Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 9 I>V Utlönd Dauðvona sjúklingur notfærir sér líknardrápslög í Ástralíu: Fyrstur til aö binda enda á hérvistina - stjórnmálamenn og klerkar fordæma verknaðinn Fyrsti maðurinn til að nýta sér umdeild lög um líknardráp í Ástr- alíu stytti sér aldur í borginni Darwin á sunnudag, að því er læknirinn sem aðstoðaði hann skýrði frá. Um var að ræða full- orðinn mann sem þjáðist af krabbameini í blöðruhálskirtli. Fjölmiðlar í Ástralíu sögðu að maðurinn, Bob Dent, hefði dáið fyrir tilstilli banvæns lyfja- skammts sem tölva var notuð til að gefa honum. Hann hafði áður sannfært lækna um að staða hans væri vonlaus og að hann vissi hvað hann væri að gera. í tilfinningaþrungnu opnu bréfi, sem Dent skrifaði kvöldið fýrir dauða sinn, sagði hann að verkja- stillandi lyfin sem hann tæki vegna krabbameinsins vektu með honum sjálfsvígshugsanir. „Ef ég héldi gæludýr, sem væri í sama ásigkomulagi og ég, yrði ég lögsóttur,“ skrifaði hann. Stjórnmála- og trúarleiðtogar brugðust illa við fréttinni af dauða Dents en margir þeirra hafa barist fyrir því að lögin, sem gilda aðeins i nyrsta fylki Ástralíu, verði lýst ógild, annaðhvort af sambands- þinginu eða hæstarétti. „Ég skammaðist mín mjög og skammast mín enn fyrir að Ástral- ía skuli vera eina landið í heimin- um sem hefur lögleitt dráp á sak- lausu fólki,“ sagði rómversk-kaþ- ólski erkibiskupinn Edward Clancy þar sem hann stóð fyrir utan dómkirkju heilagrar Maríu i Darwin. „Virðing og lotning frammi fyr- ir mannslífinu er hornsteinn menningar okkar. Þegar því er ekki lengur að heilsa fer samfélag- ið að gliðna," bætti Clcmcy við. Philip Nitschke, læknir í Darwin, sagðist hafa aðstoðað dauðvona sjúkling sinn við að binda enda á hérvistina á sunnu- dag. Þetta var í fyrsta sinn sem líknardrápslögum norðurhérað- anna var beitt frá því þau gengu í gildi 1. júlí síðastliðinn. Nitschke sagði fréttamönnum að andrúmsloftið á heimili Dents, þar sem atburðurinn átti sér stað, hefði í fyrstu verið spennuþrung- ið. Dent hefði síðan fullvissað hann um að þetta væri kærleiks- verk. „Sjúklingurinn auðsýndi þakklæti. Hann var eins ánægður og nokkur getur verið undir þess- um kringumstæðum," sagði Nitschke. Reuter Sértilbod til NATTURULAKKRIS Frá alda öðli hefur sætur safi lakkrísrótarinnar heillað unga sem aldna. Á Suður Ítalíu er löng hefð fyrir iakkrísgerð með því að sjóða safann úr lakkrísrótinni og útbúa stangir eða litlar pastillur. Hollt og gott, gott gotterí I va pm Fyrirsæta sýnir hér verk breska tískuhönnuðarins Chammans Phak- deesuks við upphaf tískuviku í Lon- don í gær. Phakdeesuk virðist lítið hugsa um að hylja kroppinn og höf- uðfatið, eins konar þreifarar, er ný- stárlegt. Um 100 hönnuðir víðs veg- ar að munu sýna tísku næsta árs á tískuvikunni í London. Sfmamynd Reuter 32 fórust með gamalli DC-3 flugvél Allir um borð í gamalli DC-3 Dakota vél, eða 32 menn, fórust þeg- ar vélin brotlenti í hafinu undan strönd Hollands síðdegis í gær. Skömmu áður en vélin fór í hafið hafði flugstjórinn tilkynnt um vélar- bilun. Vélin, sem í voru 26 farþegar á skemmtiferð og sex flugliðar, var í eigu hoOenska Dakotafélagsins sem er félag áhugamanna um flugvélar af þessari gerð. Hún var 53 ára göm- ul og hafði verið flogið i seinni heimsstyrjöldinni. Haföi vélin farið frá Amsterdam til eyjarinnar Texel undan ströndum HoUands og var á leið tU baka þegar slysið varð. Mar- aði vélin í kafi þegar björgunar- menn komu að en hún hafði lent á sandrifi. Einn farþegi fannst á lífi og var ekið á sjúkrahús en hann lést þar skömmu síðar. Flugstjórinn hafði tilkynnt um vélarbUun og sagðist ætla að reyna nauðlendingu á herflugveUi í De Kooy. En eitthvað fór úrskeiðis. Formaður félagsins sem á vélina sagði að hún hefði verið í fullkomnu lagi og nýlega staðist skoðun hol- lenskra flugyfirvalda. Reuter hcilsuhúsið Skólavörðustig og Kringlunni London 14. október, frá kr. 16.930 *> Flug og hótel kr. 19.930 nmmtudfoUóber Viðbrögðin við Londontilboði okkar hafa verið ótrúleg og nú seljum við síðustu sætin á þessu ótrúlega verði. Þú getur valið um góða gististaði í hjarta London og hjá okkur tryggir þú þér lægsta verðið á íslandi. Butlins-hótelið er í Bayswater, rétt hjá Oxfordstræti, öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma, veitingastaður, bar, verslun og ferðaskrifstofa í hótelinu. Verð kr. Síðustu sœtin 7. og 14. okt. Butlins Grand 16.930 Verð með flugvallarsköttum, 7. okt., 3 nætur. Verð kr. 19.930 M.v. 2 í herbergi með morgunverði, 7. okt., 3 nætur. Verð kr. 29.930 Butlins-hótel, 4 nætur, 3. okt., 2 í herbergi. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 Þökkum góðar móttökur „ 12 " m 16" m 18" m sprengitilboð Sramlengt til mánaðamóta Þú kemur og sækir i i. 2 áleggjum á i. 2 áleggjum á 2 áleggjum á w* opið 16°° -23 50 alla daga 690 kr. 790 kr. 890 kr. Pizzahöllin Dalbraut l RVK. (v. ubeygjuna bjá Laugarásbíó ) Ath. einnig góð tilboð í beimsendingum. S. $68 4848

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.