Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 37 Heinrich Walther leikur á hiö mikla orgel í Hallgrímskirkju í kvöld. Sinfónía leikin á orgel í kvöld mun þýski orgelleikar- inn Heinrich Walther leika Sinfó- níu í d-moll eftir César Franck á orgeliö í Hallgrimskirkju. Sinfón- ían var upphaflega samin fyrir hljómsveit en Heinrich Walther umritaði hana fyrir hljóðfæri sitt. Auk sinfóníunnar verða á efnis- skrá verk eftir Mendelsohn og Bach. Heinrich Walter vann til verð- launa í keppni orgelleikara i San Antonio, Texas, árið 1986 og ári síðar í alþjóðlegu Pachelbell- keppninni í Niirnberg. Walter hefur starfað sem orgelleikari í Svartaskógi og kennt jafnframt við Tónlistarháskólann í Frei- burg. Hann hefur geflð út geisla- plötur með verkum eftir sam- tímahöfunda. Tónleikamir hefj- ast kl. 20.30. Tónleikar Fyrir tónleikana eða kl. 16.00 mun Gunnsteinn Ólafsson fjalla um sinfóníu Césars Franck í há- tíðasal Tónskóla þjóðkirkjunnar að Sölvhólsgötu 13. Bubbi í Mosfellsbæ Bubbi Morthens heldur tón- leika í Hlégarði, Mosfellsbæ, í kvöld kl. 21.00. Málþing um Voltaire og Birting Félag íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag íslands, í samvinnu við heimspekideild Há- skólans, heldur málþing um Voltaire og Birting í kvöld, kl. 20, í stofu 101 í Odda. Fyrirlesari er Þorsteinn Gylfason. Allir vel- komnir. Kúba í kvöld, kl. 20, í sal Félags bóka- gerðarmanna, Hverfisgötu 21, Reykjavík, mun Martín Mora, sendiherra Kúbu á íslandi, ræða um þann vanda sem Kúba er að kljást við um þessar mundir. Fundurinn er öllum opinn. Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur fund í Kirkjubæ kl. 20.30 í kvöld. Samkomur Andy Philosophicus er yfirskrift fyrirlestrar sem bandaríski heimspekingurinn Arthur C. Danto heldur í stofú 101 í Lögbergi í dag, kl. 17.15. í fyrir- lestrinum fjallar hann um list Andys Warhols. Félag eldri borgara í Reykjavík Bridge, tvímenningur, verður spilaður í Risinu í dag kl. 13. Spur á Kaffi Reykjavík Hljómsveitin Spur skemmtir á Kafli Reykjavík i kvöld. Astma- og ofnæmisfélagið Aðalfundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30 í Múlabæ, Ármúla 34, 3. hæð. Gengið á Vatns- leysuströnd Ganga á haustin gefur fólki, sem hefur yndi af náttúru ís- lands, mikið. Þá eru litirnir í náttúrunni með fegursta móti og fyrir utan hversu heilsusamlegt það er að ganga þá er tíminn fljótur að líða innan um gróður sem er í mörgum litum. Innan borgar- markanna og á höfuðborgar- Umhverfi svæðinu eru fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir og er alltaf verið að auka við göngu- stíga í Reykjavík og nágrenni. Fyrir þá sem vilja aka spöl- korn og fá sér síðan göngutúr er ágætt að aka út fyrir Hafnarfjörð þar til komið er á Vatnsleysu- strönd og leggja þar bílnum og ganga eftir fornum leiðum með fram fjörunni eða í hrauninu. Á kortinu eru merktar leiðir, en ekki þarf endilega að fara eftir marga möguleika sem hægt er þeim, náttúran býður upp á að notfæra sér. Spookie Boogie á Gauk á Stöng: Fönkaðasta diskóhljómsveitin Spookie Boogie er hljómsveit sem af og til hefúr verið að koma fram að undanfomu og vakið verðskuldaða athygli enda eru innan- borös í sveitinni landsþekktir popparar, sem eru einnig starfandi á öðrum vettvangi, en sleppa fram af sér beislinu í fönki og diskói með Spookie Boogie. Frá Spookie Boogie er að koma út þeirra fyrsta plata og hún heitir hvorki meira né minna en Greatest Hits. Af þessu tilefhi verða útgáfútónleikar á Gauk á Stöng í kvöld. Á plötunni er að fmna diskófonk- Skemmtanir veisla þar sem gamlir smellir sem Sly and the Family Stone, Stevie Wonder og Jackson 5 frumfluttu á sínum tíma. Auk þess lætur hljómsveitin gamminn geysa í frumsömdum lögum, til dæmis má nefna Funk it up sem farið er að heyrast á útvarpsstöðvum. Þeir sem skipa Spookie Boogie eru Ric- hard Scobie, söngur, gítar, Ingólfur Guöjóns- son, hljómborð, raddir, James Olsen, tromm- ur, raddir, Stefán Hilmarsson, söngur, Eiður Alfreðsson, bassi, og Sigurður Gröndal, gít- ar, raddir. Spoogie Boogie á gó&ri stund en hún skemmtir gestum á Gauki á Stöng í kvöld. Góð færð víðast hvar Vegir eru víðast hvar í góðu ásig- komulagi, þó eru vegavinnuflokkar enn að störfum á nokkrum stöðum og ber að fara eftir aðvörunum um að virða hraðatakmarkanir og sýna aðgát. Á Suðurlandi er verið að lag- Færð á vegum færa leiðina Suðurlandsvegur-Gal- talækur og á Snæfellsnesi eru einnig vegavinnuflokkar að störfum við leiðina á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og Heydal-Búðir. Þá er verið að vinna við vegi í Mý- vatnssveit. Ágæt færð er á hálendinu og eru allar leiðir færar, en vert er að taka fram að margar leiðir eru aðeins færar jeppum og fjallabílum. Ástand vega nsi Hálka og snjór r—. án fýrirstööu L-O Lokaö | Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabílum Kristófer Bæring Litli drengurinn á myndinni fæddist 1. sept- ember kl. 21.15. Þegar hann var vigtaður reynd- ist hann vera 3.180 grömm Barn dagsins að þyngd og mældist 52 sentímetra langur. Dreng- urinn hefur hlotið nafnið Kristófer Bæring. Foreldr- ar hans eru Svanfríöur Ósk Bæringsdóttir og Sig- urður Magnússson og er hann fyrsta bam þeirra. I Jerúsalem segir frá sænskum innflytjendum til Jerúsalem. Jerúsalem Háskólabió hefúr sýnt að und- anfömu dönsku úrvalsmyndina Jerúsalem þar sem Bille Áugust er leikstjóri. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Selmu Lagerlöf. Jerúsalem er epísk ást- arsaga sem gerist rétt fyrir alda- mótin í litlu trúuðu samfélagi í Norður-Svíþjóð. Þrátt fyrir allsnægtir og náttúrufegurð tek- ur bróðurparturinn í þessu htla samfélagi sig til og flyst búferl- um til Jerúsalem og sest þar að. Umskiptin em veruleg, nýlend- an er í miðri eyðimörk og siðir innfæddra ankannalegir. Ferða- langarnir eiga erfitt með aö fóta sig í nýju umhverfl og leggja ást- vinir á sig langt ferðalag til að telja þá á að snúa aftur til heima- haganna. Kvikmyndir Með aðalhlutverkin fara Maria Bonnevie, Ulf Friberg, Max von Sydow og Olympia Dukakis. Bille August vákti fyrst at- hygli heimsbyggðarinnar með myndinni Pelle sigurvegari. Síð- an hefúr hann meðal annars leikstýrt Húsi andanna. Nýjar myndir: Háskólabíó: Keðjuverkun Laugarásbíó: Hættuför Saga-bíó: Stormur Bíóhöllin: Eraser Bíóborgin: Fyrirbærið Regn- boginn: Independence Day Stjörnubíó: Svaðilförin Krossgátan 1 3 5- u * ' y IO rr~ ib' il IT' nr iir m J n Lárétt: 1 lélegt, 6 hætta, 8 blaut, 9 mikil, 10 hærra, 11 varg, 13 blundir, 15 samþykki, 16 bál, 18 vitlausi, 19 lán, 21 farfí, 22 snemma. Lóðrétt: 1 dæld, 2 heiti, 3 snæða, 4 fæðu, 5 traustur, 6 löngun, 7 utan, 12 hestur, 14 digur, 16 dufl, 17 nálægt, 20 þögul. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skjótt, 8 álag, 9 em, 10 regni, 11 úa, 12 tif, 14 utan, 16 snúið, 18 vals, 20 lið, 21 oft, 22 álma. Lóðrétt: 1 sárt, 2 kleina, 3 jag, 4 ógnun, 5 teit, 6 trúaði, 7 ána, 13 fúlt, 16 svo, 17 ill, 19 sá. Gengið Almennt gengi Ll nr. 210 26.09.1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollaenni Dollar 66,760 67,100 66,380 Pund 104,240 104,770 103,350 Kan. dollar 48,800 49,110 48,600 Dönsk kr. 11,4790 11,5400 11,6090 Norsk kr 10,3240 10,3810 10,3430 Sænsk kr. 10,0890 10,1440 10,0220 Fi. mark 14,6670 14,7530 14,7810 Fra. franki 13,0190 13,0930 13,0980 Belg. franki 2,1393 2,1521 2,1795 Sviss. franki 53,8000 54,0900 55,4900 Holl. gyllini 39,2700 39,5000 40,0300 Þýskt mark 44,0600 44,2890 44,8700 ít líra 0,04407 0,04435 0,04384 Aust sch. 6,2600 6,2990 6,3790 Port escudo 0,4330 0,4356 0,4377 Spá. peseti 0,5238 0,5270 0,5308 Jap. yen 0,60460 0,60820 0,61270 Irskt pund 107,060 107,720 107,600 SDR 96,22000 96,80000 96,83000 ECU 84,1700 84,6800 84,4200 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.