Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 32
^ Vinningstölur miðvikudaginn 25.9.’96 \ Vlnnlngar ,$! ms E 13X32X38 _5afi 3. 5 aft *•>« 4. 4 af 6 20X41X45 é. S. 3 af i — Fjöldi vinnlnga Vinnlngsuftphitd 44.101.1 Vinningstölur 25.9/96 (25) (26) (30) 43.100.000 281.376 i 73.690 1.910 _200 s Á Itlandi 1.001.886 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum ailan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 Bílvéltaé Miklubraut Bíll valt á Miklubraut við Rauöageröi í gærkvöld. Ung kona og barn henn- ar voru í bílnum og sluppu bæöi án teljandi meiösla. Bíllinn var mikiö skemmdur og þurfti aö daga hann á brott með kranabíl. -RR/DV-mynd S SeyöisQöröur: ** Snjóaeftirlits- maður hrap- aði í Bjólfinum DV, Seyðisfirði: Hallgrímur Jónsson, snjóaeftir- litsmaður Veðurstofunnar, slasaðist töluvert þegar hann hrapaði í Bjólf- inum í Seyðisfirði. Hallgrímur hafði farið snemma um morguninn upp í ,,i»«Bjó]finn til að koma fyrir snjómæl- ingatækjum. Mun þoka hafa glapið honum sýn svo hann missti fótanna og hrapaði alllanga leið niður fjallið og rotaðist. Þegar hann rankaði við sér hróp- aði hann á hjálp. Gunnlaugur Frið- jónsson bæjarverkfræðingur var staddur niðri á Fjarðartúni þegar hann heyrði hróp í fjallinu. Gekk hann á hljóðið og sá þá Hallgrím liggja í svonefndu Fálkagili, í rúm- lega 300 metra hæð. Hallgrími var komið í sjúkrabíl og fluttur á sjúkrahúsið. Hann er töluvert skaddaður á höfði, með brákuð rif og marinn víða um lík- amann. Miðað við fallið má segja að hann hafi sloppið nokkuð vel. -JJ Héraðsdómur: Mánaðar fang- elsi fyrir að vanvirða leiði stjúpa síns Júlíus Nordal, 19 ára gamall Hafnfirðingur, var í gær dæmdur í eins mánaðar fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að vanvirða leiði stjúpfóður síns. Júlíus hafði áður verið dæmdur í fangelsi fyrir að vera valdur að dauða stjúpföður síns. Dómurinn nú bætist við fyrri refsingu. -RR Sléttanesið heim úr Smugunni: Afli íslend- inga að mestu tekinn á Svalbarðasvæði - skipin frá hálfri til 7 mílur fyrir innan, segir skipstjórinn DV, Þingeyri: „Smugan er alveg dauð og það grátlega við þetta er að á milli 60 og 70 prósent af afla skipanna er alls ekki tekinn inni í Smugunni heldur hinum megin við linuna. Þeir sem eitthvað fengu voru frá einni og upp í 7 sjómílur utan Smugunnar, inni á Svalbarða- svæðinu. Þeir sem veiddu þar voru þeir einu sem eitthvað fengu,“ segir Sölvi Pálsson, skip- stjóri á frystitogaranum Sléttanesi frá Þingeyri, sem kom heim úr tveggja mánaða veiðiferð með afla- verömæti upp á aðeins 30 milljón- ir. Hann segist ekki hafa einhlíta skýringu á því hvers vegna Smug- an gefi ekkert af sér en hugsanlega sé um að kenna kaldari sjó. Sölvi segir erfitt að þurfa að sæta því að fá ekki lengur að veiða þorskkvót- ann á heimcuniðum. Raunin sé sú að kvótinn sé leigður af skipinu. „Útgerðarmennimir stjórna því aifarið hvert er farið og hvenær og svo braska þeir með þann kvóta sem skipin hafa á heimamiðum. Það sem hefur haldið í manni líf- inu þarna norður frá var hugsun- in um að eiga eftir kvótann á heimamiðum. Það var eins og að fá spark eða vera sleginn þegar maður komst að því að búið var að leigja frá okkur kvótann. Þetta er ekkert annað en svínarí," segir Sölvi Pálsson. -rt Sléttanesiö í höfn á Þingeyri í gær. Sölvi Pálsson skipstjóri, sem er á innfelldu myndinni, segir meirihlutann af afla þeirra skipa sem stunda Smuguna vera tekinn inni á fiskverndarsvæöi Norömanna við Svalbaröa. Arsenal-að- dáandi vann 5,5 milljónir - í gullpotti í Ölveri Það var aldeilis heppinn aðdá- andi Arsenal sem vann 5,5 milljónir í Gullpotti gullnámu Happdrættis Háskóla íslands í Ölveri í Glæsibæ í gærkvöld. Pilturinn, sem er 21 árs, var að horfa á sína menn leika í beinni útsendingu gegn Borussia Mönchengladbach í Evrópukeppn- inni og var hann mjög svekktur með gang mála í leiknum þar sem Arsenal var að tapa. Pilturinn ákvað því að freista gæfunnar í spilakössum og hafði ekki lengi spilað þegar hann datt í lukkupottinn. Vonbrigðin vegna leiksins breyttust því í mikla gleði hjá piltinum. „Svipurinn á drengnum var þannig að hann vissi eiginlega ekki að hann var að vinna. Þetta er i annað skiptið sem svona vinningur kemur eftir leik hér,“ sagði Baldur Hólmsteinsson, sem var að vinna í Ölveri i gærkvöld. 23 spilakassar eru í Ölveri og hafa komið þar fjór- ir gullpottar upp á samtals 32 millj- ónir og sá hæsti upp á 12 milljónir. -DVÓ Eldur í skúr Mikill eldur varð laus í vinn- uskúr hjá Gúmmívinnustofunni um klukkan hálftvö í nótt. Skúrinn brann til grunna og er gjörónýtur. Lögregla útilokar ekki að kveikt hafi verið í skúrnum. -RR Innbrot í Sigtúni Brotist var inn í Ryðvamarskál- ann í Sigtúni í nótt. Þjófurinn eða þjófamir burtu upp útidyrahurð og áttu greið leið inn í skálann eftir það. Stolið var bifreið með skráningar- númerinu RY 462, tveimur tölvum, litprentara og farsíma auk nokurra bíllykla. RLR rannsakar málið en enginn hefúr enn verið handtekinn. -RR Flutningabíll valt Flutningabíll valt á hliðina þegar hann rann til í beygju á gatnamót- um Vesturlands- og Suðurlandsveg- ar í gær. Bíllinn var að flytja gám fulian af fiski. Þegar verið var að rétta bilinn við fór ein hliðin úr gámnum og allur fiskurinn fór út- byrðis. Skemmdir urðu þó litlar og tókst að tína fiskinn upp á skömm- um tíma. L O K I Veðrið á morgun: Skúrir í öll- um lands- hlutum Á morgun verður breytileg átt og gola eða kaldi á landinu. Skúrir verða í öllum landshlut- um. Veðrið í dag er á bls. 36 »1«—A.3T 1 533-1000 7 Kvöld- og helgarþjónusta NSK kúlulegur PoMlsen Suðurlandsbraut 10 - Simi 568 6499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.