Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1996, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1996 15 Hin nærri trjá- lausa hofuðborg Kjallarinn I grein sem skrifuð var í National Geografic eftir að Johnson, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hafði haft hér nokkra dvöl, var fjallað um heim- sókn hans að ein- hverju leyti og lít- illega getið lands og þjóðar. Grein- inni fylgdi mynd af Reykjavík og undir henni stóð: Hin nærri trjá- lausa höfuðborg. Þessi ummæli vekja nokkra furðu nú en eru þó nær lagi. Dómar um bæinn frá svipuðum tíma eru á líkan veg og það sem mesta athygli virðist hafa vakið er að varla var nokkra al- Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur „Ljóst er að audvelt er að breyta ásýnd útjarðar og til þess eru til- tæk ráð. Vegna frostlyftingar, skara, holklaka og algers skorts næringarefna dugar vart neitt betur en öflugar belgjurtir. “ mennilega hríslu að sjá nema í skjóli undir húsvegg, að mati sögumanna. í ljósi þess að skammt var liðið frá frægasta páskahreti aldarinnar, sem felldi trjágróður í stórum stíl um sunnan- og vestan- vert landið, eru þessu ummæli sennileg. Gerbreyting á ásýnd Orðið hefir gerhreyting á ásýnd, ekki aðeins höfuðborgar- svæðisins heldur einnig flestra þéttbýlisstaða landsins sem er fyrir til- stuðlan íbúanna sjálfra og ber vott um almenna snyrtimennsku jafnt utan dyra sem innan. Nú verður ekki lengur sagt að hríslur séu í skjóli húsa heldur hefir dæmið snúist við. Þessarar breytingar varð fyrst vart fyrir fáum árum, hvort sem litið var yfir svæðið úr efstu byggð- um eða það nálgast að sunnan eða austan. Suðvesturhorn landsins er meðal vindasömustu byggðra bóla veraldar og því að mörgu leyti erfitt til ræktunar en með því að leita út fyrir landssteinana, t.d. vestur til norðanverðrar Kyrrahafsstrandar Bandaríkjanna og Kanada eða jafnvel vestur yfir Kyrrahaf, til svæða þar sem loftslag er svalt og rakt, hafa fundist af- brigði sem henta við ríkj- andi aðstæður hér. Alaska virðist vera sér- staklega fýsileg- ur staður til fanga enda bera nokkrar hinna nýju tegunda nafn þess rikis. Tiltæk ráö Vegna þess hversu miklum stakkaskiptum þétthýlisstaðir hafa tekið á undanförnum árum og þess hversu mikið almenningur er farinn að ferðast í náinni snert- ingu við landið í orðsins fyllstu merkingu, gangandi, hlaupandi, hjólandi eða ríðandi, verður lélegt „Eftir eru melarnir, rofabörðin og flögin, hreytur mesta niðurlægingar- skeiðs þjóöarinnar," segir Kristjón m.a. í greininni. ástand útjarðar meira áberandi. Manngerðir melar, skriður og rofabörð hlasa allt of víða við og hafa lítið minnkað á sama tima og gróska hefir aukist í þéttbýli og á svæðum í nágrenni þess. Ljóst er að auðvelt er að breyta ásýnd útjarðar og til þess eru til- tæk ráð. Vegna frostlyftingar, skara, holklaka og algers skorts næringarefna dugar vart neitt bet- ur en öflugar belgjurtir. Þar eru úlfabaunir fremstar í flokki. Þá bregður svo við að að mati sumra eru þær óalandi og óferjandi vegna erlends uppruna, hæfúeika til útbreiðslu við erfið skilyrði og blárra blóma auk þess sem þær kæfa hugsanlega lágróður eins og mosa, fléttur og skófir sem nóg er af. Góðra gjalda er vert að halda í það sem gamalt er en íslendingar hafa losað sig við holdsveikina, fjárkláðann, barnadauðann, rak- ann og saggann úr gömlu leku torfbæjunum ásamt lúsinni og flónni að mestu, þótt það hafi ver- ið á kostnað fjölbreytileika teg- undanna og til þess hafi orðið að nota erlend meðul og ráð. Eftir eru melarnir, rofabörðin og flögin, hreytur mesta niðurlægingar- skeiðs þjóðarinnar sem eiga fullt erindi í glapkistu sögunnar. Kristjón Kolbeins Níðingsverki hampaö í RÚV í kvöldfréttum, laugardaginn 7. þ.m., lét RÚV sig hafa það að hampa ódæði sem afrek væri á sameiginlegum rásum sínum tveim, geta þess jafnvel í fréttayf- irliti, og þannig skipa því meðal aðalfrétta, meira að segja með við- tali. Aðdragandinn hefði þó ekki átt að vera fréttnæmur: Fjölskyldu- faðir nokkur, Jón Þórarinsson á Hæringsstöðum í Svarfaðardal, gekk til fjalla með dætrum sínum og eiginkonu, og voru þessir ljúf- lingar staddir ofan við Bakkabjörg þegar þeir komu auga á ref. Meö skóreimum kellu Hersingin tók umsvifalaust á rás á eftir dýrinu, sem þá reyndi að forða sér á hlaupum og stakk sér inn í urð. Það tókst ekki betur en svo að í skottið sást og náttúru- unnendurnir lögðust á eitt við að toga í það. Hvergi nærri var árangurinn í samræmi við erfiðið. Því var grip- ið til þess ráðs að tína grjótið ofan af dýrinu og fyrr en varði komust þessir uppalendur í þá aðstöðu að geta bundið annan afturfót þess við skottið. Það var gert með skóreimum kellu, sem hélt, á með- an bóndi hennar vann enn kapp- samlega við að tína grjótið, enda áríðandi að veita börnum sínum gott fordæmi og að fjölskylda geti sameinast um eitthvað uppbyggi- legt! Loksins var bak varnarlausa dýrsins bert og „þá fékk ég mér bara eggjagrjót og klauf hann í herðar niður, eða sem sagt rak það á milli herða- blaðanna á hon- um og í gegnum hann,“ raupaði Jón af illvirki sínu og kellu sinnar, í viður- vist dætranna. Hann gat þess einnig að refur- inn hefði „eiginlega ekki“ átt möguleika á að verjast. Jón velti fyrir sér hvemig hann myndi verja verðlaununum fyrir að „vinna dýrið“,eins og Gissur Sigurðsson fréttamaður komst að orði. „En það er spurningin," sagði Jón háðskur „hvort það fer þá í að borga sekt. Ætli ég fái ekki sekt fyrir að hafa gleymt að sýna honum veiðikortið áður en ég drap hann.“ Þessi maður taldi sig sem sé hafa efni á að bæta skætingi við forkastanlegt athæfið. Með því var þó ekki sögunni lokið, því eftir var að koma afrekinu með egggrjót- ið á framfæri við Rík- isútvarpið og gorta - sem RÚV greinilega tók fagnandi - og fyrr má nú vera frétta- þurrð! Dálagleg skilaboð Fjöldi fólks hafði samband við frétta- stofa RÚV strax sama kvöld til þess að lýsa andúð og fyrirlitningu á athæfinu og við- brögðum fréttastofu. Ég gerði það einnig og er kunnugt um að nokkrir kröfðust þess að viðbrögðum al- mennings yrði gert jafnhátt undir höfði á sama vettvangi, strax í kvöldfréttum sunnudagsins. í sunnudagsfréttum RÚV var við- bragðanna hvergi getið né í kvöld- fréttum mánudags eða þriðjudags, og lengra þarf ekki að telja. Af hálfu fréttastofu hefur rikt algjör þögn um álit almennings á þessu fyrirlitlega athæfi og mati hennar á hverju skuli flíkað. Við, sem neydd erum til að borga brúsann, eigum kröfu á því að viðbrögðum okkar sé sinnt á sama hátt og áð- urnefndum „fréttum". Þetta voru líka dálagleg skilaboð til uppvax- andi kynslóðar á tímum þegar hvers konar ofbeldi er orðið alvar- legt vandamál í þjóðfélaginu. Bót var þó í máli að Leifur Hauksson tók gagn- rýni á þessu í morg- unútvarpi Rásar 2, vitnaði í lög sem at- hæfi af ofangreindu tagi varðar og sagði símalínur RÚV hafa logað vegna þessa. Hins vegar má Giss- ur Sigurðsson skammast sín fyrir að hafa staðið að við- talinu, með þessum líka hættinum, og komið því á fram- færi. Ég vil sérstak- lega vekja athygli á því að íslenskum hjónum i gönguferð með dætur sínar tókst að verða þjóð sinni til háborinnar skammar í miðri umfjöllun um ástæðulaust ofbeldi, og það í merkasta fjölmiðli landsins. Flestar sæmilega vel innrættar fjölskyldur á göngu hefðu látið nægja að virða refínn fyrir sér og fagnað óvæntu tækifæri til þess að sjá eitt hinna örfáu villtu dýra okkar í eðlilegu umhverfi sinu en svo var ekki um fólkið af sauða- húsi Jóns Þórarinssonar. Jafn- framt vil ég benda á að í verknaði umræddra hjóna felast skýlaus brot á fleiri lagaákvæðum um hvernig megi aflífa dýr. - Ég efast ekki um að þetta fólk verði kært og nú skulum við vaka vel yfir hvernig viðkomandi sýslumaður stendur að því máli. Franzisca Gunnarsdóttir „Ég vil sérstaklega vekja athygli á því að íslenskum hjónum í göngu- ferð með dætur sínar tókst að verða þjóð sinni til háborinnar skammar í miðri umfjóllun um ástæðulaust ofbeldi, og það í merkasta fjólmiðli landsins. “ Kjallarinn Franzisca Gunn arsdóttir rithöfundur Með og á móti Heilsugæslulæknar afsala sér samnings- og verkfalls- rétti Betri kostur Katrín Fjeldsted, formaöur Félags ís- lenskra heilsu- gæslulækna. „Mín skoð- un er sú að það geti auðvitað fylgt því óvissa að fara undir kjaranefnd en af tveimur kostum, ann- ars vegar því að hafa óbreytt fyrirkomulag og hins vegar að fara undir nefndina, finnst mér síðari kosturinn öllu skárri. Þá er ég ekki bara að hugsa um læknana heldur einnig um þriðja aðila sem eru sjúkling- antir. Það er líklegra að þeir þutfi ekki í framtíðinni að standa frammi fyrir öðru eins ástandi og nú kom upp. Viö töld- um að kjaramál okkar væru það vel rökstudd að það ætti ekki að vera flókið að gera við okkur kjarasamning en það tók þó rfk- ið 6 vikur. Það var ekki sam- kvæmt okkar óskum. Að öllu þessu skoðuðu tel ég miklu far- sælla að við fórum undir kjara- nefnd sem vinnur eftir lögum og er gert skylt að skoða mál frá öll- um hliðum, taka mið af launa- þróun í landinu, ábyrgð og menntun og samanburði við sambærilegar stéttir. Þar með yrðu heilsugæslulæknar bornir saman við aðra lækna og annað háskólamenntað fólk. Ég lít svo á að þessi kaleikur sé frá okkur tekinn". Slæm Marta A. Hjálmars- dóttir, formaöur Bandalags háskóla- manna reynsla „Mín skoð- -------- un er einfald- lega sú að rík- isstarfsmenn hafa reynslu af því að vera undir kjara- dómi og hafa ekkert um sín mál að segja. Sú reynsla var ekki betri en það að við böröumst fyrir því hörðum höndum að fá samnings- og verk- fallsrétt í okkar hendur og það tókst að lokum. Við teljum ein- faldlega aö hag okkar sé betur borgið í éigin höndum en hjá kjarahefnd. Mér finnst nýafstað- in deila heimilislækna og ríkis- ins lýsa fullkomnu ábyrgðarleysi og getuleysi samninganefndar rikisins til að vinna hratt og ör- ugglega að lausn mála eins og meugoft hefur komið fram. Það má hins vegar ekki gerast að þetta getuleysi sé forsenda þess að sú leið sé farin sem heilsu- gæslulæknar eru nú farnir inn á. Þegar deilur dragast svona á langinn koma inn í þær alls kyns sjónarmið sem stéttir eiga mjög erfitt með að eiga við, það er mjög erfitt fyrir heilbrigðisstétt- irnar að standa í kjaradeilum, t.d. frá siðferðilegu sjónarmiði stéttarinnar en þau siðferðilegu sjónarmið að hafa rétt til að semja um sín kjör vega auðvitað afskaplega þungt.“ gk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.