Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 7
7
I- .
MANUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
Fréttir
»
I
»
I
I
I
I
I
I
I
i
I
Saltaö og fryst hjá Gunnarstindi á Stöövarfirði:
Jafnvægi eftir samstarfs-
slit við Breiðdalsvík
DV, Stöðvarfirði:
„Það er rótgróinn hrepparígur á
bóða bóga. Það er trúlega hluti
ástæðu þess að samstarfið gekk
ekki upp,“ segir Þorsteinn Krist-
jánsson, starfsmaður fiskvinnslu
Gunnarstinds á Stöðvarfirði, um
ástæöu þess að samstarf fiskverkun-
ar Gunnarstinds á Stöðvaríirði og
frystihússins á Breiðdalsvík gekk
ekki upp á sínum tíma og upp úr
því slitnaði. í dag er Gunnarstindur
á Stöðvarfirði að miklu leyti í eigu
Kaupfélags Eyfirðinga og er lögð
áhersla á saltfiskverkun. En Breið-
dælingar reka sitt frystihús undir
merki Búlandstinds á Djúpavogi.
Starfsfólk sem DV ræddi við á leið
um Stöðvarfjörð sagðist ánægt með
atvinnustigið á staðnum þó það
mætti vera meiri yfirvinna.
„Það er teygjanlegt hvað er næg
atvinna en það er ekki hægt að
segja að hér sé atvinnuleysi," sagði
einn starfsmanna.
Fiskvinnsla Gunnarstinds fer
fram á tveimur stöðum á staðnum. í
öðru húsinu er frysting og hefð-
bundin flakavinnsla en í hinu er
saltfiskvinnsla.
-rt
Athafnasvæöi Sand-
gerðishafnar stækkað
DV, Suöurnesjum:
Framkvæmdir hafa staðið yfir í
sumar við athafnasvæði Sandgerð-
ishafnar þar sem löndunarkranar
eru við norðurgarðinn. Eftir fram-
kvæmdirnar mun svæðið stækka
um helming og verður löndunar-
krönum fjölgað um einn. Þekjan,
eða bryggjugólfið, hefur verið steypt
og var lagt í hana snjóbræðslukerfi
sem á eftir að draga verulega úr
þeirri hættu sem vill oft verða á
bryggjum yfir veturinn þegar klaka-
bungur myndast.
Á næsta ári verður lokið við að
steypa norðurgarðinn og verður
þekjan 25 metra breið. Síðan verður
það svæði sem eftir er að sjóvamar-
garðinum lagt klæðningu. -ÆMK
Nokkrir úr starfsliði Gunnarstinds á Stöðvarfirði voru í pásu þegar DV átti leið um í síðustu viku. Frá vinstri eru Lilja
Jóhannsdóttir, Ólafur Guttormsson, Þorsteinn Kristjánsson, Bogustawa Wisniewska og Halldóra Jónsdóttir.
DV-myndir ÞÖK