Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996
5
Ég skipti líka á Sunny-num mínum
og Baleno
Sœdís Karlsdóttir
Sigrún Pálína:
Segir sig úr
þjóðkirkjunni
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, sem
kærði biskup íslands, Ólaf Skúla-
son, til siðanefndar Prestafélagsins
fyrir tilraun til nauðgunar, hefur
sent frá sér tilkynningu þess efnis
að hún segi sig úr þjóðkirkjunni.
Segir Sigrún Pálína sér ekki fært að
taka þátt í né tilheyra stofnun sem
ekki taki ábyrgð á ástandinu innan
kirkjunnar.
„í mörg ár hef ég barist við að
koma sannleikanum og lífsreynslu
minni á framfæri til ábyrgra aðila.
Ég áleit það skyldu mína sem ábyrg-
ur þjóðfélagsþegn og sem einstak-
lingur innan þjóðkirkjunnar. Ég
mun ekki ganga í annað trúfélag og
vona ég að sá dagur renni upp sem
hægt verði að treysta þjóðkirkjunni
til að horfast í augu við sannleikann
og hún verði fær um að taka á máli
eins og mínu,“ segir Sigrún Pálína
Ingvarsdóttir. -gdt
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00.
Komdu sjálfum þéroq
fjölskyldu þinni á óvart.
Prufukeyrðu Baleno \daq\
pv___________________Fréttir
Stefndi í milljónatjón:
Rétt viðbrögð
komu í veg
fvrir eldsvoða
DV, Eyrarbakka:
„Við hjónin fórum út að ganga
með bömin um kl. 17.30 og komum
heim 30 mín. síðar. Þegar við vorum
að nálgast húsið hitti ég vinkonu
mína sem var að koma út úr versl-
un sem stendur nánast við okkar
hús. Sævar gekk yfir götuna að
hitta bróður minn. Við vinkonurnar
heyrðum ýlfur og þegar við huguð-
um að því áttuðum við okkur á því
að það kom frá reykskynjaranum í
mínu húsi. Ég opnaði útidymar en
lokaði þeim strax aftur þar sem for-
stofan og eldhúsið var svart af
reyk,“ sagði Halla Emilsdóttir.
„Ég stóð hinum megin við húsið
og sá um leið og kallað var að reyk
lagði út um glugga á efri hæð. Ég og
mágur minn, Ragnar, hlupum yfir
en hann tók með sér handslökkvi-
tæki úr sínu húsi. Við réðumst inn
og sáum að eldur stóð upp úr
þvottavélinni og hafði náð í þvott-
inn sem hékk fyrir ofan hana. Við
beittum slökkvitækinu og náðum að
slökkva áður en slökkviliðið kom,“
sagði Sævar HaUdórsson, sem býr
ásamt Höllu eiginkonu sinni og
þremur bömum við Eyrarveg á Eyr-
arbakka. Húsið, sem heitir Sjónar-
hóll, var byggt árið 1900 og hafa þau
unnið að endurbótum á því.
Slökkviliðið var strax kallað út
en þegar það kom var þegar búið aö
slökkva eldinn. Slökkviliðsmenn
sögðu að ef mikill eldur hefði brot-
ist út hefði verið mjög erfitt að eiga
við hann. SjónarhóU, sem er timb-
urhús að mestu, stendur miUi
tveggja húsa og er ekki nema rétt
um metri í annað timburhús, Guð-
laugsbúð. Einnig er stutt í hús á alla
vegu á þessari torfu. Reykskynjari
og handslökkvitæki björguðu fólki
frá miklu eignatjóni í þetta skiptið.
Kristján Einarsson
8 ARA
Viö erum 8 ára og höfum
stækkað verslunina.
í tilefni af því gefum við öllum viðskipta-
vinum okkar 10% afslátt og afmælis-
glaðning í kaupbæti fimmtud., föstud.
og iaugard.
iBALENO
Halia Emilsdóttir og Sævar Hail-
dórsson standa í dyrum hússins
Sjónarhóls á Eyrarbakka. Hand-
slökkvitæki bjargaöi húsinu frá
eldsvoöa.
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
ELDHÚS INNRÉTTINGAR
BAÐ INNRÉTTINGAR
FATASKÁPAR
VÖNDUÐ VARA - HAGSTÆTT VERÐ
Frí teiknivinna og tilboðsgerð
- fyrsta flokks frá
jFOmx
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420
Kringlunni 6-12, s. 568 6062