Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1996, Síða 30
38 MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 1996 Fréttir Gífurleg framleiðsluaukn ing flugeldhúss Flugleiða DV, Suðurnesjum: „Þetta er stærsta ár sem við höf- um nokkurn tímann upplifað og framleiðslan stefnir í að verða um 1,2 milljón máltíðir á árinu sem er 175 þúsund fleiri máltíðir en í fyrra. Þetta er aukning sem við gerðum ekki ráð fyrir fyrr en um aldamót," sagði Jón Sigurðsson, rekstrarstjóri flugeldhúss- og veit- ingarekstrar Flugleiða á Keflavík- urflugvelli. Jón segir þróunina hafa staðið síðan 1990 og framleiðslan í eldhús- inu hafi tvöfaldast siðan. Hann seg- ir þetta tilkomið vegna þess að Flugleiðir fóru að taka meira af mat af eldhúsinu í báðar ferðirnar til og frá Evrópu til að styrkja eld- húsið og atvinnulífið á Suðumesj- um. í flugeldhúsinu starfa yfir sumarmánuðina 120 manns og í kringum 65 manns á vetuma. Til að mæta þessari gifurlegu aukn- ingu er gert ráð fyrir að stækka flugeldhúsið á Keflavíkurflugvelli. „Fyrir utan þann mikla fjölda sem vinnur hjá okkur sköpum við mikla vinnu vítt og breitt um land- ið. Við búum til og hönnum réttina hér og fáum síðan fyrirtæki til að framleiða þá eins og við viijum hafa þá. Síðan er rétturinn settrn- saman hér áður en hann fer í flug- vélamar. Okkar erlendu viðskiptavinir hafa stóraukið flug til Keflavíkur og þá aðallega Canada 3000. Þeir byrjuðu fyrir 4 árum með eina ferð á viku sem þýddi tvær lendingar en em koinnir í 16 lendingar á viku ■ I Jón Sigurösson, rekstrarstjóri flugeldhúss- og veitingarekstrar Flugleiöa á Keflavíkurflugvelli, aö skýra frá þeirri gifurlegu aukningu sem á sér staö í flugeldhúsi Flugleiöa. DV-mynd ÆMK í sumar. Það þýðir að við komum til með að selja þeim í sumar 130 þúsund máltíðir. Þeir eru mjög ánægðir með matinn og aUa þjón- ustu á flugvellinum og þá ekki bara flugeldhúsið heldur alla þjónustu. Þeir nota sömu vélar og við, Boeing 757-200, sem þýðir að varahlutir em til staðar og tækniþekking og minnsti möguleiki á seinkunum. „Samkvæmt verð- og gæðakönn- unum í Evrópu vorum við með besta verðið og mestu gæðin að þeirra mati. Einnig var hagstæðara að kaupa alla þjónustu hér en að kaupa hluta af henni í Evrópu," sagði Jón Sigurðsson en flugeld- húsið selur einnig mat í flugvélar SAS og Lufthansa. Af framleiðslu flugeldhússins eru Flugleiðir með um 85% á þessu ári. -ÆMK Leiðarlýsing fjall- vega á Austur- landi á bók DV, Egilsstööum: „Tilgangurinn er að ná saman á einn stað fróðleik um foma fjallvegi á Austurlandi og þær fomminjar sem þar er að fmna, s.s. vörður og veghleðslur, m.a. frá eldra fólki áður en meira af því efhi glatast," sagöi Guðrún Kristinsdóttir minjavörður, þegar áhugahópur um þetta efni kynnti ritið Fomir fjallvegir á Aust- urlandi, sem nýlega er komið út. í riti þessu er að finna lýsingu á rúmlega 200 fjallvegum á svæðinu frá Gunnólfsvíkurfjalli til Skafta- fells. Þá fylgja kort þar sem nær all- ar leiðirnar eru teiknaöar inn. Einnig em í ritinu erindi sem flutt vom á málþingi sem efnt var til á Egilsstöðum í mai 1995 um efnið Vörður og fjallvegir. Magnús Hjálmarsson og Bragi Björgvinsson á Egilsstöðum unnu að leiðarlýsingu á gönguleiðunum og byggðu þar á ýmsum ritum ásamt viðtölum við fróða menn og kunnuga á hverjum stað. Hópurinn telur æskilegt að áfram verði unnið að þessari samantekt um fornar leiðir og fjallvegi með ítarlegri lýs- ingu, gleggri kortum og leiðamerk- ingum þar sem fram kæmi hversu erfiöa göngu er um að ræða í hverju tilfeUi. Kaupfélag Héraðsbúa styrkti verkefnið með 100 þúsund króna framlagi úr menningarsjóði og Úti- leikhúsið „Hér fyrir austan“ hefur lagt hópnum Uð. Ritið hefúr verið sent aðilum í ferðaþjónustu á Aust- urlandi og verður einnig til sölu í bókabúðum. -SB Slalld mahðlubýk 0q mi llko ' afbragtii I ra'fndbuftd Irí Jun ■ Á ’ HROLLVEKJANDl D KA U GASA <3 A BÆKUR -S%/M fltéiStíhjbífk Vmr jaifiís 'rlWMfi ftfoÍIVétijWiifi ílfaú§j?ÍsaL)a - awm&sjrrm -saiia. imr þifSsffli £)í>k rfafitk mti Mhmfféum nmrími sm w % mfríúbmtétéigúm. Asokn a fiWsta sútúsfaf) kos iar aöéirís Wi kfóriúr =• oy Mnþá rriinna í iiskrifi. UaMBÆKUR Gunnar Sigurösson, forseti Bæjarstjórnar Akraness, og Gísli Gíslason bæj- arstjóri undirrita vinabæjarskjaliö ásamt forráöamönnum Sörvágar. DVÓ Sörvágur í Fær- eyjum vinabær Akraness DV, Akranesi: Þann 1. september sl. var undir- ritað í Sörvogi í Færeyjum skjal til staðfestingar því að Akranes og Sörvágur hefðu tekið upp vinabæj- arscimstarf. Aðdragandi málsins er sá að á Akranesi hefur um langt skeiö verið áhugi á að efla sam- skipti við Færeyjar. í ]jós kom að gagnkvæmur áhugi var á Akranesi og Sörvági að taka upp vinabæjar- samstarf og komu fulltrúar frá Sörvági í heimsókn á vordögum til að kynna sér aðstæður og ræða um hið fyrirhugaða samstarf. Ákveðið var þá að undirrita formlegt vina- bæjarskjal í ágúst eða september og var það gert þann 1. september sl. Sörvágur er um 800 manna bær á Vogey. Flugvöllur Færeyja er í jaðri bæjarins og er hann, auk útgerðar og fiskvinnslu, meginuppistaöan í atvinnulífi bæjarins. -DVÓ Hnífsdælingar fá ómengað jarðgangavatn: Laust við kólígerla og óhreinindi Undanfamar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við lagningu 9 km vatnsleiðslu úr jai'ðgöngunum í Tungudal við Skutulsfjörð og út í Hnífsdal. Mun þessi nýja vatns- leiðsla leysa af hólmi vatnsveitu í Hnífsdal sem fengið hefur yfirborðs- vatn úr Langá í Fremri- Hnífsdal. Það er Einar Halldórsson sem er verktaki við lagningu leiðslunnar ásamt undirverktökum, en sam- kvæmt kostnaðaráætlun var ráð- gert að verkið kostaði tæplega 40 milljónir króna. Samkvæmt samn- ingi eru verklok ákveðin 15. nóvem- ber nk. Fá þá íbúar og atvinnufyrir- tæki í Hnífsdal loks hreint vatn úr krönum sínum en vatnið hefur fram að þessu oft verið mjög óhreint, mengað kólígerlum og jafnvel óhæft til að baða sig úr því. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.