Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996 3 Fréttir Nikkelsvæðið i Njarðvík: Fjármagn ekki tryggt til hreinsunar neðanjarðar DV, Suðurnesjum: „Það er búið að ná samkomulagi um að hreinsa svokallað nikkel- svæði ofanjarðar en það dugar ekki til. Það eru gamlar olíuleiðslur á svæðinu undir yfirborði jarðar og það veit enginn hvað þær innihalda. Ekki hefur verið gengið frá neinu samkomulagi um hver eigi að tæma þær ef þær innihalda einhver spilli- efni og hver eigi í raun og veru að fjarlægja þær,“ sagði Þórður Yngvi Guðmundsson, deildarsérfræðingur hjá Vamarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, í samtali við DV. Þórður sagði að gengið hefði ver- ið frá samningi í byrjun ágúst milli íslenskra stjórnvalda og Vamarliðs- ins um að íslensk stjórnvöld myndu annast hreinsun á öllum mannvirkj- um og mannvirkjaleifum á yfirborði jarðar á svokölluðu neðra nikkel- svæði sem er á milli Reykjanes- brautar og Móahverfis í Njarðvík. Svæðið er á vegum Varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. Þórður sagði að hreinsunarstarf færi væntanlega í gang fljótlega og yrði framkvæmdin í höndum Sölu Vamarliðseigna. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði í viðtali, sem birtist í DV 4. september, að Varn- arliðið hefði tryggt fjármagn til að hreinsa svæðið ofanjarðar en ekki neðanjarðar. Óvíst er hvenær sveit- arfélagið fær svæðið til umráða. Vamarliðið hefur óskað eftir því að fá að skila svæðinu en íslensk stjórnvöld vilja ekki taka við því nema að tryggt verði fjármagn til að hreinsa svæðið neðanjarðar. Svæð- ið yrði þá væntanlega framselt með einum eða öðrum hætti, annaðhvort í sölu eða leigu til Reykjanesbæjar. „Ástæðan fyrir því að íslensk stjómvöld hafa ekki treyst sér til að taka við svæðinu er sú að menn vita ekki hvað er þarna undir yfirborð- inu. Menn vilja ekki taka þá áhættu að afhenda svæðið til bygginga eða ráðstöfunar upp á að fá í framtíð- inni einhverjar skaðabótakröfur frá einstaklingum eða fyrirtækjum sem nýta svæðið. Þess vegna höfum við gert þá kröfu að Vamarliðið útvegi nauðsynlegt fjármagn til þess að framkvæma þá rannsókn sem Heil- brigðiseftirlit Suðurnesja hefur ein- dregið lagt til að verði framkvæmd á svæðinu. Kostnaður er áætlaður um 100-150 milljónir Bandaríkjadal- ir. Varnarliðinu hefur ekki enn tek- ist að útvega það fé og er óljóst á þessari stundu hvort það tekst. Varnarliðið segir aftur á móti að það hafi framkvæmt rannsóknir fyrr á árum og erum við að bíða eft- ir niðurstöðum þeirrar rannsóknar til að meta hvort þær eru fuUnægj- andi,“ sagði Þórður Yngvi Guð- mundsson. -ÆMK Svipuð af- koma Olís - samkvæmt milliuppgjöri Afkoma Olís fyrstu sex mánuði ársins var svipuð og á sama tíma í fyrra. Hagnaður nú nam 82 miUjón- um króna en var 80 miUjónir á fyrri árshelmingi 1995. Rekstrartekjur jukust um 9% eða úr 2,9 í 3,2 miUj- arða króna. Hagnaður fyrir fjár- magnsliði og skatta var 146 miUjón- ir en var 137 miUjónir eftir sama tímabil í fyrra. í lok júní sl. var eigið fé Olís rúm- ir 2 mUljarðar, heUdareignir voru metnar rúma 5 miUjarða og eigin- fjárhlutfaU 40%. Arðsemi eiginfjár var 8%. „Við borðum Cheerios hringi... á meðan jörðin hringsnýst um mðndul sinn...!“ / Cheerios sólarhringurinn Málið er einfalt, í hvert sinn sem þú borðar Cheerios bc hollan og góðan mat. Cheerios er trefjaríkur matur, svo við sykur og fitu en hlaðinn steinefnum og vítamínum. Þess vegna er ráðlegt að borða Cheerios hvenær sem hungrið segir til sín - á nóttu sem degi. -einfaldlega hollt allan sólarhringinn! -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.