Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 13
i#V FIMMTUÐAGUR 26. SEPTEMBER 1996
ennmg ■
Danir spila fyrir börnin
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
Pétur Östlund - otrúlega lagræn trommusóló.
Á slagverkshátíð í Loftkastalan-
um þriðjudagskvöldið þriðja í
RúRek má segja að annar hver mað-
ur meðal tónleikagesta hafi ein-
hvern tíma bankað í skinn með
trommukjuðum, svo mörg andlit
áheyrenda tilheyrðu trommurum,
ungum og öldnum. Og nóg var af
trommurum á sviðinu. Fyrst kom
Bumbubandið, þrir piltar og tvær
stúlkur sem léku á afrískar hand-
færabumbur. Fyrstu verkin voru
seiðandi og fin en hið þriðja nálægt
því að vera kaótískt. Þá voru kynnt-
ir til leiks bræðurnir og trommar-
arnir Halli úr Botnleðju og Addi úr
Stolíu ásamt Jóhanni bassaleikara
og léku þeir heimasmíðað verk sem
nefnist „Mikið djö.. er gaman að
vinna í Sorpu“. Þeir voru dásamleg-
ir.
Ef minnið svíkur ekki var því
næst á sviðinu Kvartett Halla Gulla
en Halli er einn af þessum mörgu
góðu trommurum að norðan. Með
honum léku Kjartan Valdimarsson,
Stefán S. Stefánsson og Jóhann Ás-
mundsson verk eftir Steps Ahead og
Jakob Frímann. Tala nefnist dúett
sem þeir skipa bassaleikarinn Birg-
ir Bragason og herra Samspil sjálf-
ur, Steingrímur Guðmundsson sem
leikur á tabla-trommur. Þeir tala
tungum á hljóðfærin en ekki er víst
að nafn dúettsins stafi af því. Síðast-
ur trommara á svið fyrir hlé var
svo Gulli Briem með tríó skipað Ey-
þóri Gunnarssyni og Jóhanni Ás-
mundssyni. H.verjum öðrum? Þeir
fluttu verk eftir meistara Cedar
Walton og annan píanómeistara,
Michel Camilo, og lag eftir Mezzof-
orte, sem eru líka meistarar. Óskar
Guðjónsson blés í tenórsaxafón í
einu lagi. Arftaki Rúnars Georgs-
sonar og meira en það.
Eftir hlé fengu áheyrendur að
kynnast „drum and base“ maskínu-
framleiddum trommutöktum sem
unglingar fíla að dansa eftir. Þenn-
an gjöming framdi Thor S. með að-
stoð Birgis bassaleikara og Steinars
trommara. Guðmundur Steingríms-
son, Skapti Ólafsson og Þorsteinn
Eiríksson voru fulltrúar eldri
trommuleikara og fengu standandi
lófatak að loknu þriggja setta sólói
sem Guðmundur stjórnaði og við
tóku þrír úr hópi bestu trommara
landsins af yngri kynslóð, Einar V,
Scheving, Jóhann Hjörleifsson og
Ólafur Hólm. Þeir sýndu hvemig á
að spila rokk, fónk og fleira með
stuttri viðkomu í valstakti og tangö
ásamt „Þú reyndir allt“, lagi sem
allir íslenskir danshljómlistarmenn
verða að kunna til hlítar. Þetta verk
þeirra nefndist „Ja, það verður víst
meiri hávaðinn"! Tónleikunum
lauk svo með ágætum leik tríós Pét-
urs Östlunds sem fjallað er um í
öðrum pistli. Tónleikarnir voru
haldnir í minningu Svavars Gests
og kynnir var Jónatan Garðarsson.
í hléi lék blússveit Dr. Finkels, skip-
uð efnilegum sænskum spiiurum
sem em skiptinemar við Tónlistar-
skóla FÍH.
Þeir drógust nokkuð á langinn
þessir tónleikar svo ekki gafst tóm
til að hlýða á orgeltríóið B3 eins og
til stóð. Það verður bara að reyna
að þefa þá uppi síðar.
Jakob og meistarinn
í dag era nákvæmlega 200 ár
síöan ein þekktasta gamansaga
franskra bókmennta kom út í
heild í fyrsta sinn. Hún heitir
Jakob forlagasinni og meistari-
hans og er eftir franska
heimspekinginn og grallarann
Denis Diderot. Höfundurinn
var þá látinn fyrir tólf árum.
Það var græðgi í góðan mat
sem varð honum að aldurtila.
Nú í vetur
kemur
bókin
loksins
út á
íslensku í
þýðingu Friðriks Rafnssonar.
Minnisgóðir leikhúsáhang-
endur muna ef til vill eftir stór-
skemmtilegri sýningu Stúd-
entaleikhússins á leikverki Mil-
ans Kundera upp úr þessari
sögu fyrir tólf árum. Leikstjóri
var Sigurður Pálsson, en aðal-
hlutverkin léku Helgi Björns-
son, leikari og söngvari (Jakob)
og Arnór Benónýsson, leikari
og gagnrýnandi (meistarann).
Saga Sameinaðra
verktaka
Sameinaðir verktakar hafa
Ígefið út sögu fyrirtækisins
fyrstu 30 árin, 1951-1981, sem
Eyþór Þórðarson hefur tekið
saman. Framan við þá sögu er
þáttur sem nefnist Fyrsti ára-
tugur Keflavíkurflugvallar.
Fjöldi heimilda er birtur í
ritauka, m.a. bréf.
Sameinaðir verktakar hafa
verið áhrifamiklir i íslensku at-
vinnulífi. Um tíma störfuðu hjá
fyrirtækinu 1100 manns og ekk-
ert fyrirtæki hefur greitt meiri
arð samfellt í áratugi. Höfund-
urinn er vélstjóri að mennt og
hefur skrifað fjölda blaða- og
tímaritsgi-eina.
Nýjar Uglur
íslenski kiljuklúbburinn var
að senda frá sér þrjár bækur.
íslenska skáldsagan að þessu
sinni er endurprentun á skáld-
sögu Böðvars Guðmundssonar
um íslenska Vesturfara á öld-
inni sem leið og afkomendur
þeirra. Seinna bindi þess verks
er væntanlegt seinna i haust.
Erlendu skáldsögurnar eru
Eldhús eftir japönsku skáldkon-
una Banana Yoshimoto, sem
kom út hjá Bjarti fyrir
nokkrum árum, og spennusag-
an Sælir eru þeir sem þyrstir
eftir Norðmanninn Anne Holt.
Alla þessa viku hafa tvær þekktar danskar
hljómsveitir leikið fyrir börn á Suðurlandi og
Suðurnesjum undir merkjum verkefnisins Tón-
list fyrir alla. Þetta eru Ny dansk saxofonkvartet,
sem hefur leikið saman í tíu ár viö góðan orðstír
í heimalandinu og víðar, og New Jungle Trio sem
hefur nú starfað í 19 ár. Þar er í fararbroddi gít-
Ny dansk saxofonkvartet
arleikarinn Pierre Dorge en gestaleikari með
trióinu er trommuleikarinn Hamid Drake frá
Bandarikjunum.
Þetta tónleikahald er hluti af viðamiklu sam-
starfi íslendinga og Dana á sviði menningarmála.
Danska þingið veitti í ár þrjár milljónir danskra
króna til þess samstarfs; tveir þriðju hlutar fjár-
ins renna til mennta-
mála en einn þriðji til
menningarmála, og Tón-
list fyrir alla er stærsta
einstaka verkefnið sem
hlýtur styrk þaðan. All-
ar horfur eru á að þessi
styrkur fáist áfram.
Verkefninu Tónlist
fyrir afla var hrundið af
stað 1992 af Jónasi Ingi-
mundarsyni og sveitar-
stjórnarmönnum og
skólamönnum á Selfossi
og það hefur eflst með
hverju ári, ekki sist með
hluta af því fé sem Norð-
menn gáfu íslendingum
í lýðveldisafmælisgjöf.
Markmiðið er að halda tónleika fyrir börn og al-
menning, þeim að kostnaðarlausu, nokkrum
sinnum á ári og gera tónlistina að sjálfsögðum
hlut í uppvexti og daglegu lífi fólks. Enn er þó
tónleikahald bundið við Suður- og Vesturland og
ekki hefur tekist að anna eftirspurn annars stað-
ar af landinu.
Ny dansk saxofonkvartet leikur þessa viku fyr-
ir öll skólabörn í Árnessýslu og heldur almenna
fjölskyldutónleika í Fjölbrautaskóla Suðurlands
annaðkvöld, 27. september, kl. 20.30. Frumskóga-
sveitin nýja hefur leikið fyrir skólabörn í Reykja-
nesbæ og Grindavík og heldur almenna tónleika
á Flughótelinu í Keflavík 27.9. kl. 20. Hún kemur
líka fram á RúRek á laugardagskvöldið á Hótel
Borg kl. 21.30.
íslenskir tónlistarmenn hefja svo tónleikasyrp-
m- sínar fyrir böm í Kópavogi, á Vesturlandi og
í Ámessýslu í nóvember.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Á mánudagskvöldið, annan í
RúRek, bar sitthvað á góma í
Reykjavík. Pistilskrifari gat naum-
lega komist á tvo hálfa tónleika.
Kanadíska söngkonan Tena Palmer
og undirleikari hennar, Justin Hay-
nes, fluttu finlega söngva á efri hæð
Sólons Islandus, bæði klassísk lög
og verk eftir flytjendurna, aðallega
þó undirleikarann. „I’ve Got You
under My Skin“ innihélt í búningi
parsins sérstæðan og ágætan skatt-
söngkafla og gítarsóló undirleikar-
ans kvaddi hljómana að mestu og
brá sér „út fyrir“ meðan söngkonan
gaf frá sér hljóð og tíst og hermdi
eftir slagverkshljóðfærum.
Justin Haynes, sem er jafn fær á
píanó og gítar, notaði mikið affvega)
leidda hljóma sem vora stundum
svo langt leiddir frá grunnþríhljóm-
um að lögin, sem maður þekkti,
flutu einhvers staðar ofan og hand-
an við það sem þau eru vön að vera,
a.m.k. hjá Sinatra eða Garland, svo
að nefnt sé til sögunnar „Over the
Rainbow" en það var flutt þarna
með sjaldheyrðum forleik sínum.
Tena Palmer er hæfileikarík söng-
Dream/Dram“ var lífleg, sympatísk
og synkópísk. Þeir sveiflumeistarar,
Þórður á kontrabassann og Eyþór á
píanóið, fullkomnuðu svo þennan
galdur. í lokin komu til liðs við þá
stúlkur úr Norrænu kvennastór-
sveitinni og djömmuðu með miklu
fjöri á tenór og básúnu „Softly as
the Moming Sunrise" og einn af
þessum blúsum í F.
„Ja, það verður
víst meiri
hávaðinn"
Nýr kvennafræðari
Kvennafræðarinn, leiðarvísir
um lífið eftir Dr. Miriam Stopp-
ard, er ætlaður konum á öllum
aldri. Þar er ijallað um tilfinn-
ingar, vitsmunalíf, kynlíf og
heilsufar kvenna, og bókin á
ekki síst að styrkja sjálfsmynd
þeirra. Áður hafa verið gefnar
út bækur
um böm og
foreldra
eftir sama
höfund.
Bókin er gef-
in út af
Forlaginu
og Máli
og
menn-
ingu.
kona og hefur vald á ýmsum stíl-
brigðum. Þótt í þessu tilviki hafi
hún einna helst minnt á Sheilu Jor-
dan duttu manni í hug fleiri söng-
konur, s.s. Flora Purin, Phoebe
Snow og jafnvel Joni Mitchell og
Björk. Misjafnlega auðvelt var að
kyngja frumsömdu lögunum við
fyrstu heyrn en þau bjuggu yfir ljóð-
rænum þokka.
Úr rólegheitunum
var haldið á Píanó i
Hafnarstræti þar sem
Pétur Östlund, Þórð-
ur Högnason og Ey-
þór Gunnarsson
héldu uppi spennandi
spilverki, sannköll-
uðu spilverki þjóðar-
innar sem var ein-
faldlega snifldarlegt á
köflum og reyndar
mestallan tímann.
Ekki gefst pláss til að
fjölyrða um þennan
performans sem
skyldi en nefna má
smáatriði eins og
hvernig Eyþór lék
laglínumar í „But not for Me“ og
„Body and Soul“. Glæsilegt.
Simbalaspilið, blæbrigðin og fágun-
in jafnhliða kraftinum hjá Pétri og
hin ótrúlega lagrænu trommusóló
hafa glatt aðdáendur hans löngum
og ganga aftur hjá þeim íslensku
trommurum sem gengið hafa í
smiðju til hans. Útsetning trommar-
ans á laginu „You Stepped out of a
Djassljóðasöngur og
Tríó Péturs Östlunds