Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 33
MANUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996 45 DV Verk eftir Guörúnu Gunnars- dóttur á Kjarvalsstööum. Ofinn skúlptúr Á Kjarvalsstöðum eru nú þrjár sýningar í gangi. Á einni þeirra eru ný verk eftir Guð- rúnu Gunnarsdóttur. Guðrún Gunnarsdóttir hefúr um árabil verið leiðandi listakona innan veflistarinnar og lagt sig fram um að útvíkka landamæri henn- ar. Þannig hefur list Guðrúnar ávallt verið hlaðin ferskleika og hugmyndauðgi. Guðrún stund- aði nám fyrst við Maystack Mountain School of Art and Craft í Main, Bandaríkjunum, og síðar á verkstæði Kim Naver í Kaupmannahöfn. Hún hefúr haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Sýningin er opin daglega frá kl. 10.00-18.00 til 19. október. Sýningar Landslag og borgar- stemning í gallerí Myndás, Laugarás- vegi 1, sýnir þessa dagana Lárus S. Aðalsteinsson ljósmyndir sín- ar. Myndefnið, sem sótt er víða um land, er landslag, borgar- stemning, eyðibýli og m.fl. Þetta er fyrsta sýning Lárusar og henni lýkur 20. sept. Fræðslufundur um fuglavernd Fyrsti fræðslufúndur Fugla- verndarfélags íslands verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Trevor Gunton frá Kon- unglega breska fuglaverndarfé- laginu mun halda fyrirlestur og sýna skyggnur undir yflrskrift- inni Wildemess in Europe. Birds and birdconservation from Romania to UK. Forystumenn verka- lýðsfélaga sitja fyrir svörum Á fúndi, sem haldinn verður í Kjördæmaráði Alþýðubanda- lagsfélaganna á Hótel Lind við Rauðarárstíg kl. 21.00 í kvöld, munu fjórir forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar sitja fyrir svörum. Samkomur ITC-deildin Kvistur Fyrsti fundur vetrarins verð- ur haldinn að Litlubrekku (Lækjarbrekku), Bankastræti 2, í kvöld kl. 20.00. Fundurinn er öllum opinn. Söngsveitin Fílharmónía Félagsfundur og söngæfing verður í kvöld í Melaskóla kl. 20.00. Félag eldri borgara í Reykjavík Bridgetvímenningur verður í Risinu kl. 13.00 í dag. SORPA, VI... móttöku- og fíokkunarstöö Artúnshöfði, við Sævarhöfða rr Mosfellsbær, nærri hesthúsabyggð Vio Ananaust O | Gylfaflöt, austan gömlu ] Gufuneshauganna Miðhraun 20, á mörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar Breiðholt, / Seljahverfi sunnan Á _ Breiðholtsbrautar WGmyrJ&sfs Kópavogur, við Dalveg Gámastöðvar á höfuðborgarsvæðinu MP.______;________________riro Skemmtanir Gaukur á Stöng: Dúndurfréttir á Gauknum Gaukur á Stöng, sem er til húsa í gamla bænum, nánar tiltekið í Tryggvagötunni, býður upp á lifandi tónlist á hverju kvöldi og þar koma fram margar af vinsælustu hljómsveitum landsins ásamt því að nýjar hljómsveitir fá tækifæri til að koma fram. í kvöld er það hin ágæta sveit, Dúndurfréttir, sem skemmtir gestum á Gauknum. Hljómsveit þessi, sem hefur starfað saman öðru hverju í eitt ár, er skipuð reyndum tónlistarmönnum sem koma úr mörgum þekktum hljómsveitum. Söngvari Dúndurfrétta er Pétur Guðmundsson sem hefur sungið meðal annars með Fjallkonunni og söng hlutverk Jesú Krists í upp- færslu Leikfélags Reykjavíkur á söngleiknum Jesus Christ Superstar. Aðrir í sveitinni eru Ólafur Hólm, sem lengi spilaði á trommur í Nýdanskri, Matthías og Ingi úr Reagge on Ice og Einar úr Draumalandinu. Tónlist Dúndurfrétta kemur úr ýmsum áttum en þó er i fyrirrúmi rokkið eins og það var á áttunda ára- tugnum og meðal laga sem fá að njóta sín í meðforum sveitarinnar eru lög úr smiðju Uriah Heep og Pink Floyd. Pétur Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Dúndurfrétta sem skemmtir á Gauki á Stöng í kvöid. Gengið á Nesja- völlum Göngur á haustin gefa fólki, sem hefur yndi af náttúru íslands, mik- ið. Þá eru litirnir í náttúrunni með fegursta móti og fyrir utan hversu heilsusamlegt það er að ganga þá er tíminn fljótur að líða innan um gróður sem er í mörgum litum. Hér til hliðar má sjá göngukort um Nesjawelli en stutt er að aka þang- að frá Reykjavík og staðurinn býður Umhverfi upp á mikinn fjölbreytileika. Búið er að útbúa svæðið með ýmsu móti. Góðir útsýnispallar yfir hin miklu mannvirki verða á vegi göngufólks- ins og svo er ýmislegt annað að sjá. Þegar keyrt er til baka til höfuð- borgarinnar er ekki úr vegi að fara Þingvallaleiðina til baka og gera stuttan stans við vatnið en eins og fleiri náttúruperlur eru Þingvellir mjög fallegir á haustin. Botnadalur Nesbúð G /j úifijóts- ff vatn Skeggi Krossfjöll Dagmála- fell Merkt aöalgönguleiö Ómerkt aöalgönguleiö Merkt tengileiö Ómerkt tengileiö Brött tengileiö Klóarfjall □ Rjúpnabrekkur Vöröuö leiö ÞING VALLAVATN Þorsteinsvík ' Grámelur Lambhag raUn Hagavík Ölfusvatns- Nesjahraun Villinga- ■ J? vatn ;oj Marardalur Hveradalir ^ 0 ” Tvíburar Hörpu Rósar og Mariuszar Myndarlegu tvíburamir á myndinni eru telpur og fæddust þær á fæðingardeild Landspítalans 10. september. Önnur fæddist kl. 23.18 og Barn dagsins var hún 3150 grömm að þyngd og 48 sentímetra löng. Systir hennar kom í heiminn einni mínútu síðar eða kl. 23.19 og var hún 3565 grömm og 50 sentímetra löng. For- eldrar tvíburanna em Harpa Rós Drzymkowska og Mari- usz Dzrymkovski. Hinn þekkti leikari Jon Voight, sem eitt sinn heimsótti ísland, leikur yfir- mann sérsveitarinnar. Sérsveitin Sam-bíóin hafa að undanfómu sýnt við miklar vinsældir spennu- myndina Mission: Impossible. Mynd þessi er gerð eftir vinsælli sjónvarpsseríu sem sýnd var á átt- unda áratugnum. í myndinni fýlgj- umst við með í fyrstu hvernig sveitinni er nánast eytt í mis- heppnaðri for. Tom Cruise leikur einn sérsveitarmanninn sem í fyrstu heldur að hann hafi einn lif- að af aðfórina og heitir því að hefna félaga sinna og fær sér til aðstoðar tvo eitilharða málaliða. Það kemur þó í ljós að ekki er allt sem sýnist með feigðarför sérsveit- arinnar. Kvikmyndir Leikstjóri Sérsveitarinnar er Brian De Palma, einn af kunnustu og eftirtektarverðustu leikstjómm vestanhafs. Hasnn hóf feril sinn seint á sjöunda áratugnum og kynnti meðal annars fyrir heimin- um ungan leikara, Robert De Niro. Sú mynd sem fyrst skráði nafn hans á spjöld kvikmyndasögunnar var Carrie, sem hann gerði eftir skáldsögu Stephens King, en síðan hafa í kjölfarið fylgt misgóðar myndir en alltaf eftirtektarverðar. Nýjar myndir Háskólabíó: Stormur Laugarásbíó: Hættuför Saga-bíó: Happy Gilmore Bíóhöllin: Eraser Bíóborgin: lllur hugur Regnboginn: Independence Day Stjörnubíó: Margfaldur Krossgátan Lárétt: 1 eyktamark, 7 skakkt, 9 til, 10 spil, 12 viðkvæm, 14 sára, 16 eign- ast, 17 talar, 18 hrópar, 21 óhóf, 22 leturtákn. Lóðrétt: 1 áfall, 2 frá, 3 skvettir, 4 fæða, 5 blaða, 6 kvæði, 8 fornt, 11 megna, 13 stúlkan, 15 mjög, 17 sjáðu, 19 féll, 20 óreiða. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hneisa, 7 vá, 8 eðlur, 9 æði, 10 káms, 12 stranga, 15 auðan, 17 öl, 18 ósum, 19 ill, 20 ak, 21 milta. Lóðrétt: 1 hvæsa, 2 náð, 3 iðka, 4 slánni, 5 aum, 6 ör, 8 eirðum, 11 salla, 13 tusk, 14 gölt, 16 ami, 18 óa.;< Gengið Almennt gengi LÍ nr. 199 13.09.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 66,910 67,250 66,380 Pund 104,060 104,600 103,350 Kan. dollar 48,740 49,040 48,600 Dönsk kr. 11,4600 11,5210 11,6090 Norsk kr 10,3000 10,3560 10,3430 Sænsk kr. 10,0010 10,0560 10,0220 Fi. mark 14,5830 14,6690 14,7810 Fra. franki 12,9410 13,0150 13,0980 Belg. franki 2,1436 2,1565 2,1795 Sviss. franki 53,9200 54,2100 55,4900 Holl. gyllini 39,3800 39,6100 40,0300 ' Þýskt mark 44,1600 44,3900 44,8700 it. líra 0,04371 0,04399 0,04384 Aust. sch. 6,2710 6,3090 6,3790 Port. escudo 0,4311 0,4337 0,4377 Spá. peseti 0,5230 0,5262 0,5308 Jap. yen 0,60670 0,61040 0,61270 írskt pund 107,580 108,250 107,600 SDR 96,34000 96,92000 96,83000 ECU 83,6100 84,1100 84,4200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.