Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Qupperneq 22
30
MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996
Fréttir
\
\
DV
Raðgert að opna nyjan
baðstað við Bláa lónið
Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins hf.
Flutningar á sláturlömbum
DV, Hólmavík:
Nýlega hófust flutningar á slát-
urlömbum til Hvammstanga af fé-
lagssvæði Kaupfélags Steingríms-
Qarðar jafnhliða flutningi til slát-
urhúss félagsins á Hólmavík. Að
sögn Jóns E. Alfreðssonar kaupfé-
lagsstjóra er fyrirhugað að senda
þangað a.m.k. 3.000 dilka. þetta er
gert vegna þess að sláturhúsið þar
hefur ESB- leyfi og þar með er
hægt að senda kjöt þaðan á flesta
markaði. Nú hefur opnast tiltölu-
lega góður markaður fyrir lamba-
kjöt til Noregs en kröfur Norð-
manna eru meðal annars þær að
kjötið sé af lömbum af þeim svæð-
um landsins sem líflambasala hef-
ur verið heimil frá undanfarin ár.
Hún hefur verið heimil af veruleg-
um hluta félagssvæðis Kaupfélags
Steingrímsfjarðar í fjöldamörg ár
og veriö mörgum fjárbóndanum
drjúg búbót í hinum mikla sam-
drætti undanfarin ár. GF
ovl
Tilveran:
Skemmtileg og öðruvísi
neytendaumfjöllun er alla
þriðjudaga í DV. Umfjöllunin
er á fjórum samliggjandi síðum
og fjallar um allt sem viðkemur
fjölskyldunni, heimilinu,
vinnunni og áhugamálum
fólks.
Ipv)
i ^yi
Tippfréttir:
Tippfréttir er lifandi
íþróttaumfjöllun þar sem er að
finna allt sem viðemur enska
og ítalska boltanum og
lengjunni.
Menning:
Fjölbreytt og skemmtileg
menningarumfjöllun í umsjón
Silju Aðalsteinsdóttur er alla
Þriðjudaga í DV.
DV, Suðurnesjum:
„Við erum að kanna möguleika á
því aö fá fjármagn í framkvæmdina.
Við höfum verið að kynna verkefn-
ið völdum aðilum og það er til skoð-
unar hjá þeim. Ef okkur tekst að
afla fjár i framkvæmdina höfum við
verið að gæla við að geta opnað nýja
baðstaðinn árið 1998,“ sagði Grímur
Sæmundsen, framkvæmdastjóri
Bláa lónsins hf.
Búið er að leggja nýjan veg frá
Grindavíkurvegi og að þeim stað
sem fyrirhugað er að nýja lónið
verði. Hann er um 750 metra frá nú-
verandi lóni en stærð hins nýja lóns
verður svipuð.
Mannvirki við lónið verða felld
að umhverfinu þannig að fólk fær
að upplifa þá stórkostlega náttúru
sem þama er til staðar. Þá verður
hægt að stilla hitastigið í lóninu,
sem er ekki hægt í dag. Menn telja
kostina við að færa lónið margfalt
fleiri en gallana.
Að sögn Gríms er verið að tala
um að í fyrsta áfanga yrði byggð
fullkomin búningsaðstaða með öllu
tilheyrandi og veitinga- og fundar-
aðstöðu. Hann sagði áætlanir gera
ráð fyrir því að kostnaðurinn á
fyrsta áfanga væri á milli 800-900
milljónir króna ef skynsamlega
væri að farið. Annar áfangi er gisti-
aðstaða fyrir allt að 200 gesti sem
væntanlega yrði reist um og eftir
aldamót.
„Búningsaðstaðan verður mjög
stór. Við höfum tekið á móti tvö
þúsund gestum á dag á stærstu dög-
unum en á nýja baðstaðnum erum
við að tala um tvöfaldan þann
fjölda,“ sagði Grímur Sæmundsen.
-ÆMK
Tuttugu og tveggja
punda lax úr Flókadalsá
DV, Fljótnm
„Þetta er stærsti lax sem ég hef
veitt á stöng á þessu vatnasvæði og
er ég þó búinn að stunda hér stanga-
veiði í liðlega 60 ár,“ sagði Níels
Hermannsson frá Ysta-Mói þegar
hann hafði landað 22 punda hæng
úr Flókadalsá i síðustu viku. Níels
ólst upp á Ysta-Mói en hefur búið
mörg ár í Reykjavík. Hann hefur
stundað veiðiskap í Flókadalsá og
Hópsvatni frá bamæsku. Hann
eignaðist veiðistöng um tvítugsald-
ur og hefur veitt þar fleiri laxa á
stöng en nokkur annar. Niels fékk
þann stóra í svokölluðum Grafar-
hyl. Það tók hann 35 mínútur að
landa laxinum.
„Miðað við hvað veiðin í ánni hef-
ur verið treg í sumar er ég nokkuð
ánægður með þessa þrjá daga sem
ég hef verið hér í veiði. Dagana á
undan fékk ég væna urriða, 4-5
punda fiska, og síöasta daginn fékk
ég þann stóra þannig að maður get-
ur sæmilega við unað. Þetta hefði
hins vegar ekki þótt mikið i gamla
daga. Þá fékk ég oft 3-4 laxa á dag.
En þessi á hefur átt sín slöku veiði-
ár eins og flestar aðrar ár í landinu.
Það gengur enginn að vísri veiði,
Níels Hermannsson með 22 punda laxinn úr Flókadalsá. DV-mynd ÖÞ
hvorki hér né annars staðar, en það þetta,“ sagði Níels Hermannsson að
er líka hluti af ánægjunni við lokum. -öþ
Borgarhólsskóli Húsavík:
Nýtt öflugt tölvu-
kerfi á afmælisári
Borgarhólsskóli var settur síðast-
liðinn þriðjudag og eru nemendur í
vetur um 430 talsins, sem er svipað-
ur fjöldi og var síðasta skólaár.
Kennarar og aðrir starfsmenn skól-
ans eru um 55 þannig að heildar-
fjöldinn á þessum vinnustað er hátt
í 500 manns.
Nú í haust verður tekin í notkun
efsta hæðin í öðmm áfanga nýrrar
viðbyggingar við skólann og verða
8.-10. bekkur með aðstöðu þar.
Einnig verður tekið í notkun nýtt
og öflugt tölvukerfi sem sam-
anstendur af 14 útstöðvum sem
tengdar era við eina móðurstöð.
Á dögunum var haldið hér í Ólafs-
firði námskeið í bílamálun sem lauk
með sveinsprófi. Námskeiðið var
haldið á bílaverkstæðinu Múlatindi.
Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt nám-
skeið er haldið utan Reykjavíkur.
Prófað var í górum þáttum: 1) bif-
reiðahlutur með smáskemmd sem
þurfti að laga og bletta. Hluturinn
siðan bronslitaður. 2) Litalögun. 3)
Plasthlutur málaður. 4) Verklýsing
Að sögn Halldórs Valdimarsson-
ar, skólastjóra Borgarhólsskóla, er
það mikil búbót fyrir nemendur að
fá þessar tölvur og bætir úr brýnni
þörf. Halldór sagði að þessi tölvu-
kaup hefðu verið mikO fjárfesting
fyrir skólann, en verið möguleg
meðal annars vegna gjafa sem skól-
inn hefði fengið í tdefni þess að nú
í ár era eitt hundrað ár frá því
fyrsta skólahúsið var reist hér á
Húsavík og verður þeirra tímamóta
minnst sérstaklega síðar.
Það var Tölvuþjónusta Húsavíkur
sem sá um uppsetningu og samhæf-
ingu á tölvukerfinu. -AGA
og tUlitsemi á vinnustað, efhi og efni-
snotkun.
Þátttakendur komu viða að: Andr-
és Leifsson, Blönduósi, Aðalgeir
Grétarsson, Húsavík, Stefán Bjarn-
héðinsson, Akureyri, Hreinn Sig-
tryggsson, Reykjavík, Sigurjón
Magnússon, Ólafsfirði, Sveinn Magn-
ússon, Neskaupstað. Prófdómarar
voru Erlendur Traustason og Einar
Guðmundsson en formaður prófa-
nefndar var Hermann Jóhannesson.
-HJ
Breytt kennslu-
form í gagn-
fræðaskólanum
DV, Ólafsfiröi:
Gagnfræðaskólinn á Ólafsfirði
hóf starfsemina í byrjun sept-
ember en nú er kennsluform í 9. og
10. bekk mikið breytt. Þessum
tveimur bekkjum hefur verið skipt
í hraðferð, miðferð og hægferð.
Betri nemendum í 9. bekk gefst
kostur á að fara í hraðferð, þ.e.
sitja í tímum með 10. bekk. Hér er
eingöngu um að ræða grunnfógin
fjögur, ensku, íslensku, dönsku og
stærðfræði. Þá eru nokkrir nem-
endur settir í hægferð. Nemendur í
8. bekk fara ekki í þetta ferðakerfi.
Að sögn Óskars Þórs Sigur-
björnssonar skólastjóra verður
flæði á milli hópanna sem byggist
á mati og vali þannig að nemendur
geta ýmist farið hratt yfir eða hæg-
ar eftir því hvemig námið gengur.
Nú er búið að kenna með þessu
fyrirkomulagi í tvær vikur og hef-
ur það mælst vel fyrir enda allir,
bæði kennarar og nemendur, já-
kvæðir í garð þessa fyrirkomulags.
Auk þessara grunnskólabekkja
er framhaldsdeild við gagnfræða-
skólann á Ólafsfirði, deild sem hef-
ur verið starfrækt undanfarin 20
ár. Núna eru 19 nemendur skráðir
i deildina. -HJ
Sveinspróf í bílamálun
DV, Ólafsfirði: