Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Síða 20
20
MANUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
Fréttir
DV
Málstofa um sálarlíf sjómanna:
Þarf að hlúa mun betur
að úthafssjómönnum
- segir Benedikt Valsson
„Ætiunin er að reyna að fræðast
meira um þessi mál á málstofunni.
Ég vil gjaman fá eitthvert mat á
þessum hlutum. Málið er viðkvæmt
og þarf að kynna sér það betur. Það
er viðkvæmt því að ýmsar fréttir
hafa borist sem eru alvarlegar og
við viljum kanna sannleiksgildi
þeirra. Þetta þarf allt að skoðast
mjög vandlega," segir Benedikt
Valsson, framkvæmdastjóri Far-
manna- og fiskimannasambands ís-
lands, við DV vegna umræðu um
ástand og sálarlíf úthafssjómanna.
Eins og fram hefur komið í DV
hafa sjómenn fjallað um slæmt sál-
arástand margra þeirra einstak-
linga sem stunda sjómennsku í
Smugunni og víðar á úthöfunum.
Vitað er um sjálfsvíg sjómanna sem
verið hafa í Smugunni og margir
hafa verið langt leiddir eftir langa
dvöl á sjónum.
Stjórnir Farmanna- og fiski-
mannasambandsins og Sjómanna-
sambands íslands hafa boðað til
sameiginlegrar málstofu í lok sept-
ember og munu fá þar til sín tvo
sérfræðinga til að fjalla um heilsu
sjómanna. Þar verða tekin fyrir sál-
arleg og félagsleg áhrif á úthafssjó-
menn og fjölskyldur þeirra.
„Þetta hefur greinilega lagst mjög
misjafnlega á menn. Sumir hafa
minna úthald en aðrir en svona
hlutir eru auðvitað mjög einstak-
lingsbundnir. Það eru margir sam-
verkandi þættir sem þarna hafa
áhrif. Það er misjafn aðbúnaður á
skipunum og margt fleira sem spil-
ar inn 1 og hefur áhrif á líðan
manna ijarri heimilum sínum og
fjölskyldum," segir Benedikt.
Aöstæður misjafnar
„Það er ekkert launungarmál að
það þarf að hlúa mun betur að út-
hafsjómönnum. Aðstæður eru mjög
misjafnar á skipunum. Sums staðar
eru þær góðar en annars staðar þarf
að bæta þær verulega.
Það var líka mjög,slæmt hve
varðskipið fór seint í Smuguna.
Þarna var búinn að vera mikill
tiöldi manna vikum saman áður en
varðskipið kom. Þar sem útgerðin
er að leggja þetta á herðar manna
þá þarf að gera betur við þá. Menn
vilja eðlilega vera í betra sambandi
við fjölskyldur sínar og ástvini í
landi. Það er mjög dýrt að hafa sam-
band heim og mér finnst að þarna
þurfi bæði útgerð og Póstur og sími
að koma betur til móts við sjómenn
þannig að þetta leggist ekki svona
fjárhagslega þungt á þá.
Maður hefur heyrt dæmi um að
það hafi ekki verið mikil tekjulind
fyrir menn að fara í Smuguna. Sjó-
menn eru að leggja heilmikið í söl-
urnar að fara út í mikla óvissu um
tekjuöflun og þurfa svo að standa
undir mjög dýrum símakostnaði.
Það er ljóst að bæði útgerð og hið
opinbera þarf að sýna þessu meiri
skilning og koma til móts við þarfir
sjómanna og þessar erfiðu aðstæður
sem þeir eru í þarna langt úti í
hafi,“ segir Benedikt.
-RR
Aöstandendur og velunnarar Þjóöminjasafnsins meö horniö sem fékkst á uppboöinu. DV-mynd BG
P Miðvikudag inn 2. október
íniin aukablað um
gæludýr fylgja I
Meðal efnis í blaðinu yerður:
Hundur og eigandinn, er hægt að þekkja
eigandann af hundinum? Taminn köttur.
Skrauthænsni. Búrfuglar. Fiskabúr, heill
heimur. Fuglahundar (standandi) o.fl.
Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu
aukablaði vinsamlegast hafi samband við
Ragnar Sigurjónsson í síma 550-5728 hið
fyrsta.
Vinsamlega athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fímmtudagur 26. september.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.
Nýir gripir á
Þjóðminjasafn
I maí á þessu ári bárust Þjóð-
minjasafni fréttir um að tvö gömul,
útskorin drykkjarhorn og gamla
vatnslitamynd af Geysi ætti að selja
á uppboði í Danmörku og annaðist
hið virta fyrirtæki Sotheby’s upp-
boðið. Homin virtust óvenjuvan-
daðir og eftirsóknarverðir gripir,
einkum hið eldra sem talið var frá
lokum miðalda, en hitt bar ártalið
1687. Vatnslitamyndin var einnig
mjög áhugaverð enda tiltölulega fátt
til af myndum frá íslandi fyrir daga
ljósmyndunar.
Þjóðminjasafnið lagði kapp á að
eignast þessa gripi og fá þá hingað
til lands og kynnti því málið for-
manni félagsins Minja og sögu sem
stofnað var sem styrktarfélag Þjóð-
minjasafnsins og hefur áður sýnt
safninu mikla velvild og hjálp í slík-
um tilfellum. Ákvað félagið að fengi
safnið eldra hornið á uppboðinu
skyldi félagið greið kaupverðið og
færa safninu það að gjöf.
Á uppboðinu 20. og 21. maí fór
eldra hornið, og örugglega hið
merkara, fyrir neðan áætlað lág-
marksmatsverð, en hitt fór hins
vegar hátt yfir matsverði og yfir það
verð sem talið var rétt að bjóða.
Ekki er vitað hver kaupandi að því
var. Vatnslitamyndina hreppti Þjóð-
minjasafnið. -ggá
Klettaklifurnám-
skeið í Öræfum
DV, Öræfum:
í byrjun september var haldið
námskeið í klettaklifri í Hnappa-
vallahömrum í Öræfum. Hnappa-
vallahamramir eru stærsta og að
margra mati besta klettaklifursvæði
íslands, með um 70 bóltuðum klifur-
leiðum af öllum þyngdargráðum.
Hamrarnir, sem nú standa 4 km
inni í landinu, eru sæbarðir en eftir
ísöldina, sem lauk fyrir um 10.000
áram, náði sjórinn alla leið upp að
þeim.
Þátttakendur á námskeiðinu voru
félagar úr Björgunarfélagi Horna-
fjarðar, auk félaga úr Björgunar-
sveitinni Kára í Öræfum. Leiðbein-
andi var Páll Sveinsson frá Björgun-
arskóla Landsbjargar og SVFÍ, en
hann er enn fremur formaður Alpa-
klúbbsins, auk þess að vera í Hjálp-
arsveit skáta í Reykjavík.
Veðrið lék við klifrarana og tóku
menn stórum framförum í kletta-
klifri þessa tvo daga sem námskeið-
ið stóð. Flestir voru þó orðnir sár-
hentir seinni daginn, enda ekki dag-
legt brauð að hanga á fingurgómun-
um á smáklettanibbum með 20
metra hengiflug fyrir neðan.
-ERS
Páll Sveinsson frá Björgunarskóla Landsbjargar sýnir félögum úr Björgun-
arfélagi Hornafjaröar og Björgunarsveitinni Kára hvernig á aö bera sig aö á
námskeiöi í klettaklifri. DV-mynd Einar