaríþróttum sem notið hefur
náðar alþjóðlegu Ótympútnefodarínnar
Leggðu stund á íþrótt sem er
viðurkennd um allan heim, forðist
eftirlíkingar. Munið að TaeKwon Do
er viðurkend íþrótt af öllum
íþróttasamböndum heims, þar á meðal
Damon Albarn \
BLUR segir:
„TAEKWON DO
gerði mig að
sterkari manneskju4
tþróttMasaband íUantlv,