Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 11 r>v_______________________________Fréttir Stöð 3 127,2 milljónum undir núllinu: Var boðinn aðgangur að Ijósleiðaraneti P&S en hafnaði - heföum leigt þeim aöganginn ásamt afruglaraþjónustu, segir talsmaður P&S - hentaði okkur ekki, segir talsmaöur Stöövar 3 „Póstur og sími hefur boðið sjónvarpsfyrirtækjunum upp á að leigja hluta af ljósleiðaranetinu en um það hafa ekki tekist samningar enn. Þegar Stöð 3 var að fara af stað í fyrra þá sögðum við þeim strax að þeir ættu að koma inn á netið hjá okkur og byrja hægt og rólega. Við höfum síðan endurtekið boðið og að við sæjum um alla þá afruglara sem þyrfti í kerfinu,“ segir Jón Þóroddur Jónsson, yfirverkfræðingur fjarskiptadeildar Pósts og síma, í samtali við DV. Meöal vinsælla þátta Stöövar 3 eru spjallþættir Davids Lettermanns. Stöö 3, sem starfað hefur í tæpt ár, hefur tapaö gríðarlegu fé á þeim tíma. Samkvæmt milliuppgjöri fyrir tímabilið 1. janúar til 31. júlí 1996 er rekstrartapið 268,8 milljónir króna. Afruglarar hafa engir fengist enn og áskriftartekjur því sáralitlar og auglýsingatekjur sömu- leiöis. Eigiö fé er neikvætt um tæplega 127,3 milljónir króna. Söfnun viöbótarhlutafjár stendur nú yfir og ef markmið hennar nást gengur Stöö 3 í endurnýjun lífdaga sinna. Jón Þóroddur segir að Ijósleiðaranetið sé i stöðugri uppbyggingu en enn þá sé ekki kominn á neinn samn- ingur um útsendingar á sjónvarpsefni um það heldur aðeins bráðabirgðaleyfi til að senda út dagskrá Sjón- varpsins inn á netið í tilraunaskyni. Þar sem netið er komið í hús geti fólk notað það og borgar ekki fyrir það annað en hið venjulega afnotagjald. DV spurði Gunnar M. Hansson, stjómarformann Stöðvar 3, hvort ekki hefðu verið mistök að þekkjast ekki tilboð Pósts og síma og komast hjá hinum gríðarlegu byrjunarerfið- leikum Stöðvar 3 og kostnaðarsömum vandræðum með afruglara. Gunnar vísar því á bug að mistök hafi verið gerð og segir: „Við vorum búnir að vera í við- ræðum við Póst og sima í alllangan tíma um að fara inn á ljósleiðaranet- ið áður en Stöð 3 tók til starfa. Póst- ur og sími treysti sér hins vegar ekki til að skuldbinda sig fyrir tiltekinni útbreiðslu á tilteknum tímapunktum. Það eina sem þeir gátu sagt var að möguleikar væm á að tíu þúsund heimili gætu átt aðgang að því um síðustu áramót. Við eyddum fjöldamörgum mánuð- um í viðræður við þá til að reyna að fá einhvem botn í þetta en þeir treystu sér ekki til að staðfesta neitt annað en um þennan fyrsta áfanga sem þeir vora að vinna við á síðasta ári,“ segir Gunnar M. Hansson. Gunnar segir að þessu til viðbótar sé kostnaður verulegur fyrir heimilin að tengjast ljósleiðaranétinu því ekki sé nóg að leiðarinn sé í götunni heldur þurfi að leggja inn í húsin. Að öllum þáttum athuguðum hefði ékki þótt fýsilegt að tengjast ljósleiðaranetinu. Rugliö meö afruglarana Upphafið að vandamálum Stöðvar 3 eru að framleið- andi afraglaranna sem upphaflega var ætlunin að nota gat ekki staðið við að framleiða afraglara sem afragluðu allar útsendar rásir samtímis, að sögn Gunnars M. Hanssonar. Hann segir að því miður hafi bandaríska fyrirtækið Veltek Industries, sem átti að smíða myndlyklana, brugðist, sem hafi verið mjög miður. „Myndlyklafram- leiðandinn sem við erum í sambandi við nú veit að hverju var stefnt i upphafi. Menn eru að velta fyrir sér hvernig við getum mætt þessari þörf, þó að á annan hátt sé, en upphaflega var ætlað, í það minnsta í byijun,“ segir Gunnar M. Hansson. Vandræði þau sem Stöð 3 rataði í vegna myndlykla- málanna hafa haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fyr- irtækið og hefur stöðin verið rekin án áskrifenda með opinni dagskrá frá því í fyrrahaust. Að sögn Gunnars er mánaðarlegur rekstrarkostnaður stöðvarinnar um 40 milljónir króna þannig að tapið er geigvænlegt þótt ein- hverjar auglýsingatekjur og aðrar tekjur hafi stöðin að vísu haft. 127 milljónir í mínus Samkvæmt efnahagsreikningi íslenska sjónvarpsins, rekstrarfélags Stöðvar 3, þann 1. ágúst sl. voru skuldir félagsins samtals rúmlega 508,3 milljónir króna þannig að upphaflegt 250 milljón króna hlutafé er uppurið og gott betur. Eignir félagsins era rúm 381 milljón króna þannig að rúmar 127 milljónir vantar til að koma fyrir- tækinu upp á núllið. Stöð 3 er því í raun gjaldþrota. Verið er að safna nýju hlutafé 1 fyrirtækið upp á 300 milljónir og mun það langt komið þannig að stöðin er í raun að komast á byrjunarreit, og ríflega þó, þar sem út- sendingartæki og aðstaða er þegar fyrir hendi, ásamt umtalsverðri reynslu í að starfrækja stöðina. „Við erum að róa lífróður að því að fá aðila til liðs við okkur og núverandi hluthafar eru tiibúnir að setja meira fé inn en áframhaldið ræðst af því hvort okkur tekst að ná inn þessu fjármagni. Til þess að geta haldið áfram þurfum við 300 milljónir," segir Gunnar M. Hans- son. Núverandi hluthafar í Stöð 3 era SAM-bíóin og Holta- búið með 35 milljónir hvor aðili. Síðan koma Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Nýherji, Skurn og Japis með 25 milljónir hver. Aðrir minni hluthafar, en mis- stórir, eru m.a. Vífilfell, Háskólabíó og Birkir Baldvins- son í Lúxemborg o.fl. Hallgrímur Geirsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, segir í samtali við DV að áhugi sé fyrir áframhaldandi þátttöku í rekstri Stöðvar 3, að því tilskyldu að 300 millj- óna markið í endurfjármögnuninni náist. „Við bíðum því átekta til að sjá hvort markmið hlutafjársöfnunar- innar næst og ef svo verður þá teljum við góðar forsend- ur fyrir framhaldinu," segir Hallgrímur. -SÁ 381.026.603 Skuldir og eignir Stöövar 3 Skuldir DVI K.-ÚtiVG! aöBO 12U0W 12-18 bolla s: Umboðsmenn um allt land UJ j <C Brauðrist, i—s . dll C3 Profil 230 870w. Ristar tvær sneiðar í senn B R Æ Ð U R N Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Reykjavík: Hagkaup. Byggt og Búiö Kringlunni, Magasín, Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi.Guöni E.Hallgrímsson, Grundarfirði.Blómsturvellir Hellissandi. Vestfiröir:. Geirseyrarbúöin, Patreksfirði.Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Norðurland: Kf. Steingrfmsfjaröar, Hólmavík. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauöárkróki. KEA, byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA Hrísalundi, Akureyri. KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Urö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaups- staö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. KASK, Höfn Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Fjarðarkaup, Hafnarfiröi. 11///^ (f Grænt r % Grænt númer Sím>fal í grœnt númer er ókeypis fyrir þann sem hringir* *Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PÓSTUR OG SlMI r Kynningarfundur N verður í Sálarrannsóknarskólanum í kvöld kl. 20:30 í kennsluhúsnæði skólans að Vegmúla 2. Húsið stendur á horni Vegmúla og Suðurlandsbrautar (16). Á kynningarfundinn er öllu áliugafólki um vandaðan og metnaðarfullan skóla í sálarrannsóknum og skyldum málum boðið að koma og skoða skólann - og að hlusta á stutta samantekt um hvað kennt er þar, og hvemig námi við skólann er almennt háttað. Nú þegar eru um tvö hundruð nemendur í námi við skólann í fjórum bekkjardeildum. Kennsla er aðeins eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í hverjum bekk í skólanum. Síðustu tveir kynningarfundir skólans á þessu ári eru í kvöld og á sunnudaginn, 29 sept. kl. 14.00. AHir velkomnir meðan húsrúm leytir. _ - Mest spennandi skóli í bænum Vegmúla 2 s. 561 9015 & 588 6050 KARATE- OG JÚDÓ- GALLARNIR Karate Shiro Trad, stærðir 120-170 cm„ verð frá kr. 3.690 til 4.400. Karate Katana stærðir 175-195 cm„ verð frá kr. 8.680 til 9.900. Tokaido-Final, verð frá kr. 16.900 til 17.900. Júdó Yamanashi, stærðir 140-170, verð frá kr. 3.900 til 4.800. 3SS CmúF HK Ts 2£ Glæsibæ, sími 581 29 22 Hðnnun: Gunnar Sleinþðrsson / FlT / ÐO-06.96-031-TEFAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.