Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Síða 5
MANUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
5
DV
Fréttir
P
b
.. ■, ■
i-..: tt',
1 'H V.
Fékk verölaun í Berlín fyrir rannsóknir á tannholdssýklum:
Skilst að þetta sé
góð viðurkenning
„Ég hef verið að gera samanburð á
greiningaraðferðum fyrir tannholds-
sýkla og hef fundið heppilegustu
greiningaraðferðirnar," segir Gunn-
steinn Haraldsson líffræðingur en
hann hlaut nú um liðna helgi fyrstu
verðlaun á þingi Skandinavíu- og
Evrópudeilda félaga rannsókna í
tannlækningum sem haldið var i
Berlín um liðna helgi.
Gunnsteinn lauk BS-prófi í líffræði
fyrir tveimur árum og vinnur nú að
verkefni til meistaragráðu. Hann hef-
ur undanfarið verið að rækta bakter-
íur og skoða þær og niðurstöður
hans þykja merkilegar.
„Mér skilst að það þyki mjög
merkilegt að fá þessi verðlaun og eitt
er víst að þeim þóttu rannsóknir
minar a.m.k. verðar fyrstu verð-
launa. Það sem er einna merkilegast
í þessum niðurstöðum minum er að
við höfum fundið eitthvað sem við
vonumst til að sé undirtegund sýkla
og tengist mjög tannsjúkdómum.
Stofninn hefur a.m.k. aðeins einangr-
ast úr fólki með tannholdssjúkdóma.
Þessir sýklar kekkja blóðkom og það
er talið tengjast sýkingarmætti."
Gunnsteinn vonast til þess að í
framtíðinni verði hægt að útskýra
eitthvað af sjúkdómum þar sem þess-
ar bakteríur koma við sögu. Þessi
tegund, sem stofnamir sem hann hef-
ur fundið em af, hefur ekki verið
sterklega tengd við sjúkdóma.
„Ef til em tvö afbrigði af þessari
bakteríu, annað kekkir blóðkorn og
hitt ekki, þá er þetta mjög skemmti-
legur vísindalegur og faglegur grunn-
ur. Ég efast um að meðhöndlun sjúk-
dómanna breytist en menn vita þó
a.m.k. betur við hvað þeir eru að
fást,“ segir Gunnsteinn.
Ný gata í
gegnum
skólahverfið
á Sauðárkróki
Dy Sauðárkróki:
Innan skamms munu hefjast
framkvæmdir við gerð nýrrar götu
neðst í Sæmundarhlíð, í gegnum
skólahverfið á Sauðárkróki. Verkið
var boðið út í síðustu viku og á því
að vera lokið 8. nóvember næstkom-
andi. Tvenn stálgöng verða undir
hina nýju götu, önnur verða í far-
vegi Sauðár en hin eru ætluð fyrir
gangandi umferð um skólahverfið,
þannig að skólafólk þarf í framtíð-
inni ekki að ganga yfir götuna milli
bygginga í hverfinu.
Umferðin gegnum skólahverfið
hefur lengi verið áhyggjuefni ráða-
manna á Sauðárkróki og að margra
áliti eru þessar framkvæmdir mjög
brýnar. Snorri Björn Sigurðsson
bæjarstjóri segir að ætlunin hafi
verið að ráðast í verkið í sumar, en
tafir hafi orðið á undirbúningi og
það ekki verið tilbúið til útboðs fyrr
en nú. Með tilliti til umferðar gang-
andi fólks um hverfið sé þetta ekki
besti tíminn til framkvæmda en við
því sé ekkert að gera. Reiknað er
með að loka þurfi á bílaumferð í
gegnum skólahverfið einhvern
hluta framkvæmdatímans og verð-
ur umferð þá beint suður fyrir
Túnahverflð, um Túngötuna.
Aðspurður um kostnað vegna
framkvæmdanna sagði Snorri Bjöm
að á fjárhagsáætlun væri 25 milljón-
um varið til verksins og hann von-
aðist til að sú fjárveiting mundi
duga. -ÞÁ
Gunnsteinn Haraldsson líffræðing-
ur fékk verðlaun fyrir rannsóknir á
• . TT i'rty x • tannholdssýklum á ráðstefnu f
segir Gunnstemn Haraldsson lrffræömgur Benm um nöna heigi. Hér er hann á
Verðlaun Gunnsteins eru ferð til ráðstefnu svipaða þeirri sem hann stærri. Þar segist hann munu kynna rannsóknarstofunni í húsi tann-
Bandaríkjanna í mars á næsta ári á fór á i Berlín á dögunum, bara miklu sömu rannsóknir og í Berlín. -sv Iseknadeildar Haskola Islands.
DV-mynd GVA
Þetjar þú kaupir notaðan bí
hja okkur fylgir allt þetta:
Vetrardekk
Vetrarskoðun
smurstöðvar Heklu:
• skipt um olíu á vél
• ísvari á rúðusprautu
• frostlögur mældur
• silicone á hurðargúmmí
• smurt í læsingar og lamir
• olíusía athuguð
• loftsía athuguð
• rúðuþurrkur athugaðar
• ljósaperur athugaðar
• reimar athugaðar
• pústkerfi athugað
• drifhosur athugaðar
í L A
VEGI 174-SIMI 569 566