Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 18
18
MANUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996
Fréttir
Brúin yfir Lagarfljót orðin lúin og lasburða:
Hugmyndir um að færa bruna
DV, Egilsstöðnm:
„Það er gert ráð fyrir því í nán-
ustu framtíð að brúin verði end-
urbyggð. Það er verið að skoða tvo
möguleika; annars vegar að færa
hana 300 metrum innar og hins
vegar að hliðra til brúarstæðinu
sem er i dag þannig að hún kæmi
sunnar í land okkar megin,“ segir
Helgi Hallgrímsson bæjarstjóri um
þær hugmyndir sem eru um að
færa brúna yfír Lagarfljót sem
tengir Egilsstaði og Fellabæ. Hluti
þess ávinnings sem fæst við að
færa brúna er að þar með næst
möguleiki til að lengja flugbrautir
Egilsstaðaflugvallar. Brúin er orð-
in lasburða og ekki er hægt að
flytja þyngstu tæki yfir hana leng-
ur, heldur verður að taka þau í
sundur.
Vegagerðin mældi, að sögn
Helga, fyrir þessum nýju brúar-
stæðum í sumar og hann segir
þessar hugmyndir ekki breyta
miklu fyrir Egilstaðabúa.
„Það er ekki mikil umræða um
þetta mál héma. Þetta er hlutur
sem á eftir að skoða og þama þurfa
sveitarfélögin að komast að sam-
komulagi um breytingu á aðal-
skipulagi. Ég sé ekki þessa fram-
kvæmd verða að veruleika innan
fimm ára,“ segir Helgi. -rt
Smurstöð
Olíuryðvörn
Hjólbarðaþjónusta f
Bón og þvottur
Pústþjónustal
Verslun!
Réttarhálsi 2 • Sími 587 5588
BS 55» £g*ím IBPJjHB jjBFJBf
irliy 1 b MSfflff
9 0 4 * 5 0 0 0
Verð aðeins
39,90 mín.
4
Þú þarft aðeins eitt símtal í Iþróttasíma
DV til að heyra nýjustu úrslitin í fótbolta,
handbolta og körfubolta. þar er einnig
að finna úrslit í NBA deildinni og í enska,
< ítalska og þýska boltanum.
ÍÞRÓTTAsáiw
9 0 4-5 0 0 0
Langar þig í fræðandi og
skemmtilegan skóla
eitt kvöld í viku?
Langar þig að vita hvar látnir vinir og vandamenn hugsanlega og
líklegast eru í dag og hversu öruggt meint samband við þá og þessa
undarlegu heima er, með aðstoð miðla?
Langar þig í öðruvísi skóla þar sem reynt er á sem víðsýnastan hátt að
gefa nemendum sem besta yfirsýn yfir hverjar hugsanlegar orsakir
dulrænna mála og trúarlegrar reynslu fólks raunverulega eru, í víðu
samhengi og í Ijósi sögunnar?
Og langar þig ef til vill að setjast á skólabekk með bráðhressu og
skemmtilegu fólki þar sem reynt er að gefa sem bestu yfirsýn yfir
hvað raunverulegt miðilssamband er, svo og hverjir séu helstu og
þekktustu möguleikar þess en líka annmarkar?
Og langar þig svona einu sinni á ævinni að setja skóla eitt kvöld í
viku eða eitt laugardagssíðdegi þar sem sem flest fræði eru kennd á
lifandi hátt og skólagjöldunum er svo sannarlega stillt í hóf?
Ef svo er þá áttu ef tii vill samleið með okkur og fjölmörgum öðrun
mjög ánægðum nemendum Sálarrannsóknarskólans undanfarin ár. Þrír
byrjunarbekkir hefja brátt nám í Sálarrannsóknum I nú á haustönn
‘96. Skráning stendur yfir. Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar í
símum skólans 561-9015 og 588-6050. Skráningardagana er svarað í
síma skólans alla daga vikunnar kl. 14 - 19.
Veamúla 2
______________________/
Þríburarnir á Eskifirði, Guðni Þór, Jóhanna Björk og Ragnheiður Björg.
Þríburarnir á Eskifirði orðnir 11 ára:
DV-mynd ÞÖK
Erfitt en léttist eftir
því sem árin líða
- segir Jóna Mekkin, móðir þeirra
DV, Eskifirði:
„Þetta er búið að vera erfitt en
það léttist eftir þvi sem árin líða.
Þetta þótti sérstakt á þeim tíma sem
þau fæddust en er orðið svo algengt
í dag að það eru ekki tíðindi lengur
þó þriburar fæðist,“ segir Jóna
Mekkin, móðir 11 ára þríbura á
Eskifirði. DV sagði frá fæðingunni á
sínum tíma árið 1985. Hópurinn
samanstendur af tveimur stúlkum
og einum dreng. Jóna segir þau
vera frekar stillt þó á stundum fari
svolítið fyrir þeim. „Þau taka þetta
út heima hjá sér en ég held að þau
komi vel fyrir annars staðar,“ segir
Jóna.
Hún gerir lítið úr þvi hversu
erfitt það sé fjárhagslega að koma
þremur börnum á legg „Það er eins
og gengur og gerist hjá öflum. Það
bara almennt erfitt að komast af,“
segir Jóna. -rt
Kristinn Karl Garðarsson verkstjóri í vinnslusal Borgeyjar.
Kolavinnsla Borgeyjar hf.:
Höfum uppfyllt allar kröfur ESB
„Það er búið að taka allan salinn
í gegn. Hér eru mjög strangar regl-
ur og hreinlætiskröfur í öndvegi.
Við erum búnir að uppfylla allar
- segir verkstjórinn
kröfur ESB,“ segir Kristinn Karl
Garðarsson, verkstjóri í kola-
vinnslu Borgeyjar hf. á Höfn í
Homafirði.
„Við höfuin unnið á fullu að end-
urbótum síðustu 6 mánuði. Hér er
hvert gramm af fiski undir smá-
sjánni," segir Kristinn. -rt